Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STARFSFÓLK Íslenskra að- alverktaka og fyrirtækið hafa fært bræðrunum Sigurði og Friðriki Guðmundssonum í Njarðvík fram- lag í ferðasjóð. Bræðurnir eru bundnir við hjólastól og eiga sér þann draum að komast til Flórída, í Disney World. Bræðurnir Sigurður, sem er átján ára og Friðrik, tólf ára, eru haldnir alvarlegum og sjaldgæfum vöðvarýrnunarsjúkdómi sem nefn- ist Duchenne Muscular Dystrophy. Sjúkdómurinn er ólæknandi og leggst eingöngu á drengi. Tíðni þessa sjúkdóms er álitin vera um það bil einn af hverjum fjögur þús- und fæddum drengjum í heiminum, en um fimmtán drengir hafa greinst með hann hér á landi og eru sex þeirra á lífi. Starfsmenn ÍAV-Ísafls við Vatn- fellsvirkjun ásamt undirverktökum söfnuðu fé handa þeim til að að- stoða þá við að láta drauminn ræt- ast. Íslenskir aðalverktakar lögðu fram mótframlag og fengu þeir bræður 400.000 krónur í styrk í ferðina. Stefán Friðfinnsson, for- stjóri Íslenskra aðalverktaka, og Agnar Strandberg, fulltrúi starfs- manna ÍAV-Ísafls, heimsóttu þá Sigurð og Friðrik á Þorláksmessu og afhentu þeim styrkinn. Með þeim á myndinni er Guðmundur Sigurðsson, faðir þeirra bræðra. Áður höfðu Sigurður og Friðrik fengið andvirði tjónabíls sem Sjóvá- Almennar tryggingar gáfu og Lionsklúbbarnir í Reykjanesbæ hafa einnig fært þeim veglegt fram- lag í ferðasjóðinn. Vonast þeir til að komast í ferð- ina síðar í vetur. Starfsfólk ÍAV gefur í ferðasjóð bræðranna Njarðvík GERÐAHREPPUR mun leggja 50 milljónir í viðbyggingu Gerðaskóla og 20 milljónir í malbikun og gang- stéttir, samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs sem lögð hefur verið fram. Þá er gert ráð fyrir að byggðar verði íbúðir aldraðra en það verkefni er fjármagnað utan fjárhagsáætlunar, af sérstöku félagi sem stofnað verð- ur. Gert er ráð fyrir því í fjárhags- áætlun Gerðahrepps að tekjur verði 311 milljónir kr. á næsta ári og að 233,5 milljónum kr. verði varið til reksturs málaflokka. Langstærsti einstaki kostnaðarliðurinn er rekst- ur Gerðaskóla en gert er ráð fyrir að hann kosti 100 milljónir kr. Hlutfall reksturs verður rúmlega 75% af tekjum, sem er lægra hlutfall en útlit er fyrir að verði á yfirstandandi ári. Áætlun þessi hefur það megin- markmið að álögum á íbúa og fyr- irtæki sé haldið í eins miklu lágmarki og mögulegt er, segir í greinargerð Sigurðar Jónssonar sveitarstjóra. Eins og fram hefur komið verður út- svar óbreytt frá yfirstandandi ári, 12,7%. Ef hreppurinn hefði nýtt sér að fullu heimild til hækkunar útsvars hefðu tekjur hans aukist um 5,4 milljónir. Tekjur af fasteignaskött- um hækka aftur á móti nokkuð vegna hækkunar á fasteignamati. Íbúðir aldraðra, skóli og götur Gert er ráð fyrir að tæpum 84 milljónum verði varið til fjárfestinga. Stærsta einstaka framkvæmdin er viðbygging við Gerðaskóla, 50 millj- ónir kr. Gert er ráð fyrir að lokið verði við byggingu fjögurra kennslu- stofa sem gerir það kleift að einsetja skólann næsta haust. Hreppsnefnd Gerðahrepps sam- þykkti fyrr á árinu að láta gera áætl- un um átak til að ljúka við að setja varanlegt slitlag á allar götur í þorp- inu og stórátak í lagningu gang- stétta. Vinna á að þessu verkefni á árunum 2002 til 2006. Á næsta ári er gert ráð fyrir 20 milljóna króna framlagi til átaksins. Þriðja stóra verkefnið sem gert er ráð fyrir að ráðist verði í á næsta ári er bygging íbúða fyrir aldraða. Gert er ráð fyrir byggingu tíu íbúða í ná- grenni hjúkrunarheimilisins Garð- vangs. Íbúðalánasjóður hefur sam- þykkt að veita 90 milljóna króna lán til framkvæmdarinnar. Ekki er gert ráð fyrir fjárveitingum af hálfu Gerðahrepps til byggingarinnar. Hins vegar er í fjárhagsáætlun lagt til að stofnað verði B-hlutafélag sér- staklega utan um verkefnið. 30 milljóna króna ný lán Þegar gert hefur verið ráð fyrir rekstri málaflokka og vaxtagjöldum hefur Gerðahreppur 58,5 milljóna króna afgang af tekjum til afborgana og fjárfestinga. Auk þess fær sveit- arsjóður liðlega 36 milljóna króna greiðslu frá Hitaveitu Suðurnesja, vegna útgreiðslu á hluta af höfuðstól sem ákveðin var fyrr á þessu ári í tengslum við formbreytingu á hita- veitunni. Þessum fjármunum er varið til fjárfestinga, 84 milljónir kr., eins og sagt hefur verið frá, og til afborgana af lánum, 41,5 milljónir kr. Til þess að endar nái saman þarf að taka nýtt lán, 30 milljónir kr. Er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætluninni sem af- greidd verður á fundi hreppsnefndar 9. janúar næstkomandi. Sérstakt félag stofnað um byggingu íbúða aldraðra Gerðahreppur ÁRAMÓTABRENNUR verða með hefðbundnu sniði í Grindavík, Höfn- um, Sandgerði, Garði og Vogum á gamlárskvöld. Engin bæjarbrenna verður í Reykjanesbæ en þar verða smærri hverfisbrennur. Á vegum Reykjanesbæjar hefur lengi verið safnað í stóra áramóta- brennu í Innri-Njarðvík. Bæjaryfir- völd hafa ákveðið að hætta með þessa brennu, meðal annars af um- hverfisástæðum, en hyggjast þess í stað leggja áherslu á þrettánda- brennu og skemmtun sem þá er haldin. Bærinn hefur samið við Björgunarsveitina Suðurnes um að annast brennu á Iðavöllum á þrett- ándanum og tilheyrandi flugeldasýn- ingu. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja, má búast við að í staðinn fjölgi minni hverfisbrennum á gaml- árskvöld og hafði hann í gær fengið umsóknir um nokkrar slíkar. Stórar brennur á hinum stöðunum Brennur verða á vegum björgun- arsveitanna í Vogum, Garði og Höfn- um. Þá verða stórar brennur í Grindavík og Sandgerði, einnig á vegum björgunarsveitanna. Brenn- an í Grindavík verður á nýjum stað, í Bót, sem er niður við sjó, vestan við byggðina. Ásmundur Jónsson slökkviliðsstjóri telur að þar sé kom- ið framtíðarsvæði fyrir brennu en byggðin hefur þrengt að gamla brennusvæðinu. Á öllum eða flestum staðanna verða bjögunarsveitirnar með flug- eldasýningar en eins og víða annars staðar er sala flugelda hafin hjá björgunarsveitum, íþróttafélögum og fleiri aðilum. Engin bæjarbrenna hjá Reykjanesbæ Suðurnes HREPPSNEFND Gerða- hrepps hefur samþykkt tillögu skólanefndar um að Jón Ög- mundsson verði áfram aðstoðar- skólastjóri Gerðaskóla. Ein umsókn barst um stöðu aðstoðarskólastjóra Gerðaskóla. Áður en hreppsyfirvöld höfðu fjallað efnislega um umsóknina dró Jón Ögmundsson sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár uppsögn sína til baka. Var það samþykkt af skólanefnd og nú af hreppsnefnd og mun hann því gegna starfinu áfram. Aftur á móti stóð Einar Val- geir Arason við uppsögn sína sem skólastjóri og var Erna M. Sveinbjarnardóttir ráðin í hans stað. Á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps í fyrrakvöld var fært til bókar að Einari væru færðar þakkir fyrir samstarfið og honum óskað velfarnaðar í nýjum störfum. Afturköllun uppsagnar samþykkt Garður ÓLAFUR Grétar Gunnarsson lætur um áramót af starfi verkefnisstjóra í forvarnaverkefninu Reykjanesbær á réttu róli. Verið er að huga að fram- tíð verkefnisins. Samningur Ólafs rennur út um áramót en hann hefur sinnt starfinu í hlutastarfi. Hann segist hafa haft ánægju af starfi og vonast til að verkefnin muni halda áfram í ein- hverri mynd. Lætur af starfi verkefnisstjóra Reykjanesbær Umhyggju, gjöfina, sem er 100 þúsund krónur, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu. Umhyggja vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk inn- an heilbrigðiskerfisins. BLÁA lónið ákvað að senda ekki út hefðbundin jólakort fyrir þessi jól en nota fjármunina þess í stað til þess að styrkja Umhyggju. Anna G. Sverrisdóttir, rekstr- arstjóri Bláa lónsins, afhenti Rögnu Marinósdóttur, formanni Afhenda Umhyggju jólakortapeninga Bláa lónið KARAOKEKEPPNI Þrumunnar, félagsmiðstöðvarinnar í Grindavík, var haldin nú á dögunum. Keppnin var að þessu sinni haldin í Grunn- skóla Grindavíkur og var keppt í hópa- og einstaklingskeppni. Í hópakeppninni vann hljómsveit sem ber nafnið Predator og í ein- staklingskeppninni sigraði Gígja Eyjólfsdóttir með glæsibrag en hún söng lagið Angel. „Þessir sigurveg- arar taka síðan þátt í Samsuðs- keppninni í janúar. Krakkarnir í 8-E unnu frumleikaverðlaun í hópa- keppninni og fengu auk þess pítsu- verðlaun fyrir að vera flest í hóp,“ sagði Ágústa Gísladóttir, forstöðu- maður Þrumunnar. Eldri borgarar mæta líka Krakkarnir í Grindavík eru sér- lega duglegir að sækja Þrumuna og ekki bara þau heldur eru eldri borg- arar í Grindavík farnir að mæta upp í Þrumu til að spila billjard eftir há- degið. „Já það er rétt, það eru nokkrir eldri borgarar sem mæta þegar þeim hentar eftir hádegið og krakkar eldri en á grunnskólaaldri geta mætt þrisvar í viku á opið hús. Hjá krökk- unum á grunnskólaaldri er virknin mismikil eftir aldri. Boðið er upp á ýmislegt, svo sem billjardmót, kar- aokekeppnina, klúbbastarf ýmislegt, opið hús og diskótek svo eitthvað sé nefnt. Vinsælustu klúbbarnir eru kvikmyndaklúbbur og stelpuklúbb- ur. Þá var um síðustu helgi opið hús í íþróttahúsinu sem körfuknattleiks- deildin sá um sem hluta af forvarn- arstarfi sínu. Knattspyrnudeildin mun síðan vera með opið hús í íþróttahúsinu eftir áramót,“ sagði Ágústa. Yngri og eldri borg- arar sækja Þrumuna Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Magnús Bjarni Pétursson tók þátt í karaokekeppninni. STÓRI stelpudagurinn hjá körfu- knattleiksdeild Keflavíkur verður í íþróttahúsinu við Sunnubraut nk. sunnudag, klukkan 12 til 16. Tilgangur dagsins er að vekja at- hygli á öflugu kvennastarfi í körf- unni en um 130 stúlkur æfa hjá Keflavík. Á stóra stelpudeginum er leikið á mörgum völlum í senn og í lokin verður stjörnuleikur. Dagur körfu- boltastelpna Keflavík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.