Morgunblaðið - 29.12.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ERFITT ár á hlutabréfamarkaði er
að baki. Samkvæmt upplýsingum
sem fengust hjá Verðbréfaþingi Ís-
lands í gær, við lokun á síðasta við-
skiptadegi ársins, nam heildarvelta
hlutabréfa á innlendum hlutabréfa-
markaði á árinu 2001 um 137 millj-
örðum króna samanborið við 199
milljarða veltu á síðasta ári. Er það
um þriðjungs samdráttur á milli
ára.
Úrvalsvísitala VÞÍ endaði í 1.159
stigum og lækkaði því um 11,2% á
árinu 2001, samanborið við 19%
lækkun vísitölunnar í fyrra.
,,Þetta var að ýmsu leyti erfitt
ár,“ segir Finnur Sveinbjörnsson,
framkvæmdastjóri Verðbréfaþings
Íslands. ,,Úrvalsvísitalan hélt áfram
að falla á árinu eftir mikið fall í
fyrra og náði lágmarki í ágúst er
hún fór undir 1.000 stig. Síðan þá
hefur hún hægt og bítandi rétt úr
kútnum, sem er vonandi vísbending
um að viðsnúningur hafi átt sér stað
á markaðinum,“ segir hann.
,,Þess má geta að helstu hluta-
bréfavísitölur í öðrum NOREX-
kauphöllum lækkuðu meira en sú ís-
lenska. Lækkunin nam 13,2% í Dan-
mörku, 14,7% í Ósló og um 20% í
Stokkhólmi,“ bætir Finnur við.
,Það er erfitt að geta sér til um
næsta ár. Spáð er efnahagssam-
drætti á næsta ári en fyrirtæki í út-
flutningsgreinum og fyrirtæki sem
keppa við innflutning munu njóta
góðs af lágu gengi íslensku krón-
unnar. Aðstæður fyrirtækja geta þó
breyst hratt ef ákveðið verður að
ráðast í virkjana- og álversfram-
kvæmdir. Í heildina geri ég þó ekki
ráð fyrir stórkostlegum umskiptum
á hlutabréfamarkaði á næsta ári
heldur hægum bata,“ segir Finnur.
Fjarskiptafyrirtæki ekki
jafneftirsótt og áður
Hann segir einnig að skráðum fé-
lögum á Verðbréfaþingi hafi því
miður fækkað á árinu eftir að fjöldi
þeirra hafði staðið í stað í fyrra.
,,Við höfum búið við það á undan-
förnum árum að skráðum félögum á
Verðbréfaþingi hefur fjölgað, jafn-
vel í stórum stökkum,“ segir Finn-
ur.
Það olli einnig mörgum vonbrigð-
um hvernig nýjum félögum á Verð-
bréfaþingi vegnaði á árinu. ,,Við
bundum miklar vonir við að fjar-
skiptafélögin myndu hleypa nýju lífi
í markaðinn og að Landssíminn
myndi vekja áhuga erlendra aðila,
en það er greinilegt að ytri aðstæð-
ur hafa breyst það mikið að fjar-
skiptafyrirtæki eru ekki jafneftir-
sótt og þau voru áður,“ segir
Finnur. ,,Þá voru hlutabréf í Kefla-
víkurverktökum keypt upp fljótlega
eftir skráningu og fyrir liggur að fé-
lagið verður afskráð fljótlega á nýju
ári.“
Þrátt fyrir erfitt árferði á hluta-
bréfamarkaði eru þó ýmis jákvæð
merki komin fram. Þannig hefur
hlutabréfaverð í einstökum atvinnu-
greinum hækkað. Vísitala lyfja-
greina hækkaði um 38%, sjávarút-
vegs um 16% og olíudreifingar um
4% á árinu.
,,Það hefur orðið ánægjulegur
viðsnúningur hjá sjávarútvegsfyrir-
tækjunum eftir frekar erfitt gengi
þeirra á undanförnum árum,“ segir
Finnur. ,,Einnig má benda á að ein-
stök félög í ýmsum atvinnugreinum
hafa verið að gera áhugaverða hluti
á árinu. Ég geri mér því vonir um
að eftir því sem okkur tekst að
vinna okkur út úr efnahagslægðinni
muni færast aukinn þróttur í hluta-
bréfamarkaðinn,“ segir hann.
Lækkunarhrina stóð
yfir í hálft annað ár
Í reynd má segja að verð á hluta-
bréfum hafi lækkað nánast stöðugt
frá því í apríl árið
2000 og fram á síð-
asta ársfjórðung
þessa árs þegar við-
skipti með hlutabréf
fóru að glæðast. Er
þetta í aðalatriðum
sambærileg þróun og átt hefur sér
stað á erlendum mörkuðum. Ás-
mundur Tryggvason, sérfræðingur
hjá greiningardeild Íslandsbanka,
tekur undir þetta og segir nær sam-
fellda lækkanahrinu hafi átt sér stað
frá fyrri hluta árs 2000 og fram til
loka ágúst sl., þegar
botninum var náð.
Samfara lækkandi
gengi dróst hluta-
bréfavelta á VÞÍ sam-
an og var samdráttur-
inn um 30% í krónum
talið á fyrstu 8 mánuðum ársins.
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu-
maður greiningardeildar Búnaðar-
bankans, segir miklar sviptingar
hafa verið á hlutabréfamarkaði í ár.
Hlutabréfaverð hafi að meðaltali
lækkað um 10% frá áramótum og
um 35% frá því að
það var hæst í mars
2000.
,,Meðaltalið segir
þó aðeins hálfa sög-
una, því þróunin hef-
ur verið mjög ólík á
milli hlutafélaga. Hlutabréf Delta
hækkuðu til dæmis um 89% á árinu,
en hlutabréf Tæknivals lækkuðu um
87%. Við erum bæði að sjá óraun-
hæft verð ganga til baka og svo að-
lögun verðs að breyttum rekstrar-
forsendum margra fyrirtækja. Þar
skiptir rýrnun íslensku krónunnar
miklu, auk þess sem nokkur fyr-
irtæki hafa vaxið með því að kaupa
fyrirtæki í útlöndum,“ segir Edda
Rós.
,,Viðskipti með hlutabréf voru
18% minni að nafnvirði í ár miðað
við síðasta ár og er þetta í fyrsta
skipti frá upphafi sem viðskipti
dragast saman á milli ára.
Ávöxtunarkrafa innlendra skulda-
bréfa hefur verið há meirihluta árs-
ins og er erfitt fyrir hlutabréf að
standast samanburð við skuldabréf
miðað við þá vexti sem þau bera í
dag,“ segir Edda Rós.
Grái markaðurinn er dauður
,,Ákveðin grundvallarbreyting
hefur átt sér stað á þessu ári, því
einstaklingar eru nánast horfnir út
af hlutabréfamarkaðnum,“ segir
Edda Rós. ,,Þetta er bæði vegna
þess að áhættan sem felst í hluta-
bréfum er orðið mönnum mjög ljós,
en einnig vegna þess að reglur um
verðbréfaviðskipti hafa verið hert.
Viðskipti með hlutabréf fyrirtækja
sem ekki eru skráð á Verðbréfa-
þingi Íslands voru nánast engin á
þessu ári, eftir að hafa verið mjög
lífleg árin á undan.
Verðbréfafyrirtækjum er ekki
lengur heimilt að afgreiða einstak-
linga með óskráð bréf nema að upp-
fylltum ströngum skilyrðum. Grái
markaðurinn svokallaði er því í raun
dauður í dag,“ segir Edda Rós enn-
fremur.
Hún bendir einnig á að vaxandi
fylgni við erlenda hlutabréfamark-
aði sé mjög athyglisverð, og merki
um það að íslenskir fjárfestar líti nú
á heiminn allan við val á fjárfest-
ingakostum. ,,Mér sýnist þó að ís-
lenskir fjárfestar séu mjög meðvit-
aðir um áhrif eigin ákvarðana á
gengi íslensku krónunnar, enda hafa
fjárfestingar í erlendum hlutabréf-
um minnkað á milli ára. Gengi krón-
unnar hefur verið undir miklum
þrýstingi og er afar viðkvæmt fyrir
útflæði gjaldeyris,“ segir Edda Rós
Karlsdóttir.
Útflutningsfyrirtæki hafa farið
fyrir hækkunum á markaði
Ásmundur Tryggvason bendir á
að milliuppgjör á árinu sem er að
líða hafi þegar á heildina er litið ver-
ið oftar um eða yfir væntingum
markaðarins og hækkaði gengi
hlutabréfa í kjölfarið. ,,Boðaðar
skattalækkanir á fyrirtæki og um-
bætur á rekstrarskilyrðum reynd-
ust jafnframt umfram væntingar
markaðarins og hefur hlutabréfa-
verð nú hækkað um 16% frá því að
botninum var náð í ágúst. Veltan
hefur á sama tíma farið vaxandi,“
segir hann.
,,Útflutningsfyrirtækin hafa farið
fyrir hækkunum á markaði enda
hefur gengisþróun krónunnar skilað
sér í bættri afkomu félaganna. Á
móti kemur að 17,6% lækkun krón-
unnar mun setja svip á hagnað
margra fyrirtækja,“ segir Ásmund-
ur.
Að mati Greiningar Íslandsbanka
eru ákveðnar blikur á lofti hjá fyr-
irtækjum á innanlandsmarkaði, að
sögn hans. ,,En enn er ekki útséð
með hvað væntanlegur samdráttur
á eftir að koma hart niður á rekstri
þeirra. Á móti vega batnandi ytri
aðstæður auk þess sem verð ein-
stakra félaga endurspeglar í ýmsum
tilvikum væntingar um daprari
efnahagsframvindu á næstunni,“
segir Ásmundur.
,,Þá gætu frekari vaxtalækkanir
haft jákvæð áhrif en vaxtalækkun
Seðlabankans í nóvember hafði ekki
teljandi áhrif á markaðinn. Sala og
horfur eru góðar í
sjávarútvegi, lyfja-
framleiðslu og út-
flutningsiðnaði og að
mati Greiningar [Ís-
landsbanka] endur-
speglast það nú þegar
í gengi margra sjávarútvegsfyrir-
tækja. Greining telur hins vegar
enn svigrúm til hækkana í iðnaði og
lyfjaframleiðslu,“ segir Ásmundur.
Heildarvelta á hlutabréfamarkaði dróst saman um þriðjung á árinu 2001
Á hægfara
uppleið af
botninum?
Úrvalsvísitala hlutafjárviðskipta á Verðbréfaþingi
Íslands lækkaði um 11,2% á árinu sem er að líða.
Heildarvelta á hlutabréfamarkaðinum dróst saman
um þriðjung á milli ára. Í samantekt Ómars Frið-
rikssonar kemur fram að þrátt fyrir erfitt árferði
og sviptingar á markaði, hækkaði hlutabréfaverð í
nokkrum atvinnugreinum. Þannig hækkaði vísitala
lyfjagreina um 38% og sjávarútvegs um 16%. Sér-
fræðingar vonast til að botninum hafi verið náð og
aukinn þróttur muni færast í hlutabréfamarkaðinn.
,,Einstaklingar eru
nánast horfnir út af
hlutafjármark-
aðinum“
,,Hlutabréfavísitöl-
ur í öðrum NOREX-
kauphöllum lækk-
uðu meira“
Morgunblaðið/RAX
Skipverjar á Gullfaxa GK gera að öllum afla og hirða bæði gotu og lifur,
enda hefur fengist gott verð fyrir gotuna á mörkuðum síðustu vikur.
ÁRIÐ 2001 var fremur hlýtt og
hagstætt, ívið hlýrra en árið 2000
og um meginhluta landsins var
það hið hlýjasta frá 1991 en árið
1987 var nokkru hlýrra. Þetta
kemur fram í bráðabirgðayfirliti
frá Veðurstofu Íslands sem
Trausti Jónsson veðurfræðingur
tók saman.
Meðalhiti í Reykjavík árið 2001
verður um 5,1°C, sem er 0,8°C yfir
meðallagi. Í Stykkishólmi er með-
alhiti um 4,3°C og er það einnig
0,8°C yfir meðallagi og á Akureyri
er meðalhitinn um 4,2°C og er það
um 1°C ofan meðallags.
Úrkoma í Reykjavík mældist um
790 mm og er það nánast í með-
allagi, en á Akureyri mældist úr-
koman í rétt tæpu meðallagi. Sól-
skinsstundir í Reykjavík mældust
um 1390 og er það um 130 stund-
um yfir meðallagi og álíka margar
og á síðasta ári. Á Akureyri mæld-
ust sólskinsstundirnar um 1060
eða í rétt rúmu meðallagi, sem er
talsvert minna en á síðasta ári.
Snjóléttur vetur
og hlýtt haust
Í bráðabirgðayfirliti Veðurstof-
unnar segir að fyrstu mánuðir
ársins hafi verið óvenju snjóléttir
og víða var sólríkt allt árið. Jan-
úar hafi verið mjög hlýr en fyrstu
vikuna fór að bera á vatnsskorti
sums staðar um vestanvert landið.
Í febrúar var tíðarfar víðast tal-
ið allgott þó vindasamt væri um
tíma. Tíð var einnig góð í mars og
í heildina var mánuðurinn sól-
ríkur og úrkoma var fremur lítil.
Apríl var talinn hagstæður þó kalt
væri framan af. Lítið var um stór-
viðri og vindar voru fremur hæg-
ir. Hlýtt var framan af maí en
talsvert hret gerði um miðjan
mánuð. Júní var þurr og sólríkur,
en í svalara lagi. Óvenju þurrt var
víða við Breiðafjörð og á Vest-
fjörðum. Norðaustanlands var
mikill snjór í fjöllum eftir vet-
urinn en óvenju lítill um vest-
anvert landið.
Tíð var hæglát í júlí, en mjög
hlýir dagar voru fáir. Mikið var
um síðdegisskúrir og heyskapur
gekk því misjafnlega þó spretta
hafi almennt verið mjög góð.
Haustið var milt og hlýtt og
nánast sumarblíða fram í nóv-
ember. Ágúst og september voru
hagstæðir mánuðir í flestum
landshlutum. Víða austanlands
voru heyþurrkar þó daufir og
nokkuð úrfellasamt. Mjög hlýtt
var lengst af í október og ekki
kólnaði svo nokkru nam fyrr en í
enda mánaðarins. Nýtt hitamet í
Reykjavík í októbermánuði var
staðfest 18. október þegar hiti
mældist 15,6 gráður.
Methiti mældist á
Sauðanesvita í desember
Nóvember var fremur umhleyp-
ingasamur og þegar á heildina er
litið var hlýtt og vætusamt. Kalt
var fyrstu vikuna en þann 10.
gerði vonskuveður um allt land.
Eftir það voru talsverð hlýindi þar
til undir lokin að gerði snarpt
kuldakast og festi snjó víða um
land og var snjór sunnanlands
óvenju mikill um tíma.
Eftir vindasama daga í upphafi
desember gerði óvenjulega veð-
urblíðu og hlýindi sem stóðu fram
undir jól. Að kvöldi 13. komst há-
markshiti á Sauðanesvita við
Siglufjörð í 18,4°C og er það mesti
hiti sem mælst hefur í desember
hér á landi. Jóladagana kólnaði
mjög og var verulegt frost á land-
inu milli jóla og nýárs.
Árið
2001
hlýtt og
sólríkt