Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 27
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 27 TILLÖGUR til breytinga á sam- þykktum Kaupþings hf., sem lúta að því að félagið fái viðskiptabanka- leyfi, voru samþykktar samhljóða á hluthafafundi félagsins í gær. Nafn félagsins eftir breytingu er Kaup- þing banki hf. og verður félagið við- skiptabanki og starfar samkvæmt lögum um viðskiptabanka og spari- sjóði. Tilgangur félagsins er fjármála- þjónusta og önnur sú starfsemi sem rekin er í eðlilegum tengslum við hana. Hlutafé aukið til að efna samninga Á hluthafafundinum var einnig samþykkt að veita stjórn Kaupþings heimild til að hækka hlutafé félags- ins um allt að 150 milljónir króna með útgáfu nýrra hluta. Skal þeim varið til efnda á samningum frá 28. nóvember síðastliðnum við hluthafa í finnska verðbréfafyrirtækinu Sofi, um skipti á hlutum í því félagi fyrir hluti í Kaupþingi. Í þriðja lagi var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 370 millj- ónir króna með útgáfu nýrra hluta, sem skal varið til efnda á samning- um við hluthafa í Frjálsa fjárfesting- arbankanum hf., sem gerður var 21. desember 2001, um skipti á hlutum í því félagi fyrir hluti í Kaupþingi. Núverandi hluthafar í Kaupþingi hafa ekki forgangsrétt til þeirra nýju hluta sem gefnir verða út vegna samninganna, annars vegar við hlut- hafa í finnska verðbréfafyrirtækinu Sofi og hins vegar við hluthafana í Frjálsa fjárfestingarbankanum. Á stjórnarfundi Kaupþings í gær var tekin ákvörðun um að nýta heim- ild hluthafafundarins um hlutafjár- hækkun. Hlutafé félagsins verður því hækkað um 419,2 milljónir og verður eftir hækkunina um 1.628,6 milljónir króna. Gert vegna við- skiptabankaleyfis Hluthafafundur samþykkir breyt- ingar á samþykktum Kaupþings hf. MINNI tekjur af sölu ríkiseigna á árinu 2001 en að var stefnt hafa enga grundvallar- eða efnahags- lega þýðingu, þar sem tekjunum hefur ekki verið ráðstafað, að sögn Geirs H. Haarde fjármálaráðherra. Hann segir kjarna þessa máls þann að skynsamlegra sé að láta önnur sjónarmið ráða sölu af þessu tagi en tiltekna dagsetningu eins og áramót. Sölu frestað Mestu máli skipti að fá sem eðli- legast og best verð fyrir umræddar eignir almennings. Ríkisstjórnin stefndi að því að selja umtalsverðan hlut í Lands- símanum, Landsbankanum, Búnað- arbankanum og Íslenskum aðal- verktökum á árinu 2001. Af þessu hefur ekki orðið nema hvað um 5% hlutur í Landssímanum seldist í út- boði í september síðastliðnum en stefnt hafði verið að því að selja þá 24% hlut í fyrirtækinu. Sölu á fjórðungshlut í Landssímanum til kjölfestufjárfestis, sem að var stefnt fyrir áramót, hefur verið frestað, sem og sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum, Búnaðarbankan- um og í Íslenskum aðalverktökum. Geir segir að óviðráðanlegar ástæður hafi orðið þess valdandi að sölu ríkiseigna hafi seinkað. Engin sérstök fjárþörf ríkissjóðs skapist vegna þessa, ekki þurfi að taka lán og enginn nýr kostnaður komi til. „Stefna ríkisstjórnarinnar er óbreytt. Hún ætlar sér að selja þau ríkisfyrirtæki sem eru betur komin úti á markaðinum en í opinberri eigu. Hvernig ríkisreikningurinn fyrir árið 2001 lítur út á endanum er ekki grundvallaratriði efnahags- lega séð. Ákvörðun um frestun er tekin út frá því sem er best fyrir seljandann,“ segir Geir H. Haarde. Fjármálaráðherra um frestun á sölu ríkiseigna Hefur ekki neina efnahagslega þýðingu VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur hefur heiðrað tvær útgerðir á Húsavík fyrir langa og farsæla út- gerð og fyrir framlag þeirra til atvinnuuppbyggingar á Húsavík. „Þá vill félagið með þessari heiðr- un jafnframt þakka þessum út- gerðum fyrir góð samskipti sem byggst hafa á gagnkvæmu trausti og virðingu í áratugi,“ segir í frétt frá félaginu. Þetta eru útgerðirnar Geiri Péturs ehf. og Útgerðarfélagið Langanes hf. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Verkalýðsfélags Húsavíkur, sem félagið heiðrar atvinnurekendur fyrir störf þeirra í þágu sam- félagsins. Á myndinni eru frá vinstri Bjarni Aðalgeirsson, Þórhalla Sigurðardóttir, Jónína Her- mannsdóttir og Aðalgeir Bjarna- son frá Langanesi hf. og Sigurður V. Olgeirsson, Auður Her- mannsdóttir, Olgeir Sigurðsson og Jakobína Gunnarsdóttir frá Geira Péturs ehf. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Heiðra útgerðir OPIN kerfi hf. hafa fengið vottun frá Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækinu sem „Gold Partner for Enterprise Systems“, en það þýðir að Microsoft telur Opin kerfi búa yfir framúrskar- andi þekkingu og reynslu hvað varð- ar uppsetningu og þjónustu á Micro- soft-hugbúnaðarlausnum fyrir stærri fyrirtæki. Meðal þeirra gagna sem leggja þarf fram við umsóknina eru umsagnir frá viðskiptavinum um að þjónusta Opinna kerfa hafi upp- fyllt kröfur þeirra. Meginskilyrði Gold Partner-vott- unarinnar er að innan viðkomandi fyrirtækis vinni starfsmenn sem hafi aflað sér sérþekkingar á Microsoft- hugbúnaði og -netkerfum. Hjá Opn- um kerfum vinna nú 20 starfsmenn sem tekið hafa Microsoft-próf og af þeim eru 15 manns með vottaða þekkingu á Windows 2000-stýrikerf- inu. Þessir starfsmenn hafa þannig sérhæft sig í nýjustu útgáfum hug- búnaðar og netkerfa frá Microsoft og nú þegar hafa tólf þeirra hlotið framhaldsgráðuna MCSE (Micro- soft Certified Systems Engineer). Opin kerfi fá „Gold Partner“-vottun ORKUVEITA Reykjavíkur lækkar raforkuverð afltaxta nokkuð nú um áramótin. „Áætlað er að árlegur sparnaður þeirra fyrirtækja sem kaupa raforku skv. afltaxta nemi um 100 milljónum króna. Alfltaxtinn er tvíþættur, greitt er annars vegar fyr- ir hæsta mælda afltopp ársins (kW) og hins vegar fyir þá raforku sem not- uð er (kWh). Breytingin um áramótin felst í því að hluti raforkuverðs lækk- ar um 10%, en verð á aflinu (kW) helst óbreytt,“ segir í frétt frá Orku- veitunni. Afltaxtinn miðast við viðskipti inn- an hvers árs, þ.e. frá upphafi árs til loka þess, og fer reglubundið uppgjör fram um áramót. 10% lækkun raf- orkuverðsins hefur ekki sömu áhrif til lækkunar hjá öllum viðskiptavin- um, sem kaupa raforku samkvæmt afltaxta. Þar hefur áhrif hversu hárri nýtingu á afltoppnum fyrirtækið nær innan ársins. Lækkunin liggur á bilinu 4,5 til 7,5 % og er hún háð nýt- ingartíma. Raforkukostnaður fyrirtækja og stofnana er nokkuð misjafn eftir eðli starfseminnar en liggur að jafnaði á bilinu 1% til 4% af heildar rekstrar- kostnaði. Alls kaupa um 300 við- skiptavinir raforku eftir afltaxta og mun breytingin á orkuverðinu þýða um 100 milljón króna árlega lækkun á orkuverði fyrirtækja og stofnana á orkuveitusvæði Orkuveitu Reykja- víkur. Sama verð á heimilistaxta og í júní 1997 „Verð á raforku til heimilisnota (A1) hefur nú sömu krónutölu og var í gildi í júní 1997. Þá er orkuhluti afl- taxta með sömu krónutölu eftir lækk- un nú og í júní 1997. Þess má geta að vísitala neysluverðs hefur hækkað á sama tíma um nær 22%,“ segir í frétt- inni frá Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveita Reykja- víkur lækkar raforkuverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.