Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HAFÍSINN undan Vestfjörðum er nú á hraðri leið til lands en hörð norðanátt var ríkjandi í gær. Ekki var vitað hversu langt inn á Húna- flóa hafísinn var kominn en Eiríkur Sigurðsson veðurfræðingur taldi lík- legt að hann væri kominn eitthvað inn fyrir Gjögur. „Það stóð strengur inn flóann, þar var blindhríð, ekkert skyggni og ekki hægt að fljúga þannig að vitum ekki hver staðan er. En þarna hafa verið fimm til átta vindstig þannig að hafísinn stefnir beint inn flóann ef að líkum lætur.“ Eiríkur segir að vindáttin eigi að snúast í suðvestanátt um helgina og þá muni hafísinn væntanlega sveigja frá. „Það er hins vegar hafstraumur inn Húnaflóann að vestan og út að austan. Og það eru dæmi um það að hafísinn reki á móti stinningskalda og það líður nokkur tími þar til þetta hreinsast út úr flóanum.“ Eiríkur segir að siglingaleiðin fyr- ir Hornbjarg verði að teljast mjög varhugaverð. „Skip sem var statt þrettán sjómílur norðvestur af Straumnesi í gærdag tilkynnti um ísjaðar norður og austur af sér og var hann á hraðri leið að landi þannig að leiðin er mjög varhugaverð eða að verða verða torfær eða ófær fyrir flest skip. Við sendum út allar upp- lýsingar sem okkur berast í veður- fréttatímum og veðurstofan varar við ís á þessum siglingaleiðum á meðan þessi vindátt stendur.“ Morgunblaðið/Friðrik Höskuldsson Þessi myndarlegi borgarís var um 30 sjómílur NNA af Hornbjargi í fyrradag en nú er hann væntanlega kominn töluvert nær landi. Hafísinn við Norð- urland á hraðri leið að landi ALLIR starfsmenn Norðlenska í Borgarnesi fengu uppsagnarbréf af- hent í gær. 37 starfsmönnum var sagt upp eða sem nemur 26 stöðu- gildum en aðgerðirnar eru liður í undirbúningi lokunar kjötvinnslu og sláturhúss í Borgarnesi. Stefán Kal- mansson, bæjarstjóri Borgarbyggð- ar, segir að þessar uppsagnir séu mikið áfall fyrir bæjarfélagið. „Fyrirtækið hefur gengið í gegn- um mikla rekstrarerfiðleika. Norð- lenska keypti rekstrareiningar Kjötumboðsins, sem voru í Borg- arnesi og í Reykjavík, og reksturinn hefur gengið illa í ár. Við urðum að fara í hagræðingaraðgerðir. Ef við höfum tök á því verður einhverju fólki boðin áframhaldandi vinna í fyrirtækinu,“ segir Sigmundur E. Ólafsson, framkvæmdastjóri vinnslusviðs Norðlenska, en starfs- stöðvar fyrirtækisins eru að auki í Reykjavík, á Akureyri og Húsavík. Aðspurður segir hann að mikil hagræðing hafi staðið yfir í fyr- irtækinu og starfsfólki verið fækkað bæði á Húsavík og Akureyri á síð- ustu tveimur mánuðum en hann telji að fleiri uppsagnir standi ekki til. „Við fækkuðum starfsfólki á hin- um stöðunum en það voru reyndar hefðbundnar haustfækkanir, því janúar til mars eru alltaf erfiðir rekstrarmánuðir,“ bendir hann á, en níu manns var sagt upp á Ak- ureyri og sjö á Húsavík. Bætt sé síðan við starfsfólki yfirleitt undir sumarið og er það fólk ráðið fram að jólum. Fyrstu uppsagnirnar koma til framkvæmda eftir mánuð Yfirvöld hafa krafist úrbóta á stórgripasláturhúsinu í Borgarnesi og segir Sigmundur að húsið sé stórt og slíkar úrbætur verði kostn- aðarsamar, þannig að fyrirtækið sjái sér vart hag í að leggja í slíkan kostnað. „Fyrirtækið á eingöngu lausafjármuni í Borgarnesi. Það leigir húseignirnar, bæði sláturhús- ið og vinnsluna, en á vélar og tæki þarna inni. Þær vinnslur sem við eigum eftir á Akureyri, Húsavík og í Reykjavík ráða við þetta magn sem unnið er í Borgarnesi.“ Fyrstu uppsagnirnar koma til framkvæmda um mánaðamótin jan- úar/febrúar og síðan um hver mán- aðamót í framhaldi af því. Einhverj- ir starfsmenn eiga rétt á sex mánaða uppsagnarfresti, þannig að síðustu uppsagnirnar koma til fram- kvæmda í sumar. Sigmar segist ekki geta sagt til um hversu mikil starfsemi verður í Borgarnesi á næstu mánuðum. Að hans sögn var starfsfólki og heimamönnum tjáð að ef áhugi væri fyrir hendi að skoða eitthvað í rekstri þarna væru for- svarsmenn Norðlenska tilbúnir til að skoða það með þeim. Engin við- brögð höfðu fengist ennþá en fólk fékk uppsagnarbréfin í gærmorgun. „Við vorum búin að láta vita að reksturinn gengi mjög illa, þannig að fólk átti allt eins von á þessu. Það er alveg ljóst að uppsagnirnar eru mjög alvarlegar fyrir svona lítið bæjarfélag, það gerir enginn svona viljandi,“ segir Sigmar en næstu tveir mánuðir verða notaðir til að fara yfir reksturinn. „Við hörmum að þurfa að grípa til þessara að- gerða. Eigi að síður er það mat okk- ar að þessar aðgerðir séu nauðsyn- legar og óumflýjanlegar ef takast á að snúa við miklum taprekstri og byggja upp öflugt fyrirtæki.“ Um 290 manns vinna hjá Norð- lenska við slátrun, kjötvinnslu og vinnslu í frystihúsum, auk sölu- starfa, og eru höfuðstöðvar fyrir- tækisins á Akureyri, en þar er jafn- framt stærsta vinnslan. „Þessar uppsagnir hafa slæm áhrif á bæjarfélagið,“ segir Stefán Kalmansson, bæjarstjóri Borgar- byggðar, en starfsmennirnir eru flestir úr Borgarnesi. „Það á eftir að koma í ljós hvort atvinna bíður þessa fólks. En þarna er faglært fólk, sem gengur ekki í hvaða störf sem er og getur orðið erfitt fyrir það að fá vinnu við sitt hæfi.“ Hann bendir hins vegar á að ekki sé at- vinnuleysi í Borgarbyggð, þannig að það hafi verið hægt að fá vinnu á þessu markaðssvæði hingað til. Að hans sögn eru þetta ekki nýj- ar fréttir að þessi rekstur eigi í erf- iðleikum. Mikil uppstokkun átti sér stað í fyrra sem endaði með því að Norðlenska gekk inn í þennan rekstur en því miður gekk það held- ur ekki upp. „Það er enginn að segja að það verði þar með hætt að vinna kjötvörur hér í Borgarnesi. Það á eftir að athuga það hvort ein- hverjir séu tilbúnir til að taka yfir reksturinn. Það þarf að skoða næsta leik í stöðunni,“ segir Stefán og nefnir að auðvitað sé þetta mikið áfall fyrir 1.750 manna byggðarlag. Kjötvinnsla Norðlenska í Borgarnesi sendi 37 starfsmönnum uppsagnarbréf í gær Uppsagnirnar áfall fyrir bæjarfélagið YFIRVINNUBANN flugumferðar- stjóra hefst 14. janúar næstkomandi og mun standa þar til nýr kjara- samningur hefur verið undirritaður. Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra, sagði að það lægi fyrir að flug- umferðarstjórar ynnu mikla yfir- vinnu og það væri ljóst að yfirvinnubann þeirra mundi trufla flugumferð. Hann sagðist ekki hafa fengið nákvæmar upplýsingar um hversu mikil áhrif yrðu af yfirvinnu- banninu. Sturla sagði að mjög hægt hefði miðað í kjaraviðræðum flug- umferðarstjóra og ríkisins og svo virtist sem erfitt væri að finna lausn á kjaradeilunni. Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, sagðist ekki eiga von á því að yfir- vinnubannið hefði mikil áhrif á reglulegan rekstur. Þetta væri bæði sá tími þegar flugumferð væri sem minnst en auk þess hefði orðið mikill samdráttur í fluginu þannig að áhrif- in á beinan rekstur yrðu ekki mjög mikil, að minnsta kosti ekki til að byrja með hvað sem síðar yrði. Hjá Flugmálastjórn væru menn hins vegar ekki farnir að skoða þetta í smáatriðum enda skipti miklu máli hvernig deilan mundi þróast. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra Ekki mikil áhrif á reglulegan rekstur NAPRIR vindar og ísköld fönn gera nú smáfuglunum erfitt um vik. Því getur orðið þröngt í búi eins og oft er þegar vetur ræður ríkjum. Sam- kvæmt venju sendir Sólskríkjusjóð- urinn barnaskólum víða um land fuglafóður og voru fyrstu sekkirnir sendir af stað snemma í mán- uðinum. Verksmiðjan Katla malar smáfuglafóðrið sem Sólskríkjusjóð- urinn sendir til skólanna, en und- anfarin ár hefur sjóðurinn dreift allt að 90 þrjátíu og fimm kílóa sekkjum af kurluðum maís til barnaskóla um land allt, til þess að börnin geti gefið smáfuglunum. Sjálfur segist Erlingur Þor- steinsson, formaður Sólskríkju- sjóðsins, hafa byrjað að gefa fugl- unum þegar fyrsti snjórinn féll og voru smáfuglarinr þá iðnir við að sækja sér korn í nefið. Sólskríkjusjóðurinn hefur verið við lýði í nærfellt 52 ár en Erlingur hefur verið formaður hans síðan 1960. Sjóðurinn var stofnaður af móður Erlings, Guðrúnu J. Erlings, á sjötugsafmæli hennar árið 1948, til minningar um föður hans, Þor- stein skáld Erlingsson. Sjóðnum, sem er eingöngu ætlað að kaupa fuglafóður í byrjun vetrar, hefur að hluta verið aflað tekna með útgáfu jólakorta og minningarkorta, en jafnframt hafa framleiðendur fóð- ursins, fyrst Fóðurblandan hf. og nú á síðari árum Verksmiðjan Katla, stutt sjóðinn með 5% af út- söluverði fuglafóðurs. Sólskríkjusjóðurinn sendir fuglakorn í barnaskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg Yfir háveturinn þykir smáfuglum ekki amalegt að gæða sér á maískurli. Þröngt í búi hjá smá- fuglunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.