Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 16
STARFSEMI Fasteignamats ríkis- ins á Akureyri verður efld með því að skrifað hefur verið undir samning milli þess, fjármálaráðuneytisins og Anza. Anza mun sjá um rekstur á gagna- grunnsþjóni fyrir Landsskrá fast- eigna og allt sem að honum snýr. Tölvukerfið vegna landsskrárinn- ar verður á Akureyri og einnig stendur til að byggja þar upp sér- þekkingu Fasteignamats ríkisins í landsupplýsingum sem tengjast gerð landeignaskrár og notkun land- upplýsinga við ákvörðun fasteigna- mats auk þess sem verið er að byggja upp á Akureyri hluta af upp- lýsingaþjónustu stofnunarinnar. Anza varð til við samruna fjögurra fyrirtækja, Miðheima, Álits, Vef- torgs og Nett 1. júlí síðastliðinn. Eitt af markaðssviðum Anza er á Akur- eyri, en það er svið sveitarfélaga- og svæðisbundinnar þjónustu, en það sérhæfir sig í þjónustu við sveitar- félög og byggir m.a. á þekkingu og reynslu sem skapast hefur af kerf- isrekstri tölvukerfa fyrir Akureyr- arbæ. Annað af tveimur kerfisrým- um Anza er rekið á Akureyri og þar mun tölvurekstur vegna Landsskrár fasteigna fara fram. Kerfisrýmið er búð öflugum öryggis- og tölvubúnaði sem gerir fyrirtækinu kleift að standast þær öryggiskröfur sem Fasteignamat ríkisins gerir um hýs- ingu og rekstur Landsskrár fast- eigna. Fasteignamat ríkisins á Akureyri Starfsemin efld með tilkomu Lands- skrár fasteigna Morgunblaðið/Kristján Guðni B. Guðnason, framkvæmdastjóri Anza, Geir H. Haarde fjármála- ráðherra og Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins. Erna Gunnarsdóttir söng af mikilli innlifun á tón- leikum til styrktar barnadeild FSA. TVENNIR jólatónleikar voru haldnir á Akureyri á svipuðum tíma á sunnudag og sótti þá mikið fjöl- menni. Karlakór Akureyrar-Geysir reið á vaðið og bauð upp á fjöl- breytta efnisskrá með innlendum og erlendum jólalögum. Með kórn- um söng Þórhildur Örvarsdóttir, en að tónleikunum loknum stóð gest- um til boða að setjast að kaffihlað- borði. Síðar um daginn voru jóla- tónleikar í Íþróttahöllinni í tilefni af útkomu geisladisksins „Á jólunum“ en hann er gefinn út til styrktar barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fjölmargir lands- þekktir listamenn stigu þar á svið og fluttu lög sín auk þess sem góðir gestir komu fram, m.a. barnastjarn- an Jóhanna Guðrún. Fjölsóttir jólatónleikar Morgunblaðið/Kristján Gestir, ungir sem aldnir, fylgdust spenntir með tónleikunum. Þórhildur Örvarsdóttir söng einsöng á tónleikum Karlakórs Akureyrar-Geysis. AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÁMSKEIÐ í krullu (curl- ing) verður haldið í skauta- höllinni á Akureyri í næstu viku, eða dagana 11. til 14. desember og stendur það frá kl. 13 til 15 og 19 til 21. Hjónin Ian og Dolores Cor- dner, margfaldir bandarískir meistarar munu sjá um nám- skeiðið, en þau hafa unnið titla bæði í keppni kvennaliða og keppni blandaðra liða af báðum kynjum. Krulla er leikur fyrir alla aldurshópa af báðum kynjum. Um er að ræða hópíþrótt, þar sem fjórir eru í liði. Leik- urinn felst í því að renna granítsteinum eftir ísnum í heimahöfn á hinum enda brautarinnar og skiptast þátt- takendur á að renna steini, sópa og stjórna. Bandarískir meistarar kenna FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og heitkona hans, Dorrit Moussaieff voru heiðursgestir á árshátíð Menntaskólans á Akureyri sem fram fór í Íþróttahöllinni síð- astliðið föstudagskvöld. Árshátíð MA er ævinlega haldin um þetta leyti og er jafnframt full- veldishátíð, kennd við 1. desember. Á áttunda hundrað manna sótti hátíðina, nemendur, kennarar og starfsfólk skólans. Íþróttahöllin var skreytt í anda bændasamfélagsins. Hálfdán Pétursson, inspector scholae, flutti ávarp, Kór MA söng nokkur lög, þá flutti Tinna Mjöll Karlsdóttir minni karla og Ketill Kristinsson minni kvenna. Þá var kvartettsöngur og danssýning. For- setinn ávarpaði samkomuna sem og Tryggvi Gíslason skólameistari. Síðast á dagskránni var leikverk Stefáns Þórs Sæmundssonar kenn- ara, Ek em maðr íslenskr, sem fé- lagar úr Leikfélagi MA fluttu undir stjórn Hrafnhildar Hafberg. Dans- Stærsta vímulausa hátíð ungs fólks Ljósmynd/Birkir Baldvinsson Helgi Hrafn Halldórsson yfir- þjónn og Guðmundur Óli, stjórn- andi kórs MA, leggja á ráðin. Hálfdán Pétursson, formaður skólafélagsins Hugins, og Lára Kristín Unnarsdóttir, ritari Hugins, í fararbroddi fjórðubekkinga. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt skólameistarahjónun- um,Tryggva Gíslasyni og Margréti Eggertsdóttur. Forseti Íslands heiðursgestur á árshátíð MA leikir voru svo að lokum í tveimur sölum, gömlu dansarnir voru stign- ir á efri hæð en í aðalsalnum lék hljómsveitin Sóldögg. Árshátíð MA er og hefur um ára- bil verið stærsta vímulausa hátíð ungs fólks á Íslandi. Það er helsta ástæða þess að forseti Íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, þáði boð skólafélagsins Hugins um að vera gestur á árshátíðinni og heiðra skólann og nemendur hans með nærveru sinni. Námskeið í krullu í skautahöllinni SJÖFN hf. á Akureyri hefur selt gólfefni í yfir 30 ár og þjónusta, sala og lagning á gólfefnum fyr- irtækisins verið bæði hérlendis og erlendis. Um þessar mundir eru starfsmenn Sjafnar að leggja gólf- efni á Kanaríeyjum, í togarann Heinaste, sem gerður er út af Sjólaskipum í Hafnarfirði. Togarinn er gerður út frá Kan- aríeyjum og hefur verið þar í rekstri undanfarin ár en hann var áður gerður út frá Íslandi. Baldur Guðnason framkvæmdastjóri Sjafnar sagði að varðandi gólfefnin hefðu helstu verkefnin utan Ís- lands verið í Færeyjum, Kanada, Grænlandi, Póllandi, Noregi og nú á Kanaríeyjum. „Þá er verið að vinna í stóru verkefni í Bandaríkj- unum sem kæmi til framkvæmda á næsta ári, auk þess sem við erum að vinna á öðrum áhugaverðum mörkuðum.“ Baldur sagði að helsti markaður fyrir gólfefni væri í matvælaiðnaði, eins og sjávarútvegs- og kjöt- vinnslufyrirtækjum og landbúnaði, almennu iðnaðarhúsnæði, íþrótta- húsum og sundlaugum svo eitt- hvað sé nefnt. Um er að ræða uretan og epoxy kvars gólfefni. Leitað eftir enn frekari tækifærum „Sjöfn hefur lagt gólfefni í meirihluta íslenska fiskiskipaflot- ans og hafa starfsmenn fyrirtæk- isins mikla reynslu og þekkingu sem nýtist okkur í framtíðinni til að þjónusta íslensk fyrirtæki og leita eftir tækifærum á nýjum mörkuðum erlendis. Markmið Sjafnar er að efla og styrkja þenn- an þátt starfseminnar nánar í framtíðinni með enn frekari út- rás,“ sagði Baldur. Gólfefnaþjónusta Sjafnar er hluti af starfsemi fyrirtækisins sem tekið hefur breytingum á þessu ári, samhliða umfangsmikl- um sameiningum í málningariðn- aðinum þar sem Sjöfn á 45% hlut í Hörpu Sjöfn hf. og hreinlætisvöru- markaðnum þar sem Sjöfn á 60% hlut í Mjöll hf. Gólfefni frá Sjöfn fara víða um heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.