Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN
46 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
DÝRINDIS DJÁSN
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Öðruvísi
jólaskreytingar
Sjón er sögu ríkari
Jól 2001
Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090
Viðskiptavinir
athugið!
Verslun okkar í Ármúla 21 verður
lokuð dagana 6., 7. og 8. desember
vegna árshátíðarferðar starfsfólks.
Ármúla 21, sími 533-2020
ÉG HEF nokkrum
sinnum áður ritað
pistla í þetta blað,
ekki síst um aðgerðir
ríkis og sveitarfélaga í
raforkumálum. Þetta
hefur einkum gerst
þegar annar hvor að-
ilinn, eða báðir, hefur
látið það sem ég tel
skynsamlegt fyrir-
komulag á eignarhaldi
og rekstrarformi raf-
orkufyrirtækja víkja
fyrir pólitískum sjón-
armiðum. Ekki síður
hef ég lagt orð í belg
þegar reynt er að
koma á betra skipu-
lagi – hvað þá setja ný raforkulög.
Til upprifjunar: Ríkið hefur,
m.a. með stoð í löngu úreltum
orkulögum, hvað eftir annað keypt
rafveitur fjárþurfi sveitarfélaga á
„yfirverði“. Ríkið hefur verið með
bundið fyrir bæði augu, sveitarfé-
lagið a.m.k. fyrir annað. Ríkið not-
ar fyrirtæki sitt RARIK til að ann-
ast kaupin „á yfirborðinu“. Sveit-
arfélagið nýtir þessa einnota
greiðslu til að létta á skuldum eða
stofna til útgjalda á öðrum sviðum
en orkumálum. RARIK hefur
margan góðan hlutinn gert en fyr-
irtækið er bara rekið með veru-
legu tapi ár eftir ár eftir ár. Hver
borgar þá? Þú og ég! Reykvík-
ingar, Flóabændur, Skagfirðingar,
Akureyringar...
Svona hefur farið fyrir allmörg-
um veitum, ýmist hitaveitum, raf-
veitum eða blönduðum raf- og
hitaveitum (orkuveitum): Seyðis-
firði, Höfn í Hornafirði, Siglufirði,
Borgarnesi, Hveragerði. Þegar ég
skrifaði nokkur orð um skrýtnar
hræringar á Vestfjörðum og Vest-
urlandi (Akranesi) snemma á
þessu ári setti blaðamaðurinn
strax orðið SKOLLALEIKUR
sem fyrirsögn. Kannski má segja
að skollaleikurinn sé nú kominn
upp í Skagafirði enda deilur um
sölu Rafveitu Sauðárkróks með
harðara móti. Að mínu viti hefðu
heimamenn frekar átt að blása til
sóknar, sækja það fast að fá í
hendur flutningslínuna frá kerfi
Landsvirkjunar, þar með lægra
heildsöluverð, og taka að sér raf-
orkudreifingu í Skagafirði öllum.
Kannski hægara sagt
en gert. En af hverju?
Svo er mikill munur
á því, hvort Rafveita
Sauðárkróks er seld
(RARIK) eða gerist
meðeigandi (síðar
væntanlega hluthafi) í
Norðurorku. Þetta er
líka sá kostur sem
veiturnar hér að
framan hefðu átt að
athuga. Þessa leið
fóru nýlega veitur á
Akranesi og í Hafn-
arfirði, auk hitaveitna
í Garðabæ og Kópa-
vogi. Það er mikill
munur á því að gerast
meðeigandi, helst hluthafi, í öfl-
ugri, arðbærri orkuveitu, og að
hverfa sporlaust af orkusviðinu
fyrir einnota greiðslu fjár til ann-
arra nota.
Loks er þess að geta að ríkið
sýnir sveitarfélögum landsins
verulega mismunun með þessum
aðgerðum, sérstaklega ef um
greiðslu yfirverðs er að ræða. Sum
sveitarfélög eiga nefnilega raf-
veitu, önnur ekki. Spyrja má:
Hvers eiga þau síðarnefndu að
gjalda?
Það sem hér fer á eftir er að
nokkru byggt á erindi mínu á
Orkuþingi 2001 sem haldið var í
október sl. Þar var þess getið í
inngangi að orkubúskapur þjóðar-
innar væri að fjármunaeign viða-
mesti búskapurinn með 150 millj-
arða í árslok 2000 eða 16,3% af 910
milljarða heild þar sem sjávarút-
vegur væri t.d. 13,2%. Auk þess er
orkustofninn að því leyti ólíkur
fiskistofninum, að sá fyrrnefndi er
verulega vannýttur en sá síðar-
nefndi svo mikið nýttur að stöðug
og vandasöm skömmtun ræður
ferðinni.
Ef við ætlum að standa við
ákvæðin í EES-samningnum um
opnun raforkumarkaðarins er tím-
inn til að setja hin langsóttu nýju
raforkulög að verða ansi knappur.
Í erindi mínu á Orkuþingi 2001
sýni ég myndir þessu til skýringar.
Í ljósi þess hve gífurlegan tíma
þessi lagasmíð hefur tekið leyfði
ég mér að spyrja þeirrar spurn-
ingar, hvort einhvers staðar vant-
aði viljann til að koma á sam-
keppni í raforkuvinnslu og sölu
hér á landi. Reyndar var það heiti
erindisins.
Vitað er að yfirburðastærð og
staða Landsvirkjunar er hér
Þrándur í Götu nema róttækar
breytingar verði á henni gerðar.
Þar reynir á viðræðunefnd eign-
araðila, en hún mun ekki enn hafa
komið saman.
Nú er komið á sjötta ár frá því
að skipulagsnefnd iðnaðarráð-
herrra skilaði áliti sínu. En í þing-
lok 2000 lagði iðnaðarráðherra
fram frumvarp til raforkulaga.
Orkumál
Aðalsteinn
Guðjohnsen
Raforka
Markaðurinn þarf
frið og frelsi til að
blómstra, segir Aðal-
steinn Guðjohnsen.
Hann hefur lokaorðið
og á að hafa það.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir öðru hverju frétt-
ir af stórvirkjunar-
áformum Landsvirkj-
unar. Og er það vel.
Gallinn er hinsvegar sá
að fréttir sem Lands-
virkjun lætur frá sér
fara eru iðulega áróður-
skenndar, hálfsannindi
eða jafnvel beinar rang-
færslur. Þetta virðist
því miður vera hluti af
aðferðafræði fyrirtæk-
isins. Auðvitað er ekki
við Morgunblaðið að
sakast þótt það birti
fréttir sem bera ein-
kenni þessarar aðferða-
fræði. Eigi að síður ætti þetta að
verða forráðamönnum blaðsins íhug-
unarefni þar sem þeir ljá fréttum frá
Landsvirkjun oftar en ekki bestu
staði í blaðinu.
Á baksíðu Morgunblaðsins 25. nóv.
sl. er frétt úr Norðlingaölduvef
Landsvirkjunar um risalónið sem
fyrirtækið hyggst búa til í Þjórsár-
verum, svonefnt Norðlingaöldulón. Í
þessari frétt má greina ofannefnda
aðferðafræði sem Landsvirkjun og
meðreiðarfyrirtæki hennar, Orku-
stofnun, beita þegar mikið liggur við.
Þar segir í millifyrirsögn: „Lónið
gæti dregið úr uppblæstri“. Ber nú
nýrra við því þeir vísindamenn sem
þekkja best til í Þjórsárverum hafa
fram til þessa talið að lóninu fylgdi
rof- og uppblásturshætta. Gildir það
einnig um lón í 575 m hæð. En í þess-
ari frétt er vitnað í Árna Hjartarson,
jarðfræðing hjá Orkustofnun, sem
segir að Norðlingaöldulón í þessari
hæð gæti orðið til þess „að draga úr
uppblæstri sem orðið hefur við gamla
farveg Þúfuverskvíslar eftir að áin
var stífluð ofan versins og veitt í
Kvíslaveitu, því lónið myndi teygja
sig inn eftir gamla farveginum.“
Eitthvað skolast til
Eitthvað virðist hafa skolast til hjá
jarðfræðingnum við framreiðslu
þessara gleðitíðinda. Í fyrsta lagi:
Uppblásturinn við gamla farveg
Þúfuverskvíslar byrjaði ekki eftir að
áin var stífluð ofan versins og veitt í
Kvíslaveitu eins og Árni segir. Upp-
blásturinn var hafinn
áður og sést greinilega
á gróðurkorti frá 1967.
Árni ætti auðvitað að
vita þetta en öllum get-
ur orðið á. Sýnu alvar-
legra er það þegar þessi
vísindamaður á Orku-
stofnun heldur því fram
að lónið gæti dregið úr
þessum uppblæstri, því
það „myndi teygja sig
inn eftir gamla farveg-
inum“. Þetta er rangt.
Samkvæmt þeim upp-
lýsingum og teikning-
um sem fyrir liggja um
lón í 575 m hæð mun
vatnið ekki teygjast það
langt að það geti haft áhrif á þennan
uppblástur. Nema yfirborð lónsins í
þessari hæð verði stærra og vatnið
flæmist víðar um en Landsvirkjun
hefur fram til þessa greint frá? Er
það kannski svo? Varla. Hér er því
miður ekki annað að sjá en húsbónda-
hollusta Árna Hjartarsonar beri vís-
indamennsku hans ofurliði svo að
hann sýnir þessar virkjunarfram-
kvæmdir í jákvæðara ljósi en vísinda-
legar rannsóknir og mælingar gefa
tilefni til.
Föstudaginn 30. nóv. sl. birtir
Morgunblaðið enn frétt úr Norð-
lingaölduvef Landsvirkjunar. Í þeirri
frétt gætir ekki síður áðurnefndrar
aðferðafræði fyrirtækisins, hálfsann-
leikurinn ræður ferðinni. Þar segir að
frágangur stíflumannvirkja hafi tekið
breytingum, „m.a. vegna athuga-
semda heimamanna sem strax lögð-
ust gegn því að yfirfall lónins yrði
ekki á aðalstíflunni í farvegi Þjórsár“.
– Þetta virðist allt slétt og fellt, sam-
ráð við fulltrúa heimamanna, í svo-
kölluðum tengiliðahópi, og tillit tekið
til óska þeirra. En hér er ekki allt
sem sýnist fremur en oft áður þegar
Landsvirkjunarmenn eiga í hlut. Ef
einhverjir eru heimamenn í Þjórsár-
verum, þá eru það Gnúpverjar því
langstærsti hluti veranna er á afrétti
þeirra. Og inn í þessa nettu samráðs-
mynd Landsvirkjunar vantar þá
staðreynd að mikill meirihluti íbúa
Gnúpverjahrepps er og hefur lengi
verið á móti virkjunarframkvæmdum
í Þjórsárverum. Það sýnir fundar-
ályktun frá árinu 1972 og ályktun frá
síðastliðnu sumri þegar Gnúpverjar
fjölmenntu á fund í Árnesi og lögðust
algjörlega gegn fyrirhugaðri Norð-
lingaölduveitu. Undirskriftasöfnun
gegn framkvæmdunum var fram-
kvæmd í sveitarfélaginu skömmu síð-
ar. 72% íbúanna skrifuðu á þann mót-
mælalista og hefðu vafalaust orðið
fleiri ef til þeirra hefði náðst.
Hlægilegt
Í ljósi þessa verður allt tal Lands-
virkjunar um samráð við heimamenn
varðandi yfirfall á stíflum og annað í
þeim dúr beinlínis hlægilegt. Enda
fullvíst að fulltrúi Gnúpverja í þess-
um svonefnda tengiliðahópi er algjör-
lega mótfallinn virkjuninni.
Og Gnúpverjar standa ekki einir.
Öllum þeim sem náttúrunni unna of-
býður siðblinda Landsvirkjunar sem
hikar ekki við að leggja enn einu sinni
til atlögu við þessa stærstu og víð-
frægustu gróður- og fuglavin á
miðhálendi Íslands. Í því sambandi
er ekki úr vegi að rifja upp orð Guðna
Ágústssonar landbúnaðarráðherra
og Sivjar Friðleifsdóttur umhverfis-
ráðherra um þetta landsvæði. Guðni:
„Þessari perlu eigum við ekki að
raska eða skapa ófrið um hana.“ Enn-
fremur: „Þau (Þjórsárver) eru mér
heilög. Ekki fermetri af þeim undir
vatn.“ Og Siv: „Ég tel að það sé ekki
ásættanlegt að skerða hið friðaða
svæði með lóni … Það er alveg ljóst
að Þjórsárverin hafa gífurlegt nátt-
úruverndargildi og það er ákveðið
svæði sem er friðað og ég tel að við
eigum ekki að skerða hið friðaða
svæði.“
Hér er talað tæpitungulaust. Og
við skulum vona að þetta fólk segi það
sem það meinar og meini það sem
það segir. Eða er hér kannski að
verki svipuð „aðferðafræði“ og hjá
Landsvirkjun þar sem ekkert er sem
sýnist og ekkert sýnist sem er?
Við skulum bíða og sjá og vona hið
besta.
Rangfærslur
og húsbóndahollusta
Birgir
Sigurðsson
Virkjanir
Í þessa nettu sam-
ráðsmynd Landsvirkj-
unar, segir Birgir
Sigurðsson, vantar
þá staðreynd að mikill
meirihluti Gnúpverja
er á móti Norðlinga-
ölduveitu.
Höfundur er rithöfundur.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi
Hrei
nsum
viðar-, rimla-,
strimla-, plíseruð-
og sólargluggatjöld.
Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Meðgöngufatnaður
fyrir mömmu
og allt fyrir litla krílið.
Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136