Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 39 VIKULOK HULDA Vilhjálmsdóttir sannaði með sýningu sinni á Horninu að hún á fullt erindi inn í heim íslenskrar samtímalistar. Hæfileik- ar hennar eru öðru frem- ur fólgnir í náttúrulegri tilfinningu fyrir miðlin- um – málaralistinni – sem hún fer með af innsæi og næmu hand- bragði. Það sem fyrst vekur athygli eru teiknihæfi- leikar Huldu. Þeir njóta sín vel á fletinum þar sem þeir birtast í leik- andi pensilfari, öruggum útlínum og áferð sem helst í hendur við skýra formhugsun og litaskyn. Þetta ber vissulega vott um traustan grunn sem auðvelt er að nýta til að byggja á frekari þróun. Veikleikinn er því fremur bundinn við myndefnið en tæknina. Eins og svo margir góðir málarar hefur Hulda of ríka tilhneig- ingu til að hlífa áhorfendum við stuð- andi myndefni. Sá blús sem hún vill koma til skila til okkar – Blús er yf- irskrift sýningarinnar – skortir þann þunga sem nafngiftin ber með sér. Blús Huldu er einfaldlega of ljúfur til að hitta áhorfandann með þeim þunga sem hún vill eflaust leggja í höggið. Hér er ekki við skort á tjáning- arríki að glíma því Hulda hefur áður sýnt að henni er ekki skaps vant. Það er miklu fremur hin séríslenska virð- ing fyrir fágun og samræmi sem tek- ur um of broddinn úr tjáningunni. Jafnvægislist milli aðferðar og ætl- unar er einmitt kjarninn í allri list- sköpun. Hallist á annað ógnar það þýðingu tjáningarinnar þannig að hún fellur flöt, annað hvort í skreyti eða taumlaust öskur. Hulda þarf að leggjast yfir þessi rök og spyrja sig um styrkleika skammtsins sem hún setur í hrær- una. Þetta þarf hún að gera áður en hún festir sig um of í ákveðinni upp- skrift. Listin er nefnilega aldrei gef- in fyrirfram. Hlutföllin eru ætíð und- irorpin tilfinningu og því dugar engin gefin vigt. Ekkert skýrir þetta betur en dæmisagan um fátæku ekkjuna, svo við gerumst dulítið há- tíðleg. Blúsað á striga MYNDLIST Mokka, Skólavörðustíg Til 6. janúar. Opið daglega frá kl. 9:30– 23:30. MÁLVERK – HULDA VILHJÁLMSDÓTTIR Halldór Björn Runólfsson Frá sýningu Huldu Vilhjálmsdóttur á Mokka. LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju efnir enn eina ferðina til mál- verkasýningar í anddyri guðshúss- ins á tuttugasta starfs- ári sínu. Nú er það Þórður Hall sem sýnir þar sex málverk, öll af óræðu sjávarlandslagi með eyjum, þoku, birtu- brigðum og háum haf- fleti. Málverkin eru öll í afgerandi bláum og ljós- leitum tónum og skoðast því sem beint framhald þeirra mynda sem Þórð- ur sýndi í Listasafni Kópavogs fyrir rúmu ári. Í landslagsmyndun- um í Listasafni Kópa- vogs var tækni Þórðar snöggtum óræðari en í málverkunum í Hallgrímskirkju, en þau eru öll frá því ári sem senn tek- ur enda. Ég minnist þess ekki að Þórður hafi hamrað myndir sínar með jafnafgerandi hætti í Kópa- vogsmyndunum og þeim sem hann sýnir núna. Með því er átt við það hvernig vefnaði strigans er fylgt eft- ir með lóðréttu og láréttu pensilfari. Víst er að við þessi afgerandi tæknibrögð glata málverk Þórðar töluverðu af persónulegri ásýnd sinni og hverfa um of undir áhrifa- mátt Georgs Guðna, en hann hefur löngum verið þekktur fyrir að nota slíka krossáferð við málun mynda sinna. Eins leiða hin nýju verk Þórðar hugann að myndum Guð- bjargar Lindar, en eyjamótíf henn- ar hafa einnig yfir sér hamraðan svip. Vonandi er hér einungis um stundlegt þróunarferli að ræða sem færa mun Þórð jafnharðan aftur á sinn eigin sporbaug því enginn get- ur með góðu móti farið í fötin af öðr- um listamanni án þess að eiga á hættu að glata við það tiltrú þeirra sem til beggja þekkja. Hitt hlýtur að vera merkilegt stúdíum að kanna hinn mikla og töfrandi áhrifamátt Guðna á sam- ferðamenn sína. Í því sambandi er áhugavert að skoða hvað það er sem dregur okkur enn til draumheima þeirra Claude Lorrain og Turner, og fær okkur til að kikna í hnjálið- unum yfir ódáinslandslagi þeirra og annarra rómantískra sólseturstúlk- enda. Segja má að Georg Guðni sé arftaki þeirrar saknaðkenndu lands- lagslistar sem áðurnefndir meistar- ar endurvöktu af aldalöngum blundi idýllískrar Miðjarðarhafshefðar. Eitthvað hlýtur það að vera í sál okkar sem þráir hið óræða, mósku- lega og rökkurbjarta – chiaroscuro – því mig minnir að Lísa Páls hafi spurt mig í efstasalnum í Listasafni Íslands hvort ég væri ekki sammála þeirri fullyrðingu að þokumálverkin rómantísku úr safni Petit palais væru raunveruleg málaralist – væntanlega meint sem andstæða gervi- og hjómlistar allrar síðustu aldar. Getur verið að við komumst aldrei yfir sólarlagið og sæþokuna sem klassískir meistarar uppgötv- uðu í árdaga vestrænnar listar? Súldarmið MYNDLIST Hallgrímskirkja Til 17. febrúar. Opið daglega frá kl. 9–17. MÁLVERK – ÞÓRÐUR HALL Halldór Björn Runólfsson Eitt af verkum Þórðar Hall myndlistarmanns á sýningu hans í anddyri Hallgrímskirkju. Spurning: Á undanförnum árum hefur verið í tísku að ungt fólk láti gera göt í eyrnasnepla og ýmsa aðra staði, jafnvel í gegnum tunguna, til að hengja og festa alls kyns skraut. Ég heyrði ein- hvers staðar að göt í gegnum tunguna með pinna í geti verið hættuleg, er það satt? Svar: Já, flestir kannast eflaust við þessa tísku að gera göt og setja hringi eða pinna í eyrna- snepla, eyru, augabrúnir, nasa- vængi, miðsnesi, nafla, geirvört- ur, tungu, kynfæri og sjálfsagt einhverja fleiri staði. Þetta er heldur hvimleitt og í versta falli hættulegt. Fyrsta hættan felst í því að götunaráhöld eru ekki alltaf hreinsuð og sótthreinsuð nægj- anlega vel og geta borið smit á milli fólks, það sem menn óttast mest er alnæmi og lifrarbólga. Ekki veit ég hvort slíkt smit hef- ur átt sér stað hér á landi en það er vel þekkt erlendis og getur gerst hvar sem er. Alnæmi er ólæknandi eins og flestir vita og lifrarbólga B og C geta orðið langvarandi og hættulegir sjúk- dómar sem stöku sinnum valda varanlegum skemmdum á lifrinni. Hér er því um að ræða alvarlega hluti og þó að hættan sé lítil eru allir sem láta gata sig að taka vissa áhættu (sams konar hætta fylgir húðflúri). Önnur augljós hætta er stað- bundin sýking og flestir sem láta gera á sig göt fá bakteríusýkingu með graftarmyndun í gatið og getur sýkingin staðið í nokkra daga eða verið að koma og fara dögum og vikum saman. Bakt- eríusýkingin verður oftast vegna baktería sem eru til staðar á húð- inni og þegar götin eru gerð í nef eða tungu er hætta á sýkingum mun meiri vegna þess að þar er mikið af bakteríum. Á slímhúð í nefi og munni er mikið af ýmsum bakteríum sem undir venjulegum kringumstæðum valda ekki sýk- ingum, en ef slímhúðin rofnar geta sumar þessara baktería valdið sýkingu. Þekkt eru tilvik þar sem tungupinni orsakaði sýk- ingu með mikilli bólgu í tungu og öndunarerfiðleikum og einstaka sinnum blóðsýkingu (blóðeitrun). Enginn veit hversu algengt þetta er, einfaldlega vegna þess að það virðist ekki hafa verið rannsakað. Til viðbótar sýkingum er vitað að tungupinnar geta valdið talerf- iðleikum (þvoglumælgi), öndunar- erfiðleikum, brotnum tönnum, of- næmi og fleiri sjaldgæfari vandræðum. Ef pinnarnir eru ekki úr gulli, títani eða gæðastáli geta þeir valdið ofnæmi. Breska tannlæknafélagið hefur látið málið til sín taka og varað við afleiðingum tungupinna. Ein- staka tannlæknar hafa gengið svo langt að neita að meðhöndla sjúk- linga með tungupinna. Að lokum hlýtur maður að spyrja um tilganginn, til hvers fólk sé að þessu. Svarið liggur sennilega í því að gera eins og fé- lagarnir eða frægt fólk og að líta vel út. Það getur vissulega verið prýði að fallegum eyrnalokkum og flestir draga mörkin þar. Mörgum finnst hringir eða pinnar í nefi og tungu ógeðslegir og þeim fylgi óþrifnaður og þetta ætti ungt fólk að hugsa um áður en það ákveður að láta gata nef eða tungu. Geta pinnar í tungu verið hættulegir? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA:  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Hvimleitt og í versta falli hættulegt MIKIL áfengisdrykkja ungs fólks hefur leitt til ógnvænlegrar aukn- ingar á tilfellum þeirra sem eru með skorpulifur, að sögn prófessors Liam Donaldsson sem veitir land- læknisembættinu í Englandi (Eng- land’s Chief Medical Officer) for- stöðu. Sérstaklega hefur orðið fjölgun á þessum tilfellum hjá kon- um og koma þau í kjölfar mikillar aukningar á sjúkdómnum hjá körl- um, að hans sögn. Opinberar tölur í Englandi sýna að tvisvar sinnum fleiri stúlkur á aldrinum 18–24 ára en karlar eiga við ofdrykkjuvanda að stríða. Konurnar sem fá sjúkdóminn fleiri og yngri Áfengisvarnarráð (The Charity Alcohol Concern) í Englandi hefur beðið yfirvöld að móta áætlun til að spyrna gegn áfengisvandanum þar í landi. Eric Appleby sem er fram- kvæmdastjóri ráðsins telur að það þurfi að auka fræðslu á þessu sviði og standa fyrir herferðum gegn áfengisvandanum og koma á ráðgjöf og meðferð. Skorpulifur leggur nú árlega 1.600 konur að velli í Englandi í sam- anburði við 1.200 konur fyrir sjö ár- um. Kemur ekki á óvart Þegar fólk hefur einu sinni fengið skorpulifur er um að ræða viðvar- andi skaða á lifur, þó að meðferð geti komið í veg fyrir að skaðinn verði meiri en þegar er orðinn, segir enn- fremur í fréttinni sem birtist á heilsuvef BBC. Jafnframt er haft eftir prófessor Peter Scheur, sem er varaforseti bresku lifrarsjúkdómasamtakanna (The British Liver Trust), að aukn- ing á tilfellum skorpulifrar kæmi honum ekki á óvart. Hann segir áfengi ekki eina orsakavaldinn held- ur eigi aukning á lifrarbólgu C þátt í vandanum. Prófessor Scheur bætir við að aukning á skorpulifur meðal kvenna sé „félagslegt“ fyrirbæri en ekki aðeins læknisfræðilegt. „Konur eru taldar vera mjög móttækilegar fyrir sjúkdómnum. Vandamál sam- hliða ofneyslu áfengis koma fyrr upp hjá þeim svo þær eru líklegri til að fá skorpulifur þrátt fyrir að hafa neytt tiltölulega lítils magns af áfengi,“ segir hann. Skorpulifur dánar- orsök sífellt fleiri ungra áfengisneytenda Áfengisneysla ungra kvenna í Englandi fer vaxandi og einnig fjöldi þeirra sem deyja af völdum skorpulifrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.