Morgunblaðið - 13.12.2001, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 13.12.2001, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 75 MAGNAÐ BÍÓ Endalaust fyndin mynd frá framleið- endum Big Daddy og Wedding Singer og snillingurinn David Spade (Just Shoot Me) er súper-lúðinn! The Man Who Wasn´t There Aðdáendur Coen bræðra verða ekki sviknir af þessari frábæru mynd sem minnir á fyrstu mynd þeirra bræðra, Blood Simple. Billy Bob Thornton ásamt óskarsverðlauna- hafanum Frances McDormand (Fargo) og James Gandolfini (Sopranos) eru stór- kostleg í hlutverkum sínum. Joel Coen vann til verðlauna sem besti leikstjóri á Kvikmynda- hátíðinni í Cannes og myndin var tilnefnd til Gull-Pálmans. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 6, 8 og 10. 1/2 Mbl  ÓHT Rás 2 DV Sýnd kl. 8 og 10. Vit 307 Sýnd kl. 8. 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Allur heimurinn mun þekkja nafn hans strik.is  MBL Sýnd kl. 5, 8 og 11. Vit 307 1/2 Kvikmyndir.com Allur heimurinn mun þekkja nafn hans 1/2 Kvikmyndir.is strik.is  MBL 1/2 Kvikmyndir.is  Hausverk.is  RadioX Sýnd kl. 6. Síðustu sýningar Vit 283Sýnd kl. 8 og 10. www.lordoftherings.net Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa. Eltingaleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn Stórskemmtileg gamanmynd sem svíkur engann þar sem Charlie Sheen (Hot Shots) og Jon Lovitz (Rat Race) fara á kostum. Charlie Sheen Jon Lovitz Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Nýr og glæsilegur salur betra en nýtt Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. Laugavegi 54, sími 552 5201 3000 kr. jólagjöfin til þín                                  Taktu auglýsinguna með og fáðu 3.000 kr. afslátt af ullarkápu Gildir fim., fös. og lau. „VIÐ vorum mjög ánægð með plöt- una sem kom út í fyrra og ákváðum því að halda áfram í sama farvegi. Nýja platan er þar af leiðandi keim- lík hinni en okkur finnst við samt vera að gera betri hluti. Okkur finnst lögin betri nú,“ sagði Valur Heiðar Sævarsson söngvari hljómsveit- arinnar Buttercup í samtali við Morgunblaðið. Sveitin gaf nýlega út geislaplötu sem ber nafnið Öll ljós kveikt. Popp-rokkhljómsveitin Buttercup hefur verið starfandi í fimm ár. „Á þessari nýju plötu er allt frá góðum rokklögum yfir í fínar popp- ballöður,“ sagði Valur Heiðar þegar hann var beðinn um að skilgreina tónlistina í stuttu máli. „Það hefur ekki orðið mikil stefnubreyting hjá okkur.“ Af plötu hljómsveitarinnar frá því í fyrra urðu nokkur lögin mjög vin- sæl; nefna má Endalausar nætur, Hvenær og Aldrei – og söngvarinn telur að hið sama verði upp á ten- ingnum nú. „Okkur finnst við vera með þónokkrar perlur á þessari plötu.“ Allt að gerast Platan kom út um miðjan nóv- ember og síðan hefur hljómsveitin haft í nógu að snúast við að kynna gripinn. „Við höfum verið á fullu við að kynna plötuna í öllum miðlum, höfum spilað á böllum og svo fram- vegis. Spilum hér og þar, höfum til dæmis verið í Smáralind og á Lauga- vegi, en samt fer mestur tími í að árita diskinn í verslunarmið- stöðvum; við leggjum mikla áherslu á að láta fólk sjá okkur. Verðum til dæmis á árita í Smáralind á föstudag klukkan 5, á laugardaginn klukkan 2 í Skífunni á Laugavegi og klukkan 5 á Selfossi.“ Buttercup leikur svo á Gauk á Stöng 22. og 29. desember. Vert er að geta þess að nýtt mynd- band eftir Pétur Einarsson við tit- illag plötunnar, Öll ljós kveikt, verð- ur væntanlega frumsýnt í dag, fimmtudag. Valur Heiðar segir hópinn því hafa nóg að gera út árið, reikna megi með því að janúarbyrjun verði róleg, „á meðan þarf aðeins að anda eftir jólavertíðina en í lok janúar byrja skólaböllin og allt sem þeim fylgir. Og svo eru það sumartúrarnir í kringum landið. Það er ekkert hik á okkur,“ sagði hann. Þeir voru fjórir sem stofnuðu hljómsveitina fyrir fimm árum; Val- ur söngvari, Davíð Þór Hlinason gít- arleikari, Símon Jakobsson bassa- leikari og Heiðar Kristinsson trommuleikari. Fyrir tveimur árum bættist söngkonan Íris Krist- insdóttir svo í hópinn. Heiðar trommari hætti reyndar um tíma í sveitinni og tók Egill Ö. Rafnsson þá við hlutverki hans, en Egill staldraði stutt við og Heiðar er aftur sestur við trommusettið. Þess má og geta að Íris söngkona hefur ákveðið að hætta í hljómsveitinni um áramótin, en að sögn Vals heldur sveitin óhikað áfram og er verið að skoða ýmsa möguleika í sambandi við fram- haldið. Enginn útundan Þess má geta að öll tónlist Butt- ercup er frumsamin og er þar um að ræða samstarf allra meðlima hljóm- sveitarinnar. „Við semjum öll lögin saman. Oftast kemur hugmynd frá einhverjum einum meðlim og síðan er unnið í kringum þá hugmynd þangað til endanlegt lag er komið. Það má segja að hljómsveitin sé mik- ið samyrkjubú og okkur finnst það fyrirkomulag gott; þegar menn eru sáttir og allir geta lagt sitt af mörk- um. Sköpunarlega verður enginn út- undan; allir eru með við að semja og fá að láta sköpunargáfuna njóta sín.“ Hljómsveitin Buttercup eins og hún kemur landsmönnum fyrir sjónir á kápu Öll ljós kveikt. Frá vinstri: Valur Heiðar Sævarsson, Íris Krist- insdóttir, Símon Jakobsson, Davíð Þór Hlinason, Egill Ö. Rafnsson. Buttercup gefur út fjórðu breiðskífuna Samyrkjubú með öll ljós kveikt KEPPNIN um titilinn Ungfrú Evrópa 2001 fer fram í Beirút, Líbanon, laugardaginn 29. des- ember. Fulltrúi Íslands í keppn- inni verður Íris Björk Árnadótt- ir, Ungfrú Norðurlönd, og heldur hún utan nk. sunnudag. Til mikils er að vinna en sig- urvegarinn hlýtur m.a. 10.000 dollara í peningum, skartgripi að verðmæti 20.000 dollarar o.fl. Stúlkur frá 42 Evrópulöndum keppa um titilinn, en keppninni verður sjónvarpað beint á Skjá-1, segir í fréttatilkynningu. Íris Björk keppir í Ungfrú Evrópa Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Íris Björk Árnadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.