Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Látinn er móður- bróðir minn, Hall- grímur Árnason, 83 ára að aldri. Andlát hans bar snöggt að. Nýkominn heim úr stuttri bæjarferð ásamt eiginkonu sinni með viðkomu í kirkjugarð- inum, til að huga að leiði dóttur þeirra, leið hann hljóður út af í stólnum sínum við hlið og að segja má í faðmi eiginkonu, dóttur og ungs dóttursonar. Og þrátt fyrir skjót neyðarviðbrögð til hjálpar varð ekkert að gert. Lokakallið var komið. Hallgrímur, eða Halli eins og hann var jafnan kallaður, var mér meira en frændi. Við ólumst nán- ast upp saman ásamt systur minni og bróður. Foreldrar hans fluttu frá Reykjavík til Hafnarfjarðar með móður mína unga skömmu eftir næstsíðustu aldamót, þar sem þau höfðu ráðist í að byggja eigið hús. Þar fæddist Halli tæpum ára- tug síðar og þar byrjuðu foreldrar mínir búskap og bjuggu alla tíð í húsinu, sem faðir Halla og móð- urafi minn byggði. Eftir lát for- eldra sinna bjó Halli þar í skjóli móður minnar, sem var 13 árum eldri, eða þar til hann stofnaði sitt eigið heimili á öðrum stað í Hafn- arfirði. Eins og flestir fór Halli ekki varhluta af áföllum í lífinu. Á unglings- og yngri árum vann hann ýmsa verkamannavinnu. Á sumrin fyrir síðari heimsstyrjöld vann hann við síldarvinnslu á Djúpuvík, og þar dundi ógæfan yf- ir hann. Þegar hann var 24 ára uppgötvaðist, að hann hafði smit- ast af berklum. Smitleiðin var rak- in til fyrrverandi herbergisfélaga hans í síldarvinnslunni á Djúpuvík. Halli fékk vist á St. Jósepsspítala, sem var svo til við húsgaflinn heima hjá okkur. Þar fékk hann þá bestu umönnum sem á þeim tíma var fáanleg. Með hjálp Theódórs Mathiesens, heimilislæknis hans, og dr. Óla Hjaltesteds, berkla- læknis, sem þá var nýkominn frá sérnámi erlendis í þeim fræðum, tókst að vinna bug á berklaveik- inni með svokallaðri blástursað- ferð. Ekki má hér gleyma þætti móð- ur minnar, sem annaðist hann og hjúkraði eftir heimkomuna, eins og hann væri hennar eigin sonur. Til allra ráða var gripið og til margra leitað til að vinna bug á HALLGRÍMUR ÁRNASON ✝ Hallgrímur F.Árnason fæddist í Hafnarfirði 12. september 1918. Hann lést á heimili sínu 18. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 28. desember. þessum vágesti, sem á þeim tíma knúði dyra hjá mörgum. Eftir hjálp áðurnefndra sérfróðra lækna og fyrirbæna, sem móðir mín hafði forgöngu um, náði Halli ótrú- lega snöggum bata. Segja má, að öll él stytti upp um síðir. Þrátt fyrir bakslag árið 1947 náði Halli ótrúlegri heilsu, sem bar hann langan ævi- veg. Hann lauk bók- legum hluta Iðnskól- ans í Hafnarfirði með sóma og bera teikningar hans vott um fal- legt handbragð, en hann komst ekki að í verklegu iðnnámi. Aðal- lífsstarf hans varð bifreiðaakstur. Hann rak vörubíl í stríðsbyrjun, ók strætisvögnum hjá Áætlunar- bílum Hafnarfjarðar hf., eftir að hafa tekið meirapróf, og eftir að það félag missti sérleyfið og lagð- ist af ók hann eigin leigubíl allt til ársins 1976 að hann gerðist bif- reiðarstjóri hjá Verzlunarbankan- um hf. Hann lauk starfsferli sínum í árslok 1990, þá hjá hinum nýja Íslandsbanka, eftir tæplega 15 ára störf hjá bankanum. Halli varð gæfumaður í einkalífi sínu, þegar hann kynntist Sigrúnu Guðmundsdóttur, ættaðri frá Ísa- firði, síðar forstöðukonu leikskóla í Reykjavík. Þau giftust 30. október 1954 og hún varð honum tryggur förunautur til æviloka hans. Eign- uðust þau þrjú börn, en sorgin dundi yfir, þegar þau misstu dótt- ur sína, Rósu, tveggja ára, árið 1961. Önnur börn þeirra eru Árni, starfsmaður Morgunblaðsins, og Lára, cand. mag., starfsmaður hjá Marel, dugnaðarfólk til sóma for- eldrum sínum. Halli var um margt einstakur maður. Hann var mér og reyndar systkinum mínum tveimur sem bezti bróðir. Hann gætti okkar ungra og aldrei gleymi ég þegar hann keypti eða smíðaði handa mér leikföng og tók mig til bíl- prófs, þegar ég náði þeim aldri. Hann fylgdist með mér og systk- inum mínum til síns hinzta dags. Hann var einstaklega vel liðinn af viðskiptamönnum sínum, átti árum saman fastan og tryggan hóp þeirra, enda einstaklega dagfars- prúður og samvizkusamur, lipur og heiðarlegur. Í störfum sínum fyrir bankann var hann trú- mennskan fram í fingurgóma, enda dáður af öllu samstarfsfólki. Þótt ljúfur væri gat hann verið fastur fyrir og harður í horn að taka, ef honum þótti að beita ætti órétti eða rangindum og var það ekki síður, ef ganga átti á rétt vinnu- veitandans. Hallgrímur barst ekki á í dag- legu lífi. Hann hafði yndi af ferða- lögum og fóru þau hjón nokkrum sinnum til útlanda. Ættingjar mín- ir í föðurætt, sem búa í Englandi, rifja oft upp þegar Halli og Sigrún óku eitt sinn frá Danmörku, þar sem dóttir þeirra var við nám, og óku Austin Mini-bíl sínum, full- pökkuðum af fólki og farangri, með ferju yfir til Englands og áfram þvert yfir til suðvestur- strandarinnar til að heimsækja af- komendur föðurbróður míns, sem þar búa. Frændfólkið þar minnist þess oft með kátínu, þegar það við lok heimsóknar þeirra, horfði á eftir þeim aka á fullri ferð upp götuna að skyndilega fór Austin Mini-bíllinn þeirra yfir á rangan vegarhelming. Þeim varð nokkuð hverft við, sérstaklega vegna þess að við götuna bjuggu sex lögreglu- þjónar, en þeim létti, þegar þau sáu að fljótlega tók bíllinn skarpa vinstri sveiflu yfir á réttan veg- arhelming. Ferðin aftur til Dan- merkur gekk áfallalaust, enda var Halli farsæll ökumaður allan sinn ökumannsferil. Aðallega ferðuðust þau Halli og Sigrún þó á eigin bíl um ættlandið þvert og endilangt og nutu þess í ríkum mæli. Að öðru leyti var fjöl- skyldan, eiginkona, börn og fjöl- skyldur þeirra, honum allt. Eftir að þau hjón luku störfum á vinnu- markaði, viku þau ekki hvort frá öðru. Það var því dæmigert hvern- ig vistaskiptin nú bar að, Sigrún stóð við hlið hans og bar hann á höndum sér til síðustu stundar. Nú er langri ævi lokið og Hall- grímur Árnason genginn á vit skapara síns. Þó flest sé enn ósagt um öðlinginn hann frænda minn, vil ég þakka honum langa og trygga samleið og veit ég, að svo er einnig um systkini mín. Ég þakka honum allt sem hann var mér og mínum og votta eiginkonu, börnum hans og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð okkar hjóna og fjölskyldu minnar. Guð blessi minningu Halla. Árni H. Bjarnason. Aðeins fáein kveðjuorð. Minn- ingin, sem líf okkar eignast hvern dag, geymir mörg orð, sögð og ósögð. Ég man ekki hvaða orð fóru á milli okkar þegar við hittumst fyrst. Ég man ekki heldur hvað ég sagði við þig þegar ég heimsótti þig síðast heim á Álfaskeiðið. En það skiptir ekki öllu. Frá þeim tíma, er ég hitti þig fyrst og þar til ég kvaddi síðast, stendur minn- ingin ein eftir. Hana geymi ég. Hún rúmast ekki í fáeinum orðum. Hlýjan, hin mennska hlýja, sem stafaði frá þér, er sú minning, sem þú lést mér eftir. Í þeirri hlýju bjó sá ómengaði kristni kærleiki, sem einkenndi þig og líf þitt. Nú ert þú horfinn á vit þess kærleika. Eftir stendur minningin. Ég þakka fyrir hana og allar þær stundir sem ég átti með þér. Ég kveð þig í þeirri þökk. Gunnar Jóhannesson. Í þessum fáu orðum viljum við, vinnufélag- ar þínir hjá Flugleiðum í Þýskalandi, minnast þín. Sum okk- ar þekktu þig í tæplega 30 ár, eða frá því að þú hófst starfsferil þinn hjá fé- laginu árið 1972 í Hamborg. Þú gerð- ir reyndar tveggja ára hlé á störfum þínum hér, þegar þú snerir til Ís- lands, en komst síðan aftur og þá til Frankfurt og varst hjá okkur alla tíð síðan. Við minnumst þín sem einstaklega duglegs og hjálpsams samstarfs- manns. Þú varst ávallt viðbúinn, sama á hverju gekk. Reyndar varstu langbestur þegar allt gekk á aftur- fótunum, því þú hafðir einstakt lag á því að bjarga því sem flestir aðrir gáfust upp á. Þekking þín á félaginu og starfinu var mikil og þú vannst vel það sem þurfti að vinna. Þú varst svo vinnusamur og áhugasamur um fyr- irtækið okkar að það þurfti að beita þig hörðu til að láta þig taka lög- bundin sumarfrí, sem þér þóttu hinn mesti óþarfi. Sérþekking þín og áhugi á öllu sem sneri að flugvöllum leiddi til þess að þú varst ráðinn stöðvarstjóri yfir meginlandsstöðvum Flugleiða í Evrópu, með aðsetur í Frankfurt. Við vorum stolt af þér og okkur fannst rökrétt að þú fengir þessa stöðu, enda sinntirðu henni afar vel. Það merktum við ekki síst þegar við hittum samstarfsmenn þína á Frankfurtarflugvelli. Þau báru til þín mikið traust og þú varst mjög virtur á meðal þeirra, sem og hjá áhöfnum Flugleiða. Þú hefur nú yfirgefið okkur í síð- asta skipti eftir tæplega 30 ára sam- starf og ert farinn heim til Íslands og síðan þaðan til himnaföðurins, þar sem þú munt örugglega takast á við ný og spennandi verkefni. Þótt þú sért farinn á brott verðurðu alltaf til í hjarta okkar samstarfsmanna þinna í Frankfurt, sem eftir sitjum og söknum þín. Eftirlifandi móður og systrum þínum vottum við okkar dýpstu sam- úð. Fyrir hönd starfsmanna Flugleiða í Þýskalandi, Gunnar Már Sigurfinnsson. Skólabróðir okkar er borinn til moldar í dag, langt fyrir aldur fram. HANS SÆTRAN ✝ Hans Sætran,stöðvarstjóri Flugleiða í Frank- furt, fæddist í Reykjavík 10. maí 1947. Hann varð bráðkvaddur í Frankfurt í Þýska- landi 13. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 28. desember. Hans Sætran féll bráð- kvaddur í Frankfurt í Þýskalandi við störf hjá Flugleiðum í borginni. Við Hans vorum bekkj- arfélagar í þrem skól- um og samtals í tíu ár. Skólagangan hófst hjá Ísaki Jónssyni í gömlu Grænuborg á Land- spítalalóðinni en lauk í Verslunarskólanum við Grundarstíg með án- ingu í Gaggó Aust. Hans Sætran var fé- lagslyndur piltur og þurfti ekki hjálparefni til að gera sér dagamun í hópi gáska- fullra skólafélaga þegar aðrir krakk- ar skáluðu undir borðum. Snemma valdi hann sér félagsskap skáta til að finna lífsgleðinni frekari útrás. Minnisstæður er Hans gömlum skólafélögum fyrir sæg ljósmynda sem hann tók af félagslífi Verslunar- skólans innan og utan leikvallar. Í safni hans leynast miklar heimildir um stuðið á sjötta áratugnum. Skólafélagarnir drúpa höfði í dag en minningin um hjálpsaman og græskulausan dreng býr móður hans og ástvinum í hjarta uns endur- fundir verða hinum megin. Hvíli vinur okkar í friði. Ásgeir Hannes. Hans Sætran, gamall vinur og fóstbróðir, er allur. Hansi var skáti, Jómsvíkingur, í gamla skátaheim- ilinu við Snorrabraut. Það var helsti samkomustaður bæjarins og þar voru allir. Hansi fékk þá hugmynd að stofna dróttskátasveit þar sem fé- lagar skyldu veljast hver úr sinni átt- inni. Þannig urðu Jókerar til, með Hansa, Sigurjóni Mýrdal, Gunnari Aðalsteinssyni og mér. Við urðum fleiri. Margt var brallað, haldið ball í Lindarbæ, tekið þátt í Jóta, gefið út blað og söngbók og farið á skátamót á Akureyri. Þá vantaði einn okkar hvíta skyrtu fyrir ballið í Sjallanum en Hansi bjargaði því. Einn heima- manna kom gangandi í réttri stærð af skyrtu, hann var talaður til og bak við hús urðu skyrtuskipti. Vornótt eina bættum við nafni okkar í mosa- þembu í fjallshlíð skammt frá bæn- um, þar voru fyrir nöfn á liðnum hetjum og okkur þótti við hæfi að bæta okkur á listann. Nú er að mestu gróið yfir þessi brek. Hansi ílengdist í Þýskalandi, starfaði lengst af fyrir Flugleiðir í Frankfurt, var einhleyp- ur og barnlaus. Dag nokkurn fór hann út að ganga og kom ekki aftur, fannst látinn skammt frá heimili sínu. Við minnumst leiðtoga og vinar sem leiddi okkur félagana gegnum ýmis ævintýr. Andrés Þórarinsson. Elsku Tommi minn. Ég var ekki há í loftinu er ég var send í sveit þvert yfir landið til afa og ömmu á Bergþórshvoli. Fyrstu dagana var ég mjög öryggislaus og hrædd en það rann fljótt af mér er þú, Ísak bróðir þinn og pabbi þinn komuð á gráa jeppanum í heimsókn. Þvílíkt fjör! Þetta fjör hefur haldist TÓMAS KRISTINSSON ✝ Tómas Kristins-son fæddist í Mið- koti í Vestur-Land- eyjum 16. september 1920. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði 21. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum 1. desember. síðan er Miðkotsfjöl- skyldan og Berþórs- hvolsfjölskyldan hitt- ast. Mörgum árum síðar er ég kom aftur að Bergþórshvoli með mann og börn hittumst við á ný. Þú varst dag- legur gestur á heim- ilinu enda vinskapur mikill milli ykkar Egg- erts frænda míns. En á þessum árum eignaðist ég þann besta vin sem ég hef nokkurn tíman eignast. Tommi, þú varst yndislegur. Allar stundirnar okkar við eldhúsborðið er þú sagðir mér sögur frá fyrri tíð, veiðiferð í Affallið, vertíðum úr Eyjum, lífsbar- áttu bændanna við útræði frá sand- inum svo eitthvað sé nefnt. Allar vísurnar sem þú reyndir að kenna mér og gáturnar. Oft skiptust á skin og skúrir í lífi okkar beggja. Það var gott að fá þig í heimsókn þegar mótlætið virtist óyfirstíganlegt, leið þá ekki löng stund er við vorum farin að skelli- hlæja og allt mótlæti gleymt. Börnin mín dáðu þig eins og afa sinn, þú varst þeim svo góður. Bros- in á andlitum þeirra er þú laumaðir ópali í lófa þeirra, kysstir þau og knúsaðir, sögðu meira en nokkurt orð. Hvað þú stjanaðir í kringum mig eftir að ég lenti í bílslysi og fékk oft að kenna á vondum verkj- um. Þá fannst þér það minnsta sem þú gast gert að keyra í Hvolsvöll og kaupa handa mér almennilegan hitapoka og langa framlengingar- snúru svo ég kæmist um allt með hann. Já, minningarnar eru margar og ljúfar og verða aldrei frá mér tekn- ar. Þökk fyrir allan þann tíma sem þú gafst mér og börnum mínum. Hafðu það gott í nýjum heimkynum. Við hittumst síðar. Guðrún Auður. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.      '   '    %582(23;5 + !<   +   ,     .     %         ,       * !   "# " '/ 2+/ ''*    9'" '/ ''*  2+/  0" '/ ''*   1 =* '    " '/ '   % >   ''*  2+ 9 " '/ '   5/ =? ''*  " ', " '/ ''*   1 #  +     *   0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.