Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 57 NÚ er að sjá hvernig gekk að leysa hinar „hversdagslegu“ bridsþrautir sem voru í blaðinu á Þorláksmessu. Fyrsta þraut. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁDG10 ♥ Á98 ♦ ÁK7 ♣1098 Vestur Austur ♠ 9754 ♠ K863 ♥ 54 ♥ 76 ♦ DG106 ♦ 9832 ♣D65 ♣432 Suður ♠ 2 ♥ KDG1032 ♦ 54 ♣ÁKG7 Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 grönd Pass 3 hjörtu Pass 4 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 7 hjörtu Pass Pass Pass Sagnir: Norður sýnir 18–19 punkta með stökki sínu í tvö grönd og hækkar svo óbeint í fjögur hjörtu með fyrir- stöðusögn. Suður spyr um lykilspil og fær upp þrjá ása og lætur þá vaða í al- slemmu. Spilamennskan: Vestur kemur út með tíguldrottningu, sem sagnhafi tek- ur með ás og aftrompar AV í tveimur umferðum. Áætlunin snýst nú um að samnýta möguleikana í laufi og spaða. Best er að taka fyrst ÁK í laufi. Ef drottningin fellur önnur þarf ekki spila lengur, en ef ekki, er spaða spilað á ás- inn og trompsvínað fyrir spaðakónginn í austur. Vinningslíkur eru rúmlega 66% (16% líkur eru á Dx og trompsvíningin er 50%). Önnur þraut. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ Á972 ♥ G4 ♦ ÁK1032 ♣D5 Vestur Austur ♠ 8653 ♠ KD4 ♥ K86 ♥ D1092 ♦ 7 ♦ D865 ♣G7643 ♣102 Suður ♠ G10 ♥ Á753 ♦ G94 ♣ÁK98 Vestur Norður Austur Suður -– 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 3 grönd Pass Pass Pass Sagnir: Strangtrúaðir sagnvísinda- menn myndu fara sér hægar á spil suð- urs, segja tvö lauf (þ.e. nota fjórða lit- inn) við einum spaða til að afla frekari upplýsinga. Hagsýnni spilarar hirða ekki um slíkt, því þótt fyrirstaðan í hjarta sé veik, hefur suður sagt hjarta og það fælir frá útspili í litnum. Spilamennskan: Vestur kemur út með spaðasexu, sem gæti verið eitt og annað – fjórða hæsta frá KD86, toppur af engu, eða annað hæsta frá lélegum lit. En sagnhafa varðar svo sem ekkert um það. Hann sér það eitt að spilið er 100% hvernig sem legan er, ef rétt er að málum staðið. Mikilvægt er að taka strax á spaðaásinn. Ef austur fær fyrsta slaginn gæti hann tekið upp á því að skipta yfir í hjarta og þá er spilið í bull- andi taphættu. Eftir spaðaásinn er öruggast að spila tígulás og smáum tígli úr borði. Þannig eru fjórir slagir öruggir á tígul þótt lit- urinn brotni 4–1 eða 5–0. Það væri óná- kvæmt að spila ÁK og þriðja tíglinum, því ef drottningin er fjórða úti hnekkir vörnin spilinu með því að dúkka. Taktu eftir því að það er sama hvern- ig spaði varnarinnar skiptist, AV fá aldrei nema tvo slagi á litinn þótt tekið sé á ásinn í fyrsta slag. Þriðja þraut. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁKD43 ♥ 543 ♦ 84 ♣ÁDG Vestur Austur ♠ G9862 ♠ 10 ♥ 10976 ♥ -- ♦ ÁK5 ♦ DG1097632 ♣6 ♣K542 Suður ♠ 75 ♥ ÁKDG82 ♦ – ♣109873 Vestur Norður Austur Suður – – 4 tíglar 4 hjörtu 5 tíglar 6 hjörtu Pass Pass Pass Sagnir: Ætti vestur að fórna yfir sex hjörtum? Sennilega, því þrátt fyrir fjór- lit í trompi á vestur litla vörn. Hins veg- ar má hann búast við að sjö tíglar fari ekki meira en þrjá niður, miðað við það að austur eigi áttlit og a.m.k. þrjú lauf, sem er sennilegt. En það er alltaf erfið ákvörðun að fórna yfir slemmu eftir slíkar sagnir og svo er alls ekki víst að sex hjörtu vinnist í þessari legu! Spilamennskan: Það þarf alltént að vanda sig. Út kemur tígulkóngur, sem suður trompar og leggur niður hjarta- ás. Þegar austur hendir tígli í þann slag verður þessi „borðleggjandi“ slemma skyndilega að flóknu spili. Vandinn er ná í tvo laufslagi án þess að missa vald á spilinu – stíflan í litnum er óþægileg. Ef sagnhafi tekur fjórum sinnum hjarta (hendir spaða úr borði) og spilar svo laufi á drottningu, drepur austur og spilar tígli. Suður þarf að stinga með síðasta trompinu og kemst ekki heim til að taka tólfta slaginn á frílauf. Það er engin lausn að henda laufgosa í fjórða trompið, því þá dúkkar austur og frystir sagnhafa í borði. Eina örugga leiðin er að þessi: Í fjórða hjartað hendir sagnhafi TÍGLI úr blindum. Spilar svo laufás og drottn- ingu. Austur drepur til að stífla litinn og spilar tígli, sem suður trompar með síð- asta trompinu en hendir nú laufgosa úr borði og greiðir þannig leiðina fyrir 109. Fjórða þraut. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 864 ♥ G1084 ♦ K8 ♣ÁKG9 Vestur Austur ♠ 7 ♠ KDG92 ♥ 76 ♥ 5 ♦ 95432 ♦ DG107 ♣107642 ♣D53 Suður ♠ Á1053 ♥ ÁKD932 ♦ Á6 ♣8 Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf 1 spaði 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 5 spaðar Pass 5 grönd Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Sagnir: Tveggja hjarta sögn suðurs er krafa, en ekki hækkun norðurs í þrjú. Suður spyr um lykilspil, fær upp einn ás og spyr þá um fyrirstöðu í spaða. „Ég á tóma hunda í spaða,“ segir norður með því að svara á ódýrasta þrepi og suður biður þá afskökunar á ónæðinu. Þetta er útfærsla á Roman-lykilspila- spurningunni í anda Kantars. Spilamennskan: Vestur kemur út með spaðasjöu og suður tekur gosa austurs með ás. Svíning í laufi gæti gef- ið tólfta slaginn, en í raun eru hún óþörf, því spilið vinnst alltaf eftir annarri leið ef vestur er með laufdrottningu. Sagnhafi tekur tvisvar tromp, spilar svo ÁK í laufi og trompar lauf. Í þessu tilfelli fellur drottningin þriðja í austur og þá er spilinu lokið. En ef drottningin hefði ekki látið sjá sig, væri næsta verk að taka tígulás og kóng, spila laufgosa og henda spaða heima. Vestur má fá þann slag, því eftir sögnum að dæma á hann ekki fleiri spaða til og verður að spila út í tvöfalda eyðu. Og þá hverfur spaðatapslagurinn heima. Fimmta þraut. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 743 ♥ DG98765 ♦ 86 ♣D Vestur Austur ♠ D1062 ♠ K98 ♥ 3 ♥ K42 ♦ D105 ♦ G9742 ♣G10753 ♣86 Suður ♠ ÁG5 ♥ Á10 ♦ ÁK3 ♣ÁK942 Vestur Norður Austur Suður – – – 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Sagnir: Suður sýnir 23-24 HP og jafna skiptingu með tveimur gröndum í kjölfar alkröfunnar. Síðan yfirfærir norður í hjarta og hækkar í fjögur. Suð- ur skilur það sem slemmutilboð, því án nokkurs áhuga hefði norður beitt Tex- as-yfirfærslu á fjórða þrepi – sagt fjóra tígla við tveimur gröndum. Spilamennskan: Vestur kemur út með smáan spaða og austur lætur kóng- inn. Það er drepið með ás og nú er það forgangsverkefni að henda tveimur spöðum í borði niður í ÁK í laufi. Því er laufi spilað á drottningu og síðan TÍGLI heim á ás – ekki trompi á ásinn. ÁK í laufi koma næst og tveimur spöðum er hent. En lauflegan er slæm og austur trompar þriðja laufið. En sem betur fer kemur það ekki að sök, því nú má svína hjartatíu og ná trompinu af austri. Lokaorð: Enga sérstaka tæknikunn- áttu þarf til að leysa þessar þrautir, að- eins vandvirkni og yfirsýn. En þetta eru spilin sem telja við borðið. Lausnir á jólaþrautum BRIDS Guðm. Páll Arnarson „ÍSLAND er smáþjóð og þess vegna verða Íslendingar að halda fast í menningu sína.“ „Ef við töpum ís- lenskri tungu þá týnumst við í heiminum.“ Þetta eru sjónarmið sem ég heyri oft sem andsvar við hugmyndum um kosti þess að Ís- land verði að fjöl- menningarlegu samfélagi. Ótti við að íslensk menning skaðist í fjölmenningarlegu samfélagi virðist vera tiltölulega al- gengur á meðal Íslendinga. Eru slík- ar áhyggjur skynsamlegar? Hugs- um málið. Sjálft hugtakið menning er mjög víðtækt og óskýrt en hér ætla ég að benda á þrjú atriði sem eru nátengd hverri menningu, þ.e. tungumál, trúarbrögð og tækninýjungar. 1. Tungumál Skoðum íslenska tungu út frá fjöl- menningarlegum sjónarmiðum. Það gætir mikils misskilnings hvað þetta málefni varðar. Íslenska verður áfram opinbert tungumál á Íslandi þrátt fyrir að ís- lensk þjóð verði fjölmenningarleg. Innflytjendur sem hyggjast setjast að hér á landi munu verða mjög hvattir til að læra íslensku. Ég þekki mjög fáa innflytjendur sem ekki vilja eindregið læra íslensku. Tungu- málakunnáttan skiptir miklu máli og við vitum það vel. Hins vegar þekki ég marga útlendinga sem eru í slæmri aðstöðu til að stunda nám í íslensku. Ástæður geta verið fjöl- skylduaðstæður eða fjármál o.fl. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að móta betri stefnu um íslenskunám fyrir innflytjendur. Ég get ekki farið nánar út í ákveðna stefnu hér, held- ur langar mig til að benda á eftirfar- andi atriði. Í fyrsta lagi tekur það langan tíma fyrir innflytjanda að tileinka sér ís- lensku sem lifandi tungu. Hann get- ur líklega aldrei náð jafnri leikni og innfæddur Íslendingur. Samt sem áður er hann jafnmikill íbúi landsins og aðrir. Þetta er staðreynd sem bæði innflytjendur og Íslendingar þurfa að viðurkenna. Að mínu mati eru það Íslendingar sem þurfa að íhuga þetta enn frekar. Í öðru lagi er nauðsynlegt að bæta þjónustu fyrir þá innflytjendur sem hafa enn ekki tileinkað sér íslenskt mál. Það þarf t.d. að bæta túlkaþjón- ustu hjá opinberum stofnunum á landsbyggðinni og veita upplýsingar á fleiri tungumálum en íslensku. Sérstaklega finnst mér að fjölmiðlar ættu að sýna meiri skilning með því t.d. að birta efni á ensku. Hvað er at- hugavert við að taka frá tiltekið rými í fjölmiðlunum og birta þar efni á ensku? Þannig væri hægt að ná til útlenskra íbúa og um leið veita þeim meiri hlutdeild í þjóðfélaginu. Efnið gæti t.d. verið varðandi ráðningar- auglýsingar eða almenna umræðu sem varðar líf innflytjenda. Í þriðja lagi talar önnur kynslóð innflytjenda góða íslensku. Það er aðeins fyrsta kynslóð sem talar sæmilega íslensku. Hafa þeir í al- vöru slæm áhrif á íslenska tungu? Það held ég ekki. Hættan sem steðj- ar að íslensku máli er fyrst og fremst komin frá yngri kynslóðum Íslendinga sjálfra. Hreintungu- stefna, ef hún er enn gild í þjóðfélag- inu, skal miðast við að kenna yngri kynslóðum að varðveita tunguna sína og einnig að bera jafnmikla virðingu fyrir öðrum tungum. Það er út í hött að þjóðin krefjist þess að innflytjendur læri þessa erfiðu tungu fullkomlega um leið og inn- fæddir Íslendingar sjálfir vanrækja viðleitni til að varðveita tunguna. 2. Trúarbrögð Ég er þjónandi prestur þjóðkirkj- unnar, en mér finnst samt mikilvægt að viðurkenna mismunandi trúar- brögð í þjóðfélaginu og tryggja trúarlíf fólks í reynd. Óskir um sam- ræðu á milli trúarbragða má nú glöggt greina á meðal starfsfólks heilbrigðisþjónustu. Ég sé slíkt sem gott dæmi um að þjóðin er að verða að fjölmenningarlegu samfélagi. Mismunandi trúarbrögð eru alls ekki óvinir eða hætta við kristna trú. Þvert á móti eru þau eins og spegill fyrir okkar kristnu kirkju til að sjá sjálfa sig betur. Með því að kynnast öðruvísi trúarbrögðum fáum við tækifæri til að endurskoða okkar eigin trú og staðfesta hana. Líkt og með tungumálið er hættan sem steðjar að kristinni trú komin frá kirkjunni sjálfri, ekki síst frá sjálfs- ánægju hennar sem er að sumu leyti afleiðing þess að kristni á sér 1000 ára sögu á Íslandi. Hlutverk þjóð- kirkjunnar er enn stórt, en samt breiðist vanhelgun mikið út í þjóð- félaginu. Að mínu viti er vanhelgun merki þess að trú er að ýmsu leyti orðin að innantómum siðum sem hafa ekki raunverulega þýðingu í lífi fólks. Samræða við önnur trúar- brögð er gott tækifæri fyrir þjóð- kirkjuna til að endurmeta sjálfs- mynd sína. Að þessu leyti er trúarleg fjölhyggja í þjóðfélagi blessun Guðs. 3. Menningarlegar hefðir og tækninýjungar Ísland er nú vel þekkt í Japan sem þjóð sem er háþróuð í notkun far- síma og netkerfa. Það er e.t.v. erfitt að finna einhvern einstakling sem er ekki með farsíma á Íslandi. Spurningin er þá; teljast þessar tækninýjungar til íslenskrar menn- ingar? Auðvitað eru þessar tækni- nýjungar hvergi í heiminum hluti af hefðbundinni menningu. Það er eðli tækninýjunga að þær færa menn- ingu eitthvað sem ekki var áður til staðar. Með ógnarhraða byrja þær að skipta miklu máli í þjóðfélaginu. En eru þessar nýjungar alltaf til góðs? Mér finnst meira áríðandi fyrir Ís- lendinga að íhuga samruna hefð- bundinnar menningar og samtíma- legra tækninýjunga en að líta fjölbreytni í þjóðfélaginu hornauga. Tækninýjungar færa þjóðfélagi þægindi en þær geta einnig orðið að skrímsli sem eyðileggur margar af hefðum mannkynsins. Engin menning er óbreytanleg ef við skoðum hana yfir langt tímabil. Við getum ekki komið í veg fyrir að þjóðir heims verði fjölmenningarleg- ar. Við getum heldur ekki neitað að notfæra okkur tækninýjungar. Það sem við getum hins vegar gert er að setja alltaf skynsamleg takmörk og reyna þannig að beina samfélaginu í rétta átt. Eins og kemur fram hér að fram- an sé ég enga ástæðu til að hafa áhyggjur af framtíð Íslands vegna aukinnar fjölbreytni í þjóðfélaginu. Fjölmenningarlegt samfélag skaðar ekki íslenska menningu. Alvarlegra mál til íhugunar um menningu er hins vegar hvernig Íslendingar, bæði innfæddir og innflytjendur, læra að notfæra sér alls konar nýj- ungar í þjóðfélaginu á skynsamlegan hátt. Hvað þetta varðar stöndum við öll í sömu sporum. TOSHIKI TOMA, prestur innflytjenda og situr í fjölmenningarráði. Skaðar fjöl- menningarlegt samfélag íslenska menningu? Frá Toshiki Toma: Toshiki Toma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.