Morgunblaðið - 06.12.2001, Page 76

Morgunblaðið - 06.12.2001, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Ger›u jólainnkaupin í Íslandsbanka – og flú ræ›ur hva› gjafirnar kosta! Á ÁRUNUM 1958-1959 var byggð hleðslustöð fyrir djúpsjávarsprengj- ur á Keflavíkurflugvelli, en í henni var ætlunin að setja saman kjarn- orkuvopn sem var ætlað að granda kafbátum. Skammt frá var sprengi- efnageymsla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, „Uppgjör við umheiminn“. Valur segir að þessi hleðslustöð (Advanced Underseas Weapons Shop, AUW Shop) hafi verið byggð í þeim tilgangi að þangað væri hægt að flytja vopn á stríðstímum. Hann segist ekki hafa fundið neinar vís- bendingar um að kjarnorkuvopnum hafi verið komið þarna fyrir á kalda- stríðstímanum. Eftir að bandaríska njósnaflugvél- in U-2 var skotin niður yfir Sovét- ríkjunum 1960 óskaði Guðmundur Í. Guðmundsson, þáverandi utanríkis- ráðherra, eftir upplýsingum frá bandarískum stjórnvöldum um hvort Keflavíkurflugvöllur hefði verið not- aður til millilendingar fyrir U-2 flug- vélar og hvort hér væru kjarnorku- vopn. Af því tilefni sendu utanríkis- ráðuneyti og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fyrirmæli til James Penfields, sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi, þar sem honum var leiðbeint um hvernig hann ætti að svara fyrirspurninni. Hleðslustöðin byggð 1958–59 Í svarinu kemur fram að verið sé að koma upp aðstöðu á Keflavíkur- flugvelli fyrir kjarnorkuvopn. Um sé að ræða hleðslustöð fyrir djúpsjáv- arsprengjur sem 2. floti Bandaríkj- anna gæti haft til aðstoðar í aðgerð- um sínum. Stöðin var byggð á árunum 1958– 1959 og stendur hún enn nokkuð af- skekkt á flugvallarsvæðinu. Skammt frá henni voru byggðar hálfniður- grafnar sprengiefnageymslur. Ís- lenskir iðnaðarmenn unnu að bygg- ingunni undir stjórn Bandaríkja- manna. Valur segist ekki vita hvernig hleðslustöðin og geymslurnar eru nýttar í dag eða hvort hlutverki þeirra hefur verið breytt. Á þessum tíma voru 14 slíkar hleðslustöðvar í Bandaríkjunum og erlendis og segir Valur að markmið- ið hafi verið að koma kjarnorkuvopn- um fyrir í öllum þeirra. Pólitísk vandamál hafi hins vegar komið í veg fyrir að það yrði gert alls staðar. Á Keflavíkurflugvelli voru á þessum tíma sex P2V7 Neptune langdrægar kafbátaleitarvélar sem gátu borið kjarnorkudjúpsjávarsprengjur, en hleðslustöðin var sérstaklega hönn- uð fyrir slíkar sprengjur. Valur segir að í hernaðaráætlun- um bandaríska sjóhersins á seinni hluta sjöunda áratugarins hafi verið gert ráð fyrir því að kjarnorkuvopn- um væri komið fyrir á Íslandi á stríðstímum. Það var stefna íslenskra stjórn- valda að hér skyldu ekki vera kjarn- orkuvopn nema með samþykki ís- lenskra stjórnvalda. Valur segir að Bandaríkjamenn hafi á sjötta og sjö- unda áratugnum viljað hafa frjálsari hendur og ekki viljað gefa íslenskum stjórnvöldum tryggingu fyrir því að þau yrðu spurð um leyfi til að koma fyrir kjarnorkuvopnum á Íslandi. Hann segir hins vegar að þótt engir formlegir samningar hafi verið gerð- ir um beitingu kjarnorkuvopna héð- an svo hann viti hafi þurft að fá leyfi íslenskra stjórnvalda áður en her- stöðin yrði notuð í þeim tilgangi. Ný bók Vals Ingimundarsonar um utanríkismál Íslands á 7. og 8. áratugnum Kjarnorkuvopnageymsla byggð á Keflavíkurflugvelli „ÞAÐ var ekki tími til neins ann- ars en að hlaupa upp og út,“ sagði Gunnar Oddsteinsson, vélstjóri á Ófeigi II VE 325, við komuna til hafnar í gær eftir skipsskaða sem hann lenti í ásamt skipsfélögum sínum á Ófeigi þegar skipið sökk á örskammri stundu skammt suður af landinu í fyrrinótt. Átta skip- verjum tókst að komast í gúm- björgunarbáta og var þeim bjarg- að um borð í bátinn Danska Pétur frá Vestmannaeyjum í stórsjó og roki en eins skipverja er saknað eftir árangurslausa leit í gær. Leitinni verður haldið áfram í dag. Hjartnæm stund Það var hjartnæm stund á hafn- arbakkanum í Friðarhöfn í Vest- mannaeyjum þegar skipbrots- mennirnir hittu sína nánustu síðla dags í gær eftir margra klukku- stunda siglingu með bjargvættum sínum á Danska Pétri. Friðarkerti loguðu í húsakynnum útgerð- arfélags Ófeigs og var efnt til samverustundar með skipbrots- mönnunum og sr. Báru Friðriks- dóttur og sr. Kristjáni Björnssyni. Einn skipverji sem bjargaðist af Ófeigi meiddist á fæti og var flutt- ur á sjúkrahús við komuna til Eyja. „Björgunin gekk eins og í sögu og það voru engir hnökrar á henni, þótt veðrið væri slæmt,“ sagði Gunnar Oddsteinsson, sem var efst í huga þakklæti til áhafn- arinnar á Danska Pétri. Um 50 mínútur tók að bjarga skipverjum af Ófeigi um borð í Danska Pétur, sem heyrði neyð- arkall hins sökkvandi skips skömmu eftir miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Um fimm mínútum eftir neyðarkallið var Ófeigur horfinn af ratsjá Danska Péturs en þá var skipið lagt af stað í rétta átt og sá reykblys sem skipbrots- mennirnir sendu upp frá björg- unarbátunum. Gert er ráð fyrir að rannsókn- arnefnd sjóslysa taki skýrslur af skipverjum Ófeigs í dag, fimmtu- dag. Morgunblaðið/Sigurgeir Tekið á móti Gunnari Oddsteinssyni, vélstjóra á Ófeigi, í Eyjum í gær. Eins manns saknað eftir að Ófeigur VE fórst undan Suðurlandi í fyrrinótt „Ekki tími til annars en að hlaupa upp og út“  Ófeigur/6 LEIKRIT Ólafs Jóhanns Ólafsson- ar, Sniglaveislan, verður sett upp í West End í London í febrúar á næsta ári. Verkið verður sýnt í öðru hvoru leikhúsinu Lyric eða Garrick. Framleiðandi sýningarinnar er Fred Zollo en hann hefur m.a. fram- leitt kvikmyndirnar Mississippi Burning og Quiz Show. Leikstjóri verður Ron Daniels, sem hefur um árabil verið leikstjóri og listrænn stjórnandi við Konunglega Shake- speare-leikhúsið í Stratford upon Avon. Í aðalhlutverki verður David Warner, sem þótti á sínum tíma lík- legasti arftaki Sir Laurence Oliviers í Shakespeare-leikhúsinu í Strat- ford. Hann sló í gegn í hlutverki Hamlets, en flutti til Bandaríkjanna og sneri sér að kvikmyndaleik. Ólafur Jóhann segir að þetta sé af- ar ánægjulegt fyrir sig, ekki síst þar sem þarna verði valinn maður í hverju rúmi, og leikhúsin sem koma til greina tvö þau bestu í West End. Sniglaveislan verður sýnd í West End  Margir vilja/30 FLUGLEIÐIR munu á næstu dög- um bjóða upp á sérstök jólagjafa- tilboð á alla áfangastaði félagsins í Evrópu, að sögn Guðjóns Arn- grímssonar, upplýsingafulltrúa fé- lagsins. Hann segir að félagið sé að keppast við að lækka fargjöld til þess að fá fólk til að fljúga og ferðast og vega þannig upp á móti þeim samdrætti sem verið hefur í flugferðum í kjölfar hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum 11. septem- ber síðastliðinn. Þetta er í samræmi við það sem mörg önnur flugfélög hafa gert. Fargjöld flugfélaga í Bandaríkjun- um hafa til að mynda lækkað um hátt í 40% að jafnaði frá því fyrir hryðjuverkin. Tilboð á Netinu Einstaklingsfargjöld Flugleiða samkvæmt jólagjafatilboði félagsins til Kaupmannahafnar, Amsterdam, Frankfurt, Glasgow, Lundúna, Óslóar, Parísar og Stokkhólms verða boðin á 19.900 krónur ef ferðast er í janúar, febrúar eða mars á næsta ári. Þessi tilboð verða eingöngu til sölu á söluskrifstofum Flugleiða núna fyrir jólin. Strax eftir áramótin verður hafin sala á tilboðsferðum til Glasgow og Lundúna, vor og haust, á Netinu, þar sem Flugleiðir munu bjóða ungu fólki, á aldrinum 18 til 25 ára, netferðir á 9.900 krónur, aðra leið- ina, og 19.900 krónur báðar leiðir. Tilboð til annarra en þessa aldurs- hóps verður 23.900 krónur. Skattar og gjöld eru innifalin í til- boðum Flugleiða, þau verða aðeins í boði á Netinu og verða nánar aug- lýst þegar þar að kemur. Flugleið- ir lækka flugfar- gjöld  Fargjöld lækkuð / C8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.