Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 47 vináttu en þeirra höfum við ekki kynnst. Okkur er á þessari stundu efst í huga þakklæti fyrir þá sam- fylgd sem dóttir okkar naut með Fríðu, í leik, námi og starfi. Samfylgd sem aldrei bar skugga á. Sævari Leifssyni, eiginmanni Fríðu, og börnunum þeirra, Birtu Rún, Viktori og Leifi, sem og Vöku Ýri, dóttur Sævars, vottum við okkar dýpstu samúð. Þær eru áleitnar spurningarnar sem hafa vaknað við að fylgjast með öðrum eins örlögum búnum ungri konu í blóma lífsins og þeirri miklu þjáningu og sorg sem eiginmaður hennar og þrjú lítil börn þurfa að ganga í gegnum. Föður Fríðu sem nú horfir á eftir yngstu dóttur sinni og systkinum hennar sendum við einnig innilegar samúð- arkveðjur. Megi Fríða Guðmundsdóttir hvíla í friði. Kristín Halla Jónsdóttir, Sigurður B. Þorsteinsson. Elsku vinkona. Það er sárt að þurfa að kveðja þig í dag. Við gömlu vinkonurnar úr Garðabænum fylgdumst með þér og fjölskyldu þinni úr fjarlægð síðustu ár. Við vorum svo stoltar af þér þar sem þú varst að klára nám í barna- lækningum í Ameríku. Þú varst alltaf dugnaðarforkur mikill og að eignast þrjú börn samhliða krefjandi námi er lýsandi fyrir hversu dugleg þú varst. Við áttum margar góðar stundir saman á æskuárum okkar og alltaf var gaman að koma að Gimli og gista. Var þá farið í andaglas, sagðar draugasögur og jafnvel farið út um miðja nótt, útí hraunið sem er í kringum Gimli, og farið í felu- eða njósnaleik. Já, við áttum margar góð- ar stundir saman í þá gömlu góðu daga. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er og nú er komið að kveðjustund. Við vottum eiginmanni þínum Sævari, börnum ykkar, pabba þínum og systkinum okkar dýpstu samúð, megi Guð gefa þeim styrk til að tak- ast á við sorgina og vaka yfir þeim á þessum erfiðu tímum. Guð geymi ykkur. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér, mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Gömlu vinkonurnar úr Garða- bænum, Helga, Hildur og Hrönn. Okkur langar í örfáum orðum að minnast hennar Fríðu. Hún var ein- staklega kraftmikil og dugleg kona. Það sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún skipulega og vel. Hún hefur verið í hestamennsk- unni í Hafnarfirði í mörg ár og starf- aði mikið að félagsmálum fyrir Hestamannafélagið Sörla. Til dæmis starfaði hún í unglingadeild, við reið- námskeið og svo síðast en ekki síst sem gjaldkeri íþróttadeildar á mikl- um uppgangstímum þar. Hún stóð sig frábærlega í því erilsama starfi. Á þessum árum eignaðist Fríða börnin sín þrjú og var að ljúka læknisnámi. En allt þetta rann í gegn hjá henni sem ekkert væri vegna þess hve hún var ótrúlega skipulögð í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Það var alltaf gaman að fylgjast með þeim Fríðu og Sævari. Sam- heldnin hjá þeim hjónum var mjög mikil. Þau fluttu til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum þar sem Fríða var að sérmennta sig í barnalækn- ingum. Þar notuðu þau frítímann mjög vel til ferðalaga um nýjar slóð- ir. Þau keyptu búgarð og fluttu út til sín bæði íslenska hesta og hund, því áhugi Fríðu og natni við skepnur var einstakur. Svo dró ský fyrir sólu. Fríða greindist með illkynja sjúkdóm fyrir u.þ.b. ári og fylgdumst við með þessari hetjulegu baráttu hennar fyrir lífinu. Einnig fylgdumst við með baráttu Sævars á þessum erfiðu tím- um og stóð hann sig frábærlega vel og náði að halda börnunum ótrúlega jákvæðum og hressum. Baráttu Fríðu lauk nú rétt fyrir jól. Maður á erfitt með að skilja, en vegir lífsins eru órannsakanlegir. Fríða hefur kennt okkur öllum sem hana þekkt- um að með dugnaði og áræði er margt hægt, en nú hefur hún kennt okkur eitt enn, en það er að njóta og þakka fyrir það sem maður á og hef- ur. Með þessum erindum úr Kraft- akvæði eftir Hannes Hafstein kveðj- um við þig, elsku Fríða okkar. Svo var þinn óður endur og enn fyrir skammri stund söngstu svellin af vötnum, sólbráð og Vor í lund. Síðast sló hörpuhjartað í hafísnum sterkast, mest. Þar heyrði ég svan þinn syngja í sárunum, kanski best. Ekki er í hjarta hlátur, þó hlægir mig nú að sjá svanvænginn sárum gróa, svífa yfir fjöllin blá. Skaflinn var háll og harður í Heljarbrekkunni efst – þar sem eggjarnar enda upploftið frjálsa hefst. Elsku Sævar, Birta, Viktor, Leif- ur, Vaka og aðrir ástvinir, megi Guð veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Halldóra Hinriksdóttir og Sigurður E. Ævarsson. Í dag kveðjum við hana Fríðu vin- konu okkar, hana Fríðu sem sýndi okkur hvernig er hægt að gera ótrú- lega margt á alltof stuttri ævi. Hún sýndi okkur hvernig geislandi lífs- gleði og bjartsýni breyta nótt í dag. Og nú er ljós hennar slokknað en við sem eftir lifum vitum að birta hennar mun áfram lifa í minningum, í litlum myndum sem verða svo stórbrotnar þegar við lítum yfir farinn veg. Við kynntumst strax í barnæsku og fylgdumst að mestu að frá fyrstu stund. Fríða hafði þann sterka eiginleika að draga til sín fólk eins og segull, og með henni var bæði gott að hlæja og gráta; bæði ljúft að tala og þegja. Sem vinkona varð hún leiðtogi, því framkvæmdagleði hennar var slík að henni verður ekki lýst með orðum. Þegar við vorum krakkar átti hún það til að rjúka út að morgni dags og moka snjó af tröppum, eða raka sam- an laufi meðan allir aðrir sváfu. Hún fékk okkur út í ótrúlegustu fram- kvæmdir með áræðinu einu og ef eitthvað fór úrskeiðis, var hún fyrst til að sýna að allt var í lagi, sama hversu fullkomlega okkur hafði tek- ist að klúðra hlutunum. Minningar frá bernskunni þegar við lékum okkur við æskuheimili Fríðu, Gimli á Álftanesi, eru svo skýrar að það er ekki hægt annað en efast um að þær geti orðið gleymsku að bráð. Hraunið og grjótið, grasið og gjóturnar koma í hugann eins og gamlir vinir. Allar okkar frumraunir og öll okkar leyndarmál vakna til lífs þegar að kveðjustund er komið og æskuárin birtast eitt af öðru í ein- kennilegum ljóma. Ég lagði upp í langferð við ljóðsins djúpa haf, ég vildi finna frelsi og fyrir það ég drauma mína gaf. Með bros í björtum augum um breiðan lífsins veg í leit að mínum myndum til móts við nýja tíma rölti ég. Frá heimi sem er horfinn minn hugur fékk sinn mátt, á lífsins vegi var ég og vissi að ég fór í rétta átt. (Kristján Hreinsson.) Þegar kom að því hjá Fríðu að sinna námi, var það gert af framtak- semi og krafti. Og þá fóru saman á undarlegan hátt snyrtimennska og afkastageta. Okkur vinkonum hennar varð það snemma ljóst að Fríða virtist ekkert hafa fyrir því að læra – hún bara gat allt án þess að hafa fyrir því og til að kóróna það, gerði hún allt betur en við. Hún gat gert allt í einu, sat og talaði í símann um leið og hún las bók og hlustaði á útvarpsleikrit. Við átt- um auðvitað erfitt með að skilja þessa orku sem í henni kraumaði. Og núna þegar okkur er ljóst að hún lifði hratt og vel, finnum við svo greini- lega fyrir því að líf hennar var alltof stutt, orkunnar naut ekki við nema í stutta stund. Hún kom að vísu mörgu í verk, en söknuðurinn verður ekki minni þótt við sættum okkur við að lífsverk hennar hafi verið merkara en margur vinnur á lengri ævi. Þú ert í dagsins eldi og á þig sólin skín, þó ratir þú í raunir þá rætist óskin þín. Og áfram lífið líður, þín leyndardómur bíður en Guð er sá sem aldrei frá þér fer. Á meðan ljósið logar og lífið í þig togar þá fljúga himins englar yfir þér. Hann Guð hann mun þess gæta þú getir sofið rótt, hann lætur ljóssins engla lýsa þér um nótt. (Kristján Hreinsson.) Við biðjum algóðan Guð að styrkja Sævar og börnin og hjálpa þeim að takast á við sorgina sem kom svo snögglega og er þyngri en orð fá lýst. Við kveðjum í dag hana Fríðu vin- konu okkar, hana Fríðu sem sýndi okkur hvernig er hægt að gera ótrú- lega margt á alltof stuttri ævi. Elsku Fríða... Sigrún Kaja Eyfjörð og Sigríður Roy Ólafsson. Fallinn er frá góður þjóðfélagsþegn og mætur, Jóhann Helga- son frá Hnausakoti í Austurárdal í Miðfirði. Hann var ná- granni okkar er bjuggum í Austur- árdal upp úr þriðja tug síðustu aldar og vel fram yfir miðja öld. Mikil vel- vild og traust ríkti einatt milli bæj- anna Hnausakots og Aðalbóls og má segja að svo hafi staðið um þriggja ættliða skeið þá áratugi sem þeir bjuggu í Austurárdal. Foreldrar Jóhanns voru Helgi Jónsson frá Huppahlíð í Miðfirði og Ólöf Jóhannsdóttir, borgfirskrar ættar. Þau hófu búskap í Hnausakoti vorið 1921 og bjuggu til ársins 1942 er Jóhann tók við búsforráðum ásamt konu sinni Jóhönnu Dag- björtu Jónsdóttur frá Skárastöðum. Mér er enn í minni er ég kom fyrst að Hnausakoti lítill snáði, sennilega upp úr 1930. Þar voru hlýir húsráðendur og að loknum veitingum fór Ólöf hús- móðir með okkur krakkana inn í lítið herbergi og setti nokkrar plötur á grammófón. Þetta var mér nýr heim- ur og sérstök upplifun. Þótti mér svo ákaflega skemmtilegt að hlusta á Norðmennina tvo syngja, þá Gellen og Borström (eftir orðanna hljóðan), að ég óskaði eftir endurtekningu sem var fúslega orðið við. Þarna kom JÓHANN HELGASON ✝ Jóhann Helgasonvar fæddur á Neðranúpi í Miðfirði í V-Hún. 14. septem- ber 1914. Hann and- aðist á Landakots- spítala 24. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fella- og Hólakirkju 4. desember. fram tónlistaráhugi húsfreyjunnar sem fylgdi áfram öllum börnum þeirra hjóna og síðar börnum Jó- hanns og Jóhönnu er komu upp níu mann- vænlegum borgurum. Þar er á ferð mikið söngfólk og hafði Jó- hann ómælda ánægju af að syngja með börn- um sínum við hin ýmsu tækifæri. Jóhann var ágætur bassamaður og söng í ýmsum kórum í héraðinu og naut sín vel. Sýndi það glöggt áhuga hans á tónlist að hann leitaði ungur tilsagnar í orgelleik hjá Birni G. Björnssyni, organista á Hvammstanga. Jóhann skrifaði greinar í tímarit og var framsetning hans skýr og málfar vandað. Fengur var að þessum skrifum. Jóhanni var annt um fjölskyldu sína og heimili. Eftir að þau hjónin fluttu til Reykjavíkur lagði hann sig fram um að búa í haginn fyrir afkom- endur sína svo að þeir gætu notið þess að dvelja í Hnausakoti. Meðal annars lagði hann í mikinn kostnað til að fá rafmagn heim í hús. Þá þótti honum ánægjuefni þegar lax fór að ganga fram í Austurá ofan Kambs- foss með tilkomu laxastigans. Fjórðu ættliðirnir, börn okkar Jó- hanns, hafa bundist vináttuböndum og unnið saman í áratugi að mennta- málum hér syðra. Það hlýtur að vera okkur ánægjuefni að sjá næstu kyn- slóð varðveita minningar úr dalnum og vináttu. Við hjónin kveðjum þennan heið- ursmann og vottum aðstandendum samúð við fráfall hans. Aðalbjörn frá Aðalbóli. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta                 ! " #$                     !   "# %  & '   (  &    '   )* '   +''*  &  , '   - ., / & '* *  0              12 34 %5    $ . +6 1*'  '7   $    %   ##"       &'   ()    ! ##   "*## 8  &  '   &   1 9''*  )   '   :'.  1 9'    &*     101 9'   2  &  ''*  &  1 9'   9    +  +:' ''*    *   0    '  '   %5& (2882%5 ;5 , $'+/ & 9 +   ! +!   ,     -   5 % 2  ''*  5'$  '     02  ''*  ) " ' '      -02  ''* *  0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.