Morgunblaðið - 29.12.2001, Side 19

Morgunblaðið - 29.12.2001, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 19 HUGMYNDIR um byggingu 20 hæða turns við versl- unarmiðstöðina Kringluna voru kynntar í skipulags- og bygginganefnd Reykjavíkur á síðasta fundi nefndarinnar fyrir jól. Er ráðgert að bygg- ingin muni hýsa hótel og skrifstofur. Það er Þyrping hf. sem hefur áform um byggingu turnsins en hönnuður hans er Halldór Guðmundsson arkitekt sem jafnframt kynnti tillöguna en nefndin tók ekki afstöðu til bygging- arinnar. Segir í bréfi hans til nefndarinnar að turninn ásamt kjallara yrði um 15 þúsund fermetrar að stærð en að auki sé gert ráð fyrir 3.000 fermetra aukabygg- ingarmagni „fyrir minnihátt- ar breytingar innan lóðar í nánustu framtíð“. Krafa um tæp 500 bílastæði Kemur fram í bréfinu að nýtingarhlutfall lóðarinnar muni breytast úr 1,19 í 1,50 en séu yfirbyggð bílastæði ásamt bílastæðum í kjallara Kringlunnar 6 reiknuð með fer nýtingarhlutfall í 2,07. Í gögnum með bréfinu seg- ir að bílastæðakrafa alls vegna turnbyggingarinnar sé 488,5 stæði. Umframstæði samkvæmt deiliskipulagi séu 385 talsins en til viðbótar við þau komi 192 stæði með stækkun og breytingu á bíla- stæðunum vestan við Kringl- una. Þá bætist við 43 stæði austan við turninn. Alls verði því 131,5 umframstæði eftir breytinguna. Segir í bréfinu að gert sé ráð fyrir að bílastæðum á vestur-, norður- og aust- urmörkum lóðar verði breytt og þau fegruð í samræmi við þau bílastæði sem fyrir eru á suðausturmörkum svæðisins. „Tillagan gerir einnig ráð fyrir að aðkomu inn á lóðina og legu gatna á vestur- og norðurmörkum svæðisins verði breytt með það að markmiði að draga úr um- ferðarhraða.“ Tuttugu hæða hótelturn Hönnun/Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar Kringlan TILLAGA að deiliskipulagi fyrsta áfanga Valla verður formlega auglýst í byrjun jan- úar samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar. Um er að ræða þétta íbúðarbyggð með 187 til 234 íbúðum. Skipulagssvæðið er um 6 hektarar að stærð en deili- skipulagið er fyrsti áfanginn í nýju íbúðarhverfi vestan Grísaness og sunnan Reykja- nesbrautar. Hönnuðir skipu- lagsins eru Gláma/Kím arki- tektar. Í greinargerð með tillögunni segir að meginhluti svæðisins verði þétt blönduð íbúðarbyggð, ýmist í einbýlis-, rað- eða fjölbýlishúsum sem verði frá einni og upp í fimm hæðir. „Byggðinni er ætlað að mynda samstæða og þétta heild með sterkum bæjarrým- um. Sérstök áhersla er lögð á greiðar tengingar við nær- liggjandi útivistarsvæði við Grísanes og í kringum Ástjörn og áfram upp að Hvaleyrar- vatni,“ segir í greinargerðinni. Húsin í hverfinu munu liggja við þrjár húsagötur sem kallast Berja-, Blóm- og Burknavellir. Við Berjavelli er gert ráð fyrir þremur fjöl- býlishúsum, við Blómvelli verða 21 einbýlishús og 10 raðhús en við Burknavelli munu verða fimm einbýlishús og fjögur fjölbýlishús. Verða einbýlishúsin ein til tvær hæð- ir, raðhúsin tvær hæðir og fjölbýlishúsin tvær til sex hæðir. Samtals er áætlað að heildarfjöldi íbúða verði 187– 234 talsins. Hraunbollar sem leik- svæði og bílageymslur Segir í greinargerðinni að samkvæmt deiliskipulaginu leggi þétt íbúðarbyggð sig „ákveðið að landslaginu þar sem hraunjaðrar og hraun- brúnir eru markvisst varð- veittar eftir því sem við á, fyr- ir nærliggjandi lóðir, göngustíga og útivistar- svæði.“ Grunnir hraunbollar verða nýttir sem leiksvæði barna og verður sameiginlegt leiksvæði í miðju hverfinu í skýrt afmörkuðum hraun- bolla. Dýpstu hraunbollarnir og gjótur tengdar þeim verða hins vegar nýttar fyrir bíla- geymsluhús undir fjölbýlis- húsum eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni. Samkvæmt tillögunni verð- ur helsti hluti samgöngukerf- isins safngata, Akurvellir, í suðurjaðri skipulagsreits. Safngatan mun tengjast Ás- braut og Krýsuvíkurvegi um hringtorg í vesturjaðri skipu- lagsreitsins og er það gert til að stemma stigu við umferð- arhraða í hverfinu sem allt fellur undir 30 kílómetra svæði. Frá safngötunni ganga húsagöturnar Blómvellir og Burknavellir. Húsagatan Berjavellir er hins vegar tengd til bráðbirgða beint inn á Ásbraut og Krýsuvíkurveg þar sem gert er ráð fyrir að til framtíðar flytjist lega Ás- brautar lengra til vesturs og Krýsuvíkurvegur tengist beint inn á Reykjanesbrautina enn vestar. Almenningssamgöngur framlengdar Þá verður á svæðinu net göngu- og hjólreiðastíga sem tengir saman íbúðarbyggðina og nærliggjandi byggða- og þjónustukjarna um útivistar- svæði og landslagið, þ.e. hraunbolla, hraunjaðra og gróðurreiti. Mun Hafnarfjarð- arbær gróðursetja gróður- belti meðfram göngustígum til þess að búta til umgjörð um stígana og skapa skjól fyrir ríkjandi áttum. Ráðgert er að leiðakerfi strætisvagna, sem nú endar við íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum, verði framlengt að hverfinu eða að hringtorginu við gatnamót Akurvalla, Ás- brautar og Krýsuvíkurvegar. Í greinargerðinni segir að leitast sé við að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við úr- vinnslu á skipulaginu í sam- ræmi við skipulagslög. „Það er gert með því að leggja áherslu á þéttari byggð og styttra grunnkerfi í skipulag- inu. Afleiðing þess er styttri aksturs- og gönguleiðir sem er jákvætt í vistrænu sam- hengi,“ segir í greinargerð- inni. Í næsta áfanga deiliskipu- lagsvinnunnar verður unnið deiliskipulag fyrir miðhverfið, sem mun rísa vestan við fyrsta áfanga og framhald af íbúðar- hverfinu. Í öðrum áfanga, sunnan við nýja hverfið sem nú hefur ver- ið skipulagt, er gert ráð fyrir grunnskóla og leikskóla. Hönnun/Gláma-Kím Engin byggð liggur að Vallasvæðinu sem stendur en þar verður lögð áhersla á að láta hraunmyndanir njóta sín í landslaginu. Þétt íbúðabyggð á Völlum Hafnarfjörður 45567       1 2 % , (3 3( & 345$6& ,-7%8& $6&    317( 295 7 - % $ - & :       FORSVARSMENN Grand Hótels í Reykjavík hafa fengið samþykki meirihluta skipu- lags- og bygginganefndar Reykjavíkurborgar fyrir því að vinna að tillögu að nýju deiliskipulagi við Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík vegna byggingar nýrrar 9.300 fer- metra og þrettán hæða hótel- byggingar. Er með þeirri byggingu ráðgert að bæta við um 200 hótelherbergjum við þau 99 herbergi sem þegar eru á hót- elinu. Herbergjafjöldi yrði þar með um þrjú hundruð. Miðað er við að framkvæmdum við nýja byggingu ljúki vorið 2003 en áætlaður kostnaður er 1,5 milljarðar kr. Í fundargerð skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkur kemur fram að einn nefndar- manna, Steinunn V. Óskars- dóttir, fulltrúi R-lista, er á móti umræddri breytingu. Segist hún í bókun ekki geta fallist á breytingu á deiliskipu- lagi sem geri ráð fyrir tveimur „ellefu hæða turnum á lóð Grand Hótels við Sigtún. Breytingin er í hróplegu ósamræmi við byggðamynstur við Sigtún og Teigahverfisins í heild og stingur mjög í stúf við sitt nánasta umhverfi,“ segir orðrétt í bókuninni. Í gögnum frá Guðjóni Magnússyni, arkitekt nýbygg- ingarinnar, kemur reyndar fram að byggingin verði tólf fullar hæðir auk einnar hæðar til viðbótar sem yrði „inndreg- in hæð efst.“ Þá kemur fram að byggingin verði í tveimur hlutum sem tengdir verða saman með millibyggingu úr gleri. Aðalinngangur færður Í gögnunum kemur auk þess fram að stefnt sé að því því að flytja aðalinngang Grand Hótels, sem nú snýr að Sigtúni, þannig að hann snúi að Kringlumýrarbraut. Með því er reynt að „leysa þau óþægindi sem íbúar við Sigtún verða fyrir af völdum umferð- ar og þá einkum umferð lang- ferðabifreiða,“ segir í um- ræddum skýringum. Þar kemur einnig fram að aukin bílastæðaþörf verði leyst að hluta á lóð Sigtúns 38 en að hluta í bílageymslukjallara ný- byggingarinnar. Stefnt er að því að ljúka vinnu við tillögu á breytingu á deiliskipulaginu við Sigtún 38 miðað við frumdrögin að nýrri hótelbyggingu sem fyrst, að sögn Guðjóns Magnússonar arkitekts. Þegar þær tillögur hafa litið dagsins ljós þurfa þær að fara í svokallaða grenndarkynningu en endan- legt deiliskipulag verður að hljóta blessun borgarráðs. Tölvumynd/Onno Stefnt að nýrri byggingu vorið 2003 Laugarneshverfi Grand Hótel við Sigtún

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.