Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÍKLEGA munu ófáir verslun-areigendur í Evru-landimælast til þess við starfsfólk sitt á síðasta degi desembermánað- ar að það gangi hægt um gleðinnar dyr þá um kvöldið. Best sé að menn verði vel sofnir þegar 1. janúar þess herrans árs 2002 rennur upp – dag- urinn þegar sameiginleg mynt tólf Evrópusambandsríkja er raunveru- lega tekin í notkun, gerð að gjald- miðli þeirra ríkja sem kosið hafa að taka þátt í ævintýrinu strax frá upp- hafi. Menn hafa kallað þennan dag, 1. janúar 2002, E-daginn, en þá mun evran, sameiginlegur gjaldmiðill ESB-ríkjanna, verða tekin í notkun á kostnað gjaldmiðla landanna tólf. Er gert ráð fyrir að franskir frank- ar, þýsk mörk, grískar drökmur, spænskir pesetar o.s.frv. verði að fullu horfin úr umferð um þremur mánuðum síðar. Það verður því nóg að gera hjá bankamönnum og versl- unarfólki á fyrsta fjórðungi ársins, enda mun umbyltingin líklega mæða mest á þeim. Hitt er jafnvíst að hver einasti íbúi í Evru-landi, a.m.k. allir sem komnir eru til vits og ára, verður var við þann sögulega viðburð sem nú er að eiga sér stað. Sálfræðileg áhrif hans verða áreiðanlega mikil, mun meiri en þegar tollahömlum var létt á sjötta áratug síðustu aldar, eða þegar landamæravörslu var hætt í ESB-ríkjunum á níunda áratug sömu aldar, því með þessu er tekið á málum sem snerta hvern einasta borgara. Allt verð verður framvegis í evr- um og allar greiðslur munu sömu- leiðis verða reiddar af hendi í evr- um, t.a.m. laun manna. Þeir sem á annað borð hafa fjármuni undir höndum þurfa smám saman að losa sig við þá fjársjóði, sem þeir eiga í gömlu myntinni, og byrja að tileinka sér nýtt tungumál, evrumál; hugsa allar stærðir í nýrri mynt, nýjum gjaldmiðli. Tólf með frá byrjun Tólf ríki Evrópusambandsins hafa ákveðið að vera með frá byrjun. Þjóðir Evru-lands, sem svo má kalla, eru þessar: Þýskaland, Frakk- land, Finnland, Grikkland, Spánn, Portúgal, Írland, Ítalía, Belgía, Hol- land, Lúxemborg og Austurríki. Kosovo laumast síðan inn bakdyra- megin, ef svo má að orði komast, en þar hefur þýska markið verið notað sem gjaldmiðill frá því að loftárás- um Atlantshafsbandalagsins á Júgó- slavíu lauk fyrir tveimur og hálfu ári. Önnur ríki ESB hafa hins vegar kosið að standa utan myntbanda- lagsins, a.m.k. fyrst í stað, og er þar um að ræða Bretland, auk frænda vorra í Danmörku og Svíþjóð. Lík- legt er þó að í þessum þremur lönd- um muni menn fylgjast grannt með þróun mála í Evru-landi, viðbúnir því að þurfa á endanum að slást með í för í átt að enn nánara samstarfi Evrópuríkjanna. Hollendingar hyggjast ljúka um- breytingarferlinu fyrstir allra, en gert er ráð fyrir að öll hollensk gyll- ini verði komin úr umferð við jan- úarlok. Flestir gefa sér hins vegar um þrjá mánuði í þetta verkefni. Ferlið virkar þannig að almenning- ur mun geta notað gömlu gjaldmiðl- ana fyrstu vikurnar en fær hins veg- ar aðeins gefið til baka í evrum. Þannig á smám saman að koma gjaldmiðlinum nýja í umferð á kostnað þeirra gömlu. Sitji fólk enn á gamalli mynt eða seðlum eftir mánuðina þrjá (og aðlögunartíminn er styttri í Hollandi, sem fyrr segir) mun það aðeins geta skipt þeim í bönkum. Frá og með júnímánuði gætu bankar síðan einnig neitað að taka við peningunum þó seðlabankar ríkjanna tólf hafi reyndar skuld- bundið sig til að taka við einingun- um mun lengur. Umfang verksins gífurlegt Það segir sig sjálft að umfang verksins er gríðarlegt. Skipta á um gjaldmiðil í tólf Evrópulöndum á sama tíma, þ.á m. í fjölmennustu löndunum tveimur, Frakklandi og Þýskalandi. Og verkið á að vinna hratt. Hafa menn óttast að almenn- ingur yrði ekki undir byltinguna bú- inn og því lagði Seðlabanki Evrópu 80 milljónir evra til hliðar í kynning- arstarf. Sendir voru bæklingar á öll heimili í Evru-landi, sem þýðir að prenta þurfti um 200 milljónir bækl- inga. Allt hefur verið gert til að tryggja að óhjákvæmilegir upphafs- örðugleikar verði með minnsta móti. Hefur heyrst að margir verslun- areigendur hyggist fyrst um sinn hafa tvær gerðir afgreiðslukassa í verslunum sínum, einn fyrir gömlu myntina og annan fyrir þá nýju. Ljóst er þegar að bæði verslanir og bankar munu verða að hafa í fór- um sínum gífurlega mikið magn af skiptimynt, enda er hættan sú að al- menningur muni nota „kaupmann- inn á horninu“ sem bankastofnun, þ.e. að í stað þess að fara og skipta öllu tiltæku fé í banka muni fólk ein- faldlega koma peningunum smám saman í lóg. Hafa bæði eigendur verslana og forráðamenn banka ákveðið að auka mjög öryggisráðstafanir fyrstu vik- urnar til að bregðast við hættunni á því að óprúttnir þjófar sjái sér leik á borði. Ennfremur eru menn við því bún- ir að peningafalsarar geri vart við sig, enda velflestir óvanir hinum nýja gjaldmiðli, jafnt almenningur sem starfsmenn banka og verslana. Umreikningur yfir í evrur ekki alltaf auðveldur Stærsti vandinn felst hins vegar í því að gengi hvers gjaldmiðils gagn- vart evrunni, sem ákveðið var fast fyrir þremur árum, er mismunandi og ekki alltaf auðvelt að umreikna þær stærðir. Sex aukastafir voru notaðir og þannig má nefna að ein evra jafngildir 1,95583 þýskum mörkum en 6,55957 frönskum frönk- um. Þessir umreikningar, sem allur almenningur mun þurfa að þróa með sér næstu vikurnar, verða býsna flóknir þegar verið er að kaupa vörur fyrir t.d. 7,65 evrur. En jafn- framt er mikilvægt að fólki hætti sem fyrst að umreikna allt í sína gömlu mynt – því fyrr sem menn taka að hugsa á Evru-máli því betra. Eftir stendur vandinn sem felst í verðlagningu, en ljóst er að menn þurfa að námunda að „hentugum“ stærðum í nýjum gjaldmiðli, þ.e. jafna út óþægilegar verðeiningar. Til að mynda er augljóst að breyta þarf nánast hverjum einasta sjálf- sala í Evru-löndunum 12. Sá sem áð- ur greiddi 2 þýsk mörk í bílastæð- issjálfsala kemur varla til með að borga 1,023 evrur (sem jafngildir 2 þýskum mörkum) því slík tala er bæði óþægileg honum og allt of flók- in fyrir sjálfsalann. Líklegt er því að talan verði jöfnuð út í 1 evru. Það þýðir hins vegar 3% samdrátt á tekjum fyrir viðkomandi rekstrar- aðila. Sjálfsagt hefur almenningur litlar áhyggjur af slíkum tilvikum, enda er hann þar að græða. Menn hafa hins vegar áhyggjur af hinu, að verslun- areigendur og aðrir freistist til að hækka allt er þeir „jafna“ út gjald- skrár sínar. Hvers vegna ekki – það er jú líklegt að almenningur verði fyrst um sinn alltof ruglaður til að átta sig á mismuninum? Þó telja sumir að menn hafi of miklar áhyggjur af þessu. Verðlag muni ná jafnvægi er fram líða stund- ir, þó að nálgun stærða verði e.t.v. skrautleg í fyrstu. Engu að síður hefur það neikvæð áhrif á verslun og viðskipti að umræða sem þessi sé í gangi, þ.e. að neytendur séu sann- færðir um að það verði svindlað á þeim. Kostirnir fleiri en gallarnir Gallarnir sem fylgja umbreyting- unni eru því umtalsverðir og henni fylgir sannarlega gífurlegur kostn- aður. Fyrirtæki og bankar hafa þurft að aðlaga tölvukerfi sín og bókhald. Þurft hefur að forrita upp á nýtt hvern einasta sjálfsala og hrað- banka (sem dæmi má nefna eru um 1,2 milljónir sjálfsala í Þýskalandi einu) sem hefur þýtt mikinn kostnað fyrir viðkomandi rekstraraðila en að sama skapi gósentíð fyrir ýmis hug- búnaðarfyrirtæki, sem sjá um þess háttar þjónustu. Það hefur ennfremur verið reikn- að út að þó að það taki starfsfólk verslana ekki nema 20 sekúndum lengur en venjulega að afgreiða hvern viðskiptavin muni það geta þýtt meira en 10% samdrátt í tekjum. Taki viðskiptavinir þann kost að fresta fremur kaupunum í stað þess að bíða í biðröð verða áhrifin á verslun enn meiri. Má með sanni segja að menn hafi áhyggjur af þessum þáttum einmitt nú þegar vandi steðjar að í efnahagsmálum flestra landa. Á móti kemur að verslun gæti í raun glæðst fyrstu vikurnar á nýju ári ef fólk kýs að eyða þeim aurum sem það á undir koddanum fremur en skunda í bankann til að fá þeim skipt yfir í evrur. Aðdáendur Evru- hugsjónarinnar halda því fram að fyrirtæki græði á breytingunni til lengri tíma litið því nú þurfi þau ekki lengur að taka með í reikninginn kostnað við gjaldeyriskaup/sölu milli landa og þá óvissu sem getur leikið um gengisþróun tiltekins gjaldmiðils (fyrirtæki hafa gjarnan tryggt sig gegn hættunni á geng- ishruni gjaldmiðla: sá kostnaður verður úr sögunni). Ennfremur ein- faldi þetta umsvif þeirra, eins og gefur að skilja. Kunnugir segja hins vegar að þeir sem græði mest á breytingunni verði fyrst og síðast almenningur í löndunum tólf, því samræming gjaldmiðla leiði til verðlækkunar í Evru-landi, enda hafi hún í för með sér aukið gagnsæi í verslun og við- skiptum. Menn muni nú geta borið saman verð í öllum Evrópulöndunum og spyrji sjálfsagt í framhaldinu hvers vegna þeir séu að borga meira en einhver annar íbúi Evru-lands fyrir tiltekna vöru. Fyrirsjáanlegt sé að menn taki að nýta sér enn frekar póstverslun eða Netið til að versla milli landa, séu þeir ósáttir við verð- lagningu heimafyrir. Það muni aftur knýja sömu verslanir til að lækka verð sitt, enda tapi þær í samkeppn- inni ella. E-dagurinn rennur upp ReutersGömul kona og strætisvagn í bænum Umbrete í Andalúsíu á Spáni. Bíllinn er skreyttur með evrupeningi og korti, sem sýnir evrulöndin. Franskir frankar, þýsk mörk, grískar drökm- ur og spænskir pesetar heyra senn sögunni til, segir Davíð Logi Sigurðsson í umfjöllun sinni um þau tíðindi sem verða 1. janúar 2002 þegar evran heldur innreið sína sem gjald- miðill tólf ríkja Evrópusambandsins. david@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.