Morgunblaðið - 06.12.2001, Page 15

Morgunblaðið - 06.12.2001, Page 15
Ljósmynd/Víkurfréttir Friðrik og Sigurður Guðmundssynir með gjafabréfið. LIONSKLÚBBARNIR í Reykja- nesbæ færðu bræðrunum Friðriki og Sigurði Guðmundssonum, sem búsettir eru í Njarðvík, andvirði 575 þúsund króna í ferðasjóð. Bræðurnir eru báðir bundnir í hjólastól en sjá nú fram á að komast til Disney World í Flórída í Banda- ríkjunum með vorinu. Friðrik er tólf ára og Sigurður átján. Þeir fæddust báðir með sjald- gæfan en alvarlegan vöðvarýrn- unarsjúkdóm. Bræðurnir hafa átt sér þann draum að komast til Disn- ey World og glæddust vonir þeirra í haust þegar Sjóvá-Almennar gáfu þeim andvirði tjónabíls sem boðinn var upp. Fleiri hafa bætt við og nú hafa Lionsklúbbarnir í Reykja- nesbæ gefið andvirði 575 þús. kr. Við athöfn í veitingastaðnum Matarlyst færði Lionsklúbbur Njarðvíkur þeim 200 þúsund, Lion- essuklúbburinn Æsur í Njarðvík jafn háa fjárhæð, Lionessuklúbbur Keflavíkur 75 þúsund og Lions- klúbbur Keflavíkur perur að and- virði 100 þúsund kr. Ólafur Thordersen, formaður Lionsklúbbs Njarðvíkur, lætur þess getið að afar ánægjulegt hafi verið að færa drengjunum þessa gjöf, eitt það ánægjulegasta sem hann hafi tekið þátt í. Bætist í ferðasjóð hjá bræðrunum Njarðvík SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 15 FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar vilja að fyrirhugaður stuðningur bæjarins við greiðslu launa íþróttaþjálfara barna verði skilyrtur því að þjálfar- arnir hafi réttindi og að styrkirnir komi til lækkunar á æfingagjöldum barnanna. Málið er áfram til með- ferðar hjá bæjaryfirvöldum. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í vor tillögu meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um að fela Tómstunda- og íþrótta- ráði (TÍR) að undirbúa viðmiðunar- reglur til úthlutunar fjárframlags til greiðslu þjálfaralauna barna, 12 ára og yngri. TÍR hefur lagt til að gengið verði til samninga við Íþróttabanda- lag Reykjanesbæjar (ÍRB) um málið enda sé best að ÍRB sjái um úthlutun fjármagnsins til félaga og deilda, samkvæmt þeim kröfum sem gerðar verða í samningi bæjaryfirvalda og íþróttabandalagsins. Jafnframt er lagt til að veitt verði 7 milljónum kr. til þessa verkefnis á árinu 2002. Kemur fram í greinargerð með til- lögunni að þessi fjárhæð nálgist það að vera helmingur þeirrar fjárhæðar sem íþróttahreyfingin í bænum greiðir þjálfurum þessa aldurshóps. Sammála um markmiðin Samþykkt Tómstunda- og íþrótta- ráðs var til umræðu á bæjarstjórn- arfundi í fyrrakvöld. Samþykkt var að vísa henni til skoðunar í bæjar- ráði. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu áherslu á að fjárveitingarnar yrðu skilyrtar. Annars vegar að greiðslurnar færu til íþróttaþjálfara með réttindi og hins vegar að þær kæmu til niðurfellingar á æfinga- gjöldum barnanna. Fram kom hjá bæjarfulltrúum meirihlutans að tilgangur tillögunn- ar væri að bæta þjálfun barna með ráðningu hæfra og menntaðra þjálf- ara og var vakin athygli á því að í til- lögu TÍR væri lögð áhersla á þann þátt. Það gæti hins vegar verið erfitt að setja bein skilyrði um menntun og réttindi þjálfaranna því reynsla góðra þjálfara og menntun væri með mismunandi hætti. Þá höfnuðu fulltrúar meirihlutans algerlega þeim sjónarmiðum minni- hlutans að bæjarstjórn færi að skipta sér af rekstri íþróttafélaganna með því að hlutast til um innheimtu þeirra á æfingagjöldum. Skúli Skúla- son, forseti bæjarstjórnar, sagði að félögin gætu ekki innheimt of há æf- ingagjöld, miðað við annað sem í boði væri fyrir börnin, því með því væru þau að verðleggja sig út af borðinu. Jóhann Geirdal, oddviti Samfylk- ingarinnar, sagði að flest íþrótta- félögin ættu í fjárhagserfiðleikum og lagði áherslu á að stuðningur við íþróttaþjálfun barna ætti að vera til þess að hjálpa börnunum við fyrstu skrefin í íþróttum en mætti ekki vera dulbúinn stuðningur við félögin vegna almenns fjárhagsvanda. Því væri út í hött að deildirnar gætu inn- heimt aftur æfingagjöld sem bærinn hefði þegar greitt. Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki geta verið sammála þeirri skoðun fulltrúa minnihlutans að takmarka skyldi möguleika félaganna til að innheimta æfingagjöld. Tillaga þeirra væri dæmigerð kommúnísk tillaga sem fæli í sér að bæjaryfir- völd hefðu áhrif á það hvernig fyr- irtæki eða félög rækju starfsemi sína. Upphafleg tillaga forseta bæjar- stjórnar um að vísa tillögu Tóm- stunda- og íþróttaráðs til skoðunar í bæjarráði var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum. Tillaga um að veita sjö milljónum til íþróttaþjálfunar barna Minnihlutinn vill skilyrða styrki Reykjanesbær VEGAGERÐIN stendur fyrir opnu húsi í dag, fimmtudag, kl. 16 til 19, til kynningar á mati á umhverfisáhrif- um breikkunar Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Kynningin verður haldin í fundar- sal bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 í Keflavík. Á staðnum verða fulltrúar frá Vega- gerðinni, Hönnun hf. og Skipulags- stofnun. Áhrif breikk- unar kynnt Reykjanesbraut JÓLAFRIÐUR er yfirskrift tvennra jólatónleika Söngseturs Estherar Helgu. Fyrri tónleikarnir verða í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld klukkan 20.30 og þeir seinni í Grindavíkurkirkju næstkomandi laugardag kl. 17. Á dagskrá tónleikanna verður úr- val af jólatónlist frá öllum heims- hornum. Flytjendur eru Englakór- inn, Sólskinskórinn, Regnboga- kórinn, Kammerhópur Regnboga- kórsins, Brimkórinn, Kammerhópur Brimkórsins og Brimlingarnir, auk Kirkjukórs Grindavíkur, sem verður sérstakur gestur tónleikanna. Stjórnandi er Esther Helga Guð- mundsdóttir, söngkennari. Jólatónleikar Söngseturs Estherar Helgu Grindavík FÓLK sem kemur í verslunarferð til Reykjanesbæjar getur fengið fría gistingu á Hótel Keflavík með því að kaupa inn í verslunum og þjónustu- fyrirtækjum bæjarins fyrir andvirði gistingarinnar. Hótelið leggur fram 20 gistiherbergi á dag í þessu skyni, allt að 400 herbergi fram til jóla, og getur heildarandvirði framlagsins orðið sem nemur rúmum fjórum milljónum kr., verði það að fullu nýtt. „Við viljum sýna bænum okkar þakklæti fyrir stuðning í gegn um árin og leggja okkar af mörkum til að gera góðan bæ betri,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hót- el Keflavík, og bætir við: „Góð versl- unargata í næsta nágrenninu skiptir okkur miklu máli. Því betri sem hún er þeim mun betra er það fyrir hót- elið og gesti okkar. Við erum til dæmis með mikið af ráðstefnu- og árshátíðarhópum sem nota ýmsa þjónustu og verslun í bæjarfélag- inu.“ Steinþór segir að árið hafi ver- ið gott hjá Hótel Keflavík og nýting með besta móti. Í desember sé venjulegra rólegra yfir, þó fyrstu dagarnir í mánuðinum hafi verið fullbókaðir að þessu sinni, og því auðveldara að gera versluninni í bænum þennan greiða. Gefa gistingu í 400 nætur Steinþór segir að Hótel Keflavík muni gefa gistingu í allt að 20 her- bergjum á dag fram til 23. desem- ber, eða samtals 400 gistiherbergi Bjóða fría gistingu í verslunarferðum Keflavík með morgunmat. Hugmyndin geng- ur út á það að gestir frá öðrum bæj- arfélögum sem koma í verslunarferð fyrir jólin geti notað kvittanir eða reikninga fyrir kaupum á þjónustu eða vörum í Reykjanesbæ sem greiðslu fyrir gistinguna. Miðað er við að fólk kaupi fyrir 10.800 krónur sem er andvirði gistingar á hótelinu. Bóka þarf fyrirfram. Hótel Keflavík stendur sjálft fyrir þessu framtaki og tekur Steinþór fram að verslunareigendur standi ekki straum af kostnaðinum á neinn hátt. „Við vonum aftur á móti að verslanir og þjónustufyrirtæki og starfsfólk þeirra komi til móts við verkefnið með stærra brosi og betri þjónustu við viðskiptavini sína. Auk þess vonumst við til þess að vekja bæjarbúa til umhugsunar um mik- ilvægi þess að versla í heimabyggð,“ segir Steinþór. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík. ÁRLEGT Bókakonfekt verður haldið á Bókasafni Reykjanesbæjar næst- komandi laugardag klukkan 16. Nokkrir rithöfundar koma í safnið og lesa upp úr og kynna nýjustu verk sín. Þeir höfundar sem taka að þessu sinni þátt í bókakynningunni eru Arn- aldur Indriðason, Hallgrímur Helga- son, Ingibjörg Haraldsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Við þetta tækifæri mun Rúnar Júlíusson einnig kynna nýjan geisladisk sem hann er að gefa út. Bókabúð Keflavíkur verð- ur með sölubás á staðnum og getur fólk því keypt bækur þessara höfunda og fengið þær áritaðar. Allir eru velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir og bókasafnið býður uppá kaffi og konfekt. Auk bóka- safnsins standa fyrir uppákomunni menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesj- um. Bókakonfekt á bókasafninu Reykjanesbær ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.