Morgunblaðið - 06.12.2001, Side 6

Morgunblaðið - 06.12.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKIPVERJA af togbátnum Ófeigi II VE 325 er saknað eftir að Ófeigur sökk skammt undan Suðurlandi og um 40 sjómílum austur af Vest- mannaeyjum í fyrrinótt. Átta skip- verjum af Ófeigi var bjargað um borð í skipið Danska Pétur VE 423 og var komið með þá til hafnar í Vestmanna- eyjum seinnipartinn í gær. Við kom- una til hafnar var einn skipverji færð- ur til aðhlynningar í sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum vegna meiðsla sem hann hlaut á fæti. Ekki er þó talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða. Skip- verjarnir fengu tafarlausa áfalla- hjálp. Rannsóknarnefnd sjóslysa hef- ur hafið rannsókn á tildrögum slyssins og verður tekin skýrsla af áhöfn Ófeigs í dag. Orsakir slyssins eru ókunnar, en mjög slæmt veður var á slysstað þegar Ófeigur sökk. Í gær var leitað að skipverjanum, sem saknað er, úr lofti, á sjó og landi en leitin bar ekki árangur. Leit verður haldið áfram í dag, fimmtudag. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. Að sögn Agnars Angantýssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyj- um, barst tilkynning um slysið kl. 1.19 til lögreglunnar frá Neyðarlín- unni, eða um einni klukkustund eftir að skipið sökk. Þá þegar hafði Danski Pétur, sem staddur var fáeinum sjó- mílum suðaustan við Ófeig, bjargað skipverjunum átta eftir að hafa num- ið neyðarkall frá skipinu. Að sögn Hjalta Elíassonar, stýrimanns á Danska Pétri, liðu ekki nema 2-3 mínútur frá því neyðarkallið barst þar til Ófeigur sökk. Þá höfðu skip- verjar komist í björgunarbáta og sendu upp reykblys sem áhöfnin á Danska Pétri greindi eftir að hafa siglt að staðnum þar sem skipið sökk. Bjargvættir skipverjanna gátu sett rétta stefnu á skipið áður en það hvarf af ratsjá en björgunarbátarnir sáust óskýrt á ratsjá allt þar til skip- verjum var bjargað um borð í Danska Pétur. Slæmt veður var á slysstað, vestsuðvestan rok og mikill sjór. Hjalti sagði að veðrið hefði verið þokkalegt fram að miðnætti þegar rokið skall skyndilega á. Sjö önnur skip ásamt Danska Pétri héldu áfram leit að skipverjanum undir stjórn TF- LÍF þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem einnig leitaði á svæðinu. Síðar um morguninn leysti Fokker flugvél gæslunnar þyrluna af og allt að 30 björgunarsveitamenn frá Vík og Álftaveri leituðu á svæðinu austur frá Múlakvísl að Kúðafljóti. Vegna veð- urs og sjólags þótti Björgunarfélagi Vestmannaeyja ekki ráðlegt að senda bát út til leitar. Samkvæmt upplýs- ingum Adolfs Þórssonar, formanns Björgunarfélags Vestmannaeyja, var sjávarhiti 3,2 gráður í nágrenni slys- staðarins. Aðstandendur skipbrotsmanna af Ófeigi biðu ástvina sinna á hafnar- bakkanum í Friðarhöfn þegar Danski Pétur kom með þá að landi rétt fyrir kl. 16.30 og voru endurfundirnir þrungnir miklum tilfinningum eftir rúmlega hálfs sólarhrings bið. Einn skipbrotsmanna var fluttur í sjúkra- húsið í Vestmannaeyjum vegna meiðsla á fæti sem ekki voru þó talin alvarleg. Félagar hans fóru rakleiðis í húsnæði útgerðar Ófeigs, Stíganda ehf., þar sem veitt var áfallahjálp með aðstoð sr. Báru Friðriksdóttur og sr. Kristjáns Björnssonar. Hilmar Stefánsson, skipstjóri Danska Péturs, sagði í samtali við Morgunblaðið við komuna til Eyja í gær, að sett hefði verið á fulla ferð að þeim stað, þar sem Ófeigur sendi út neyðarkallið skömmu eftir miðnætti aðfaranótt miðvikudags. „Þremur til fimm mínútum eftir neyðarkallið var þessi punktur horfinn af radarnum. Skipverjarnir voru í flotgöllum í sjón- um í einhvern tíma og komust síðan um borð í björgunarbátana. Við byrj- uðum á því að taka einn mann úr ein- um báti um borð og því næst sjö menn úr öðrum báti. Við hífðum þá um borð í Björgvinsbelti og höfðum tekið alla átta mennina um borð til okkar um 50 mínútum eftir að neyð- arkallið barst. Einn þeirra hafði mar- ist á fæti við að komast úr brúnni á Ófeigi og meiddist meira þegar hon- um var kippt um borð. Þarna voru vestsuðvestan átta vindstig og stór- sjór, sem gerði björgunina erfiðari en ella,“ sagði Hilmar. Þakklæti efst í huga Sem fyrr gat var sjávarhiti aðeins rúmar 3 gráður en að sögn Hilmars kvörtuðu skipbrotsmennirnir ekki undan kulda þegar þeir komu um borð í Danska Pétur, enda allir í flot- göllum. Að lokinni björguninni tók Danski Pétur þátt í leit að skipverj- anum sem saknað er af Ófeigi og hélt síðan til hafnar um kl. 10 í gærmorg- un. Skipverjinn mun ekki hafa komist í flotgallann sinn og fannst gallinn skömmu síðar í sjónum auk annars flotgalla sem enn var í umbúðunum, en alls voru tíu gallar um borð í Ófeigi, þ.e. einn aukagalli miðað við níu manna áhöfn skipsins. Ennfrem- ur fannst ýmislegt brak úr bátnum, að sögn Hilmars. Skömmu eftir komuna til hafnar sagði Gunnar Oddsteinsson, vélstjóri á Ófeigi, í samtali við Morgunblaðið, að sér væri þakklæti í garð áhafnar Danska Péturs efst í huga. „Björg- unin gekk eins og í sögu og það voru engir hnökrar á henni, þótt veðrið væri slæmt,“ sagði Gunnar. „Það gekk mjög vel að ná mannskapnum upp þegar báturinn [Danski Pétur] sá okkur,“ sagði hann ennfremur. Að sögn Gunnars sást síðast til skipverjans, sem saknað er, þegar hann var að hálfu leyti kominn í flot- galla og kominn frá borði. „Þegar sjórinn fer að flæða inn í skipið sekk- ur skipið á tveimur mínútum. Það var ekki tími til neins annars en að hlaupa upp og út.“ Að sögn Gunnars var Ófeigur að toga um 4-5 sjómílur sunnan við land- ið þegar slysið varð og sagði hann að- spurður að engin ísing hefði verið á skipinu. Fulltrúi Rannsóknarnefndar sjó- slysa kom til Vestmannaeyja í gær til að hefja rannsókn með skýrslutökum en nefndin hefur ekki beðið um sjó- próf. Ófeigur II VE 325 var 138 brúttó- lesta stálbátur, smíðaður í Svíþjóð ár- ið 1990 og var gerður út af Stíganda ehf. frá upphafi. Ófeigur mun vera sjöundi báturinn með Ófeigsnafninu síðan 1916 að meðtöldum báti sem er í smíðum erlendis. Samkvæmt upp- lýsingum Þorsteins Viktorssonar, framkvæmdastjóra, hafa þrír bátar með Ófeigsnafninu farist, en ekki hefur verið rætt um hvort nýjasti Ófeigur verði látinn breyta um nafn. Ófeigur VE sökk á örfá- um mínútum Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur hafið rannsókn á tildrögum sjóslyss sem varð skammt suður af land- inu í fyrrinótt er 138 brúttólesta stálbátur, Ófeigur VE, sökk á skammri stund. Eins manns er saknað eftir slysið en átta skipverjum var bjargað naum- lega úr gúmbjörgunarbátum, skrifar Örlygur Steinn Sigurjónsson frá Vestmannaeyjum.                                                !  "     #"$            Danski Pétur kom með skipbrotsmennina til hafnar í Vestmannaeyjum seinnipartinn í gær. Í baksýn má sjá ann- an björgunarbátinn sem skipbrotsmennirnir komust í eftir að Ófeigur sökk í fyrrinótt. Hilmar Stefánsson og Hjalti Elíasson í Danska Pétri.Flytja þurfti einn skipverjann á sjúkrahúsið í Eyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Ófeigur VE 325 sökk á örfáum mínútum í fyrrinótt. orsi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.