Morgunblaðið - 29.12.2001, Side 2

Morgunblaðið - 29.12.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGráhærði galdramaðurinn í Newcastle/B4 Misstu niður átta marka forskot í Póllandi/B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r29. d e s e m b e r ˜ 2 0 0 1 LEIGUBÍLSTJÓRI á fertugsaldri var dæmdur í eins árs fangelsi í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur fyr- ir kynferðisbrot gegn rúmlega þrí- tugri konu sem var farþegi hans í bílnum. Ákærði var ennfremur dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í skaðabætur ásamt vöxtum auk alls sakarkostnaðar. Dóminum þótti sannað að ákærði hefði ruðst í heimildarleysi inn í íbúð konunnar, eftir að hann ók henni heim, lagst ofan á hana, káfað á henni og sett fingurinn inn í kyn- færi hennar, og notfært sér það að hún gat ekki spornað við brotinu sökum ölvunar og svefndrunga. Í dóminum kemur fram að leigu- bílstjórinn hafi ekið konunni og tveimur vinum hennar heim til hennar af veitingastað, en þá var hún ofurölvi. Vinir hennar lögðu hana í rúmið og yfirgáfu síðan stað- inn og létu bílstjórann aka sér heim. Hann fór að því loknu strax heim til konunnar og braut gegn henni. Dómurinn taldi að ákærði hefði brotið gegn kynfrelsi konunnar og friðhelgi heimilisins og notfært sér ástand hennar. Þótti dóminum það vera til refsiþyngingar að leigubíl- stjórinn nýtti sér vitneskju sem hann fékk í starfi sínu sem leigubíl- stjóri. Hann þótti ekki eiga sér neinar málsbætur og var dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Kvaðst hafa verið að skila eyrnalokki Dómurinn tók ekki mark á frá- sögn ákærða um að hann hefði ætl- að að skila konunni eyrnalokki sem hún hefði gleymt í bílnum en þegar á heimili hennar kom hefði hún átt frumkvæði að atlotum þeirra. Dómur héraðsdóms var fjölskip- aður héraðsdómurunum Hjördísi Hákonardóttur, Guðjóni St. Mar- teinssyni og Sigríði Ólafsdóttur. Skipaður verjandi ákærða var Brynjar Níelsson hrl. Réttargæslu- maður brotaþola var Herdís Hall- marsdóttir hdl. Sigríður J. Frið- jónsdóttir sótti málið fyrir hönd ríkissaksóknara. Leigubílstjóri dæmdur í árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konu Talinn hafa nýtt sér vitn- eskju sem hann fékk í starfi STARFSMENN Reykjavíkurborgar sjá um að hlaða 11 áramótabálkesti í borginni, en brennurnar verða á sömu stöðum og undanfarin ár. Söfnun í brennurnar hófst í fyrradag. Starfsmenn frá hverf- isbækistöðvum gatnamálastjóra sjá um móttöku og uppröðun í bálkest- ina og ákveða hvað hver brenna verður stór, en síðan er ábyrgð- armaður vegna hverrar brennu. Rúnar Geirmundsson, formaður Fylkis, er ábyrgðarmaður brennu á Fylkisvelli. Hann segir að Nóatún hafi styrkt félagið vegna nauðsyn- legrar tryggingar en félagið sé ábyrgt fyrir vakt við brennuna frá hádegi á gamlársdag og gæti þess að hvorki sé kveikt í of snemma né fólk fari sér að voða á nýársnótt. Hann segir að ábyrgðin geti gert það að verkum að enginn fáist til að taka hana að sér og þá geti ára- mótabrennur lagst af. Reynt hafi verið að koma þessu yfir á borgina en þar hafi ekki virst vera áhugi fyrir hendi því mikil vinna fylgdi þessu auk þess sem greiða þyrfti hátíðakaup fyrir það sem til þessa hefði verið gert í sjálfboðavinnu. „Ég sé ekki að það verði mjög spennandi að standa í þessu í fram- tíðinni en við höfum litið á þetta sem skylduvinnu,“ segir Rúnar og bætir við að ástæðan sé fyrst og fremst ábyrgðin auk þess sem stöð- ugt sé erfiðara að fá fólk til starfa í sjálfboðavinnu, ekki síst þegar per- sónulegar ábyrgðir vegna hugs- anlegra óhappa bætist ofan á. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Starfsmenn Reykjavíkurborgar hlóðu í gær í brennu hjá Fylki í Árbæ. Mikil vinna við að hlaða bálkesti RÚMLEGA 1.400 erlendir ferða- menn verða í Reykjavík yfir ára- mótin og er þetta svipaður fjöldi og dvaldi hér í fyrra á sama tíma. Bretar eru langfjölmennastir en töluvert er um Þjóðverja, Japani og Norðurlandabúa. Þá hefur Banda- ríkjamönnum fækkað að sögn Ernu Hauksdóttur hjá Samtökum ferða- þjónustunnar. „Það eru aðallega erlendar ferða- skrifstofur sem eru að bjóða upp á hópferðir hingað til lands yfir ára- mótin,“ segir Erna en segir þó að nokkrar íslenskar skrifstofur geri slíkt hið sama. „Boðið verður upp á skipulagða ferð milli áramóta- brenna á gamlárskvöld fyrir er- lenda ferðamenn og eru þessar ferðir mjög vinsælar. Þá er verið að sýna þeim stærstu brennurnar, fylgst með flugeldasýningum og reynt að leyfa þeim að upplifa þessa sérstöku áramótastemmningu sem hér er.“ Erna segir að ferðir sem þessar hingað til lands séu ekki nýjar af nálinni en vinsældir þeirra hafa far- ið ört vaxandi undanfarin ár. Þá eru sífellt fleiri sem koma hingað á eig- in spýtur. „Ég hugsa að ekki sé víða um heim jafn mikið um að vera um áramót eins og í Reykjavík,“ segir Erna. „Ferðamennirnir eru mjög ánægðir og eiga ekki orð þegar þeir sjá ljósadýrðina á gamlárskvöld. Þeim finnst sérstaklega merkilegt að það eru einstaklingar sem skjóta upp flugeldunum en ekki borgaryf- irvöld. Það þykir mjög gaman að fara á staði sem eru úr alfaraleið og að því leyti er Ísland skemmtilegur og aðlaðandi kostur.“ Fjöldi erlendra ferðamanna á Ís- landi yfir áramót SPÁÐ er hlýnandi veðri og slyddu víðast hvar um landið á gamlársdag. Minnst verður úrkoman austan til á landinu. Fyrri hluta gamlársdags er búist við snjókomu, en með kvöldinu mun rigna vestanlands og búist er við slyddu eða snjókomu norðan- lands. Vel ætti að sjást til flugelda víðast hvar þrátt fyrir rigningu eða slyddu að sögn Hrafns Guðmundssonar veð- urfræðings þótt erfitt sé að spá um þá skýjahæð sem verður. Vindur verður hægur og hiti á bilinu 5–8 stig síðdegis á gamlársdag og má búast við að hlýjast verði vestanlands. Norðaustanlands verður kaldast eða um frostmark yfir daginn. Nánast mun verða frostlaust á öllu landinu um miðnættið þegar flugeldadansinn hefst um himininn. Nýja árið mun heilsa með rign- ingu víðast hvar og segir Hrafn að búast megi við mildu veðri víða um land miðað við árstíma. Milt og hlýnandi veður um áramótin ELDRI hjón af höfuðborgar- svæðinu duttu aldeilis í lukku- pottinn á miðvikudaginn þegar þau hlutu fyrsta vinning í Vík- ingalottóinu. Vinningsmiðinn hefur verið staðfestur og er vinningsupphæðin 44.627.123 krónur og keyptu hjónin mið- ann í Happahúsinu í Kringlunni þegar þau voru að kaupa jóla- gjafirnar. Þar sem þau eru bæði nýhætt störfum voru þau hæstánægð með viðbótina við ellilífeyrinn. Vinningshafarnir gáfu sig fram í gær en tölurnar höfðu þau séð í textavarpinu. Íslendingar á sléttu Íslendingar standa næstum á sléttu ef hlutfall vinninga af framlagi er skoðað. Alls hafa tíu fyrstu vinningar lent hér á landi og er það 96% nýting. Norðmenn virðast vera heppn- astir norrænna þjóða en hlut- fallið hjá þeim er 106% og eiga þeir metið í fjölda vinninga, því 271 sinni hefur hæsti vinning- urinn ratað til Noregs. Næstir koma Danir með 102% nýtingu, Íslendingar eru í þriðja sæti og fylgja Finnar og Svíar þar á eft- ir. Eistlendingar, sem jafn- framt spila minnst, eru með verstu nýtinguna eða 36% en aðeins einu sinni hafa Eistlend- ingar hreppt fyrsta vinning. Vinningshafinn er kominn í leitirnar Góð við- bót við ellilíf- eyrinn LÖGREGLAN á Hólmavík aðstoð- aði allt að tuttugu manns á fimm bíl- um á Steingrímsfjarðarheiði í gær- morgun og fyrrinótt í aftakaveðri. Lögregluvarðstjóri sagði veðrið hafa verið „snælduvitlaust“, enda var mikill bylur á heiðinni og ofankoma. Veðrið fór að ganga niður í gær- kvöldi. Heiðin lokaðist aldrei þrátt fyrir aðstæðurnar, en vanbúnir bílar áttu aldrei möguleika á að komast yfir. Fólki hjálpað á Steingríms- fjarðarheiði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.