Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HANS Hækkerup, æðsti yfir- maður bráðabirgðastjórnar Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, hefur sagt af sér. Var það haft eftir heimildum innan sam- takanna í gær. Hækkerup, sem er 56 ára að aldri og fyrrver- andi varnar- málaráðherra Danmerkur, tók við starfinu af Frakkanum Bernard Kouchner í janúar á þessu ári og búist var við, að hann myndi endurnýja starfs- samninginn eftir ár. Nú er sagt, að hann vilji draga sig í hlé og verja meiri tíma með fjölskyld- unni. Á kona hans von á barni í febrúar. Banvænn kuldi í Bretlandi MEIRA en 20.000 manns, aldr- að fólk, lést á síðasta vetri í Englandi og Wales vegna sjúk- dóma, sem beinlínis má rekja til kaldra húsakynna. Kemur þetta fram í skýrslu frá sam- tökum, sem kallast Hjálpum hinum öldruðu. Báru þau sam- an fjölda dauðsfalla hjá fólki 65 ára og eldra frá því í desember í fyrra og fram í mars á þessu ári og síðan meðaltalið sumarið og haustið 2000. Talsmaður sam- takanna sagði, að hér væri um sérbreskt vandamál að ræða, dauðsföll af fyrrgreindum sök- um væru miklu færri í öðrum og kaldari löndum. Óttast mest trúar- bragðastríð ÞJÓÐVERJAR óttast nú trúarbragðastríð meira en mikla mengun og stríð á milli stórvelda. Kemur þetta fram í könnun, sem vikuritið Focus birtir í dag. 62% nefndu trúar- bragðastríð sem mesta áhyggjuefnið en í nóvember sögðu 55%, að vaxandi mengun ógnaði heimsbyggðinni mest. Í öðru sæti nú og í nóvember komu áhyggjur af vaxandi mun á milli auðugra og fátækra ríkja. Meira en 40 líflátnir í Kína YFIRVÖLD í Kína hafa látið taka af lífi meira en 40 manns á síðustu dögum, menn, sem höfðu verið dæmdir fyrir morð og rán. Aftökurnar fóru fram víða um landið en þær eru að jafnaði flestar fyrir stórhátíðir eins og nú þegar nýtt, kín- verskt tunglár er að ganga í garð. Í apríl á þessu ári hófst mikil herferð gegn glæpum í landinu og áætla sumir vest- rænir sendimenn í Kína, að fram til júlí hafi um 2.000 menn verið dæmdir til dauða ogtekn- ir af lífi. Er það meiri fjöldi en aflífaður var opinberlega í öll- um öðrum ríkjum heims síðast- liðin þrjú ár. STUTT Hækkerup hættur í Kosovo Hans Hækkerup BRETINN Richard Reid, sem grunaður er um að hafa ætlað að sprengja bandaríska farþegaþotu í loft upp með sprengju sem falin var í skó hans, segist hafa búið sprengj- una til einn síns liðs, að sögn franskra embættismanna sem taka þátt í rannsókn málsins. Þeir segja að Reid hafi sagt rannsóknarmönn- um bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hann hafi keypt sprengiefnið í Amsterdam fyrir andvirði 150.000 króna og fundið seljendurna á Net- inu. Frönsku heimildarmennirnir sögðu að FBI hefði haft samband við yfirvöld í Belgíu, Hollandi og Frakk- landi til að skýra þeim frá því að sprengiefni kynni að vera selt í gegnum Netið. Reid, sem er 28 ára, var handtek- inn eftir að hafa reynt að kveikja í sprengiþræði í skó sínum í farþega- þotu American Airlines þegar hún var á leiðinni frá París til Miami á laugardag. Rannsóknarmenn segja að sprengjan sem fannst í skónum hafi verið nógu öflug til að granda þotunni og öllum þeim sem voru í henni, 197 manns. Ferðaðist til Ísraels Fregnir hermdu í gær að Reid hefði ferðast til Ísraels, Egypta- lands, Hollands og Belgíu áður en hann fór til Parísar. Ísraelskir embættismenn sögðu að Reid hefði dvalið í Ísrael í viku í júlí. Þeir sögðu að leitað hefði verið mjög vandlega á honum og í far- angri hans áður en honum hefði ver- ið hleypt í þotu ísraelska flugfélags- ins El Al og einnig við komuna til Ben Gurion-flugvallar í Tel Aviv. Ekki var greint frá því frá hvaða flugvelli hann hefði farið til Ísraels. Að sögn ísraelska dagblaðsins Yed- iot Aharonot var hann með falsað vegabréf frá Sri Lanka. Franska dagblaðið Le Parisien sagði að Reid hefði farið til Egyptalands eftir dvölina í Ísrael. Fékk nýtt vegabréf í Brussel Heimildarmenn CNN-sjónvarps- ins segja að Reid hafi dvalið í Amst- erdam frá ágúst til 5. desember og starfað sem uppvaskari hjá nokkr- um veitingahúsum í miðborginni. Hann fór þaðan til Brussel og er sagður hafa fengið þar nýtt breskt vegabréf þar sem gamla vegabréfið hafði fallið úr gildi. Hermt er að Reid hafi farið með lest frá Brussel til Parísar 16. desember og reynt að fara um borð í þotu American Air- lines til Miami 21. desember, þ.e. á föstudaginn í vikunni sem leið. Hann var yfirheyrður á flugvellinum þar sem hann þótti grunsamlegur, með- al annars vegna þess að hann var ekki með neinn farangur og hafði greitt fyrir farmiðann með reiðufé. Yfirheyrslan stóð svo lengi að hann missti af fluginu og þurfti að dvelja á hóteli við flugvöllinn yfir nóttina. Daginn eftir var honum hleypt í þot- una til Miami. Flugfreyja og nokkrir farþegar þotunnar yfirbuguðu Reid þegar hann reyndi að kveikja í sprengi- þræði í skó sínum með eldspýtum. Notaði mjög öflugt sprengiefni Bandarískir embættismenn segja að í skónum hafi verið mjög öflugt sprengiefni, PETN, sem hryðju- verkamenn hafi oft beitt. Sprengi- þræðirnir sem Reid notaði hafi ekki verið úr málmi þannig að erfiðara hefði verið að kveikja í þeim með eldspýtum. Einn rannsóknarmann- anna sagði að sprengjan hefði lík- lega sprungið strax ef Reid hefði notað kveikjara. PETN er á meðal tíu öflugustu sprengiefna sem til eru, að sögn Pat Shea, forstjóra Ancore, fyrirtækis í Kaliforníu sem framleiðir sprengju- leitartæki. Efnið er notað í semtex- plastsprengjur, en slík sprengja grandaði farþegaþotu Pan Am yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988. Bandarískir leyniþjónustumenn telja að hryðjuverkamenn í Líbýu og fleiri löndum hafi miklar birgðir af PETN. Blaðamaður The Washington Post fann minnisbækur í húsi liðs- manna al-Qaeda í Kabúl í nóvember og þar var fjallað ýtarlega um ýmis sprengiefni, meðal annars PETN. Rannsakað hvort Reid tengist al-Qaeda Rannsóknin beinist nú meðal ann- ars að því hvort Reid hafi verið í þjálfunarbúðum al-Qaeda. Nokkrir al-Qaeda-liðar, sem hafa verið teknir til fanga, segjast hafa séð Reid í þjálfunarbúðum samtakanna, ann- aðhvort í Afganistan eða Pakistan. Rannsóknarmenn FBI segja að ekki sé enn vitað hvort þessar fullyrð- ingar séu réttar. Hugsanlegt sé að föngunum hafi skjátlast eða að þeir hafi logið til að koma sér í mjúkinn hjá bandarískum leyniþjónustu- mönnum sem yfirheyra þá. Reid er haldið í fangelsi í Plym- outh í Massachusetts og hann var leiddur fyrir dómara í Boston í gær. Saksóknarar óskuðu þá eftir því að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarð- hald þar til réttað yrði í máli hans þar sem hann væri hættulegur og líklegur til að reyna að flýja ef hann yrði leystur úr haldi gegn tryggingu. Tamar Birckhead, einn af verj- endum Reids í Boston, sagði að þeir hefðu ekki fengið neinar upplýsing- ar sem bentu til þess að Reid tengd- ist hryðjuverkasamtökum eða meintum hryðjuverkamönnum. Segir hundruð Breta hafa ánetjast öfgamönnum Breskir fjölmiðlar lýsa Reid sem smáglæpamanni og segja að hann hafi snúist til íslamstrúar í fangelsi. Hann sótti Brixton-moskuna í suð- urhluta London og er sagður hafa umgengist íslamska öfgamenn. Zac- arias Moussaoi, sem hefur verið ákærður fyrir aðild að hryðjuverk- unum í Bandaríkjunum 11. septem- ber, sótti sömu mosku og Reid en ekki er vitað hvort þeir hafi hist þar. Abdul Haq Baker, forseti Brix- ton-moskunnar, kvaðst vita um hundruð ungra manna eins og Reid sem íslamskir öfgamenn hefðu feng- ið til liðs við sig í Bretlandi. Hann sagði öfgamennina hafa fært sig upp á skaftið eftir hryðjuverkin 11. sept- ember. Baker kvaðst hafa varað bresku lögregluna við þessu fyrir hryðju- verkin í Bandaríkjunum en hún hefði hunsað viðvaranirnar. „Það er fyrst núna sem hún ómakar sig á því að fylgja þessu eftir,“ sagði hann. „En ég óttast að hún hafi ekki gert nóg og brugðist of seint við.“ Segist hafa búið til sprengjuna einn síns liðs ReutersRichard Reid „Skósprengjumaðurinn“ kveðst hafa keypt sprengiefnið í Amsterdam Boston, London, Jerúsalem. AFP, The Washington Post, AP. MIKLAR öfgar hafa verið í veður- fari víða um heim síðustu daga og vikur, í Ástralíu og Sádi-Arabíu þjakar hitabylgja lönd og lýð en frosthörkur og snjókoma herja í Evrópu og Bandaríkjunum, að sögn AFP-fréttastofunnar. Mikil rigning hefur verið í Brasilíu og hafa aur- skriður valdið manntjóni. Snjóalög voru nær metri að þykkt í borginni Buffalo í New York-ríki. Hundruð manna hafa farist af völd- um vetrarhörkunnar í Evrópulönd- um. Alls hafa 178 látið lífið frá því í október í Póllandi, mun fleiri en á sama tímabili í fyrra. Oft er um að ræða heimilislaust fólk sem deyr áfengisdauða og frýs síðan í hel. Stjórnvöld í Búlgaríu lýstu yfir neyðarástandi í norðausturhluta landsins vegna mestu ofankomu í 30 ár, þrír fórust af völdum mikilla kulda. Talið er að um 250 manns hafi farist í Moskvu það sem af er vetr- inum vegna kulda. Að sögn fréttavefjar BBC var í gær búist við mikilli hríð í Skotlandi, þakið fauk af sundhöll í borginni Av- iemore í fyrrinótt, tré hafa fallið. Truflanir hafa orðið á umferð vegna vetrarveðursins á vegum og í lofti, sumar ferjur urðu aðhættu sigling- um. Makedónía hefur verið mikið í fréttum á árinu vegna styrjaldar- átaka en nú hafa úrvalssveitir lög- reglunnar þar í landi, Ljónin og Tígrarnir, fengið nýtt verkefni: Þær hafa síðan á miðvikudag unnið við að hreinsa snjó af götum í mörgum borgum og bæjum. „Deilurnar virðast hafa frosið. Við höfum við erfiðari vanda að kljást,“ sagði Goran Stojanovskí, ungur námsmaður í höfuðborginni Skopje. Frostið og snjókoman er meiri en dæmi eru um í áratugi, frost fór í mínus 14 gráður og hafa 28 manns dáið, að sögn sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Tveir fórust í snjóflóði í vest- urhluta landsins í liðinni viku og víða hefur vegasamband rofnað við af- skekkta bæi. Talið er að minnst 50 manns hafi farist í aurskriðum vegna rigningarinnar í Rio de Janeiro-hér- aði í Brasilíu í vikunni og um 30 er enn saknað. Þúsundir manna flykkt- ust hins vegar í moskur í Sádi-Arab- íu til að biðja um regn en þurrkar hafa herjað á norður- og miðsvæði landsins á árinu. Víða vetrarhörkur en þurrkur hrjáir Sádi-Araba Miklar svipting- ar í veðurfari í heiminum Reuters Stanley Bruno í Cheektowaga í New York-ríki mokar snjó af bílnum sín- um í vikunni. Snjó hefur kyngt niður á svæðinu síðustu daga. Beðið eftir strætisvagni í Sofiu. Mjög kalt hefur verið í Búlgaríu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.