Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 26
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 26 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AFLAVERÐMÆTI fjölveiðiskips Samherja hf., Vilhelms Þorsteins- sonar EA, nam á árinu sem nú er að líða um 1.340 milljónum króna. Það er án efa verðmætasti afli sem ís- lenskt fiskiskip hefur nokkru sinni borið að landi á einu ári. Alls báru ellefu skip Samherja um 148 þúsund tonna afla á land á árinu og nam verðmæti aflans ríflega 6,5 milljörðum króna. Þar af nam afla- verðmæti sex vinnsluskipa félagsins, umreiknað í Cif-verðmæti, um 5.240 milljónum króna en afli þeirra var samtals 77.700 tonn. Vilhelm Þor- steinsson EA veiddi þar af um 54.300 tonn af uppsjávarfiski en aflinn er að mestu leyti unninn um borð. Nam verðmæti aflans eins og áður segir um 1.340 milljónum króna. Uppi- staða aflans var síld en einnig kol- munni og loðna. Þetta er fyrsta heila árið sem skipið er að veiðum en það kom nýtt til landsins í fyrra. Frystitogarinn Baldvin Þorsteins- son EA veiddi alls 6.400 tonn á árinu og var aflaverðmæti hans um 970 milljónir króna en skipið var með mesta aflaverðmætið á árinu 2000, þá um 993 milljónir króna. Nóta- og togveiðiskipið Þorsteinn EA veiddi alls 38.600 tonn, að verðmæti 360 milljónir króna, og nótaskipið Odd- eyrin EA veiddi um 23.700 tonn fyrir um 170 milljónir króna. Afli ísfisk- skipanna Kambarastar SU, Björg- úlfs EA og Hjalteyrar EA varð sam- tals um 8.100 tonn og nam verðmæti aflans um 780 milljónum króna. Ótal möguleikar framundan Kristján Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarsviðs Sam- herja, segir hið háa aflaverðmæti Vilhelms Þorsteinssonar EA í takt við ýtrustu væntingar sem gerðar voru til skipsins og koma því ekki beinlínis á óvart. Hann segir ótal möguleika fyrir hendi fyrir skip af þessu tagi. „Þessi árangur er þrátt fyrir það mjög ánægjulegur, sér- staklega í ljósi þess að um borð er verið að vinna ákveðið brautryðj- andastarf við sjóvinnslu á uppsjáv- artegundum. Við höfum reyndar áð- ur reynt slíkt með skipi sem heitir Garðar en það var aðeins til skamms tíma. Þetta hefur hinsvegar gengið mjög vel og fer saman við hækkandi verð á sjávarafurðum, sérstaklega síldarafurðum. Eins eru næg verk- efni framundan, til dæmis varðandi vinnslu á kolmunna. Hann hefur hinsvegar verið fremur smár á þessu ári og hentar því ekki eins vel til vinnslu af þessu tagi,“ segir Krist- ján. Aflaverðmæti Vilhelms Þorsteins- sonar EA á árinu er næstum jafn- mikið og framleiðsluverðmæti frysti- húss félagsins á Dalvík en það var um 1.600 milljónir króna á árinu. Framleiðsluverðmæti landvinnslu Samherja nam alls á árinu um 5.560 milljónum króna. Þar af nam fram- leiðsluverðmæti rækjuvinnslu fé- lagsins á Akureyri um 1.800 millj- ónum króna. Vilhelm Þorsteinsson EA með metaflaverðmæti á árinu Í takt við ýtr- ustu væntingar Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Fjölveiðiskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA, við síldveiðar í Víkurál. ÍSLENSKI fjársjóðurinn heitir nú Afl fjárfestingarfélag hf. Í gær var haldinn hluthafafundur í félaginu þar sem nafnbreyting var m.a. samþykkt. Einnig var samþykkt að gefa út nýtt hlutafé allt að 2.000 milljónir króna en heimildin gildir til ársloka 2006, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbankanum Landsbréfum. Íslenski fjársjóðurinn, nú Afl fjár- festingarfélag, hefur selt eigin bréf að nafnverði 240 milljónir króna á genginu 1,42. Eignarhlutur félagsins, eftir söluna er nú 6,49% en var áður 40,65%. Kaupendur eru Þorsteinn Vilhelmsson og Landsbankinn fjár- festing en hvor aðili um sig keypti hlutabréf fyrir 120 milljónir og á nú 17,08% hlut, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Ís- lands. Ný stjórn Afls fjárfestingar- félags var kjörin á hluthafafundinum í gær og verður Þorsteinn Vilhelms- son stjórnarformaður. Stjórnir Landsbankans fjárfest- ingar hf. og eignarhaldsfélagsins Örva ehf., sem er að fullu í eigu Þor- steins Vilhelmssonar, hafa undirritað samrunaáætlun í tengslum við þessar breytingar, að því er fram kemur í til- kynningu til VÞÍ. Samruninn miðast við 1. október sl. Fram kemur að markmið fjárfestingarinnar sé að efla íslenska fjársjóðinn hf. verulega á sviði áhrifafjárfestinga tengdum sjávarútvegi. Í fréttatilkynningunni frá Lands- bankanum kemur fram að áður út- gefinni fjárfestingarstefnu verður breytt nokkuð. Félagið mun einbeita sér frekar að fjárfestingum í hluta- félögum með umbreytingu þeirra í huga. „Ekki síst telur félagið mikil tækifæri liggja í fjárfestingum í sjáv- arútvegi með framangreind atriði að leiðarljósi. Rekstrarfélag sjóðsins telur brýnt að nýjum áherslum fylgi aukin stjórnunarleg þátttaka í þeim félögum sem sjóðurinn fjárfestir í,“ segir í fréttatilkynningunni. Tap sjóðsins sjöfaldast Íslenski fjársjóðurinn tapaði 286,1 milljón króna á tímabilinu 1. maí til 31. október sl. Tapið skýrist af erf- iðum markaðsaðstæðum, að því er fram kemur í tilkynningu til Verð- bréfaþings Íslands en Landsbankinn Landsbréf sér um daglegan rekstur sjóðsins. Tapið á sama tímabili í fyrra nam 40 milljónum króna. Íslenski fjársjóðurinn hf. var stofn- aður árið 1995 með það að markmiði að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi og er fjöldi hluthafa um fjögur þús- und. Íslenski fjársjóð- urinn verður Afl fjárfestingarfélag HEILDARKOSTNAÐUR Sam- herja vegna skipaskipta félagsins við DFFU í Þýzkalandi er áætlaður um 665 milljónir króna. 265 millj- ónir króna þarf félagið að greiða vegna skiptanna á Baldvini Þor- steinssyni og Hannover, áður Guð- björgu ÍS. Þá er kostnaður vegna breytinga Hannover í fjölveiðiskip áætlaður um 400 milljónir króna. Hannover er tveimur árum yngra skip en Baldvin. Það er lengra, breiðara, dýpra og búið betri tog- búnaði en Baldvin. Vél Hannover er mun aflmeiri en vél Baldvins og loks er frystikerfi Hannover stærra. „Að þessum þáttum þáttum öllum athuguðum finnst okkur Samherja- mönnum ekkert óeðlilegt að borga 265 milljónir króna á milli við skipa- skiptin,“ segir Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja, í sam- tali við Morgunblaðið. „Hannover hentar markmiðum okkar vel, að breytingunum loknum. Þá verður Hannover geysilega öflugt skip, sem mun gefa okkur aukin tækifæri í starfsemi okkar, sérstaklega veið- um á uppsjávarfiski, sem skila mikl- um tekjum um þessar mundir,“ seg- ir Þorsteinn Már. Kostnað- ur alls 665 milljónir Skipaskipti Samherja NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnu- lífsins og Íslenski hugbúnaðarsjóð- urinn hafa gert samning um að fyrr- nefndi sjóðurinn fjárfesti í þeim síðarnefnda fyrir 420 milljónir króna. Samningur- inn er háður sam- þykki stjórnar beggja félaga. Sigurður Smári Gylfason, fram- kvæmdastjóri Íslenska hugbúnaðar- sjóðsins, segir þetta efla Íslenska hugbúnaðarsjóðinn verulega og styrkja hann í sessi sem stærsta fjár- festinn á sviði upplýsingatækni. „Við erum mjög ánægð með að fá þennan sterka bakhjarl sem Nýsköpunar- sjóðurinn er og einnig að fjárfesting- um þessara aðila verði beint í gegn- um Íslenska hugbúnaðarsjóðinn þar sem byggð hefur verið upp þekking á þessu sviði. Staða okkar er þannig í dag að við erum að fjármagna okkur með skuldum og þetta leysir úr þeim aðstæðum að sinni.“ Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins verður stærsti hluthafi í Íshug með um 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar í Íslenska hugbúnaðarsjóðnum eru Landsbanki Íslands með um fjórð- ungshlut og Búnaðarbanki Íslands með um 20%. Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins greiddi annars vegar fyrir bréfin í Íshugmeð reiðufé og hins vegar með óskráðum hlutabréf- um úr sinni eigu. Lykilatriði að komast út úr fjárfestingum Úlfar Steindórsson, framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs- ins, segir í samtali við Morgunblaðið að með fjárfestingunni sé Nýsköp- unarsjóðurinn að koma óskráðum bréfum í sinni eigu inn í skráðan sjóð. „Hugsunin er einnig sú að við teljum mjög skynsanlegt að efla einn fjár- festingarsjóð sem sérhæfir sig í upp- lýsingatæknigeiranum. Í þeim tilvik- um þar sem fjárfestingarmöguleikar eru á þessu sviði munum við vinna náið með Íslenska hugbúnaðarsjóðn- um.“ Úlfar segir að með þessum hætti sé stigið fyrsta skrefið í að Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins komist út úr fjárfestingum sem hann er nú þegar kominn inn í. „Það er grund- vallaratriði til að sjóðurinn geti gegnt hlutverki sínu á markaði fyrir áhættufjárfestingar. Það er lykilat- riði að komast út því ef það er ekki hægt, verður mjög erfitt að fjárfesta áfram í nýjum félögum.“ Nýsköpunarsjóður atvinnu- lífsins stærsti hluthafi í Íshug GENGI íslensku krónunnar hefur lækkað um 17,6% frá 29. desember í fyrra en krónan veiktist um 0,7% í gær. Opið verður á millibankamark- aði til hádegis á gamlársdag. Gengisvísitalan 29. desember í fyrra var 120,84. Gengisvísitala krónunnar fór úr 141,30 í 142,30 í gær og samsvarar það 0,7% veikingu yfir daginn. Velta á millibankamark- aði með gjaldeyri var um níu millj- arðar í gær og gengi bandaríkjadals var 103,8 krónur. Nokkuð hefur verið um að fyrir- tæki hafi verið að greiða upp erlend skammtímalán fyrir áramótin og hefur það átt sinn þátt í veikingu síð- ustu tveggja daga, að mati sérfræð- inga Íslandsbanka. Krónan hef- ur veikst um 17,6% á árinu VÁTRYGGINGARFÉLAG Ís- lands hf. hefur aukið hlut sinn í Olíufélaginu hf. úr 13,29% í 20,72%. VÍS keypti hlutabréf í Olíufélaginu að nafnverði um 72,2 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings. Miðað við gengi bréfa Olíufélagsins í gær, sem var 12,2, er mark- aðsvirði þessara bréfa um 881 milljón króna. Í annarri tilkynningu til VÞÍ kom fram að Traustfang hf., félag í eigu VÍS, Sam- vinnulífeyrissjóðsins, Olíufé- lagsins og Mundils, hefur selt 19,02% hlut sinn í Olíufélaginu sem er um 188,3 milljónir að nafnverði. Markaðsverðmæti hlutarins miðað við lokagengi í gær er um 2,3 milljarðar króna. VÍS með rúm 20% í Olíufé- laginu GREIÐSLUKORTANOTKUN Íslendinga jókst fyrir jólin í ár frá jólaversluninni í fyrra. Við- miðunartímabil eru ekki þau sömu hjá greiðslukorta- fyrirtækjunum Europay og Visa Ísland og tölur því ekki fullkom- lega sambæri- legar. Korthafar hjá Europay notuðu greiðslukort til að greiða fyrir andvirði 5,3 milljarða króna á tímabilinu 18. nóvember til 17. desember sl. en á sama tímabili í fyrra nam veltan 3,7 milljörðum króna. Kreditkort Europay veltu 2.027 milljónum á tímabilinu sem er 15,2% aukning frá í fyrra. Debetkortin veltu 3,3 milljörðum miðað við 1,9 milljarða í fyrra og er það 74% aukning. Korthafar Visa Ísland not- uðu kreditkort til að kaupa and- virði 9,3 millj- arða króna á tímabilinu 1.–24. desember sl. og er það aukning um 11,4% frá sama tímabili í fyrra. Debet- kortanotkun hjá Visa jókst um 10% frá í fyrra en einungis liggja fyrir tölur fyrir tímabilið 1.–17. desember og notkunin nam fimm milljörðum á því tíma- bili í ár. Alls var veltan um greiðslukort Visa fyrir jólin því um 14,3 milljarðar króna. Aukin greiðslu- kortanotkun fyrir jólin 74% aukning í notkun debetkorta Europay
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.