Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ ER búið að gefa tæplega 340 bókapakka með Íslendingasögunum í enskri þýðingu í Kanada en um er að ræða þjóðargjöf frá Íslendingum í fyrra, þegar 1000 ár voru liðin frá komu Leifs Eiríkssonar til Ameríku. Alls voru gefnir 500 bókapakkar og hefur Ray Johnson, fyrrverandi formaður Þjóðræknisfélags Íslend- inga í Vesturheimi, yfirumsjón með dreifingunni í Kanada. Dreifingin hófst í febrúar sl. og segir Ray John- son að enn eigi 162 pakkar eftir að fara frá sér. „Þetta hefur gengið samkvæmt áætlun en nú um áramót- in förum við yfir stöðuna og komum pökkunum sem eftir eru á rétta staði.“ Bókunum hefur verið dreift vítt og breitt um Kanada, fyrst og fremst til skóla og bókasafna en einnig Íslend- ingafélaga og annarra stofnana. Flestum pökkum hefur verið veitt móttaka í Manitoba eða um 100 en gjöfunum hefur verið dreift í öllum fylkjum landsins. Margir hafa lagt hönd á plóg og á stundum hefur mikið verið haft fyrir því að koma bókunum á áfangastað. Í því sambandi má nefna að Joe Hall- dorson, flugmaður í Edmonton, flaug með bækur til Yellowknife og Inuvik í norðvesturhéruðum Kan- ada, um 1.150 mílur aðra leið, og fóru þrír dagar í ferðina. Hann segir að yfirmenn bókasafnsins í Yellowknife hafi verið yfir sig hrifnir af bókunum og haft á orði að vonandi yrði hægt að setja upp sýningu um landkönn- uði norðursins þar sem Íslendinga- sögurnar yrðu í öndvegi en Deborah Bruser bókasafnsvörður tók við gjöf- inni fyrir hönd safnsins. Í Yelloknife hitti hann Michael Miltonberger frá Fort Smith sem tók við þjóðargjöf- inni fyrir hönd safnsins þar. Í Inuvik tóku Nora Dixon og Vicki Billingsley á bókasafninu þar við gjöfinni. Elva Sæmundsson frá Árborg til vinstri afhendir Louise Fréchette á bókasafninu í Nunavut bókapakkann. Dreifing þjóðargjafarinnar í Kanada gengur vel Búið að gefa á fjórða hundrað bókapakka Á bókasafninu í Inuvik afhenti Joe Halldorson flugstjóri Noru Dixon og Vicki Billingsley þjóðargjöfina.       V afasamt verður að teljast að lands- menn taki „jóla- glaðningi“ Rík- isútvarpsins fagnandi, en nú um áramótin eiga afnotagjöld þess að hækka um 7%. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa réttlætt hækkun á afnota- gjöldunum með því að þau hafi ekki tekið hækkunum í sam- ræmi við verð annarrar þjón- ustu á undanförnum misserum. En munurinn er sá að fólk hef- ur val um hvort það kaupir sér aðra sambærilega þjónustu, en ef það vill á annað borð nýta sér útsendingar útvarps- og sjón- varpsstöðva er það neytt til að greiða afnotagjöld til Rík- isútvarpsins. Því eins og kunn- ugt er verða allir eigendur sjón- varps- og útvarpsviðtækja að greiða sinn toll til stofn- unarinnar, hvort sem þeir hafa áhuga á að fylgjast með dagskrá hennar eður ei. Áskrifandi að Stöð 2 getur mótmælt hækkun áskrift- argjalda þeirrar stöðvar með því að segja áskriftinni upp, en hann er hins vegar nauðbeygður til að taka á sig hækkun afnota- gjalda RÚV og hefur engin tök á að mótmæla. Sömuleiðis geta áskrifendur að frjálsu sjónvarpsstöðvunum mótmælt dagskrárstefnu þeirra með því að framlengja ekki áskriftina, en áhorfendur Rík- issjónvarpsins (og því miður all- ir sem hafa hug á að horfa á sjónvarp yfir höfuð) hafa hins vegar engin slík úrræði til að láta skoðun sína í ljós. Allir hljóta að sjá að þessi nauðungaráskrift að stöðvum RÚV skaðar með beinum hætti möguleika einkarekinna stöðva til þess að spjara sig á mark- aðnum og margoft hefur verið á það bent að óeðlilegt sé að ríkið þrengi þannig að samkeppn- isstöðu einkaaðila. Og til að bæta gráu ofan á svart hefur RÚV ekki einungis rétt til að innheimta skatt af öllum við- tækjaeigendum á Íslandi, heldur keppir það líka við einkastöðv- arnar á auglýsingamarkaði. (Það er athygli vert að þrátt fyrir þessa yfirburðastöðu sína hefur Ríkisútvarpið verið rekið með tapi í átta af undanförnum tíu árum og stefnir í að stofnunin verði rekin með um 300 milljóna króna halla á þessu ári. Það hlýtur að segja sitt um stjórnun stofnunarinnar – og um slíkan ríkisrekstur almennt.) Sem betur fer átta margir sig á því hve óeðlilegt það er að rík- isvaldið vegi með þessum hætti að atvinnurekstri einstaklinga. Ýmsir hafa því lagt til að af- notagjöld RÚV verði aflögð og að stofnunin verði þess í stað sett á fjárlög. Það er þó ekki ýkja vænleg leið, meðal annars vegna þess að almennt er heppi- legra að álögur á almenning séu sýnilegar (eins og afnotagjöld- in), því ella er hætta á að vit- undin slævist um hvernig skattfé okkar er varið. Eftir sem áður hefði RÚV einnig óeðlilegt forskot á keppinautana og eftir stæði að ríkið héldi uppi rekstri sem einkaaðilar gætu sinnt. Eina raunverulega lausnin er að taka skrefið til fulls og leggja RÚV niður, að minnsta kosti í núverandi mynd. Leitast ætti við að selja afþreyingarstöðv- arnar Ríkissjónvarpið og Rás 2, en þó mætti halda gömlu Guf- unni eftir til að sinna öryggis-, upplýsingar- og fræðslu- hlutverki. Almennt verður að teljast vafasamt að ríkið standi í at- vinnurekstri sem einkaaðilar eru færir um að sinna. En ef til vill má færa rök fyrir því að réttlætanlegt væri að ríkið ræki sjónvarpsstöð ef dagskrá henn- ar byggðist einvörðungu á vönd- uðu fræðsluefni, fréttum og menningarumfjöllun, sem með því að auka menntun og upplýs- ingu almennings væru til þess fallin að styrkja stoðir lýðræð- isins í landinu. Enda væri slík stöð væntanlega ekki í beinni samkeppni við einkastöðvar. Það er hins vegar ekki með nokkru móti hægt að sjá hvers vegna ríkið ætti að standa í því að útvarpa afþreyingarefni; slík starfsemi hefur engan mennt- unarlegan eða lýðræðislegan til- gang og henni eru aðrir aðilar fullfærir um að sinna. Engu að síður er raunin sú að dagskrá Ríkissjónvarpsins byggist fyrst og fremst á ómerkilegri afþreyingu. Rík- issjónvarpið stendur sig engu betur en einkafjölmiðlar í því að flytja menningarefni, fræðslu- þætti, íslenskt efni eða fréttir. „Flaggskip“ stöðvarinnar eru þvert á móti innihaldsrýrir af- þreyingarþættir á borð við sjúkrahúsdramað Læknavakt- ina, hin bersöglu Beðmál í borg- inni, ofbeldisfullu mafíusögurnar af Soprano-fjölskyldunni og út- þynnta hallærismagasínið Milli himins og jarðar. Í þessum þátt- um fer alltént fjarskalega lítið fyrir efni „á sviði lista og bók- mennta, vísinda og sögu“, eins og lög kveða á um að Rík- isútvarpið skuli flytja, og þaðan af síður „almennri fræðslu“. Undirrituð er þeirrar skoð- unar að ríkisvaldið hafi hlut- verki að gegna við menntun og uppfræðslu landsmanna og gæti því hugsanlega sætt sig við að ríkið ræki sjónvarpsstöð þar sem eingöngu væru sýndir upp- lýsandi þættir um sögu, stjórn- mál, vísindi, menningu og listir, vandaðar fréttaskýringar og metnaðarfullir fréttatímar, um- ræðuþættir um málefni líðandi stundar og tímamótaverk úr kvikmyndasögunni (ó, hve fjarri þetta er raunveruleikanum á RÚV!). En séu menn þeirrar hyggju að ríkið eigi að koma að slíku upplýsingar- og fræðslustarfi í sjónvarpi má þó benda á betri leið. Eðlilegast væri að ríkið stæði ekki sjálft í sjónvarps- rekstrinum, heldur léti nægja að styrkja framleiðslu einkaaðila á sjónvarpsefni sem síðan væri sýnt á einkareknum stöðvum. Þannig væri fé almennings ekki sóað í að fjármagna yfirbygg- ingu ríkisstofnunar, tækjabúnað og dreifikerfi, heldur myndi það nýtast að fullu til að ná þeim markmiðum sem að væri stefnt. Ríkis- afþreying Eina raunverulega lausnin er að taka skrefið til fulls og leggja RÚV niður, að minnsta kosti í núverandi mynd. VIÐHORF Eftir Aðalheiði Ingu Þorsteinsdóttur aith@mbl.is VIKUBLAÐIÐ Lögberg-Heims- kringla í Winnipeg í Kanada hefur stofnað styrktarsjóð með því mark- miði að safna 50.000 kanadískum dollurum, um 3,2 milljónum króna, á næstu sex mánuðum til styrktar útgáfu blaðsins. Marno Olafson, formaður söfn- unarnefndar, segir að peningunum verði m.a. varið til að bæta tækja- kost blaðsins og í útbreiðslustarf. Hann segir að ekki sé aðeins verið að safna peningum heldur vekja at- hygli á því að öll aðstoð komi sér vel. Í því sambandi nefnir hann kaup á gjafaáskriftum og auglýs- ingar auk þess sem efni í blaðið sé alltaf vel þegið. Grant Stefanson, varaformaður stjórnar Lögbergs-Heimskringlu, segir að blaðið sé mikilvægur þátt- ur í því að viðhalda íslenskri menn- ingu í Norður-Ameríku og því hafi allur stuðningur við það mikið að segja. Blaðið Heimskringla var stofnað 1886 og Lögberg 1888 en blöðin voru sameinuð 1959. Síðan hefur Lögberg-Heimskringla kom- ið út vikulega. Fyrir sameininguna voru blöðin skrifuð á íslensku og sami háttur var hafður á, þar til enskan varð alls ráðandi fyrir nokkrum árum. Blaðið er yfirleitt átta blaðsíður og kemur út á föstu- dögum, en ritstjóri er Lillian Vil- borg. Lögberg-Heimskringla stofnar styrktarsjóð Söfnun til styrktar útgáfu blaðsins ALMANAK Hins íslenska þjóðvina- félags er komið út í 128. sinn, en það kom fyrst út í Kaupmannahöfn árið 1874. Almanakið hefur alla tíð komið út á vegum Þjóðvinafélagsins og um langa hríð í samprenti með Almanaki Há- skóla Íslands. Auk almanaksins sjálfs hefur árbók Íslands alltaf verið fastur liður í ritinu, en í henni hefur jafnan verið fjöldi upplýsinga um ís- lenskt þjóðlíf. Þorsteinn Sæmunds- son stjörnufræðingur hefur reiknað og búið almanakið sjálft til prentunar, en árbókina fyrir árið 2000 ritar Heim- ir Þorleifsson sagnfræðingur. Í henni er yfirlit um árferði, atvinnuvegi, íþróttir, verklegar framkvæmdir, mannalát og margt fleira. Forseti Hins íslenska þjóðvinafélag er Ólafur Ásgeirsson þjóðminjavörður. Umsjónarmaður Almanaksins er Jóhannes Halldórsson cand. mag. Prentsmiðjan Oddi prentaði ritið og það er Sögufélag, Fischersundi 3, sem sér um dreifingu. Ritið er 212 bls. Unnt er að gerast áskrifandi hjá Sögufélagi, og þar eru einnig fáan- legir eldri árgangar. Verð: 1.450 kr. Rit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.