Morgunblaðið - 29.12.2001, Side 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 45
NÚ ERU liðin
nokkur ár frá því að
Hvalfjarðargöngin
voru opnuð og reynsl-
an af þeim hefur
kennt okkur margt.
Hún hefur t.d. kennt
okkur að umferð um
slíka vegstyttingu
verður meiri en nokk-
ur gerði ráð fyrir,
einkaaðilar geta tekið
þátt í uppbyggingu
vegakerfisins o.s.frv.
Það mikilvægsta er þó
það að nú finnst okkur
eðlilegt að borga
veggjald til að stytta
okkur leið og spara
tíma.
Veggjald í öll göng?
Það er reyndar spurning hvort
ekki ætti að innheimta veggjald í
ákveðinn tíma í öll göng sem eru
gerð til vegstyttingar. Við getum
litið á Siglufjarðargöng, þar mundu
tekjur af veggjaldi geta verið um
61 milljón á ári með venjulegri inn-
heimtu en um 73 millj. á ári með
sjálfsalainnheimtu (m.v. 200 bíla á
dag og 1.000 kr á bíl). Á tuttugu ár-
um er þetta meira en 1 milljarður í
tekjum sem er töluvert fé. Dugar
t.d. til að borga aukakostnað við að
hafa göngin tvíbreið frá byrjun í
stað þess að hafa þau einbreið. Að
gera einbreið göng er álíka skyn-
samlegt og að byggja einbreiðar
brýr.
Vaðlaheiðargöng
En snúum okkur nú að aðalefni
þessarar greinar. Fyrir utan Hval-
fjarðargöng eru ekki neinir kostir
sýnilegir fyrir fyrirtæki til að búa
til jarðgöng, reka þau og innheimta
veggjald sem stendur undir fram-
kvæmdinni. Sá kostur sem kemst
næst þessu er jarðgangagerð undir
Vaðlaheiði sem menn eru farnir að
íhuga af alvöru. Slík göng mundu
stytta leiðina til austurs frá Ak-
ureyri um 15 km. Hins
vegar er hægt að
stytta leiðina um allt
að 23 km ef auk Vaðla-
heiðarganga eru gerð
4 km löng göng í
gegnum Vaglafjall
(Vaglafjall og Birn-
ingsstaðafjall eru sín
hvor hliðin á sama
fjalli). Leiðin yrði þá
eins og sést á mynd-
inni eða nánast í beina
línu í átt að Stóru-
tjörnum. Þessi göng
til samans mundu
stytta leiðina frá Ak-
ureyri til Húsavíkur
úr 91 km niður í 68 km
og leiðina upp í Reykjahlíð við Mý-
vatn úr 99 km miður í 76 km.
Öll þau áhrif sem menn hafa tal-
að um að yrðu í kjölfar Vaðlaheið-
arganga eiga hér við. Við getum
nefnt áhrif á ferðaþjónustu, land-
búnað, byggð, stækkun atvinnu-
svæðis, samgönguöryggi, nýtingu
Akureyrarflugvallar, aðgang að
menntun og menningarstarfsemi
o.s.frv. Áhrifin verða einungis mun
meiri ef vegstyttingin er 23 km en
ekki 15 km.
En þá kann einhver að spyrja:
Er þetta ekki allt of dýrt til að
þetta sér réttlætanlegt? Við skul-
um skoða málið nánar og gera
nokkra einfalda reikninga. Kostn-
aðurinn við gerð Vaðlaheiðarganga
er sennilega um 4 milljarðar en
kostnaðurinn við gerð Vaglaganga
er sennilega um 2,2 milljarðar.
Bæði göngin mundu því kosta um
6,2 milljarða. Við skulum skoða
þetta á tvennan hátt, annars vegar
ef Vegagerðin sæi um framkvæmd-
ina og hins vegar ef einkaaðili sæi
um hana.
Vegagerðin sér um
framkvæmdina
Þegar Spölur byrjaði að rukka
veggjald í gegnum Hvalfjarðar-
göngin þá jafngilti það 27 kr. á nú-
gildandi verðlagi á hvern km sem
menn spöruðu sér með því að þurfa
ekki að keyra fyrir Hvalfjörð. Við
skulum miða við að Vegagerðin
mundi rukka svipað gjald fyrir að
fara í gegnum Vaðlaheiðargöng.
Styttingin er 15 km og gjaldið væri
því 405 kr. Ef auk Vaðlaheiðar-
ganga væru líka Vaglagöng þá
væri vegstyttingin 23 km og gjald-
ið því 621 kr. Umferðin um Vík-
urskarð núna er um 300.000 bílar á
ári og hefur aukist um 3–4% á
hverju ári síðustu ár. Til að hafa
þetta einfalt skulum við reikna með
meðalumferð sem væri 400.000
bílar á ári næstu 30 árin. Innheimt-
an á veggjaldi kostar um 12 millj-
ónir á ári. Nettótekjurnar á ári af
veggjaldi yrðu því 150 milljónir ef
Vaðlaheiðargöng yrðu aðeins gerð.
Hins vegar væru nettótekjurnar
236 milljónir ef Vaðlaheiðargöng
og Vaglagöng væru gerð. Hugsum
okkur að Vegagerðin hefði eftirfar-
andi áætlun: Við gerum þessi göng
og síðan innheimtum við veggjald
þar til tekjurnar af því eru orðnar
jafn háar og framkvæmdakostnað-
urinn við göngin var. Eftir það yrði
innheimtu veggjalds hætt. Hvað
ætli Vegagerðin þyrfti að inn-
heimta lengi til að ná þessu mark-
miði? Í þessum einföldu reikning-
um yrði niðurstaðan sú að
Vegagerðin þyrfti 27 ár til að ná
inn kostnaðinum við Vaðlaheiðar-
göng ein og sér (4000/150). En
hvað um Vaðlaheiðargöng auk
Vaglaganga? Niðurstaðan þar er
einnig 27 ár (6200/236)! Út frá
þessum forsendum væri því ekki
spurning um að taka skrefið til
fulls ef stytting um 23 km er á
sama verði og stytting um 15 km.
Einkaaðili sér um
framkvæmdina
Ef einkaaðili sæi um að gera
göngin og reka þau í t.d. 30 ár þá
væri ekki grundvöllur til þess
nema með aðstoð ríkisins. Eftir
þessi 30 ár tæki Vegagerðin við
mannvirkjunum og innheimtu
veggjalds yrði væntanlega hætt. Í
tilfelli Vegagerðarinnar hér að
framan er ekki gert ráð fyrir að
Vegagerðin fái neinar fjármagns-
tekjur af því fjármagni sem sett
væri í framkvæmdina. Hins vegar
fengi hún fjármagnið til baka
vaxtalaust en verðtryggt. Í tilfelli
einkaaðilans þyrfti hann að taka
lán til að fjármagna verkið. Ef
þetta lán væri tekið innanlands
bæri það hina háu íslensku vexti
sem mundu gera verkið óarðvæn-
legt án styrks frá ríki. Miðað við
7% raunvexti á slíku láni þyrfti
styrkur ríkisins sennilega að vera
upp undir 2 milljarðar til að Vaðla-
heiðargöng gætu staðið undir sér.
Ef bæði göngin yrðu gerð þyrfti
þessi styrkur að vera upp undir 3
milljarðar, þ.e. vegstytting um 23
km með því að gera jafnframt
Vaglagöng mundi kosta tæpum
milljarði meira en vegstytting um
15 km. Eru Vaglagöng þess virði?
Ég tel svo vera.
Ef vextir væru lægri þyrfti
styrkur ríkisins ekki að vera jafn
hár. Til gamans má geta að ef við
værum aðili að evrusvæðinu þá
væru vextir hér mun lægri en þeir
eru og lán því mun hagstæðari. Það
er líklegt að í slíkum aðstæðum
mætti lækka styrk ríkisins um 1
milljarð án þess að rekstrarfor-
sendur ganganna versnuðu.
Lokaorð
Í þessari grein hef ég reynt að
sýna fram á að það getur verið
skynsamlegra að taka skrefið strax
til fulls og stytta þjóðveg 1 um 23
km en ekki einungis um 15 km.
Hér hef ég alveg sleppt ýmsum
þáttum svo sem að það ætti að gefa
hlutfallslega hagstæðari niður-
stöðu að bjóða út tvenn göng en ein
og það verður minni mengun með
styttri vegalengdum. Ef niðurstað-
an verður samt sem áður sú að ein-
ungis Vaðlaheiðargöng verði gerð,
þá er að minnsta kosti ótækt annað
en þau verði staðsett á þann hátt
að það útiloki ekki möguleika kom-
andi kynslóða á að stytta leiðina
enn frekar með Vaglagöngum.
Vaðlaheiðargöng, framtíð-
arlausn eða hálft skref?
Jón Þorvaldur
Heiðarsson
Göng
Hægt er að stytta leið-
ina um allt að 23 km,
segir Jón Þorvaldur
Heiðarsson, ef auk
Vaðlaheiðarganga eru
gerð 4 km löng göng í
gegnum Vaglafjall.
Höfundur er eðlisfræðingur.
7=
J #? !#
</'
- !
O , "
,
)I
7#=/
K
"
7E
E
,
,#
2#!#
7!
$ )!
< E #!
3.
$ !!
J 7E # !
C +
C +
á annað borð hlynnt-
ur innflutningi hafi
neitað tillögunni.
Einnig fannst mér
ansi skrýtnir útreikn-
ingar þeirra um að
mjólkurverð myndi
snarlækka um leið og
fósturvísarnir kæmu
til landsins.
Ætli það sé ekki
nær lagi að það hefði
hugsanlega lækkað
eftir 20–25 ár. Bænd-
ur hefðu þurft að um-
breyta fjósum sínum
til að stærri gripir
kæmust þar fyrir og
slíkt er mjög kostn-
aðarsamt. Endurgreiðslutími á
slíkum breytingum er ekki eitt ár
og ekki tvö ár heldur töluvert
lengri tími sem hlýtur að hafa
áhrif á það hvort svigrúm er til að
lækka mjólkurverð. Einnig er
mjög fróðlegt að vita hvernig
NRFÍ-menn hyggjast standa að
ræktunarmálum t.d. rekstri sæð-
ingastöðvar. Setji þeir upp sína
eigin sæðingastöð kostar það sitt
og trúlega verður ekkert svigrúm
fyrir verðlækkun. Mér finnst harla
ólíklegt að BÍ taki að sér umsjón
með ræktuninni þar sem þrír af
hverjum fjórum bændum á Íslandi
eru á móti þessu kyni. Einnig væri
fróðlegt að vita hvaða dreifileið
þeir hyggjast nota fyrir norsku
mjólkina. Á að sækja norsku
mjólkina sér eða sulla henni saman
ÉG VIL byrja á því
að óska kúabændum
til hamingju með nið-
urstöður úr kosning-
unni um innflutning á
fósturvísum.
Eins og áður hefur
komið fram var tillag-
an felld, 75% bænda
voru á móti henni en
25% fylgjandi. Góð
þátttaka var, eða um
80%, en það er mik-
ilvægur þáttur í skoð-
anakönnunum, vegna
þess að ef þátttaka er
slök er hægt að draga
niðurstöðurnar í efa.
Það er ekki hægt í
þessu tilviki.
En varla var búið að lesa úr síð-
asta kjörseðlinum þegar meðlimir
Nautgriparæktarfélags Íslands
(NRFÍ) funduðu og fóru að und-
irbúa innflutningsferli á eigin veg-
um. Þeir voru reyndar búnir að
lýsa því yfir á fundum að ef til-
lagan yrði felld myndu einhverjir
aðrir hópar freista þess að flytja
inn fósturvísa. Kom þetta mörgum
fyrir sjónir sem dulbúin hótun.
NRFÍ-menn létu hafa eftir sér í
blöðum stuttu eftir kosningar
hugsanlegar ástæður þess að til-
lagan var felld og ein var sú að
einhverjum þætti þetta ferli of
langt, þ.e.a.s. 12–15 ár þangað til
að þetta kyn næði almennilegri út-
breiðslu meðal kúabænda. Ég leyfi
mér að efast um að bóndi sem var
við íslensku gæðamjólkina? Verði
hún sótt sér, þýðir það aukinn
rekstrarkostnað fyrir afurðastöðv-
ar, fleiri bíla, verri nýtingu bíla,
meiri tækjakost í vinnslusal, verri
nýtingu á þeim búnaði sem fyrir er
o.s.frv. Þyngri rekstrarkostnaður
afurðastöðva þýðir einfaldlega að
þær geta ekki greitt bændum eins
hátt verð fyrir mjólkina.
Eitt sjónarmið hefur verið í um-
ræðunni og það er að nýtt kúakyn
myndi bæta samkeppnisstöðu okk-
ar varðandi inn og útflutning. Við-
skipti milli landa eru alltaf að
aukast og sífellt verður erfiðara að
viðhalda innflutningshöftum, en
þegar að því kemur að höftunum
verður aflétt getum við boðið ís-
lenska gæðamjólk en ef við skipt-
um um kúakyn, eigum við þá að
bjóða Norðmönnum norska mjólk!
Við getum ekki keppt við önnur
lönd í verði. Stutt sumar, með-
alhitastig lágt og staðsetning
landsins á hnettinum eru þættir
sem spila þar inn í. Okkar eina
vopn er að keppa í gæðum og það
væri heimskulegt að kasta því frá
okkur.
Við megum heldur ekki gleyma
því að almenningur er á móti inn-
flutningi og það er einmitt hann
sem eru væntanlegur neytandi
þessarar vöru. Það þætti skrýtin
stefna hjá fyrirtæki að ætla sér að
fara að flytja inn einhverja vöru,
vitandi það að stór hópur neytenda
væri henni mótfallinn. Það fyrir-
tæki yrði ekki langlíft. Við getum
ekki líkt innflutningi á fósturvísum
við innflutning á einhverri vöru-
tegund sem markaðssetja á hér.
Takist markaðssetning á vörunni
ekki er innflutningi hætt. Verði af
innflutningi er ekki aftur snúið og
þeim sjúkdómum sem berast með
fósturvísunum verður ekki hægt
að útrýma. Þetta mál allt saman er
ekkert einkamál örfárra bænda
sem trúa á betra líf með norskar
kýr í sínu fjósi. Þetta snertir þjóð-
félagið allt.
Ég held að ef fylgismenn inn-
flutnings myndu nota þann tíma
og orku sem fer í þetta þvarg til
að hugsa aðeins betur um sínar
kýr gætu þeir látið þær mjólka
jafn mikið og þær norsku.
Íslensk mjólk eða hvað?
Valdimar
Bjarnason
Höfundur er á 2. ári í viðskiptafræði
í HÍ.
Kúainnflutningur
Fylgismenn innflutn-
ings ættu að nota þann
tíma og orku sem fer í
þetta þvarg, segir
Valdimar Bjarnason, til
að hugsa aðeins betur
um sínar kýr.
G
læ
si
le
g
a
r
g
ja
fa
vö
ru
r Skál
kr. 8.350
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.