Morgunblaðið - 06.12.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 06.12.2001, Síða 55
kona hans, notið þinnar einstöku hjálpsemi eins og mamma forðum. Þau hafa getað treyst þér í hvívetna og leitað ráða hjá þér við sérhverjum vanda sem að hefur steðjað, missir þeirra er því bæði sár og mikill. Þar við bætist að þú varst látinn heita Sverrir, í höfuðið á einkabróður pabba sem drukknaði aðeins tuttugu og fimm ára gamall. Það var pabba þung raun enda samrýndir mjög og því ólýsanlegt áfall fyrir hann nú, kominn á efri ár og farinn að heilsu, að þurfa að sjá á eftir öðrum Sverri. Megi góður Guð gefa honum styrk í þeirri þungu raun. Við biðjum líka þann sem öllu ræður að veita þér, elsku Silla, Sveinbjörn og Berglind, alla þá huggun og styrk sem þið þurfið svo mjög á að halda þessa sorgardaga. Guð veri með ykkur. Þú lifir í ljóssins heimi því lífsins er komin nótt, nú englar í alheims geimi yfir þér vaka hljótt. Við kveðjum þig, kæri bróðir, svo klökk erum hjarta í, er eygjum við ókunnar slóðir aftur við hittumst á ný. (Guðrún Sv.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún, Björg, Jónas, Víglundur og Hafdís. Þú varst minn vetrareldur. Þú varst mín hvíta lilja, bæn af mínum bænum og brot af mínum vilja. Við elskuðum hvort annað, en urðum þá að skilja. Ég geymi gjafir þínar sem gamla helgidóma. Af orðum þínum öllum var ilmur víns og blóma. Af öllum fundum okkar slær ævintýraljóma. Og þó mér auðnist aldrei neinn óskastein að finna, þá verða ástir okkar og eldur brjósta þinna ljós á vegi mínum og lampi fóta minna. (Davíð Stefánsson.) Elsku Sverrir minn, megi Guð- geyma þig, þín verður sárt saknað. Hvíl í friði elsku vinur. Þín, Sigurlaug, Sveinbjörn og Berglind. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 55 AÐVENTUKVÖLD föstudaginn 7. desember kl. 21.00. Ræðumaður Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Börn flytja helgileik og syngja, fermingarbörn flytja aðventu- texta og kirkjukórinn syngur. Gospel á Ömmukaffi MIÐBORG Reykjavíkur skartar sínu fegursta þessa dagana. Jóla- ljósin og fjölbreytt mannlíf skapa sérstakan blæ. Nú í kvöld, 6. des- ember, verður ennþá jólalegra í hjarta miðborgarinnar, vegna þess að það er opið á Ömmukaffi í Austurstræti 20. Erna Varð- ardóttir og hljómsveit ætla að gleðja gesti og gangandi með fal- legum jólalögum, en Erna gaf út geisladisk með jólalögum fyrir ári. Það eru allir velkomnir. Ömmukaffi og Miðborgarstarf KFUM&K. Guðni Ágústsson í Villingaholtskirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Vill- ingaholtskirkju í Flóa nk. föstu- dag kl. 21:00. Ræðumaður kvölds- ins verður Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Nýsameinaðir kórar Hraun- gerðisprestakalls undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar flytja vandaða tónlistardagskrá. Þá munu börn úr Villingaholtsskóla syngja jólalög. Að lokum verður aðventukrans tendraður um leið og börn úr sókninni flytja hefðbundinn að- ventusöng. Sóknarpresturinn, sr. Kristinn Friðfinnsson, flytur að- ventuhugleiðingu og stjórnar fjöldasöng í lok samverunnar. Bústaðakirkja Aðventukvöld í Gaulverja- bæjarkirkju Árbæjarkirkja. Barnakóraæfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10–12. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarða. Léttur hádegis- verður eftir stundina. Fella- og Hólakirkja. Helgistund og bibl- íulestur í Gerðubergi kl. 10.30–12 í um- sjón Lilju djákna. Starf fyrir 9–10 ára stúlk- ur kl. 17. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Fræðandi og skemmtilegar samveru- stundir og ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börn- in. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–9. bekk kl. 20– 22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldri borgurum í dag kl. 14.30–16.30 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund kl. 17. Fyrirbæna- efnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. KFUM-fundur fyrir stráka á aldrinum 9–12 ára kl. 16.30. Vídalínskirkja. Umræðu- og leshópur starfar í safnaðarheimilinu kl. 20 – 21. Biblíu- og trúfræðsla fyrir alla. Kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 21.00. Ath. breyttan tíma. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og fyrirbænir. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimili eftir stundina. Allir vel- komnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17–18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheim- ilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17– 18.30. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn (TTT) í dag kl. 17:00. Foreldrast- und kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir heima- vinnandi foreldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðarheimili kirkjunnar. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Var- márskóla á fimmtudögum frá kl. 13.15– 14.30. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja: Kl. 10 mömmumorgunn. Samverustund foreldra með ungum börn- um sínum. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Hinn 1. nóvember síðastliðinn andaðist Slobodan Bakic á Landspítalanum í Reykjavík. Hann var flóttamaður frá Júgóslavíu og kom hingað til lands í ágúst 1997 í hópi flóttamanna sem ríkisstjórn Íslands bauð hér búsetu, ásamt Ljerku eig- inkonu sinni og Zoran syni þeirra. Þau voru fórnarlömb átakanna í lýð- veldum fyrrverandi Júgóslavíu þar sem þau voru af blönduðu hjóna- bandi, Slobodan var Serbi að upp- runa en Ljerka Króati. Árið 1991 varð Slobodan síendur- tekið fyrir margvíslegri áreitni vegna uppruna síns og endaði það með því að hann flúði frá Sisak í júlí 1991 til borgarinnar Petrinja í Króatíu, sem var í serbneska lýð- veldinu í Krajina. Ljerka varð eftir í Sisak með son- inn Zoran en þau urðu fyrir ofsókn- um vegna uppruna Slobodans og í janúar 1992 hrökkluðust þau frá heimili sínu án þess að geta tekið með nokkuð af eignum sínum. Þau flúðu þá til Petrinja þar sem Slobod- an var fyrir og Ljerka fékk vinnu sem hjúkrunarfræðingur á sjúkra- húsi í bænum. Í ágúst 1995 þegar Króatía hafði lýst yfir sjálfstæði sínu voru tæplega milljón Serbar reknir frá heimilum sínum ef þeir vildu lífi halda. Sprengjum var látið rigna á flýjandi fólkið sem reyndi að koma sér burtu á öllum tiltækum farartækjum. Þeg- ar til Serbíu kom vildu stjórnvöld ekkert af þessum flóttamönnum vita. Frændfólk, vinir eða almennir borg- arar, sem rann ástand flóttafólksins til rifja, skaut yfir það skjólshúsi. Bakic-fjölskyldan var ekki svo hepp- in, hún lenti í flóttamannabúðum þar sem ástandið var ömurlegt, ekkert heitt vatn, kalt vatn skammtað og þau höfðu hvorki í sig né á. Fólk sem SLOBODAN BAKIC ✝ Slobodan Bakicfæddist í Króatíu 12. febrúar árið 1945. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 1. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 7. nóvember. ekkert hafði til saka unnið var rekið að heiman frá sér og svipt eigum sínum, vinum, atvinnu og borgaraleg- um réttindum. Enginn ætlar sér að verða flóttamaður. Samt eru þeir milljón- um saman um allan heim. Slobodan, Ljerka og Zoran komu til Íslands niðurbrotin á sál og lík- ama. Samt voru þau frá fyrsta degi staðráðin í því að reyna að aðlag- ast íslensku þjóðfélagi og lögðu sig fram um að læra íslensku. Slobodan var svo yndislega jákvæður. Hann fékk gefins reiðhjól í upphafi Ís- landsdvalarinnar og mátti sjá hann hjóla eldsnemma á morgnana um all- an bæinn og út í náttúruna, frjálsan og óháðan, lausan við áreitni, í nýju landi þar sem hann bjó nú aftur við mannsæmandi kjör. Hann hafði góð áhrif á alla í kringum sig, var góðvilj- aður og glaðlegur. Nú er Slobodan allur. Hann dó langt fyrir aldur fram af völdum ill- kynjaðs meins. Hann hafði síendur- tekið gengið til læknis en allt kom fyrir ekki. Kannski bera þeir sig ekki nógu illa sem mikið hafa liðið. Kannski er- um við ekki nógu dugleg að hlusta á þögnina og geta í eyðurnar – en flóttamenn leika sér ekki að því að kvarta. Slobodans er sárt saknað af fjöl- skyldu, vinum og félögum. Starfs- menn Rauða kross Íslands senda fjölskyldu hans og vinum hugheilar samúðarkveðjur. Hólmfríður Gísladóttir og Sigrún Árnadóttir. =  /   /  4   3 "4"   3 #  (      $ #       #       -  <, . ) %  "$  8;, )    /   "3  /    > $   $    0 +$  (?  )     -- "  "1*$ #,.21""$2   "$2 ,  "$" .21""  ("  "$$2    (" 7 2  "$$2   "$2  )2"" ) $'* $2  *  "$ , )2"$2  5 *" <  !"  "", )2"$2 , ' (   ,    6 5-          % ,            66. 8        "       @   ,   "     # " '%"8) "$2  "" 42  "" " /$$": "" $2     " %"8) " " 42 $'4 * $2  "" 4  "", 8#   4   3         3   &6 656  *!12*G  +!)%'!,  *, "" $2  * & *"  3 " ""%  ""  $2  ;% #) ""  ":.,& *$2  5+)2*  *" 3 *& *"  *.21"" "! *$2  ')& *$2  "" " +*& *" 8 ", =  /   /  4   3   "4"       3 #           -6#. HI. J.     "$K  *) " " , )    /           !A  0 +$   1    .2" *" 2("$2   8) " *"  "1*$  '*$2   "$  *"  *1   "2*$2  42  *$2    % "" 8 "8 ",           -   6< # ; ?        >            !.. 5+)2* ,  "$"  8) 2*%  *$2   8) "  "$" & '"5" $2 8 "8 ", Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.