Morgunblaðið - 06.12.2001, Side 48

Morgunblaðið - 06.12.2001, Side 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                                ÍSLENSK GLERLIST Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Inga Elín — AÐ undanförnu hef- ur nokkur umræða ver- ið í fjölmiðlum og jafn- vel á Alþingi um skógrækt og náttúru- vernd, þar sem óneit- anlega hafa komið fram skiptar skoðanir um hversu vel það tvennt fari saman. Í þeim efn- um þarf að skoða skil- greiningu manna á náttúruvernd og þann skala sem miðað er við. Þeir sem kjósa að skilgreina náttúru- vernd þannig að hún merki það eitt að varð- veita núverandi ástand líta á skógrækt sem náttúruspjöll þar sem hún breytir því ástandi. Þeir afneita um leið sögulegum stað- reyndum um fyrri útbreiðslu skóga og neita að horfast í augu við það nið- urnídda ástand sem einkennir stóran hluta íslenskra vistkerfa. Breiðari skilgreining á náttúru- vernd felur hins vegar í sér verndun samfara nýtingu og virka endur- heimt á glötuðum náttúrugæðum þar sem við á, auk verndunar á ríkjandi ástandi þar sem það á við. Ákveða þarf hvað eigi við í hverju tilviki. Í Ríó-sáttmálanum er þetta skýrt tek- ið fram og orðin „þar sem við á“ koma þar alloft fyrir. Skógrækt get- ur mjög vel samræmst þessari skil- greiningu hvort heldur sem markmið skógræktar eru endur- heimt glataðs birki- skógarvistkerfis, upp- græðsla örfoka lands með lerki, loftslags- vernd með ösp eða timburframleiðsla með greni til að stuðla að sjálfbærri byggðaþró- un. Samspil skógræktar og náttúruverndar er mismunandi eftir skala. Sagt er að skógrækt geti útrýmt lágvöxnum plöntutegundum, rýrt búsvæði berangurs- fugla og spillt útsýni, svo nokkur atriði séu nefnd, þegar miðað er við smæsta skalann þótt gagnrýnendur skóg- ræktar taki sjaldnast fram við hvaða skala sé miðað. Að skógrækt á skóg- lausu landi breyti skilyrðum á þeim blettum þar sem hún er stunduð er svo augljóst að óþarfi er að fjölyrða um það. Sé markmiðið að varðveita það sem fyrir er á einhverjum bletti á ekki að rækta þar skóg. Reyndar miðar talsvert af þeirri vinnu sem lögð er í gerð skógræktaráætlana að því að afmarka svæði þar sem ekki á að rækta skóg. Á Íslandi er mikið land sem áður var skógi vaxið en er nú klætt einhæfum beitarmótuðum vistkerfum og eru árekstrar milli skógræktar og verndar á þessum skala því óþarfir. Á stærri skala getur skógrækt beinlínis stuðlað að náttúruvernd. Sem þáttur í annars skóglausu landslagi auka skógarreitir líffræði- lega fjölbreytni með því að skapa nýjar vistgerðir auk þess sem landið verður búsældarlegra ásýndar. Skógarvistgerðir eru mismunandi eftir því hvaða trjátegundir eru ríkjandi en allar eru þær búsvæði fyrir fjölda lífverutegunda. Á enn stærri skala stuðlar skógrækt að náttúruvernd með því að binda kol- efni úr andrúmsloftinu og draga þar með úr hnattrænum gróðurhúsa- áhrifum. Á liðnum árum hefur skógrækt á Íslandi fengið á sig gagnrýni fyrir einkum tvennt sem kalla má árekstra við náttúruverndarsjónar- mið; framræslu mýra til skógræktar og gróðursetningu erlendra trjáteg- unda í birkiskóga. Við þessari gagn- rýni hefur verið brugðist og nú mæl- ir Skógrækt ríkisins hvorki með framræslu mýra né gróðursetningu í birkiskóga. Nýverið hafa komið fram áhyggjur af áhrifum skógræktar á nokkra fuglastofna. Ekki virðist vera ástæða til að óttast um áhrif skóg- ræktar á fuglastofna að svo stöddu. Hins vegar eykst flatarmál skóg- lendis vegna gróðursetningar og sennilega einnig vegna sjálfsáningar birkis og því er full ástæða til að hefja rannsóknir á áhrifum skóg- ræktar á fuglastofna sem leitt geta til mótunar vinnubragða við skóg- rækt til að draga úr neikvæðum áhrifum ef einhver reynast. Breyt- ingarferli það sem skógrækt hefur í för með sér er auk þess vísindalega áhugavert og mikilvægt er að þeir aðilar sem vinna að rannsóknum á sviði skógræktar og náttúrufræði efli rannsóknir á því sviði. Skógrækt er orðin búgrein á Ís- landi og mikilvægt byggðamál. Á meðan þeim fækkar sem stunda sauðfjárrækt og kúabúskap fjölgar skógarbændum. Nauðsynlegt er að uppbygging skógræktar verði sam- kvæmt hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og þar með í sátt við nátt- úruvernd. Náttúruvernd og skóg- rækt eru alls ekki andstæður. Skógrækt í sátt við náttúruvernd Þröstur Eysteinsson Skógrækt Á stærri skala, segir Þröstur Eysteins- son, getur skógrækt beinlínis stuðlað að náttúruvernd. Höfundur er fagmálastjóri Skóg- ræktar ríkisins. ÞAÐ er oft sagt þessa dagana að heimurinn sé ekki samur eftir 11. sept. 2001. Það má til sanns vegar færa en spurn- ingin er, hvað hefur breyst? Í reynd ekk- ert annað en það að augu okkar allra hafa opnast enn betur en áður fyrir því hversu margt er að, hversu margt er ógert til að byggja betri og frið- vænlegri heim. Afleið- ingar þessa atburðar þegar til lengri tíma er litið verða mjög líklega verulegar, bæði á þolendur og gerendur ef svo má að orði komast. Bandarískir heimsveldis- hagsmunir og eigingjörn drottnun Vesturlanda, vestræns fjármagns, viðskiptahagsmuna og jafnvel menningar, allt verður þetta skoð- að í gagnrýnna ljósi en fyrr. Ekki síst verða hagsmunir vestræns auðmagns og olíu- og hergagnaiðn- aðar undir smásjá. En sjálf hug- myndafræði hryðjuverkamanna, svo ekki sé nú talað um hryðju- verk sem slík, verður að líkindum einnig fordæmd með afdráttar- lausari og almennari hætti en fyrr. Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að undirstrika að aldrei getur neitt ranglæti réttlætt það að menn vinni sínum málstað framgang með ofbeldi og glæpaverkum, allra síst ef þau beinast að saklausum óbreyttum borgurum. Þróun í heimsmálum almennt og svonefnd hnattvæðing verður sömuleiðis skoðuð í nýju ljósi í kjölfar ofangreindra atburða. Hnattvæðing á forsendum vest- ræns auðmagns sem þegar sætir gagnrýni og mætir andófi mun gera svo í enn ríkari mæli á kom- andi árum. Augu manna munu í vaxandi mæli beinast að þeim þátt- um sem valda óstöðugleika í heim- inum. Hnattvæðing, sem f.o.f. þjónar velmegunarklúbbi vest- rænna ríkja, þessum eina milljarði sem fleytir rjómann ofanaf meðan hinir milljarðarnir 5–6 og bráðum 7, 8, og 9 bera skarðan hlut frá borði, er slíkur óstöð- ugleikavaldur auk alls annars sem um málið mætti segja. Fram- ganga alþjóðlegra stórfyrirtækja og að nokkru leyti alþjóð- legra stofnana þar sem lítt hefur verið skeytt um félagslegar aðstæður, og jafnvel ekki umhverfið held- ur, verður að heyra sögunni til. Sjálfbær þróun og friðarhugsjón Innleiða þarf ný viðhorf og nýja skipan þar sem sjálfbær þróun, jöfnun lífskjara, virðing fyrir lýð- ræði og mannréttindum en um leið ólíkri menningu og trúarbrögðum og síðast en ekki síst friðarhug- sjón eru höfð að leiðarljósi. Mark- miðið er alþjóðasamvinna, hnatt- ræn samvinna, á sanngjörnum og réttlátum grunni. Vestræn forrétt- indasamfélög verða að halda aftur af sér og hemja græðgi sína. Við þurfum öll að sættast á leikreglur sem gefa þróunarríkjunum raun- verulega möguleika til að bæta lífskjör og aðstæður sinna þjóð- félagsþegna. Fyrir utan nýja skip- an öryggismála og nýtt alþjóðlegt eða hnattrænt öryggisgæslukerfi, sem vikið hefur verið að í fyrri skrifum, er von mannkynsins um betri og friðsamlegri heim fólgin í breytingum af ofangreindum toga. Það er engin leið til nema áfram í viðleitni okkar til að byggja betri heim. Við megum ekki færa of- beldis- og yfirgangsöflum í heim- inum þann sigur í hendur að þeim takist að hrekja okkur af réttri braut, braut jafnaðar, lýðræðis og mannréttinda, réttarsamfélags, sjálfbærrar þróunar og friðar. Eins og fyrr í þessum skrifum, þegar til umfjöllunar voru mögu- leikar þess að koma á nýju og ger- breyttu öryggisgæslukerfi í heim- inum, geta menn auðvitað spurt hvort ekki sé óraunhæft að ætla að nokkur vilji verði til breytinga í ofangreinda átt. Eru nokkrar líkur á að íbúar Vesturlanda fallist á að þrengja sinn kost í þágu lífskjara- jöfnunar og bætts umhverfis á jörðinni? Svarið er að mínu mati hiklaust já, og þó svo væri ekki þá væri það eitthvað til að breyta en ekki til að gefast upp gagnvart. Með aukum upplýsingum um stöðu heimsmála sem miðlað er til millj- arða jarðarbúa, ekki síst skóla- fólks, vex meðvitund mannkynsins og skilningur á því að breytinga er þörf. Að lokum verður það al- menningur sem knýr breyting- arnar fram ef ráðamenn dauf- heyrast við kalli tímans. Hin þrúgandi vitneskja um að barna- börn okkar sem nú lifum á miðjum aldri gætu átt eftir að standa frammi fyrir stórspilltum lífsskil- yrðum á jörðinni og skertum lífs- gæðum, og gera það örugglega verði ekkert að gert, breytir miklu. Þegar það bætist við að dúkhnífar og tilraunaglös eru að reynast næstum eins ógnvænleg vopn og kjarnorkusprengjur þá skyldi enginn vanmeta vilja al- mennings til þátttöku í óumflýj- anlegum breytingum sem bíður okkar að ráðast í. Hnattvæðing á nýjum grunni: eina vonin Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs og sit- ur í utanríkismálanefnd Alþingis. Utanríkismál Innleiða þarf ný viðhorf, segir Stein- grímur J. Sigfússon, og nýja skipan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.