Morgunblaðið - 06.12.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.12.2001, Qupperneq 20
NEYTENDUR 20 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ þurfum við að borða til að fá ráðlagðan dagskammt af öllum nær- ingarefnum? Hvernig lítur matseð- illinn út ef ráðleggingum um fitu og sykur, prótein og trefjar, vítamín og steinefni er fylgt út í ystu æsar? Hollustukarfan er svarið, segir Laufey Steingrímsdóttir, forstöðu- maður Manneldisráðs. „Hingað til hafa næringarráðleggingar aðallega einskorðast við magn og hlutfall næringarefna, frekar en magn af mat og drykk og maður nánast þurft próf í næringarfræði til að geta skilið til hlítar manneldismarkmið, sem byggjast á hlutfallareikningi fyrir fitu, prótein og sykur,“ segir Laufey. Til þess að einfalda málið hefur Manneldisráð sett saman svokallaða hollustukörfu, sem er nokkurs konar útfærsla á ráðlögðum dagskömmt- um og manneldismarkmiðum. Mat- urinn í körfunni gefur 2.000 hitaein- ingar á dag að jafnaði og hefur þá eiginleika að fullnægja öllum kröfum og ráðleggingum um hollustu og næringarlega samsetningu, segir Laufey ennfremur. Að jafnaði er gert ráð fyrir að kjöt- og fiskmáltíðir séu á borðum tvisvar til þrisvar í viku hvor um sig og að grænmetis-, pasta- eða bauna- réttir séu í matinn tvisvar í viku. „Þessi skipan mála þarf þó ekki að vera neitt náttúrulögmál, til dæmis er hægt að borða minna af kjöti og fá samt öll nauðsynleg næringarefni. Þá þarf hins vegar að gæta þess að borða oftar baunarétti, hnetur og/ eða fisk. Í öllum máltíðum er hins vegar gert ráð fyrir að hrísgrjón, kartöflur eða pasta sé stærri hluti máltíðar en flestir eiga að venjast, samanber tilgreinda skammta í heilsukörfu, að ógleymdu grænmet- inu, sem er að minnsta kosti þriðj- ungur hverrar aðalmáltíðar,“ segir hún. Aukin neysla á grænmeti lækkar heimilisútgjöldin Á dögunum var birt verðkönnun sem Manneldisráð og ASÍ stóðu sameiginlega fyrir þar sem verð holl- ustukörfunnar í mánuð (fjórar vikur) var borið saman við matarkörfu meðaljónsins, sem er ætlað að end- urspegla algenga neyslu Íslendinga. „Mörgum að óvörum reyndist holl- ustan ódýrari en meðalkarfan, jafn- vel þótt þar væri tvöfalt magn af grænmeti og einnig meira af ávöxt- um, ávaxtasafa, brauði og öðrum kornvörum. Ástæðan var sú, að á móti sparaðist önnur vara, sem hefur ekki síður áhrif á matarútgjöld heim- ilanna. Þar skipti hvað mestu máli heldur minni kjötskammtur, en kjöt er almennt mjög dýr matvara, einnig var minna af sykruðum, unnum mjólkurvörum, sem eru yfirleitt mun dýrari en hliðstæðar ósykraðar vörur, og minna af kökum, gos- drykkjum og sætindum. Eins kemur berlega fram að grænmeti hefur ekki þau sligandi áhrif á útgjöld heimilanna sem margir virðast halda,“ segir Laufey jafnframt. Í umræddri könnun reyndist grænmetiskostnaðurinn vera 36 krónur á mann á dag í meðalkörfu en 72 krónur í hollustukörfunni. Þar var gert ráð fyrir blöndu af öllu algengu grænmeti og að neyslan væri 200 grömm á dag sem er í samræmi við ráðleggingar Manneldisráðs. Tekið skal fram að til að geta borðað tvö hundruð grömm af grænmeti þarf yfirleitt að kaupa heldur meira, þar sem stönglar, hýði og ystu blöð telj- ast ekki æt, og var sá kostnaður inni- falinn í 72 krónunum, segir Laufey Steingrímsdóttir að endingu. SJÁ BLAÐSÍÐU 22. Manneldismarkmið í einni hollustukörfu Hollustukarfa sem inniheldur 2.000 hitaeiningar og felur með- al annars í sér kjöt og fisk tvisv- ar í viku hvort fyrir sig. BÓNUS Gildir fimmtud. og föstud. eða á m. birgðir endast Bónus brauð ......................................... 109 159 109 kg Bezt hamborgarhryggur .......................... 899 1.398 899 kg Jólasíld, 600 ml .................................... 395 nýtt 658 ltr Jólasmjör, 500 g ................................... 147 nýtt 294 kg Ömmu laufabrauð, ósteikt, 20 stk.í pakka ................................................... 699 899 35 st. SS pylsur, 20 st + jólageisladiskur .......... 1.258 nýtt 1.258 pk. ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 31. des. nú kr. áður kr. mælie. Emmess jólaís, 1,5 ltr ............................ 599 740 399 ltr After Eight súkkulaði, 200 g.................... 299 349 1.500 kg Kit Kat súkkulaði, 48 g........................... 69 80 1.440 kg Nói piparpúkar/hlauppúkar, 55 g ........... 69 80 1.260 kg Pepsí, 0,5 ltr í plasti............................... 130 109 260 ltr Stjörnu paprikustjörnur, snakk, 90 g........ 175 195 1.950 kg Stjörnu ostastjörnur, snakk..................... 175 195 1.950 kg Crac A Nut (Stjörnu), snakk, 125 g ......... 109 130 880 kg 11–11-búðirnar Gildir frá 6.–12. des. nú kr. áður kr. mælie. Kútter marineruð síld, 565 g................... 259 345 459 kg Kútter jólasíld, 565 g ............................. 259 349 459 kg KEA léttreyktur lambahryggur, 25% afsl. á kassa ................................................ 962 1.283 962 kg SS pylsur + myndband........................... 799 nýtt 799 st FDB rauðkál, 580 g ............................... 99 119 170 kg FDB agúrkusalat, 550 g ......................... 119 149 216 kg Jólapakki, 4x2 l kók og 3 Coca Cola glös frítt með ............................................... 916 nýtt 229 ltr Chicago Town örb. pítsur, 2 stk................ 419 519 210 st HAGKAUP Gildir 6.–12. des. SS VSOP koníakslambal......................... 1.069 1.528 1.069 kg Óðals reyktur svínabógur ........................ 599 759 599 kg Óðals ungnautahakk.............................. 699 998 699 kg Drottningarskinka .................................. 1.695 1.895 1.695 kg Jólaklementínur..................................... 199 289 199 kg Kjarnafæði kindabjúgu........................... 399 487 399 kg Kjarnafæði reykt medisterpylsa............... 597 697 597 kg La Cremeria ítalski hátíðarísinn ............... 429 569 429 ltr McCain súkkulaðikaka, 510 g ................ 349 419kr 684 kg NETTÓ Gildir á meðan birgðir endast Nú kr. Áður kr. Mæliei. Rúbín, rauður, kaffi, 500 g ..................... 299 359 598 kg Lambaframp. ½, sagaður í poka ............. 399 678 399 kg Nettó konfekt, 1 kg ................................ 1.499 1.598 1.499 kg Lambahryggur, frosinn ........................... 799 1.119 799 kg KEA bayonne-skinka .............................. 1.092 1.366 1.092 kg Mónu konfekt, 550 g ............................. 1.299 1.459 2.362 kg Kristjáns laufabrauð, 20 st. ósteikt.......... 699 733 35 st Kalkúnn ................................................ 599 699 599 kg SELECT-verslanir Gildir til 19. des. nú kr. áður kr. mælie. Pepsí, 2 ltr ............................................ 199 245 99 ltr Toblerone, 100 g ................................... 129 160 1.290 kg Mozart kúlur.......................................... 49 60 Risahraun ............................................. 59 80 Duc d’o belgískt konfekt, 250 g .............. 599 870 2.396 kg Stjörnu ostapuffs, snakk, 130 g.............. 149 188 1.146 kg Stjörnu beikonbitar, snakk, 150 g ........... 219 278 1.460 kg BKI kaffi, 500 g ..................................... 359 417 718 kg 10–11-búðirnar Gildir 7.–9. des. nú kr. áður kr. mælie. Pågen jólasmákökur, 350 g .................... 229 279 797 kg Egils Orka, 0,5l ..................................... 99 126 198 ltr Freschetta Pizza Supreme/Royal............. 439 579 1.155 kg Freschetta pitsa Pepperoni/Cheese ........ 439 579 1.416 kg Queen hvítlauksbrauð ............................ 89 129 508 kg „Kjötvinnsla Akureyrar“ úrb. hangil. 30% afsl.v/k................................................. 1.475 2.107 1.475 kg „Kjötvinnsla Akureyrar“ úrb. hangifrp. 30% afsl. v/k. ....................................... 1.140 1.628 1.140 kg Jólasíld með afslætti, hangikjöt á tilboðsverði. Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum BÓNUS býður Bezt hamborgar- hrygg frá Ferskum kjötvörum á sérstöku kynningarverði, segir Guðmundur Marteinsson fram- kvæmdastjóri Bónuss. Kynning- arverðið er 899 krónur kílóið, en alla jafna kostar þessi hamborg- arhryggur 1.398 krónur kílóið, segir Guðmundur, sem er um 35% hærra verð. Guðmundur segir ekki um tak- markað magn að ræða heldur 20 tonn og fullyrðir að „aldrei áður hafi jafnmikið magn af kjöti verið boðið á jafngóðu verði“. Sunnudagar eru kökudagar hjá 11-11 en þá býður verslunin tvær Myllukökur fyrir eina, segir Bjarki Jakobsson innkaupastjóri hjá verslunum 11-11. Tvær sjónvarpskökur á verði einnar hjá 11–11 Kökudögunum verður haldið áfram á sunnudögum næstu mán- uði, segir Bjarki ennfremur, og á sunnudaginn kemur verða tvær sjónvarpskökur frá Myllunni á verði einnar hjá 11-11. Mismun- andi gerðir Myllu-kaka eru á til- boði í hverri viku og skipt um teg- und hvern sunnudag. Athygli lesenda er vakin á því að tilboð verslana taka gildi á mis- munandi tímum og þau standa jafnframt misjafnlega lengi. Hamborgarhryggur með 35% afslætti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.