Morgunblaðið - 29.12.2001, Side 43

Morgunblaðið - 29.12.2001, Side 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 43 Fornsagnagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu sunnudaginn 30. desember og byggist hún á spurning- um úr köflum og kvæðum íslenskra fornbókmennta. Verðlaun Höfundar Njálu eftir Jón Karl Helgason. Bókinni fylgir margmiðlunardiskurinn Vefur Darraðar með texta eins elsta handrits Njálu og fjölda ljóða og myndskreytinga sem sprottið hafa af sögunni. Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2001. Útgefandi Mál og menning. Þóra – baráttusaga, bindi I og II, eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Spennandi og grípandi ástar- og veruleikasaga, merkileg lýsing á íslensku þjóðfélagi á fyrri hluta 20. aldar, ekki síst á lífi og aðstæðum kvenna. Útgefandi Salka. Sólskinsrútan er hrein í kvöld eftir Sigfús Bjartmarsson. Ferðasaga um bakgarða Suð- ur-Ameríku. Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2001. Útgefandi Bjartur. l ll lll meistar inn. is GULL ER GJÖFIN AROMATHERAPY er markviss meðhöndl- un á ilmkjarnaolíum, undir eftirliti fag- manns, til að viðhalda og bæta líkamlega og andlega heilsu og koma í veg fyrir að einstak- lingurinn veikist. Orðið er samansett úr aroma sem þýðir ilmur eða góð lykt og therapy sem þýðir meðferð. Aroma vísar til ilm- kjarnaolíunnar sem notuð er við meðferð, en meðferð getur verið mjög mismunandi og þarf að sérsníða fyrir hvern einstakling. Auk þess á aroma- therapy að vera stunduð af sér- menntuðu fagfólki sem starfið kann. Skyldi aromatherapy vera eitt- hvað nýtt? Nei alls ekki, aroma- therapy hefur í raun fylgt mannkyn- inu frá fyrstu dögum annaðhvort nafnlaus eða verið kölluð lækningar. Elstu heimildir eru yfir 10000 ára gamlar hellamyndir í Frakklandi og á Spáni. Þær myndir sýna notkun á jurtum bæði í trúarlegum og lækn- andi tilgangi. Með nútíma fornleifa- fræði hefur verið unnt að greina jurtaolíur á smurðum líkum faraóa sem sýnir okkur að um 4500 árum f.Kr. kunnu menn að vinna olíur úr jurtum, þær sömu og notaðar eru í dag. Má þar nefna negul, muskat, kanel og sedrusvið. Vinnsluaðferð- irnar voru aðrar en afurðin sú sama. Muna ekki allir eftir því að hafa heyrt eða lesið um gjafir þær sem konungar færðu Jesú í Betlehem forðum daga: gull, reykelsi og myrru? Ég velti því oft fyrir mér sem barn hvað myrra væri. Vissi að gull var málmur. Taldi mig vita að reyk- elsi væri einungis brennt og frekar ómerkileg gjöf handa Jesúbarninu. Í dag veit ég, og nú þú lesandi góður, að myrra er jurt sem ber latneska heitið commiphora myrrhaog reykelsi heitir bos- wellia carterii. Úr báð- um þessum jurtum voru og eru enn í dag gerðar olíur sem mikið eru notaðar í aromat- herapy. Gjafir sem sæma konungum! Í Biblíunni er í fjölmörg- um tilfellum minnst á notkun á ilmandi olíum. Hins vegar varð notkun á ilmkjarnaolíum ekki almenn fyrr en eftir að manni nokkr- um, Avicenna að nafni, tókst um 1000 e.Kr að fullgera kælibúnað á eiming- artæknina. Áður hafði vinnsluferlið verið mjög dýrt og ilmkjarnaolíur því ekki fyrir almenning. Til eru fjöl- margar heimildir um notkun á ilm- kjarnaolíum í lækningaskyni fyrr á öldum en of langt mál væri að rekja þær hér. Það var franski efnafræðingurinn René Maurice Gattefosse sem festi nafnið aromatherapy í sessi og flokk- aði fagið sem sjálfstæða, einstaka einingu innan náttúrulækninga. Gattefosse varð fyrir slysi í efna- verksmiðju þar sem hann brenndist illa á hendi en læknaðist með hjálp lavenderolíu á styttri tíma en áður þekktist án þess að varanlegur skaði hlytist af. Upp frá því hóf hann að skrá þekktar ilmkjarnaolíur og kort- leggja innihald þeirra svo og virkni, sérstaklega virkni þeirra á sár og húðvandamál. Gattefosse hafði mikla reynslu úr heimsstyrjöldinni fyrri, þeirri reynslu og niðurstöðum rann- sókna lýsir hann í bók sinni Aroma- thérapie frá 1928. Hann hefur rétti- lega verið kallaður faðir hinnar endurreistu aromatherapy. Hins vegar var það austurríski líf- efna- og snyrtifræðingurinn madam Marguerite Maury sem kom fram með aðferð þá sem mest er notuð í aromatherapy í dag og er sú aðferð kennd í Englandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Noregi, Þýskalandi og víð- ar. Madam Maury hafði hvorki möguleika né leyfi til að ávísa ilm- kjarnaolíum til innvortis notkunar, því var það að hún þróaði sérstaka nuddaðferð til að koma ilmkjarnaolí- unum í blóðrás líkamans. Henni var kunnugt um hve örsmá mólikúl ilm- kjarnarolíunnar eru og að hún sogast gegnum húðina. Til eru fjölmargar rannsóknir þessu til staðfestingar. Nudd er algengust aðferða í aroma- therapy-meðferð, aðrar aðferðir eru t.d blöndun í bað, notkun krema og olía til áburðar, skolun, vættar grisj- ur og innöndun. Enginn ætti að nota ilmkjarnaolíur innvortis án samráðs við lækni. En hvað skyldi svo ilmkjarnaolía eiginlega vera? Einfaldasta svarið er ef til vill jurtavökvi. Það er mismun- andi hvað fólki finnst vera ilmur, því ilmur hefur jákvæða merkingu. Sumum finnst vera hrein og klár ólykt af mörgum olíum og oft er ég sammála. Margur kann að spyrja af hverju er talað um olíu þegar jurta- vökvinn er ekki feitur eins og olía? Ég get einungis svarað því til að hér er leiðinlegur misskilningur á ferð og verður hann tæplega hrakinn til föð- urhúsanna héðan af. Á ensku er talað um „essential oils“ og á Norðurlönd- um „eterisk olje“. Hins vegar er jurtavökvanum, þ.e. ilmkjarnaolí- unni, yfirleitt blandað fyrir notkun í feitar olíur og má þar nefna þrúgu- kjarnaolíu, avocadoolíu, calendulaol- íu og hypericumolíu allt eftir þörfum einstaklingsins sem blönduna ætlar að nota. Ilmkjarnaolíur geta verið unnar úr öllum hlutum jurtar, allt frá krónu- blöðum niður í rót. Tvær vinnsluað- ferðir eru viðurkenndar í dag, í fyrsta lagi er gufueiming og í öðru lagi pressun. Pressun er notuð til að vinna ilmkjarnaolíu úr sítrusávöxt- um, t.d sítrónur og appelsínur, og er þá börkurinn pressaður. Einnig er hægt að eima blöð appelsínutrésins og fá ilmkjarnaolíu þannig, en það væri allt önnur vara með allt annað innihald og þar af leiðandi önnur áhrif. Ilmkjarnaolíur teljast ekki hreinar eða ekta ef búið er að breyta þeim, blanda saman við þær auka- efnum eða þynna út. Því miður er mikið um lélegar, ódýrar og óekta ilmkjarnaolíur á markaði um heim allan og þær ber að varast. Leitið því ráða hjá fagfólki áður en kaup eru gerð. Allt frá því að Gattefosse skrifaði bók sína árið 1928 hefur margt verið ritað og rannsakað um aromatherpy og vil ég hvetja sem flesta til að kynna sér efnið. Hér er á ferðinni mikið af fróðleik sem vert er að kynnast. Aromatherapy er komin til að vera og það er mín skoðun að hún eigi erindi til allra, ekki bara úti í heimi heldur á Íslandi líka. Hvað er ilmolíumeðferð? Þorsteinn Guðmundsson Ilmolíumeðferð Ilmolíumeðferð hefur í raun fylgt mannkyninu frá fyrstu dögum, segir Þorsteinn Guðmunds- son, annaðhvort nafn- laus eða verið kölluð lækningar. Höfundur er starfandi aromatherapisti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.