Morgunblaðið - 13.12.2001, Page 8

Morgunblaðið - 13.12.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ekki eru menn á eitt sáttir um hvort það takist að tjasla saman góðærisgleraugunum hans Davíðs aftur. Menningarmiðlun í ljóði og verki Ljóðaþýðingar í brennidepli VERKEFNI sember heitið Menn-ingarmiðlun í ljóði og verki nær hápunkti sínum nú um helgina með mikilli ráðstefnu þar sem meðal þátttakenda verða margir erlendir gestir. Ýmsar stofnanir koma að verkefninu, en einn for- svarsmanna þess er dokt- or Gauti Kristmannsson hjá Þýðingarsetri Hugvís- indastofnunar HÍ. Morg- unblaðið fræddist um verkefnið í samtali við hann á dögunum. – Hvert er tilefni verk- efnisins og hve lengi hefur undirbúningur þess staðið yfir? „Tilefnið er ár tungu- málanna í Evrópu og var sótt um styrk hjá ESB til verkefnisins og var þetta eitt af þremur íslensk- um verkefnum sem hlutu styrk. Undirbúningur hófst með styrk- umsókninni fyrr á þessu ári, en þar sem vilyrði fyrir styrknum kom ekki fyrr en mjög seint var ekki farið að undirbúa það af al- vöru fyrr en í október sl. Það var hins vegar skilyrði að dagskránni væri lokið fyrir áramót.“ – Hvaða aðilar standa að verk- efninu? „Þýðingarsetur Háskólans sem starfar innan Hugvísindastofnun- ar og Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumál- um. Erlendir samstarfsaðilar eru háskólarnir í Mainz, Þýskalandi, og í Vasa, Finnlandi. Auk þess koma ýmsir innlendir aðilar að þessu. Lesbók Morgunblaðsins stóð fyrir ljóðaþýðingasamkeppni þar sem þátttakan fór fram úr öllum vonum, menntamálaráðu- neytið, Reykjavíkurborg, Ríkis- útvarpið og Bókmenntakynnn- ingarsjóður styðja það ásamt Rithöfundasambandi Íslands.“ – Hverjum er dagskráin ætluð? „Öllum áhugamönnum um ljóðaþýðingar.“ Hvað ber hæst á dagskránni? „Á föstudeginum verður mál- þing skálda, þýðenda og fræði- manna þar sem menn velta fyrir sér spurningunni um margtyngd- ar bókmenntir. Á laugardeginum verða síðan vinnustofur og verk- stæði í Borgarbókasafni þar sem farið verður yfir tiltekna þætti ljóðaþýðinga, s.s. bragarhætti og tungumál smáþjóða í því sam- hengi, en einnig möguleika ver- aldarvefjarins svo dæmi séu nefnd. Einnig munu menn vinna að nýjum þýðingum. Loks verður ljóðahátíð á sunnudag, einnig í Borgarbókasafni og þar munu skáld og þýðendur lesa ljóð. Tómas R. Einarsson og félagar leika auk þess sem afhent verða verðlaun í ljóðaþýðingasam- keppninni. Ingibjörg Haralds ætlar að heiðra okkur með því að gera það.“ – Það verða margir erlendir gestir á ferðinni eða hvað? „Já, styrkur ESB fékkst til að bjóða hingað erlendum gestum til að hitta kollega sína hér á landi og koma alls 15 manns, frá Þýskalandi, Bretlandi og Finn- landi. Þetta eru kunnir fræði- menn, þýðendur og skáld. Það má t.d. nefna skáldið og ljóðaþýð- andann Manfred Peter Hein sem hingað kom síðast liðið sumar og hreifst mjög af landinu, og Joa- chim Sartorius sem áður var framkvæmdastjóri Goethte Insti- tut í Þýskalandi og er núna stjórnandi Listahátíðarinnar í Berlín. Christopher Whyte frá Glasgow er einnig kunnur rithöf- undur, en hann yrkir ljóð á gel- ísku og skrifar skáldsögur á ensku, auk þess sem hann þýðir úr fjölmörgum málum. Christa Schuenke og Birgit Veit eru báð- ar þekktir ljóðaþýðendur í Þýskalandi, sú fyrri fyrir Shake- speare-sonetturnar m.a. og sú síðari einkum fyrir þýðingar sín- ar á Joseph Brodsky. Af fræði- mönnum má nefna Andreas F. Kelletat sem hefur mikið ritað um nútímaljóðlist og þýðingar og Tom Cheesman frá Swansea sem bæði þýðir og ritar mikið um ljóðlist. Við fáum einnig sjónar- horn Mið-Austurlanda með tveimur Aröbum, Mustafa Al- Slaiman sem þýðir þýska ljóðlist á arabísku og Ahmed Farouk sem bæði skrifar og þýðir á það mál og þýðir sem stendur Gunth- er Grass. Einnig má nefna Gert Kreutzer sem mikið hefur þýtt af íslenskri ljóðlist á þýsku, og Kito Lorenc en hann hefur einnig þýtt íslenska ljóðlist á þýsku. Síðast en ekki síst kemur hingað Karin Graf sem stofnaði fyrstu umboðs- skrifstofu höfunda í Þýskalandi og er þar fremst í flokki á því sviði, en hún er einnig þýðandi.“ – Verður einhver eftirmáli? „Já, fjölmiðlarnir sem að verk- efninu koma munu vinna úr því. Lesbókin birtir vitanlega sigur- ljóðin í samkeppninni, Ríkisút- varpið, Rás 1 og Sjónvarpið, mun fylgjast með þessu og einnig standa vonir til að bestu ljóðin í samkeppninni verði birt ásamt erindunum í tímariti þýðenda, Jóni á Bægisá. Einnig verður síð- an unninn upp alþjóðlegur ljóða- vefur í samvinnu við kollega okkar úti og aðra hér á landi.“ – Er þetta upphafið að einhverju árvissu/ reglulegu? „Nei, því miður, verkefnið er í tilefni af ári tungumálanna og ég óttast að þeir séu ekki margir sem keppist um að styrkja ljóða- þýðingar þegar því er lokið. En við erum þakklát þeim sem hafa stutt okkur og styrkt bæði er- lendis og hérlendis, því án þess stuðnings hefði aldrei verið unnt að standa fyrir þessu verkefni.“ Gauti Kristmannsson  Gauti Kristmannsson er fædd- ur í Reykjavík 1960. Hann er með BA í ensku frá Háskóla Ís- lands og meistarapróf frá Ed- inborgarháskóla. Doktorsprófi lauk hann síðan frá Háskólanum í Mainz. Lengst af hefur hann starfað sem þýðandi og háskóla- kennari. Eiginkona Gauta er Sabine Leskopf verkefnisstjóri og þýskukennari og eiga þau börnin Fjólu og Jakob. … fáum sjón- arhorn Mið- Austurlanda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.