Morgunblaðið - 06.12.2001, Side 8

Morgunblaðið - 06.12.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Íslenska kvennasögusafnið Sagan verður ekki sögn ef ... Kvennasögusafnið ertil húsa í Þjóðar-bókhlöðunni við Arngrímsgötu í Reykjavík. Í júní síðastliðnum urðu þar safnstjóraskipti, er Auður Styrkársdóttir tók við af Erlu Huldu Hall- dórsdóttur. Morgunblaðið ræddi við Auði í vikunni og fræddist um safnið, sögu þess, áherslur og framtíð- aráform. – Segðu okkur aðeins sögu þessa safns ... „Kvennasögusafn Ís- lands var stofnað árið 1975 á heimili Önnu Sigurðar- dóttur sem var forstöðu- maður þess til 1996. Eftir lát hennar var safninu komið fyrir í nýbyggðri Þjóðarbókhlöðu. Bókunum var dreift meðal annarra bóka Landsbókasafns, en skjalasafn varðveitt í herbergi á 4. hæð húss- ins. Safnað er heimildum bæði úr fortíð og nútíð sem taldar eru skipta máli fyrir sögu kvenna. Sem betur fer hafa augu margra opnast fyrir því að saga þjóðarinn- ar verður ekki sögð ef saga kvenna er undanskilin og því höfðar safnið til beggja kynja. Hingað kemur fólk í þeim erindagjörðum að afla sér upplýsinga, ýmist um einstak- ar konur, einstaka atburði eða um gögn tiltekinna félaga og hreyf- inga. Einnig kemur fólk hingað færandi hendi með heimildir og eru þær heimsóknir alltaf einstak- lega ánægjulegar.“ – Þú hefur víst ýmsar hug- myndir um áherslur og uppákom- ur ... „Forveri minn í starfi mótaði ásamt stjórn safnsins stefnu í menningarviðburðum, svo sem ár- lega kvöldvöku Kvennasögusafns sem var haldin síðast í gærkvöldi við góðar undirtektir. Safnið stendur einnig fyrir sýningum og nú er í gangi bæði myndlistarsýn- ing undir nafninu „Fellingar“ þar sem 13 myndlistarkonur sýna verk sín til skiptis og svo sýning um ævi og störf Bjargar C. Þor- láksdóttur með mörgum gripum úr eigu fjölskyldu hennar. Ég bý að þessu góða starfi og mun kapp- kosta að halda því áfram. Stjórn safnsins skipa öndvegiskonur, þær Sigríður Th. Erlendsdóttir, Stef- anía M. Pétursdóttir og Emilía Sigmarsdóttir og eru mér til halds og trausts í öllum efnum. Lítil söfn eiga ætíð í vök að verjast og eiga allt sitt undir velvilja annarra, svo sem fjárveitingarvaldsins og þeirra sem koma þurfa heimildum í öruggt skjól. Það hefur gengið vel fram að þessu, en alltaf má gott bæta. Í sumar ætlum við að merkja gönguleiðir á slóðum kvenna í Kvosinni í Reykjavík, rifja upp sögu þeirra og gefa út í handhæg- um bæklingi. Opinber ganga verð- ur hinn 19. júní en eftir það munu bæklingar liggja frammi á að- gengilegum stöðum. Við munum njóta þekkingar borg- arminjavarðar og vel- vilja bandaríska sagn- fræðingsins Polly Kaufman Weltz sem heimsótti mig í sumar og kveikti hjá mér hugmynd að þessu verkefni. Vonandi tekst okkur að afla fjár til að halda þessu verkefni áfram og merkja fleiri kvennaslóðir, ekki aðeins í Reykjavík heldur úti um allt land.“ – Hvað finnst þér merkilegast í þessu safni? „Hér er margt forvitnilegra skjala og ég hef stundum gleymt mér við lestur hálfu dagana. Nefna má skjöl Rauðsokkahreyfingar- innar, Kvennalista, Kvenréttinda- félags Íslands, Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, Félags íslenskra leikskólakennara og Hvítabandsins, svo nokkur dæmi séu tekin. Þessa stundina finnst mér mjög merkileg bréf Ágústu Svendsen sem barnabarn hennar, Ágústa Pétursdóttir Snæ- land, færði safninu fyrir nokkru. Þau segja afar merka sögu að mínu mati og ég er að leita styrkja til þess að gefa þau út á prenti.“ – Hvernig verður tekið á fram- tíðinni? „Áherslur safnsins breytast í takt við þjóðfélagsbreytingar þótt inntakið verði ávallt hið sama: að safna heimildum um íslenskar konur. Mér finnst brýnt að koma upplýsingum um safnið og íslensk- ar konur út á veraldarvefinn þann- ig að sem flestir geti notað það sem við eigum af efni sem margir spyrja um. Þannig hef ég nú tekið saman ýmsar upplýsingar um al- þjóðlegan baráttudag kvenna 8. mars og verða þær settar á heima- síðu safnsins eftir áramótin. Einn- ig vinn ég að samantekt um nýju kvennahreyfinguna á Íslandi sem sett verður á vefinn vonandi ekki seinna en 2004 og verður bæði í tónum, tali og myndum. Þetta er samvinnuverkefni kvennasögu- safna á Norðurlöndunum og afar spennandi að sjá hvernig til tekst. Þá hef ég sótt um styrki ásamt Rannsóknar- stofu í kvennafræðum til þess að taka saman gagnagrunna um ís- lenskar fræðikonur annars vegar og hins vegar heim- ildir á Kvennasögusafni og Lands- bókasafni er lúta að kvenna- og kynjafræðum. Þessir grunnar myndu auðvelda mjög leit þeirra sem þurfa á upplýsingum að halda og koma verkum íslenskra fræði- manna á framfæri bæði innan- lands og utan. Verkefnin við upp- lýsingaveitu safnsins eru í rauninni óþrjótandi.“ Auður Styrkársdóttir  Auður Styrkársdóttir er fædd í Reykjavík árið 1951 og ólst upp á Seltjarnarnesi. Hún er stúdent og með kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands, BA- gráðu í þjóðfélagsfræði frá HÍ og doktor í stjórnmálafræði frá Svíþjóð 1999. Var lengi blaða- maður og ritstjóri Þjóðlífs, kenndi við HÍ og var verkefn- isstjóri hjá starfsþróunarfyr- irtækinu Skref fyrir skref. Hún tók við forstöðu Kvenna- sögusafnsins í júní. Auður er gift Svani Kristjánssyni prófess- or og eiga þau tvíburana Hall- dór og Kára og dótturina Her- dísi Ingibjörgu. Safnið stend- ur einnig fyrir sýningum Það er ekki ólíklegt að það læðist að einhverjum sá grunur að þetta brottkast hafi verið rækilega sviðsett.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.