Morgunblaðið - 06.12.2001, Page 50

Morgunblaðið - 06.12.2001, Page 50
HESTAR 50 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ ÞEGAR vetur konungur heilsar svo hraustlega er full ástæða til að minna hesteigendur á hvaða skyldur eru settar á herðar þeim. Í dýraverndarlögum segir meðal annars að eigendum eða umráðamönnum beri að sjá þeim fyrir viðunandi vistarverum, fullnægjandi fóðri, drykk og um- hirðu. Einnig skulu þeir fylgjast með heilsu þeirra og gera viðhlít- andi ráðstafanir til að koma í veg fyrir vanlíðan þeirra. Og nú er full ástæða fyri hest- eigendur að gleyma nú ekki skjólstæðingum sínum þegar 30 til 50 sentimetra snjór er um allt land og víða hætta á jarðbönnum. Slysin eru fljót að gerast og það tekur ekki langan tíma fyrir hross að leggja af ef skella á hörð veður og lokast fyrir að- gengi að fóðri. Öllum ber skylda til að líta eftir hestum sínum eða skipa til þess ábyrga aðila séu hrossin fjarri eigendum. Hvernig hefur hesturinn þinn það? Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Vel fór um þessa gæðinga þótt þeir þyrftu að krafsa til að hafa í sig, nóg gras undir fönninni, góður aðgangur að skjóli og vatni. MYNDBAND HM 2001 Austurríki HEIMILDAMYND Lengd: 110 mín. Myndataka: Sveinn M. Sveinsson. Þulur: Samúel Örn Erlingsson. Framleiðandi: Plús Film/Sveinn M. Sveinsson. AÐ VENJU er nú gefin út mynd- bandsspóla um heimsmeistaramótið sem haldið var í Austurríki í sumar þar sem rakinn er gangur mála. Þessar mótamyndir eru komnar í ákveðinn farveg sem er sá, að gera heimildarmynd um viðburðinn sem almenningur á greiðan aðgang að og getur flett upp í að vild þegar henta þykir. Fyrir löngu hefur verið horfið frá þeim hugsjónum, að reyna að gera eitthvað sem hefur annað listrænt gildi eða einhverja fagurfræði um- fram þá sem íslenski hesturinn býð- ur upp á einn og sér og er nátt- úrulega mjög mikil út af fyrir sig. Myndbandið, sem hér skal fjallað um, er fyrst og síðast góð og heið- arleg heimild um einstæðan viðburð sem er sjálfsagt öllum þeim sem hann sóttu afar eftirminnilegur. Að verki voru meðal annars tveir af þeim mönnum sem í dag teljast með mesta reynslu og kunnáttu í gerð mynda af hestamótum, Sveinn M. Sveinsson sem einnig er framleið- andi myndarinnar, og Bjarni Þór Sigurðsson sem kom að verkinu á mótsstað. Myndatakan á spólunni er mjög vel viðunandi miðað við að- stæður á mótsstaðnum í Stadl Paura. Þar var lítið svigrúm fyrir kvikmyndatökumenn og því hægt að segja að vel hafi verið nýttir mögu- leikarnir. Klipping myndarinnar er sömuleiðis í góðu lagi að langmestu leyti en hins vegar má endalaust deila um uppröðun efnisþátta móts- ins. Þar geta skoðanir verið skiptar eftir því hvort menn voru á sjálfu mótinu eða ekki. Það skal tekið fram að undirritaður var á mótsstað og fylgdist mjög glöggt með því sem þar fór fram. Frá þeim sjónarhóli hefði líklega mátt þjappa efni örlítið meira saman og má þar nefna þætti kynbótahrossanna. Þau eru sýnd með greinargóðum upplýsingum í fyrri hluta myndarinnar en síðan koma myndskeið frá verðlaunaaf- hendingu innan um aðra þætti. Þarna er sjálfsagt verið að fylgja dagskrá mótsins sem er útaf fyrir sig sjónarmið. Sömuleiðis mætti ætla að nóg væri að sýna hvert hross einu sinni úr forkeppni en í stað þess koma fjölmörg hross oftar en einu sinni fyrir. Væri ekki skemmtilegra að gefa fleiri hrossum færi á myndskeiðum en með því móti má koma í veg fyrir stöðugar endutekningar þular á upplýsingum um mörg hrossanna? Það kann að skjóta skökku við að vera að hvetja til sýningar á hrossum sem neðar voru í keppninni því eðli málsins samkvæmt verður minna áhugavert að sjá hrossin eftir því sem þau eru lakari. Á móti má segja, að sem góð heimild þurfa myndir frá heims- meistaramótum að endurspegla að einhverju leyti þann þverskurð sem áhorfendur sjá hverju sinni. Ef við tökum sem dæmi hross sem fer í B- úrslit og vinnur sig upp í A-úrslit. Það hross gæti verið í myndinni fjórum sinnum. Þulur í myndinni er sá landskunni íþróttafréttamaður Samúel Örn Erl- ingsson og ferst honum verkið vel úr hendi þótt auðvitað megi aðeins að finna. Hann hefur góða rödd og ára- langa reynslu í réttum áherslum, sannur fagmaður að því leyti. Áður var minnst á margvíslegar endur- tekningar um upplýsingar umhross- in og annað. Vera kann að þetta eigi rétt á sér en fyrir þá sem þekkja eitthvað mála er þetta frekar hvim- leitt á að hlusta. Er ekki nóg að segja einu sinni hver er faðir og móðir, eigandi og ræktandi hrossanna sem um ræðir? Á einum stað fer Samúel flatt á endurtekn- ingu þegar hann segir Klakk frá Bú- landi undan Reyk frá Tóftum eftir að hafa fyrr sagt hann undan Reyk frá Hoftúni sem er hið rétta. Samúel kemst vel frá flestum erlendum nöfnum keppenda enda með gífur- lega reynslu í að læra framburð nafna manna frá ólíklegustu þjóð- um. Þá er Samúel að verða vel sjó- aður í hugarheimi hestamanna og getur talað býsna lengi og mikið án þess að verða á að segja eitthvað sem harðsvíruðum hestamönnum finnst hallærislegt og komi upp um þá staðreynd að þulurinn sé ekki vel inni í málum. Þarna kemst Samúel vel frá sínu enda sjálfur alveg að verða harðsvíraður hestamaður, kominn með hesta og farinn að stunda útreiðar af stöðugt meira kappi. Ekki er lögð mikil áhersla á tón- list með myndefninu sem vafalaust hefði gert efnið áheyrilegra og að því leyti mæðir kannski meira á Samúel. Skemmtilega útfærð tónlist á sérstaklega vel við gangtegundir íslenska hestsins og þá sérstaklega töltið og fullyrða má, að þegar menn vilja vanda sig verulega sé gjarnan farið í smiðju tónlistargyðjunnar. Annar þáttur málsins sem trúlega kemur hér við sögu er kostnaðurinn við gerð myndar sem þessarar. Það er nokkuð ljóst að enginn hefur orð- ið ríkur af gerð hestamyndbanda á Íslandi og líklega eru þeir fleiri sem hafa tapað á slíkri hugsjónavinnu heldur en grætt umtalsverðar fjár- hæðir. Rekstrargrundvöllur slíkra mynda er mjög tæpur og besta dæmið þar um er að enginn þeirra sem vel til mála þekkir hafði áhuga á að gera mynd um fjórðungsmótið á Kaldármelum í sumar. Í ljósi þeirrar staðreyndar stillir undirritaður kröfum eða vonum í hóf um það hvernig slíkar myndir eigi að vera. Ekki þarf að efa að hægt sé að gera frábærar myndir ef ekki þarf að huga sérstaklega að fjárhagshliðinni en það er heldur ekki trygging fyrir því að vel takist til. Mynd Sveins og félaga er langt í frá óaðfinnanleg en uppfyllir vel væntingar þess manns sem var á mótinu og lætur nafn sitt hér undir. Hér hefur verið sniðinn góður stakkur eftir vexti.  Valdimar Kristinsson Góður stakkur eftir vexti Myndbandið frá HM í Austurríki er góð heimild um glæsta sigra Íslend- inga og þeirra á meðal Vignis Jónassonar sem hér ríður sigurhringinn á Klakki frá Búlandi. Ný og betri Hestaheilsa hefur nú litið dagsins ljós og nú sem fyrr er höfundurinn Helgi Sigurðsson, dýralæknir og sérfræðingur í hrossasjúkdómum. Er hér um að ræða það sem höfundur kallar end- urútgáfu á fyrri bók með þessu sama nafni. Svo mikil breyting er á þessari nýju útgáfu að telja má að hér sé á ferðinni ný bók. En um þetta má auðvitað deila. Það sem mestu máli skiptir þó er að hér er á ferðinni mun vandaðra rit sem höfundur kallar handbók um hrossasjúkdóma. Eldri bókin sem í dag gæti kallast barn síns tíma var þó mjög góð og kærkomin þegar hún var gefin út. Nýja bókin er prýdd 400 myndum sem bæði eru tengdar efninu og til fegurðarauka. Er þar um að ræða mjög fallegar stemmingsmyndir sem gefa bókinni aukið gildi. Kafla- skil eru mörkuð með stórum opnu- eða heilsíðumyndum. Efni bókarinnar er afar fjölþætt þar sem að sjálfsögðu er komið inn á alla þá sjúkdóma sem fyrirfinnast í hrossum hér á landi. Þá er stuttur kafli um meiðsl af margvíslegu tagi og meðferð við þeim. Fjallað er um smitsjúkdóma, bæði þá sem eru nú þegar til staðar og einnig þá sem gætu borist til landsins. Þá kemur Helgi inn á við- skipti með hesta sem gæti verið áhugaverður kafli fyrir marga og í lok bókarinnar er góður kafli um árstíðabundin vandamál sem er sér í lagi gagnlegur fyrir þá sem eru að byrja í hestamennsku en skaðar þó engan sem telur sig „vita“. Helgi skrifar léttan og lipran texta sem ætti að vera öllum auð- skiljanlegur, auðvitað koma fyrir orð eða heiti sem ekki eru mikið í notkun en hverjum er ekki hollt að auka örlítið við orðaforðann? Þótt Helgi leiti í smiðju margra byggir hann fyrst og fremst á 23 ára starfs- reynslu á sviði hestalækninga. Að öðrum ágætum hestalæknum ólöst- uðum er Helgi án efa sá sem mesta reynslu hefur og þekkingu á þessu sviði hér á landi. Eins og fyrri útgáfa Hestaheilsu á þessi nýja ekki síður erindi við alla hestamenn. Bókin er feiknagott uppsláttarrit sem gott er að byrja á að lesa í heild sinni en nota síðan eftir þörfum til uppsláttar þegar það á við. Ætla má að bók þessi ætti að létta örlítið á því spurningaflóði sem dynur oft á dýralæknum í starfi þeirra. Sá sem hefur lesið bókina ætti að geta sleppt mörgum af ein- faldari spurningunum en snúið sér beint að því sem kannski meira máli skiptir þegar kalla þarf til dýra- lækni af einhverjum ástæðum. Hér er á ferðinni bók sem á ótví- rætt erindi til allra hestamanna. Hollráð hestalæknisins BÆKUR Handbók um hrossasjúkdóma Eftir Helga Sigurðsson. Eiðfaxi ehf. 285 bls. HESTAHEILSA Valdimar Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.