Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 41 MEÐ fullveldi og sjálfstæði íslenska þjóðríkisins töldu Ís- lendingar sig hafa náð endanlegu takmarki þjóðernisrómantíkur- innar og skynsemis- hyggju Jóns Sigurðs- sonar. Svo mikið má lesa úr nýútkominni bók Guðmundar Hálf- dánarsonar um ís- lenska þjóðríkið. Þessi hugtök, fullveldi og sjálfstæði, eru hins vegar vel þess virði að taka til örlítið nánari skoðunar, kannski ekki síst af því að merking þeirra í veruleikanum er að breytast og verði þjóðir ekki nógu fljótar að átta sig á því getur verið að þær glati einmitt fullveldinu og sjálf- stæðinu einungis vegna afturhalds þeirra sem bitið hafa í sig framliðna merkingu hugtakanna og breyta eftir henni. Í skóla lærir maður að Ísland hafi orðið fullvalda ríki 1. des. árið 1918 og sjálfstætt lýðveldi 17. júní 1944. Vísast er fyrri dagsetningin mik- ilvægari í þessu sambandi, þótt æv- inlega séu öll hátíðahöldin miðuð við þá seinni. En ef við skoðum sögu Ís- lands sem sjálfstæðs ríkis þá má al- veg eins fullyrða að Ísland hafi að- eins verið sjálfstætt fullvalda ríki frá 1918 til 1940 er landið var her- numið. Það var enn hernumið árið 1944 er Íslendingar hópuðust til Þingvalla að fagna hinu nýja lýð- veldi, sem er raunar ákaflega súrr- ealískt þegar hugsað er til hins er- lenda hers í landinu. Það sýnir a.m.k. að Íslendingar hafa annað- hvort hæfileika til að hugsa abstrakt eða þá einfaldlega loka augunum fyrir óþægilegum staðreyndum. Styrjaldarástandið almennt skýrir þetta ekki, því til voru hlutlaus ríki í Evrópu eins og Svíþjóð og Sviss sem héldu sjálfstæði sínu. Eftir stríðið var tekist á um þessi mál á Íslandi og þá urðu til þær fylkingar í landinu sem báðar vildu eindregið sjálfstæði þess, aðeins á mismunandi forsendum. Sjálfstæð- isflokkurinn sjálfur sá vit í aðild að NATO eftir að blokkirnar tvær mynduðust og vinstri menn sáu einmitt sjálf- stæðinu fórnað með því að gangast undir samþykktir hernaðar- bandalags og veru er- lends hers í landinu. Spurningin er því hvar sjálfstæðið er og hvar ekki. Innan NATO er ríkið auðvitað ekki hlutlaust í utanríkis- málum og hefði Sadd- am t.d. ráðist á Tyrki fyrir rúmum tíu árum en ekki Kúveita, þá hefði íslenska ríkið verið sjálfkrafa komið í stríð við Írak. Á hinn bóginn er ekki víst að Ísland hefði haldið hinu „hreina“ fullveldi sínu lengi með því að vera hlutlaust og óháð, a.m.k. má vel hugsa sér að áhrif Íslands í alþjóðasamfélaginu hefðu verið miklu minni en annars og nægir að vísa til landhelgisdeilna í því sambandi. Eftir fall Berlínarmúrsins breytt- ust auðvitað allar forsendur. Íslend- ingar gerðu EES-samninginn og af- söluðu sér þar með stórum hluta fullveldis síns, en flestir virðast samt sem áður telja þetta ríki okkar vera sjálfstætt. Sem það kannski er. Enn sem komið er. En þetta „sjálf- stæði“ er ákaflega brothætt; það byggist á því að í krafti EES-samn- ingsins sé komið fram við íslenska ríkið nokkurn veginn eins og full- gilda meðlimi Evrópusambandsins. Þetta er að breytast eins og utan- ríkisráðherrann hefur ítrekað lýst án þess þó að leggja beint til það eina sem bætt getur úr þessu, að sækjast eftir inngöngu í Evrópu- sambandið og það fyrr en síðar. Rétt eins og sjálfstæðið var hugs- anlegt innan NATO þá er sjálfstæð- ið hugsanlegt innan ESB, og það miklu frekar en utan þess. Stað- reyndin er sú að hinu hreina full- veldi hefur verið afsalað og í staðinn hefur ekki komið neitt sem gerir Ís- lendingum kleift að hafa áhrif á ákvarðanir þeirra sem setja orðið lög í þessu landi. Þar með hefur ver- ið skorið á einn lýðræðisþáttinn í samfélaginu eins og oft hefur verið bent á. Viðkvæðið um að við í smæð okkar hefðum hvort eð er engin áhrif er afturhaldsvæll eins og dæmið um Lúxemborg sýnir kannski best. En það er ekki aft- urhaldsvæll fyrir það eitt að halda í einhverja vafasama hagsmuni þeirra sem miðin þykjast eiga eða hugsjónir þjóðernisrómantíkera fastra í hugmyndum tuttugustu, ef ekki nítjándu, aldar, heldur af því að vera okkar utan ESB er einmitt stærsta atlagan að fullveldi og sjálf- stæði Íslands á nýjum tímum. Ísland er hluti af Evrópu og þeg- ar bundið ESB í gegnum EES- samninginn. Ísland er hins vegar ekki fullvalda og sjálfstæður aðili að þessu sambandi sem hefur það að opinberu markmiði að varðveita sjálfstæði þjóðanna innan þess eins og sjá má af t.d. tungumálastefnu þess. Verði engin breyting hér á eru líkur á því að Ísland verði ekki sjálf- stætt lengur heldur miklu fremur eins og nýlenda ESB, jaðarríki sem þiggur löggjöf sína og reglur frá sambandinu stóra, en hefur enga möguleika til að segja neitt um þær, hvorki innan framkvæmdastjórnar né Evrópuþingsins. Við höfum nefnilega í smæð okkar akkúrat engin áhrif utan ESB. Ábyrgð þeirra sem andæfa vilja gegn umræðu um inngöngu í ESB er því mikil, því sú afturhaldsstefna getur einmitt orðið til þess að hið áður dýrmæta sjálfstæði var til lítils fengið nema millispils á tuttugustu öld. Afturhald og þjóðernisróman- tík; af fullveldi og sjálfstæði Gauti Kristmannsson Utanríkismál Ábyrgð þeirra er mikil, segir Gauti Kristmannsson, sem andæfa vilja gegn umræðu um inngöngu í ESB. Höfundur starfar við þýðingarsetur Hugvísindastofnunar HÍ. ÚRSKURÐUR um- hverfisráðherra um umhverfisáhrif Kára- hnjúkavirkjunar fær að vonum misjafnar viðtökur. Fjölmörgum mun þykja úrskurður- inn ótrúverðugur og ganga gegn eigin rétt- arvitund, aðrir fagna honum á þeirri for- sendu að með honum sé hindrun rutt úr vegi stóriðju á Aust- urlandi. Breyttar forsendur fyrir mati Með úrskurðinum gengur ráðherra þvert gegn nið- urstöðu Skipulagsstofnunar sem m.a. byggði á mjög samhljóma um- sögnum sérfræðistofnana. Í mats- skýrslu sinni dró Landsvirkjun ekki dul á gífurlega náttúrufars- röskun af völdum fyrirhugaðrar virkjunar en lagði framkvæmdina í mat með þeim rökstuðningi „ … að umhverfisáhrif virkjunarinnar séu innan viðunandi marka í ljósi þess efnahagslega ávinnings sem vænt- anleg virkjun mun skila þjóðinni og þeirrar atvinnuþróunar sem sölu orkunnar fylgir“. Þessa nið- urstöðu sína útfærði Landsvirkjun nánar, bæði í orðum og myndrænt, þar sem óbætt náttúruspjöll voru látin vegast á við meint jákvæð efna- hags- og samfélags- áhrif. Skipulagsstofn- un féllst á þessa málsmeðferð sem örl- að hefur á í mats- skýrslum fram- kvæmdaaðila upp á síðkastið. Undirritað- ur og Náttúruvernd- arsamtök Austurlands (NAUST) hafa hins vegar ítrekað gert at- hugasemdir við þenn- an málatilbúnað, síð- ast í kæru til staðfestingar á úr- skurði Skipulagsstofn- unar vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í úrskurði sínum fellst ráðherra á það sjónarmið að efnahagslegt og þjóðhagslegt mat sé ekki hluti af umhverfismati að lögum. Hins veg- ar dregur ráðherra ekki af því þá eðlilegu ályktun að með þessu sé enn styrkari stoðum skotið undir þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að hafna beri Kárahnjúkavirkjun heldur hið gagnstæða! Þannig kippir ráðherrann burt helstu laga- stoð sem Landsvirkjun hugðist nýta til að réttlæta umhverfisrösk- un af völdum Kárahnjúkavirkjun- ar. Hins vegar tekur sami ráðherra í úrskurði sínum ekkert tillit til þessara breyttu forsendna og ber því við að Alþingi þurfi að geta fjallað um málið án þess að lagst hafi verið gegn framkvæmdinni í mati á umhverfisáhrifum. Slík málafylgja fær augljóslega ekki staðist. Efnislega röng niðurstaða Niðurstaða ráðherra þar sem snúið er við úrskurði Skipulags- stofnunar og fallist á Kárahnjúka- virkjun er efnislega illa rökstudd og hangir á bláþræði sem óvíst er að haldi fyrir dómstólum. Í aðfara- orðum úrskurðarins kemur fram að ráðherra telur, ekki ósvipað og Skipulagsstofnun, líkur á umtals- verðum og neikvæðum áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á umhverfið, enda annað erfitt þegar við blasa gífurleg umhverfisspjöll af fram- kvæmdunum. Það er helst þegar kemur að áfokshættunni frá Háls- lóni að ráðherrann telur möguleika Landsvirkjunar til mótvægisað- gerða meiri en Skipulagsstofnun í ljósi nýrra hugmynda frá Lands- virkjun. Það er þó sýnd veiði en ekki gefin eins og ljóst má vera af úrskurðinum. Í stað þess hins veg- ar að hafna framkvæmdinni vegna verulegra óafturkræfra umhverfis- áhrifa fer ráðherra krókaleiðir að þeirri niðurstöðu að heimila virkj- unina með skilyrðum sem breyta litlu sem engu um meginþætti hennar, þar á meðal þá sem mest- um spjöllum valda. Það er því póli- tískur vilji ráðherrans en ekki fag- legt mat sem ráðið hefur niðurstöðu í úrskurðinum. Ráðuneytið sem matsaðili Það tiltæki umhverfisráðherra að hefja nýtt matsferli innan ráðu- neytisins í stað þess að úrskurða um innsendar kærur og láta Skipu- lagsstofnun um að meta viðbót- arupplýsingar orkar mjög tvímælis og hlýtur að vekja tortryggni. Ekki er gert ráð fyrir slíku í lögum heldur að Skipulagsstofnun fram- kvæmi slíkt mat sem síðan megi kæra til ráðherra. Af hálfu ráðu- neytisins hefði verið rökrétt að vísa meintum nýjum upplýsingum Landsvirkjunar til Skipulagsstofn- unar sem fjallað hefði um þær og fellt sinn úrskurð, eftir atvikum með hliðsjón af leiðbeiningum ráðuneytisins um lagatúlkun af til- efni kærumála. Þess í stað lagði ráðherra með vísan til lögfræðiálits enn eina lykkju á leið sína með það að markmiði að halda allri frekari málsmeðferð innan ráðuneytisins. Slíkt á sér enga hliðstæðu og verð- ur að teljast afar hæpið og var- hugavert, einnig sem fordæmi. Niðurstaðan úr nýju mati ráð- herrans er tíunduð lið fyrir lið í úr- skurðinum og þarfnast gaumgæfi- legrar athugunar og samanburðar við úrskurð Skipulagsstofnunar. Mörg álitaefni fyrir dómstóla Mikilvægt ætti að vera fyrir alla aðila að álitamál sem eftir standa að felldum úrskurði ráðherra verði til lykta leidd. Úr því sem komið er gerist það aðeins á vettvangi dóm- stóla. Hér hafa verið nefnd örfá dæmi af mörgum sem þar gætu átt heima, fyrir svo utan augljósa spurningu sem svara þarf um hæfi ráðherrans til að úrskurða í máli sem þessu. Sjálf hefur Siv Frið- leifsdóttir gefið ærið tilefni til að óhlutdrægni hennar sé dregin í efa, síðast í viðtali við Morgunblað- ið daginn sem hún kynnti niður- stöðu sína. „Fari svo að þessi framkvæmd verði að veruleika sýnist mér að hún geti haft gíf- urlega góð áhrif á íslenskt sam- félag,“ segir þar umhverfisráð- herra sem áður hafði vísað á bug athugasemd um eigið vanhæfi. Skyldi ekki vera ástæða til að fleiri líti á málavöxtu áður en upp er staðið? Ótrúverðugur úrskurður Hjörleifur Guttormsson Umhverfi Niðurstaða ráðherra, segir Hjörleifur Gutt- ormsson, er efnislega illa rökstudd og hangir á bláþræði. Höfundur er fv. þingmaður. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.