Morgunblaðið - 06.12.2001, Side 11

Morgunblaðið - 06.12.2001, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 11 FYLGI Samfylkingarinnar lækk- aði um tvö prósentustig milli mán- aða og er nú ríflega 16%, sam- kvæmt símakönnun sem Gallup gerði 31. október til 27. nóvember sl. Fylgi Vinstri-grænna fór upp í 25% og hefur ekki verið jafnhátt síðan í febrúar sem leið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins fór úr 46% í 42% eins og í september. Fylgi Framsóknarflokksins er óbreytt frá október eða 13% og sömu sögu er að segja af Frjálslynda flokkn- um sem er með tæplega 3% fylgi. 61% aðspurðra segist styðja rík- isstjórnina. Úrtakið í könnuninni var 2.194 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Úrtakið var valið með tilviljun úr þjóðskrá og var svarhlutfall tæp- lega 70%. Vikmörk eru 1–3%. Einnig var ánægja með störf ráðherra Sjálfstæðisflokksins mæld. 52,7% voru ánægðir með störf Geirs H. Haarde fjármála- ráðherra, 51,6% með störf Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, 50,4% með störf Björns Bjarna- sonar menntamálaráðherra, 34,6% með störf Sólveigar Pétursdóttur dóms- og kirkjumálaráðherra, 32% með störf Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og 25,7% með störf Árna M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra. Spurningin um störf ráð- herranna var spurð 14. til 27. nóv- ember og var úrtakið 1.087 manns en samsetning úrtaks og svarhlut- fall var sambærileg við fylgiskönn- unina. Vikmörk eru 1–4%. Samfylkingin með 16% fylgi í Gallup-könnun EKKERT hefur spurst til tveggja trippa og tveggja folalda sem hurfu úr túninu við bæinn Hofs- staði í Skagafirði fyrir um mánuði. Þrjú þeirra eru vindótt en slík hross eru mjög eftirsótt, ekki síst í útlöndum, og er Björn Runólfsson, bóndi á Hofsstöðum, þess fullviss að þeim hafi verið stolið. Björn og nágrannar hans í Skagafirði hafa mikið leitað að hrossunum og hafa nágrannar hans m.a. smalað sínu stóði til að ganga úr skugga um að hrossin frá Hofsstöðum væru ekki þar á meðal. Vindóttu trippin tvö voru tveggja vetra hryssa og þriggja vetra foli. Einnig hvarf vindótt hestfolald og rauð hryssa en bæði gengu þau enn undir hryssunum þegar þau hurfu. Öll hrossin voru ómörkuð og ómerkt. Björn tók eftir því að trippin voru horfin hinn 29. október og fol- öldin hurfu um viku síðar. Komi þau ekki í leitirnar verður Björn fyrir umtalsverðu tjóni. „Þetta er kjaftshögg,“ segir Björn, sem taldi sig eiga ágæta möguleika á að selja trippin til Svíþjóðar. Þá hafði verið rætt um að vindótta folaldið færi í Svarfaðardalinn. „Ég hef ekki far- ið ennþá með þetta í lögregluna en ég ætla að gera það,“ segir Björn. Um 40-50 hross eru í stóðinu á Hofsstöðum og hefur Björn ekki annan búskap en hann er 82 ára gamall. „Ég nenni ekki að standa í þessu, ég hef ekki þrek í það. Ef ég væri ungur maður væri ég búinn að finna trippin,“ segir Björn. Trippa og folalda frá Hofsstöðum enn leitað MEÐALHITI var yfir meðallagi í Reykjavík og á Akureyri í nóv- ember, en mánuðurinn var fremur umhleypingasamur og þegar á heildina er litið var hlýtt og vætu- samt. Í Reykjavík var meðalhitinn 1,8 gráður sem er 0,7 gráðum yfir meðallagi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Úrkoman mældist í rúmu meðallagi, 80,2 mmm en sólskinsstundir voru 18,9 sem er 20,1 færri en í meðalári. Á Akureyri var meðalhitinn 1,1 gráða og er það 1,5 gráðum yfir meðallagi. Úrkoman mældist einn- ig í rúmu meðallagi eða 60,1 mm og sólskinsstundir voru 8,2 sem er 6,8 stundum minna en í meðalári. Á Hveravöllum var meðalhitinn -4,1 gráða. Úrkoman mældist 91,3 mmm og sólskinsstundir voru 11,4. Kalt var fram undir 10. nóv- ember en þá var vonskuveður um allt land. Eftir það voru talsverð hlýindi þar til undir lokin að gerði snarpt kuldakast og festi snjó víða um land. Í nóvember 1999 og 1997 var talsvert hlýrra um allt land en 1999 var álíka mikill snjór í Reykjavík. Haustið hlýtt og vætusamt Haustið, þ.e. október og nóvem- ber, var hlýtt og vætusamt fyrir norðan og austan, einkum í októ- ber. Meðalhitinn var 1,4 gráðum yfir meðallagi, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Heldur hlýrra var 1997 og svipaður hiti var 1999. Meðalhitinn í Reykjavík var 4,0 gráður og úrkoman í tæpu með- allagi eða 143,2 mmm. Á Akureyri var meðalhitinn 2,7 gráður en úr- koman var 2/3 hlutum umfram meðallag eða 186,8 mmm. Sólskins- stundir voru 4,4 fleiri en venja er í Reykjavík eða 126,4 og 12,8 færri en venja er á Akureyri eða 54,2. Hiti yfir meðal- lagi í nóvember TVEIR ungir karlmenn voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Vestur- vör við Litluvör í Kópavogi laust eft- ir klukkan þrjú í gærdag. Annar bíll- inn snerist á veginum í hálku og lenti á hinum. Þurfti aðstoð slökkviliðs við að ná öðrum ökumanninum út úr bif- reið sinni. Ökumenn voru einir í bíl- unum og eru meiðsl þeirra talin minni háttar, að sögn lögreglu. Tveir á sjúkrahús eftir árekstur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.