Morgunblaðið - 06.12.2001, Side 4

Morgunblaðið - 06.12.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ F í t o n / S Í A www.bi.is – Engar sveiflur milli mánaða – Enginn gluggapóstur – Engir dráttarvextir – Engar biðraðir – Engar áhyggjur Kynntu þér útgjaldareikning HeimilislínuLáttu þér líða vel HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Tryggva Rúnar Guð- jónsson í 11 ára fangelsi en hann var fundinn sekur um að hafa smyglað 16.376 e-töflum, 59,33 g af töflumuln- ingi rúmlega 200 g af kókaíni og ríf- lega átta kílóum af hassi til landsins í vor. Fyrir dómi í gær lýsti hann því yfir að hann myndi áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Með brotum sínum rauf Tryggvi skilorð vegna tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisdóms og var þeirri refsingu bætt við dóminn nú og refs- ing tiltekin í einu lagi. Engu að síður er um að ræða þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefna- máli á Íslandi. Tryggvi framdi brot sín áður en breytingar á refsiramma vegna fíkni- efnabrota tóku gildi. Hámarksrefsing er nú 12 ár en var 10 ár áður en í lög- um er heimild til að auka refsiramm- ann rjúfi sakborningur skilorð. Þess má geta að Hollendingur sem hand- tekinn var á Keflavíkurflugvelli með 65.000 e-töflur 27. september sl. bíður nú dóms. Upphaf málsins var að snemma árs bárust fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík upplýsingar sem bentu til þess að Tryggvi hefði í hyggju að smygla umtalsverðu magni af hassi til landsins. Í mars hóf lögregla að hlusta á og hlera símtöl hans. Í lok mars fór Tryggvi til Amsterdam og fylgdist lögregla með ferðum hans þegar hann kom til baka 3. apríl. Tveimur dögum síðar veitti lögregla honum og öðrum manni eftirför þar sem þeir óku að afgreiðslu TVG- Ziemsen og þaðan að flugfrakt Flug- leiða. Þar sáu lögreglumenn Tryggva setja tvo kassa í bifreiðina. Nokkrum mínútum síðar var hann handtekinn ásamt manninum sem var með hon- um í bifreiðinni. Auk þess var tæp- lega sextugur karlmaður handtekinn en sendingin var stíluð á fyrirtæki hans. Í kössunum fyrrnefndu voru tvö hátalarabox og fundust fíkniefnin þar. Hjá lögreglu og fyrir dómi bar Tryggvi að hann hefði talið sig vera að smygla 12 kílóum af hassi. Hann lýsti tildrögum innflutningsins þann- ig að vinur hans, sem nú er látinn, hefði stofnað til skulda í Amsterdam vegna fíkniefna. Þegar þeir voru sam- an á ferð í Amsterdam í fyrra hefðu þeir hitt tvo menn og hefði vinur hans kynnt Tryggva sem samstarfsmann sinn, væntanlega til að auka láns- traust sitt hjá þeim. Eftir að vinur hans lést hefðu þessir menn gert hann ábyrgan fyrir skuldunum. Þeg- ar hann hitti þá í desember í fyrra hefðu þeir gert honum ljóst að ann- aðhvort greiddi hann skuldina, um níu milljónir króna, eða fara eina ferð með fíkniefni til Íslands og fá að auki fyrir það tvær milljónir króna. Tryggvi sagði að sér hefði verið gert ljóst að skuldin yrði innheimt af hörku og menn jafnvel sendir til Ís- lands til að herja á hann, fjölskyldu hans eða ekkju hins látna. Að endingu hefði hann fallist á að flytja 12 kíló af hassi til landsins. „Ég er að koma upp stöðugum flutningum“ Í lok mars hitti hann mennina tvo í Amsterdam og sýndu þeir honum pakkningar sem hann taldi samsvara 12 kílóum af hassi. Hann hefði á hinn bóginn ekki séð þá koma efnunum fyrir í hátalaraboxunum. Tryggvi kvaðst ítrekað ekki geta gert grein fyrir þeim e-töflum og því kókaíni sem lögreglan fann í hátölurunum. Tryggvi var spurður um samtöl sem lögregla hljóðritaði. Við þann eldri sem handtekinn var í tengslum við málið sagði hann m.a.: „Ég er að koma upp stöðugum flutningum. Ég var bara að koma þessu heim núna. Ég gat ekki borgað flutninginn, þú skilur.“ Tryggvi svaraði því til að hann hefði skuldað honum 10–12 milljónir og væri að telja honum trú um að hann ætti von á fé. Maðurinn, sem handtekinn var með honum í bílnum, bar að skömmu áður en Tryggvi fór til Amsterdam í mars hafi Tryggvi sagt honum að hann þyrfti að flytja inn 30.000 e-töfl- ur og 1½ kíló af kókaíni til að losa sig úr skuldum. Aðspurður sagðist Tryggvi ekki vita hvað manninum gekk til með þessum framburði en hann væri úr samhengi við samtöl þeirra. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður Tryggva um að hann hafi talið sig vera að flytja inn hass væri sérdeilis ótrúverðugur og þótti sann- að að hann hefði flutt inn efnið í ágóðaskyni. Valtýr Sigurðsson hér- aðsdómari kvað upp dóminn. Sigríður Jósefsdóttir sótti málið fyrir hönd ríkissaksóknara en Kristinn Bjarna- son hrl. var til varnar. Tryggvi á alllangan brotaferil að baki. Þyngsta dóminn hlaut hann árið 1999 vegna fíkniefnamáls en hann var dæmdur fyrir að hafa falið tæplega tvö kíló af hassi í lystigarðinum Hellisgerði í Hafnarfirði og fyrir að hafa í vörslu sinni 350 grömm af kók- aíni og álíka magn af hassi. Maðurinn, sem handtekinn var með Tryggva þegar hann sótti fyrrnefnd hátalara- box, var einnig ákærður í því máli. Tryggvi hlaut þá 2½ árs fangelsi en refsingin var skilorðsbundin, fyrir ut- an þrjá mánuði, þar sem óhæfilegar tafir voru á að ákæra væri gefin út. Dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir að smygla e-töflum, kókaíni og hassi Þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli ÞAÐ var heldur óskemmtileg sjón sem blasti við starfsmönnum skíða- brekkunnar í Árbæ í gær þegar lyftan þar var opnuð, en sýnilegt var að búið var eyðileggja brekk- una með jeppaakstri. Að sögn Sigurðar Más Helgason- ar, lyftuvarðar í Árbæ, hafði brekkan verið troðin á þriðjudag eða daginn áður en skemmdirnar voru unnar. „Það var verið að gera allar brekkurnar fallegar og fínar í borgarlandinu en þegar við kom- um að henni núna [í gær] og opn- uðum var búið að eyðileggja brekkuna í Árbænum. Ökumaður var búinn að keyra í hana og brekkan er öll skorin akkúrat í miðju þannig að það er aðeins hægt að renna sér á mjórri ræmu sitthvoru megin við hjólförin.“ Sigurður segir fólk í nágrenni brekkunnar hafa orðið vart við að jeppaeigendur komi gjarnan til að keyra þar þótt um friðlýst svæði sé að ræða. Hann segir ekki einfalt mál að bæta skemmdirnar. „Það kostar stórfé að vera með troðara og tugi þúsunda bara að koma tækjunum á staðinn. Maður finnur hreinlega til yfir þessari vitleysu.“ Bæði fullorðnir og börn nýta sér aðstöðuna í brekkunni, að sögn Sigurðar, og er diskalyftan tölu- vert vinsæl. „Það hafa ekki verið færri en 50 manns síðustu daga og það er alltaf beðið eftir lyftunni,“ segir hann og bætir því við að fólk sé mjög ánægt með þessa þjónustu. „Þetta kostar ekkert og hér get- urðu átt stund eftir að þú kemur úr vinnu og verið með börnunum.“ Jeppamenn eyðileggja skíðabrekku Morgunblaðið/Árni Sæberg Þessir krakkar létu jeppaförin ekki hindra sig í að renna sér á skíðum í brekkunni í Árbæ í gærkvöldi. VEGNA fréttar og viðtals við Þóri Guðjónsson, starfsmann Eflingar, í ríkissjónvarpinu mánudaginn 3. desember sl. um málefni blaðbera vill Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðs- ins, taka fram eftirfarandi: Blaðberar Morgunblaðsins njóta allra þeirra réttinda sem launþegar njóta samkvæmt lög- um, þ.á m. orlofs- og veikinda- réttar. Greitt er í lífeyrissjóð vegna blaðbera 16 ára og eldri. Greitt er tryggingagjald af launum blaðbera og þeir njóta slysatryggingar eins og aðrir launamenn. Laun blaðbera hækka í samræmi við kjara- samninga landssambanda ASÍ og SA. Morgunblaðið gerir skriflega ráðningarsamninga við blaðbera sína og eru þar réttindi blaðbera sérstaklega áréttuð og staðfest. Í október 2000 framkvæmdi IMG-Gallup könnun fyrir Morgunblaðið meðal blaðbera um margvísleg mál sem snerta þeirra störf fyrir blaðið. Í þeirri könnun kom fram lítill áhugi á aðild að stéttarfélagi. Útgáfu- félag Morgunblaðsins telur það ekki á sínu valdi að ákveða fyrir hönd blaðburðarfólks, sem nýt- ur allra almennra réttinda laun- þega, að það skuli gerast fé- lagsmenn í stéttarfélagi og greiða félagsgjöld. Morgunblað- ið telur að blaðburðarfólk þurfi sjálft að taka um það ákvörðun, hvort og þá hvaða stéttarfélagi það kýs að tilheyra. Eins og sjá má af ofangreindu eru staðhæfingar Þóris Guð- jónssonar, starfsmanns Efling- ar, í áðurnefndri frétt ríkissjón- varpsins, um að útgáfufélög fari ekki að lögum í samskiptum við blaðbera rangar að því er út- gáfufélag Morgunblaðsins varð- ar. Athugasemd frá Morgun- blaðinu TVEIMUR saltfiskgámum á vegum Samskipa var stolið á Suður-Ítalíu í síðasta mánuði. Verðmæti saltfisks- ins í þessum tveimur gámum er talið nema um 40 milljónum króna á markaði í Napólí, en þjóðvegarán af þessu tagi kosta Samskip árlega 2–3 gáma. Frá þessu segir á heimasíðu Ís- lensku umboðssölunnar á Netinu. Segir þar að gámarnir hafi báðir verið teknir í nágrenni Napólí, sá fyrri í byrjun október og sá seinni í lok október. „Það er nokkuð ljóst að ítalska mafían stendur aðallega á bak við þetta. Starfsemin er alger- lega takmörkuð við þetta landsvæði. Ránin eru þaulskipulögð og þjófarn- ir virðast meira að segja vita hvað er í gámunum,“ segir Hjálmar Diego hjá útflutningssviði Samskipa. Fram kemur að stoppi bílstjór- arnir við þjóðveginn til að borða, sofa eða taka bensín, séu mestar lík- ur á að bílnum og farminum verði stolið. Við þessu hafi fyrirtækið brugðist með því að beina þeim til- mælum til bílstjóranna að þeir fylli olíutankana áður en þeir fara frá Róm auk þess að leggja bílunum á vöktuðum svæðum þegar þeir þurfa að hvílast. Norðmenn flytja út umtalsvert meira af fiskafurðum til svæðanna sunnan Napólí og hafa þeir gripið til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við ránunum. Hafa sex norsk flutningsfyrirtæki gripið til þess ráðs að setja vopnaða verði í bílalestir sem flytja skreið til Napólí til að bregðast við auknum afföllum vegna þjóðvegarána. Mafían talin hafa rænt saltfiski fyrir 40 milljónir GÆSLUVARÐHALD yfir Lettan- um sem handtekinn var á Dalvík hinn 22. nóvember sl. að beiðni al- þjóðadeildar ríkislögreglustjóra var framlengt í gær til 19. desember. Samkvæmt þeim gögnum sem ríkislögreglustjóri fékk frá skrif- stofu alþjóðalögreglunnar Interpol í Riga er maðurinn grunaður um að- ild að tveimur morðum í Lettlandi. Framsalskrafa hefur enn ekki bor- ist en ríkislögreglustjóri hefur fengið það staðfest að ríkissaksókn- ari Lettlands hyggist krefjast fram- sals. Að sögn Smára Sigurðssonar, yfirmanns alþjóðadeildar, hyggst Lettinn ekki kæra þennan úrskurð. Samkvæmt Evrópusamningi um framsal sakamanna getur gæslu lokið hafi framsalsbeiðni ekki borist 18 dögum eftir handtökuna en gæslan skal ekki undir neinum kringumstæðum vara lengur en 40 daga. Gæsluvarðhald fram- lengt um tvær vikur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.