Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR ungir myndlistarmenn hafa hlotið viðurkenningu úr Listasjóði Pennans, sem afhentar voru við há- tíðlega athöfn á Hótel Borg í gær. Olga Soffía Bergmann myndlist- armaður hlaut styrk Listasjóðs Pennans að upphæð 400.000 krónur og fylgir honum boð um að halda einkasýningu í Listasafni Akureyr- ar næsta haust. Þá mun sjóðurinn kaupa tvö verk eftir unga myndlist- armenn, að upphæð 150.000 hvort. Um er að ræða „Dans III“ eftir Egil Sæbjörnsson og „Ef þú sest í fangið á mér skal ég faðma þig“ eftir Söru Björnsdóttur. Ferskur andblær í íslenskt listalíf Styrkveitingin í ár var sú tíunda sem Listasjóður Pennans veitir, en í stjórn sjóðsins sitja Gunnar Dungal formaður, Anna Líndal og Guðrún Einarsdóttir. Sjóðurinn var stofn- aður í minningu hjónanna Mar- grétar og Baldvins Pálssonar Dung- al árið 1992. Markmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega myndlist- armenn sem sýnt hafa góðan árang- ur í námi og eru að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni. Alls hafa nú 26 listamenn hlotið styrk úr Lista- sjóði Pennans frá stofnun hans. Olga Soffía Bergmann er fædd árið 1967. Hún hóf nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og útskrifaðist þaðan 1991. Ár- ið 1993 hóf hún framhaldsnám við California College of Arts and Crafts sem lauk með gráðunni MFA árið 1995. Olga hefur haldið 7 einkasýningar og tekið þátt í 10 samsýningum. Þá starfrækir hún rannsóknarstofu Doktors Berg- manns, þar sem kannaðir eru þeir ævintýralegu og furðulegu mögu- leikar sem erfðaverkfræði og klón- un bjóða uppá. Hugmyndin á bak við Doktor Bergmann tengist sam- spili lista og vísinda og þörf lista- mannsins fyrir að hafa áhrif á um- hverfi sitt. Í umsögn dómnefndar með styrk- veitingunni segir: „Með óvenjulegri breidd í efnisvali og efnistökum þar sem rannsóknarferli eða útfærslan er hugmyndin tekst Olgu að birta okkur sinn sérstæða hugmynda- heim, sem er á einhvern hátt eins og annar skóli, kemur eins og ferskur andblær inn í íslenskt listalíf. Það má segja að þarna verði til samruni alþýðulistar og fagurlista.“ Tvö verk keypt Egill Sæbjörnsson er fæddur í Reykjavík 1973. Hann hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1993 og útskrifaðist þaðan 1997. Á ferilskrá Egils eru 12 einkasýn- ingar, 32 samsýningar, 39 gjörn- ingar, 8 samstarfsverkefni auk út- gáfu á hljómdiskum og annarra starfa. Í umsögn dómnefndar segir: „Eg- ill er tilraunaglaður, hann vinnur með eigin líkama, ljósmyndir, býr til myndbandsverk og gjörninga, og hefur tekist á við margmiðlun og tónlist. Í verkinu „Dans III“ frá 1998 tengir Egill saman 150 ljósmyndir til að búa til dansmyndband sem hann varpar síðan á tjald og spilar sjálfur undir á trommur. Þetta er margslungið verk sem hefur farið víða og opnað honum margar dyr. Egill er dæmi um yngstu kynslóðina þar sem ríkir hugmyndagleði, óheft vinnubrögð og mikill hreyfanleiki.“ Sara Björnsdóttir er fædd 1962. Hún hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1991 og útskrifaðist þaðan 1995. Sara fór til Englands í framhaldsnám og stund- aði nám við Chelsea College of Art & Design í London árið 1996–1997. Sara hefur meðal annars haldið 5 einkasýningar og tekið þátt í yfir 20 samsýningum. „Við listsköpun sína nýtir Sara sér gjörninga, mynd- bönd, skúlptúra og ljósmyndir og fjalla verkin oftar en ekki um átökin milli andstæðna og andstæðar hlið- ar á sama viðfangsefni. „Ef þú sest í fangið á mér skal ég faðma þig“ er myndbandsupptaka gjörnings sem Sara bauð uppá á listamessu í Car- acas í Venesúela og við opnun á eig- in sýningu í Gallerí Skugga við Hverfisgötu á þessu ári. Þar sat listamaðurinn með gulan hatt og breiddi út faðminn á móti gestum og gangandi. Gjörningurinn var vel heppnaður og opnaði augu fólks fyrir töfrum hins daglega lífs,“ seg- ir í umsögn dómnefndar. Alls barst sjóðnum 61 umsókn þetta árið. Þrír myndlist- armenn styrktir Morgunblaðið/Þorkell Egill Sæbjörnsson, Olga Soffía Bergmann og Sara Björnsdóttir. DRYKKJUSJÚKUR auðnuleys- ingi og veðmálafíkill, Conor O’Neill (Keanu Reeves), er kominn í ískyggi- leg mál hjá veðmöngurum í Chicago. Getur ekki staðið í skilum og lánar- drottnarnir lúskra óspart á honum. Til bjargar aumu skinni verður hann að taka að sér að þjálfa nokkra þel- dökka drengi í hafnaboltaliði í einu versta fátækrahverfi borgarinnar. Druslast við það með hangandi hendi, rétt til að skrimta áfram hérna megin grafar. Spengileg kennslukona (Diane Lane) ýtir við honum að gera betur. Þegar svo litli sæti Baby G, yngsti meðlimur liðsins, er skotinn til bana í kúlnahríð glæpamanna í bæj- arblokkunum, fyllast allir eldmóði. Jafnvel mannlerinn O’Neill. Ömurleg mynd, byggð á vondum forsendum. Það þarf snöggtum skyn- samari penna en þá sem hér starfa að reyna að nota barnsdráp á uppbyggi- legan hátt, ef slíkt er nokkurn tíma af- sakanlegt. Hér virkar það sem skömm og háðung fyrir alla viðkom- andi. Ekki síst Reeves, sem virðist orðinn fullkomlega dómgreindar- og rænulaus (þó svo að framhald brellu- myndanna Matrix lúri út við sjón- deildarhringinn). Maður sem leikur í Sweeet November og Hardball á sama árinu er ekki með fullum söns- um. O’Neill verður aldrei neitt annað og meira en illa skrifað hlutverk um ómerkilegan labbakút sem nær aldrei að eilífu samúð áhorfandans. Níu litlir negra- strákar KVIKMYNDIR Laugarásbíó Leikstjóri: Brian Robbins. Handritshöf- undur: Jan Gatins. Tónskáld: Mark Ish- am. Kvikmyndatökustjóri: Tom Rich- monds. Aðalleikendur: Keanu Reeves, Diane Lane, John Hawkes, D.B. Sween- ey, Mike McGlone, Graham Beckel. Sýn- ingartími 100 mín. Bandarísk. Para- mount. 2001. HARDBALL 1⁄2 Sæbjörn Valdimarsson Á gleðistundu nefnist ný plata með lögum Atla Heimis Sveins- sonar í flutningi Kammersveitar Reykjavíkur. Ein- leikarar eru Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari. Á plötunni eru fjögur lög. Erjur/ Bickering, Concerto Serpentinada, Á gleðistundu/Moment of Joy og Ice- rapp/Icelandic Rap. Stjórnendur eru Guðmundur Óli Gunnarsson og Bern- harður Wilkinson. Umsögn í plötu- umslag skrifar Árni Heimir Ingólfsson. Erjur voru samdar fyrir Erling Blöndal Bengtsson árið 1997, og frumfluttar af honum og Kammersveit Reykjavíkur í janúar 1999. Concerto serpentinada (Höggormskonsertinn) samdi Atli handa Halldóri Haraldssyni og Kamm- ersveit Reykjavíkur, sem frumflutti verkið undir stjórn Pauls Zukofskys ár- ið 1985. Íslenskt rapp, Rondo fantast- ico eru „skemmtitónlist undir neon- ljósum. Ég nota þessi gömlu íslensku taktskipti 4-3-4-2, og spinn út frá þeim. Og af því það var töluvert af söngfólki í Caput-hópnum, sem frum- flutti kammer-rappið, lét ég þau kveða dálítið í leiðinni,“ segir Atli m.a. í við- tali við Árna Heimi í plötuumslaginu. Á gleðistundu er annað skemmtiverk, tækifærismúsík sem Atli samdi fyrir opnun Borgarleikhússins 1989. Útgefandi er Smekkleysa. Sam- starfsaðilar að útgáfu eru Kamm- ersveit Reykjavíkur, Ríkisútvarpið og Íslensk tónverkamiðstöð. Upptökur fóru fram í maí og júní 2000 og apríl 2001 í Víðistaðakirkju, Hafnarfirði og Salnum, Kópavogi. Hljóðritun: Tækni- rekstrardeild Ríkisútvarpsins. Tækni- maður var Páll Sveinn Guðmundsson. Menningarsjóður Íslandsbanka og Sjóvá-Almennar styrktu útgáfuna. Kammertónlist ♦ ♦ ♦ FANNÝ Jónmundsdóttir sýndi síðast fyrir fáeinum mánuðum á samsýningu nemenda Kjuregei Argunovu í Galleríi Ófeigs við Skólavörðustíg. Þar sýndi hún at- hyglisvert borð í forngrískum stíl sem bar vott um töluverða útsjón- arsemi í notkun mósaíkflísa. „Óður til móður“ í Grafarvogs- kirkju er af allt öðrum toga. Sýn- ingin er mestan part byggð á íkon- um og málverkum af Maríu Guðsmóður með barnið og virðist sem Fanný reyni að fylgja fyrir- myndunum eins og kostur er. Að minnsta kosti má þekkja margan orgínalinn af mósaíkmyndum henn- ar þótt vissulega skorti eftirgerðina flestöll blæbrigði upphaflegu mynd- anna. Í sjálfu sér er það spurning hvers vegna Fanný gerir sér jafn- lítið far um að fylgja eigin fyrir- myndum og raun ber vitni. Í stað þess að búa til eigin helgimyndir sem hentað gætu mósaík-miðlinum kýs hún að fara í smiðju til rúss- neskra meistara sem máluðu með temperatækni á tré og gyllingu, málmplötur, gipsgrunn, keramik og fílabein, eða endurreisnarmálara á borð við Rafael, sem máluðu oftast með olíulitum á panel eða striga. Það er afar sjaldgæft að íkon séu úr mósaík, en þó voru á fjórtándu öld búnar til Maríumyndir úr mun fínlegri mósaíkflísum en þeim sem Fanný notar. Hins vegar er sér- kennilegt að hún skuli ekki leita í snemmkristna hefð á borð við kirkjulistina í Ravenna frá sjöttu öld. Þar er nefnilega að finna ein- hver fegurstu mósaíkverk sem gerð hafa verið. En Fanný lætur sér því miður nægja föndur án beinnar persónu- legrar sköpunar. Það er synd því svona föndri fylgir ekki nægilegur tjáningarmáttur til að kallast list. Myndir hennar verða því naumast gagnrýndar sem slíkar, svo lausar eru þær við raunverulegar listræn- ar áherslur. Hins vegar eru þær ekki ósnotrar sem skraut, enda hlýtur það að vera takmarkið sem Fanný lagði upp með þegar hún fann hjá sér hvöt til að búa þær til. Eftirmyndir í mósaík Ein af mósaíkmyndum Fannýjar Jónmundsdóttur. MYNDLIST Grafarvogskirkja Til áramóta. Opið daglega frá 9–17. MÓSAÍK – FANNÝ JÓNMUNDSDÓTTIR Halldór Björn Runólfsson MATEJ Šarc óbóleikari, Svava Bern- harðsdóttir víóluleikari, Elísabet Waage hörpuleikari og Guðrún Birg- isdóttir flautuleikari halda tónleika í Langholtskirkju í dag kl. 17. Guðrún býr í Kópavoginum, Elísa- bet í Hollandi, en þau Svava og Matej í Ljúbljana í Slóveníu. Svava segir efnisskrá tónleikanna mjög fjöl- breytta. „Við leikum Skálholtstríó fyrir óbó, víólu og hörpu, eftir Misti Þorkelsdóttur, sem hún samdi fyrir okkur árið 1994, þegar hún var stað- artónskáld í Skálholti. Þetta er stutt og skemmtilegt verk og húmor í því. Guðrún og Matej leika Dúó númer tvö fyrir flautu og óbó eftir Wilhelm Friedemann Bach og við Elísabet leikum Canto fyrir víólu og hörpu eft- ir slóvenskt tónskáld, Uros Krek. Krek er eitt virtasta núlifandi tón- skáld Slóvena og verkið er mjög fal- legt. Eftir hlé leikur Matej Sequenzu fyrir óbó eftir Luciano Berio, en hann er á leiðinni til Kanada eftir áramót að taka það upp fyrir Naxos-útgáf- una. Í lokin leikum við stöllurnar svo sónötu fyrir flautu, víólu og hörpu eft- ir Claude Debussy. Þarna eru sóló, dúó og tríó; eitthvað fyrir alla og mjög fjölbreytt.“ Fjórmenningarnir hafa leikið sam- an áður og hittast oft þegar hópurinn er allur á Íslandi. Svava og Matej leika bæði með Slóvensku fílharmón- íusveitinni, og þar er ekki gefið frí nema til þarfra hluta. „Þar er ein- ungis gefið leyfi ef maður ætlar að halda kammertónleika. Og við ákváðum bara að drífa í því og nota tækifærið í leiðinni að kynna slóv- enska tónlist hér á Íslandi,“ segir Svava. Fílharmóníusveitin sem þau leika með heldur upp á 300 ára af- mæli sitt í vetur. Brahms og Beethov- en voru þar heiðursfélagar á sínum tíma, og Mahler var aðalstjórnandi hljómsveitarinnar árið 1881. Nóg að gera í Ljúbljana Matej og Svava hafa nóg að gera á þessum söguríka stað. Auk þess að leika með hljómsveitinni kennir Svava víólunemendum við tónlistar- háskólann og leikur með kammer- sveit sem kemur víða fram í landinu. Matej leikur með blásarakvintett sem heitir Slowind, en tekur það fram að nafnið hafi hvorki með iðnað né vinda að gera, þótt það sé tvírætt. „Þetta er bara stytting á Slovenian Winds. Við erum með okkar eigin tónleikaröð, og spilum bæði blásara- kvintetta, en erum líka með blandaða tónleika með strengjum til dæmis eða slagverki. Við vorum í tónleikaferð í Bandaríkjunum í vor, og gáfum út geisladisk eftir ferðina. Þá kom upp vandamál, því búið var að hanna kápu disksins, þar sem var mynd af New York með turnana tvo í forgrunni. Eftir 11. september urðum við að breyta útliti disksins, og settum í staðinn mynd af Frelsisstyttunni. Nú, við Svava kennum svo bæði á sumarnámskeiðum í strandbænum Piran,“ segir Matej, og Svava bætir við: „Porto Roz var eitt sinn vinsæll ferðamannastaður. Piran er í göngu- færi þaðan. Staðirnir eru þó allt öðru vísi, í Porto Roz er hótel við hótel, en Piran er fiskibær frá miðöldum. Mat- ej er listrænn stjórnandi námskeið- anna og við höfum fengið nokkra Ís- lendinga til okkar. Þarna er ekkert gert annað en að æfa og spila, liggja á ströndinni þess á milli og kæla sig í sjónum.“ „Aðeins gefið frí til tónleikahalds“ Morgunblaðið/Kristinn Elísabet Waage, Matej Šarc, Guðrún Birgisdóttir og Svava Bernharðs- dóttir leika á tónleikum í Langholtskirkju í dag. Þeir hefjast kl. 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.