Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirlestur um flugumferðarstjórnartækni Nýtt átak að hefjast DOKTOR ÁslaugHaraldsdóttirheldur fyrirlestur á vegum Flugmálastjórn- ar, Kerfisverkfræðistofu Verkfræðistofnunar Há- skóla Íslands, IEEE á Ís- landi og stúdentafélags IEEE. Fyrirlesturinn verður haldinn föstudag- inn 4. janúar í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands og hefst klukkan 15. Áslaug starfar hjá Boeing og hefur unnið um margra ára skeið á sviði flugumferðarstjórn- arkerfa og greiningar þeirra, enn fremur við gerð kerfislíkana og herma á sviði stýrifræða. Hún er höfundur fjölda greina og er eftirsóttur fyrirlesari á sérsviði sínu. Morg- unblaðið ræddi við Áslaugu og fræddist nánar um hana, starfs- svið hennar og fyrirlesturinn. – Hvert er starfssvið þitt hjá Boeing? „Titillinn er á ensku „Assoc- iate Technical Fellow“ sem ég treysti mér ekki til að þýða yfir á íslensku. Ég vinn í deild sem nefnist „Air Traffic Manage- ment“, sem stofnuð var í janúar 2001 til að hefja nýtt átak á sviði flugumferðarstjórnarmála í Bandaríkjunum og um allan heim. Ég veiti tæknilega forystu í þessari deild, aðallega varðandi hugmyndir um nýjar starfsað- ferðir í flugumferðarstjórn, upp- byggingu nýs kerfis sem byggist meðal annars á gervihnatta- tækni og notkun líkana og hermitækni til að endurhanna flókin kerfi.“ – Segðu okkur frá efni fyrir- lestursins sem þú ætlar að flytja …. „Ástandið í flugumferðarmál- um í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu hefur farið stöðugt versnandi á undanförnum árum, vegna ört vaxandi flugumferðar og hægra framfara í tækni flug- umferðarstjórnarkerfa. Þrátt fyrir hryðjuverk í flugi í haust er gert ráð fyrir að vöxturinn haldi áfram á næstu árum og talin brýn nauðsyn að vinna að grund- vallarbreytingum á flugumferð- arstjórnartækni til að auka verulega afköst kerfanna þar sem umferðin er hvað mest. Takmörkuð afköst kerfanna lýsa sér aðallega í vaxandi seinkun- um og miklum truflunum á flugi vegna veðurs, einkum í Banda- ríkjunum. Auk þess er vinnuálag í flugumferðarstjórn orðið það mikið að árekstrarhætta er talin geta farið vaxandi á næstu ár- um. Miklar framfarir hafa orðið á undanförnum árum í samskipta- tækni, siglingatækni og stað- setningartækni auk upplýsinga- og tölvutækni, en flugumferðar- stjórnarkerfi hafa ekki nýtt sér nýja tækni eins hratt og flest önnur svið iðnaðarins. Að hluta eru það strangar öryggiskröf- ur í flugi sem valda því að erfitt er og dýrt að gera breytingar. Boeing fyrirtækið hefur mikla reynslu í hönnun og byggingu flókinna flugtækni- og gervi- hnattakerfa, og telur orðið mjög brýnt að nýta slíka þekkingu til að gera breytingar í flugumferð- arstjórnarkerfum. Fyrirlestur- inn mun lýsa aðferðum í kerf- isverkfræði sem fyrirtækið vill breyta við hönnun á nýjum stjórnunaraðferðum og tækni- uppbyggingu á þessu sviði. og gefa yfirlit yfir stefnu Boeing Air Traffic Management, og um byggingu líkana og herma til að þróa breytingar í flugumferðar- stjórnarkerfum.“ – Ertu með boðskap sem á er- indi til íslenskrar flugumferðar- stjórnar, þ.e.a.s. eitthvað sem hentar vel að innleiða hér á landi? „Já, tveir þættir í þessu átaki eru helst til umhugsunar hér- lendis. Í fyrsta lagi býður Bo- eing fram mikla sérþekkingu í gervihnattatækni og mun vinna að vaxandi nýtingu gervihnatta á sviði flugsins. Þetta mun fela í sér mikla möguleika til að bæta staðsetningartækni og samskipti við flugvélar í úthafsflugi, þar sem ekki er hægt að nota rat- sjárstöðvar og VHF-sjónlínu- samskiptatækni, en gervihnatta- kerfi eru óháð staðsetningu miðað við landlegu. Í öðru lagi mun aukin sam- skiptageta, þ.e. þráðlaus gagna- samskipti, bjóða upp á beina tenginu milli tölvukerfa í flug- vélum og á jörðu niðri, sem þýð- ir að fluggagnavinnslukerfi í flugstjórnarmiðstöðvum geta nýtt sér mun betri vitneskju um flugplön og stefnu flugvéla en áður hefur verið mögulegt. Flugumferðarstjórn Íslands hef- ur gert stórátak í endurnýjun gagnavinnslukerfa sinna á und- anförnum árum og er vel í stakk búin til að nýta sér betri sam- skiptatækni við flugvélar á Atl- antshafi.“ – Hverjum er fyrirlesturinn ætlaður? „Hann er ætlaður verkfræðingum, tölv- unarfræðingum, flug- mönnum, flugumferð- arstjórum og öðru tæknifólki á sviði flugumferðar- kerfa.“ – Hefurðu áður haldið fyrir- lestra hér á landi um svið þitt? „Nei, en ég kenndi við Há- skóla Íslands. Ég var ekki með slíka opna fyrirlestra á sviði flugumferðarstjórnar. Ég hef hins vegar nýlega haldið svipaða fyrirlestra fyrir FAA, NASA og Eurocontrol.“ Áslaug Haraldsdóttir  Áslaug Haraldsdóttir er fædd í Reykjavík 21. október 1956. Hún er með BS í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 1980, MS í sama fagi frá Oklahoma State Uni- versity 1982 og doktor í faginu með stýritæknisérsvið frá Uni- versity of Michigan 1987. Hún vann á Kerfisfræðistofu Háskóla Íslands 1991–95 og hjá Boeing frá 1995. Áslaug á tvö börn, Báru og Jónas Behboud. …mun fela í sér mikla möguleika REYKJAVÍKURBORG notaði ung- linga undir átján ára aldri við tóbaks- eftirlit en farið var þrisvar sinnum í slíkar aðgerðir. Kvörtunum var fylgt eftir með formlegum hætti, þ.e. með áminningum og þvingunarúrræðum sem heilbrigðisnefnd ræður yfir. Hrannar B. Arnarsson, formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar, segir að ekki séu aðrar betri leiðir færar til þess að tryggja eftirlit með sölu á tóbaki. Þessi aðferð geti heldur vart talist nýlunda; íþrótta- og tómstundaráð víða um land hafi um árabil staðið fyrir könnunum þar sem krakkar undir átján ára aldri hafa farið og reynt að kaupa sér tóbak. „Þetta eftirlit hefur hins vegar ekki verið fært í þann formlega bún- ing sem það nú er komið í í Reykja- vík. Það urðu mikil læti í fyrra þegar við fórum að áminna eigendur sölu- staða og ætluðum að loka nokkrum vegna þess að þeir höfðu brotið í þrí- gang af sér. En síðan voru sett ný tóbakslög þar sem enn ríkari skyldur eru lagðar á heilbrigðiseftirlit að fylgjast með sölu tóbaks og það var okkar niðurstaða og borgarlög- manns einnig að þetta sé í raun eina færa leiðin til þess að fylgja lögunum eftir með eðlilegum hætti. Og við ætlum okkur að standa undir þeim kröfum sem lögin gera til okkar.“ Ekki verið að reyna að „hanka“ menn Aðspurður segir Hrannar að ung- lingar, sem taka þátt í þessu eftirliti, séu ekki eldri en sextán ára. „Það er ekki verið að senda fullorðinslega unglinga á sölustaðina til þess að „hanka“ menn. Við gerum líka allt til þess að vara söluaðila við enda vilj- um við ekki að þeir lendi í þessu. En lögin er nú þannig að okkur ber, við ítrekuð brot, að svipta menn sölu- leyfi.“ Hrannar segir að þessar eftirlits- aðgerðir séu til komnar vegna nauð- synjar, aðrar leiðir séu ekki færar til þess að fylgja lögunum eftir. Það sé rík sönnunarbyrði í málum sem þess- um og því geti menn lítið aðhafst vegna kvartana utan úr bæ og ekki sé heldur gerlegt að vera með stand- andi eftirlitsmenn eða eftirlits- myndavélar á öllum sölustöðum. Aðspurður um gagnrýni Samtaka verslunar og þjónustu á að unglingar séu notaðir við eftirlitið segir Hrann- ar að sér þætti fróðlegt að heyra þeirra hugmyndir um hvernig hægt væri að tryggja virkt eftirlit með ódýrari og skilvirkari hætti. „Þegar við hófum þetta eftirlit síð- asta vetur var staðan þannig að um 70% útsölustaða seldu unglingum undir átján ára aldri tóbak en þetta hlutfall var komið vel niður fyrir 50% að loknum okkar aðgerðum. En það er engu að síður alveg óásættanlegt hlutfall. En komi þetta vel út núna er væntanlega engin sérstök þörf á því að vera með þetta eftirlit mjög oft. Það er allra hagur að menn virði lög- in.“ Unglingar sem tálbeitur við tóbakseftirlit Eina færa leiðin til að tryggja virkt eftirlit NÝTT 2000 fermetra stálgrind- ahús sem hýsir áfengisframleiðslu hefur verið tekið í notkun í Borg- arnesi. Ölgerð Egils Skallagrímssonar lét reisa húsið en framleiðslan fór áður fram í Mjólkursamlagshús- inu við Engjaás. Þegar ákvörðun var tekin um byggingu þessa húss, lá ekki annað fyrir en að Reykjagarður flytti starfsemi sína hingað. Kristmar Ólafsson rekur Víngerðina ehf. sem sér um alla framleiðslu á víninu en auk hans vinna þrír starfsmenn við fram- leiðsluna. Ölgerðin á fasteignina og öll framleiðslutæki og sér jafn- framt um efniskaup auk markaðs- setningar á framleiðslunni. Alls eru framleiddar átta vörutegundir en þekktust eru vörumerkin Eld- ur ís, Tindavodki og Jöklakrap. Framleiðslan á þessu ári hefur aukist talsvert þrátt fyrir minni heildarsölu á sterku víni hér- lendis. Útflutningur hefur aukist og er um helmingur framleiðsl- unnar. Hann virðist ætla að vera stöðugur þar sem samið hefur verið við stóran dreifingaraðila. Vínframleiðsla hafin í nýju húsnæði Borgarnesi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Guðrún Vala Úr nýja framleiðslusalnum. Brynhildur Eiríksdóttir, Kristmar Ólafsson, Bryndís Ólafsdóttir og Finnur Ingólfsson. KOMINN er til landsins kappakst- ursbíll frá Williams-liðinu, sem er í fremstu röð í Formula 1-kappakstr- inum. Þetta er bíll sem Ralf Schu- macher og Carlos Montoya hafa ek- ið víða um heim. Hann verður til sýnis í Perlunni í dag og á morgun klukkan 11–18. Fullorðnir greiða fyrir aðgang en börn fá frítt inn. Miðinn gildir einnig sem happ- drættismiði. Kappakst- ursbíll sýnd- ur í Perlunni Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.