Morgunblaðið - 06.12.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.12.2001, Qupperneq 28
Mannskæðustu kosningaátök í sögu Sri Lanka TUGIR þúsunda Tam- íla gátu ekki kosið í þingkosningunum á Sri Lanka í gær vegna ör- yggisráðstafana hersins eftir að mannskæð átök höfðu blossað upp. Að minnsta kosti tíu létu lífið í átökunum í gær, þeirra á meðal sjö ára drengur sem varð fyrir byssuskoti við heimili sitt þegar til skotbar- daga kom í bænum Puttalam í norðurhluta landsins. Sjö múslímar biðu einnig bana í skot- árás á jeppa þeirra í Kandy-héraði í mið- hluta landsins. Múslím- ar eru í minnihluta á Sri Lanka. Alls féllu rúmlega 50 manns í átökunum frá því að kosningabaráttan hófst 21. október. Eru þetta mannskæðustu kosningaátök í sögu landsins. Herinn lokaði vegum á norður- og austurhluta eyjunnar og kvaðst hafa fengið upplýsingar um að skæruliðar, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla, ætluðu að laumast á kjörstaði til að gera sprengjuárásir. Frambjóðendur og embættismenn í héruðum Tamíla sögðu að 130.000 manns hefðu ekki getað kosið af þessum sökum en yf- irkjörstjórn Sri Lanka sagði að 80.000 manns hefðu ekki komist á kjörstaðina. Um 12,4 milljónir manna voru á kjörskrá. Kosningarnar snerust einkum um bágan efnahag landsins og átján ára stríð stjórnarhersins og tamílskra aðskilnaðarsinna sem hef- ur kostað 64.000 manns lífið. Stjórn- in vill herða stríðsaðgerðirnar gegn aðskilnaðarsinnunum en stjórnar- andstaðan vill hefja friðarviðræður við leiðtoga þeirra. Chandrika Kumaratunga, forseti Sri Lanka, hefur sagt að hún ætli ekki að skipa leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, Ranil Wickremesinghe, í embætti forsætisráðherra þótt flokkur hans fái meirihluta á þinginu. Colombo. AP, AFP. Lögreglumaður skoðar persónuskilríki lest- arfarþega í Colombo. Yfirvöld á Sri Lanka voru með mikinn öryggisviðbúnað í landinu vegna þingkosninganna í gær. AP ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, flutti stefnuræðu stjórnar sinnar á þingi í fyrradag og kvað þar við nokkuð annan og vinsamlegri tón í garð Færeyinga en hjá fyrrverandi stjórn jafnaðarmanna. „Það fer ekki á milli mála, að viðmótið hefur breyst. Nú var ekki verið með hótanir um efnahags- legar refsiaðgerðir,“ sagði Högni Hoydal, þingmaður Sjálfstýri- flokksins í Færeyjum og einn ötul- asti talsmaður fulls sjálfstæðis eyjanna, um ræðu Rasmussens. Í ræðu sinni lagði Rasmussen áherslu á, að stjórnin vildi standa vörð um núverandi landamæri danska ríkisins en sagði jafnframt, að Færeyingar ættu að geta farið með fleiri málaflokka og axlað meiri ábyrgð á efnahagsmálunum. Hét hann því, að hin nýja stjórn borgaraflokkanna myndi leggja áherslu á eðlileg og opin samskipti við Færeyinga. Færeyingar fagna ræðu Rasmussens „Við skulum taka Anders Fogh Rasmussen á orðinu. Áður var ekki unnt að finna neinn samn- ingsgrundvöll vegna þess, að það var alltaf verið að setja okkur ein- hverja úrslitakosti,“ sagði Hoydal, sem fagnaði því, að Rasmussen skyldi hafa lagt áherslu á sjálf- stæða, danska utanríkisstefnu. „Við skulum yfirfæra það á Fær- eyjar og Grænland. Við Færeying- ar eru sammála skoðunum hans um aukna ábyrgð.“ Ekki trúaðir á miklar breytingar Hoydal og fleiri Færeyingar telja þó ekki í raun, að mikið muni breytast í samskiptum Dana og Færeyinga. Nýja stjórnin í Dan- mörku vill eins og fyrri stjórnir, að Færeyjar og Grænland verði áfram hluti af danska ríkinu en Hoydal segist þó vona, að umræð- an verði opnari og eðlilegri en áð- ur. 12#! 32425 # $   % * ,$#  % -   %    " %  "  "" % . /   %-  %$ & 0 &%" / "/ 1 2 %  $  & $ 3    1 4    %'  %'    (###   4 %#(### !6 +     6       7        +    , +    78 $+      /              9 "  &9  3        ( :         8% : ;+  9      ; 9 +  ,  "   " "     <  =, > 3 (?  25 #<2 3  " 3    *     !9"  2 +   $ +  3##! @   3     <  A .   +       9 "9 9"    -!"B  : )        C !  9" ,   ,   2  = 6 B      ; 9 + ,!  / <+    „SEGWAY verður bílnum það sem hann varð hestinum og hestakerrunni,“ sagði bandaríski uppfinningamaðurinn Dean Kam- en er hann kynnti á mánudag nýja farartækið sitt en það geng- ur fyrir rafmagni, er næstum hljóðlaust og ætlað fyrir einn mann. Kamen spáir því, að Segway eigi eftir að valda byltingu í borgarumferðinni og útrýma bíla- notkun á stuttum vegalengdum. Um leið muni stórlega draga úr öngþveitinu og menguninni, sem bílunum fylgja. Þeir, sem prófað hafa tækið, segja, að það sé um það bil ómögulegt að detta af því eða velta því um koll, svo sé snúðinum fyrir að þakka en hann kannar 100 sinnum á sekúndu hvar þyndarpunkturinn liggur. Ýmsar stofnanir og fyrirtæki hafa nú þegar pantað nokkuð af Segway-tækjum og er þá um að ræða þyngri og dýrari gerðina, sem er þegar komin í framleiðslu. Léttari gerðin kemur á markað á næsta ári. Bandaríska póstþjónustan ætl- ar að hefja tilraunir með 20 tæki á nokkrum stöðum í janúar nk. og vonast er til, að þau muni geta flýtt fyrir póstdreifingunni. Borg- aryfirvöld í Atlanta ætla að hefja tilraunir með nokkra tugi tækja í febrúar og kanna hvort þau geti ekki dregið úr mengun og um- ferðaröngþveiti og bandarísku þjóðgarðarnir og General Elect- ric hafa líka ýmsar tilraunir á prjónunum. Reynist tækin vel, getur verið að draumur Kamens um byltingu í borgunum rætist. Bylting boðuð í borgunum ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LOIS Nadean Smith, sem dæmd var til dauða fyrir að bana fyrrverandi unnustu son- ar síns, var tekin af lífi í Okla- homa í fyrrinótt. Er hún 17. manneskjan og þriðja konan, sem líflátin er í ríkinu á þessu ári. Ljóst er, að Oklahoma mun slá út Texas hvað varðar fjölda aftakna á árinu. Smith, sem var 61 árs, var dæmd fyrir að myrða Cindy Baillie, 21 árs gamla, árið 1982 en sonur henn- ar, Greg, var dæmdur í lífstíð- arfangelsi fyrir að aðstoða móð- ur sína við verknaðinn. Marike de Klerk myrt MARIKE de Klerk, fyrrver- andi eiginkona F.W. de Klerk, fyrrverandi forseta Suður-Afr- íku, fannst látin á heim- ili sínu í fyrradag og ljóst er, að hún var myrt. Talið er, að það hafi gerst hálfum öðr- um sólar- hring áður. Enginn hefur verið handtekinn enn og ekki var að sjá, að neinu hefði verið stolið. De Klerk var forseti S-Afríku frá 1989 til 1994 og síðan vara- forseti Nelson Mandela til 1996. Skildi hann við Marike 1998 eftir næstum 40 ára hjú- skap og tók saman við fyrrver- andi eiginkonu grísks skipa- kóngs. S-afrískir frammámenn, jafnt svartir sem hvítir, minnt- ust Marike í gær með mikilli virðingu. Vill laga Búddastyttur PAUL Bucherer, yfirmaður svissnesks safns sem helgað er Afganistan, hefur boðist til að endurgera tvær risastórar Búddastyttur, sem talibanar eyðilögðu. Kveðst hann hafa nákvæm mál og aðrar nauðsyn- legar upplýsingar um stytturn- ar. Segist hann raunar hafa verið beðinn um það af nýjum ráðamönnum í Afganistan en stytturnar voru lengi mjög vin- sæll áfangastaður ferðamanna. Thurmond 99 ára BANDARÍSKI öldungadeild- arþingmaðurinn Strom Thur- mond varð 99 ára gamall í gær. Hefur eng- inn setið lengur á Bandaríkja- þingi en hann og hann er jafnframt elsti þing- maðurinn þar frá upp- hafi. Thur- mond, sem var fyrst kjörinn 1954, ætlar að ljúka kjörtíma- bilinu, sem rennur út í janúar 2003, en þá verður hann orðinn 101 árs. Raunar er heilsan að- eins farin að bila en þó er fátítt, að hann missi af þingfundi. STUTT Oklahoma fram úr Texas í aftökum Strom Thurmond Marike de Klerk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.