Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KOSTNAÐARHLUTUR sjúklinga sem leita til heilsugæslustöðva, hlutur sjúkratryggðra sem leita til sérfræðilækna og hlutdeild einstak- linga í lyfjakostnaði hækkar frá ára- mótum með nýjum reglugerðum sem heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur gefið út. Um leið taka gildi nýjar reglur um endur- greiðslur vegna kostnaðar við lækn- isþjónustu langveikra barna og tekjulágra fjölskyldna sem lækka munu útgjöld þessara hópa. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri, Svan- hvít Jakobsdóttir, Hrönn Ottósdótt- ir, úr fjármáladeild ráðuneytisins, og Helgi Már Arthursson blaða- fulltrúi kynntu breytingarnar á blaðamannafundi í gær. Helstu breytingarnar eru þær að komu- gjöld á heilsugæslustöðvar hækka úr 700 kr. í 850. Gjöldin hafa ekki hækkað frá því í janúar 1996 og hækka nú í samræmi við verð- lagsþróun. Komugjöld fyrir börn og elli- og örorkulífeyrisþega hækka um 50 krónur og verða 350 krónur. Almennt grunnkomugjald til sér- fræðings hækkar úr 1.800 krónum í 2.100 en gjöld barna og elli- og ör- orkulífeyrisþega hækkar úr 600 í 700 krónur. Hlutur einstaklinga í komugjöldum til sérfræðilækna er aukinn lítillega en frá ársbyrjun hækkar einingaverð vegna sér- fræðilæknisþjónustu um 7,77%. Hækkanir á hlut sjúklinga vegna lyfjaávísana verða á bilinu 1–10% á algengustu lyfjum en breytingin er mismunandi eftir verði lyfs. Hækk- unin er vegna hækkunar á viðmið- unarupphæðum á endurgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins en þeim upphæðum var síðast breytt fyrir 18 mánuðum. Greiðsluþak elli- og örorkulífeyrisþega fyrir svo- nefnd B-merkt lyf hækkar úr 950 krónum í 1.050 kr. eða um 10,5%. Hámarksgjald fyrir hverja komu til sérfræðilækna verður frá ára- mótum 18.000 krónur en var 6.000 kr. Greiða sjúklingar því að há- marki 18.000 kr. fyrir aðgerð utan spítala sem samið hefur verið um við Tryggingastofnun ríkisins eða ferliverk á sjúkrahúsi. Þetta á ekki síst við ýmsar bæklunaraðgerðir og kom fram á fundinum að kostnaður við þær er stór útgjaldaliður hjá TR. Má sem dæmi nefna að lið- speglun á hné og aðgerð á liðþófa með svæfingu kostar 71.392 krónur og með nýju ári greiðir sjúklingur 18.000 krónur hafi hann ekki af- sláttarkort. Gjöld fyrir glasafrjóvgun hækka einnig Þá hækka gjöld fyrir glasafrjóvg- un um 20% en þau hafa ekki hækk- að í sex ár. Einnig hækkar gjald fyrir smásjárfrjóvgun. Greiða þarf 137 þúsund fyrir fyrstu meðferð í glasafrjóvgun en gjaldið hefur verið 115 þúsund frá janúar 1996. Fram kom á fundinum að lækn- iskostnaður vegna langveikra barna og fatlaðra lækkar. Tekið er sérstakt tillit til lang- veikra barna sem þýðir að komu- gjöld þeirra sem hafa umönnunar- kort til heilsugæslu- og sérfræðilækna verða þau sömu og komugjöld barna með fullan afslátt. Verður komugjald á heilsugæslu- stöð þannig 150 krónur en til sér- fræðings 350 krónur. Þessi breyting tekur til um þrjú þúsund barna. Einnig er breytt reglum um end- urgreiðslur til þeirra sem bera mik- inn kostnað við læknishjálp, lyf og þjálfun. Má nefna sem dæmi að fjölskylda með um 1.540 þúsund króna árs- tekjur fær um 90% af lækniskostn- aði endurgreiddan þegar hann fer yfir 10.800 krónur í þrjá mánuði. Hafi fjölskylda um 2,4 milljóna tekjur og lækniskostnaður fer í 17.000 kr. á þremur mánuðum greiðir TR þrjá fjórðu kostnaðar umfram það. Ráðherra setur reglur um læknis- og lyfjakostnað frá áramótum Hlutur sjúklinga vegna lækniskostnaðar eykst Útgjöld tekjulágra fjölskyldna og vegna langveikra barna lækka       ! " #!               !""#$%&&! '(   $ ! #!  "           )  * ## %& "! '"   '(   + (!!#  )!#           !"#    )  * ## %&   !,-&.  /"0#1 , #'  !""#     !,"#!  /#021 * +   !,"%.  -!0&1 , #'  !""/     %,!-.  /30%1   2/%  %/021  * + , #'  !,.,!"""   %,33/  3"0/1   "22  %20!1  , #'  !,-,%&&!   %,"3%   /#0!1    !,!!! %"0.1  , #'  !,!,%&&%    #,%-2  /30&1 '(   + -  .  #/' 0           !"#    )  * ## %&     /..  %!0#1      2-2 %/0#1  *   !,&&3 %#0.1    !,!..   %.0.1     !,%-" %30.1  Morgunblaðið/Ásdís Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra kynnti nýjar reglur um kostnaðarhlutdeild sjúklinga á blaðamannafundi. Með honum á myndinni eru Davíð Á. Gunnarsson, Hrönn Ottósdóttir og Helgi Már Arthursson.    $    % &  $    ( )  $    *  +   ,- . * +  *     + * +  * + * + /0 /1 /( / / HEIMILD ríkissjóðs til þess að takast á hendur vátryggingavernd vegna íslenskra flugrekenda hefur verið framlengd til 15. febrúar nk. með bráðabirgðalögum, sem gefin voru út í fyrra- kvöld. Eftir árásirnar í Bandaríkjunum 11. septem- ber sl. ákváðu tryggingafélög að segja upp tryggingum flugfélaga vegna stríðs eða hryðju- verka. Ríkisstjórnin veitti í framhaldi af þessu ábyrgð sína vegna trygginga íslensku flugfélag- anna líkt og fjölmargar aðrar ríkisstjórnir gerðu. Var ábyrgðin vegna trygginga íslensku flug- félaganna fyrst alls 2.700 milljarðar króna, en í október lækkaði hún í 270 milljarða. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að eft- ir ríkisstjórnarfund um málið í fyrrakvöld hafi ríkjandi bráðabirgðalög verið framlengd frá ára- mótum til 15. febrúar. 20. desember sl. hafði Morgunblaðið eftir fjármálaráðherra að ekki hefði komið til tals að framlengja ábyrgðina, en gagnstætt því sem gert hafði verið ráð fyrir bjóðast flugrekendum enn ekki fullnægjandi ábyrgðartryggingar á vátryggingamarkaði þar sem tryggingamarkaðurinn er ennþá í nokkru uppnámi vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjun- um. Evrópuríkin halda tryggingaverndinni áfram Geir H. Haarde segir að auk þess sé ljóst að flest önnur Evrópuríki, sem íslensku flugfélögin séu í samkeppni við, ætli að halda trygginga- vernd sinni áfram, og ríkisstjórnin vilji tryggja íslensku félögunum sambærilega stöðu. Ábyrgðin tekur til tjóns sem verður af völdum hryðjuverka eða sambærilegra atvika á þriðja aðila, en vélarnar sjálfar og farþegar þeirra eru tryggð eftir sem áður með venjulegum hætti. Á grundvelli bráðabirgðalaganna hefur fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs endurnýjað samkomulag við Sjóvá-Almennar tryggingar hf. fyrir hönd Samtaka norrænna flugvátryggjenda. Samkvæmt samkomulaginu veitir norræna tryggingasamsteypan íslenskum flugrekendum sem stunda alþjóðlegt flug ábyrgðartryggingu til viðbótar þeirri grunntryggingu sem flugrekend- um býðst á almennum markaði, en ríkissjóður tekst á hendur endurtryggingu. Ríkisstjórnin ræðir vátryggingavernd vegna íslenskra flugrekenda Ríkisábyrgðin framlengd ÞRJÁR meginástæður eru til- greindar fyrir þeirri hækkun sem verður á hlut sjúklinga í ýmsum kostnaði við heilbrigðisþjónustu frá 1. janúar: Gjöld hafa ekki hækkað frá því í janúar 1996, kostnaður heilbrigð- isþjónustunnar hefur vaxið, m.a. vegna launahækkana, og leita varð leiða til að mæta kostnaði vegna nýrra verkefna. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segir að við fjárlagagerðina fyrir næsta ár hefði verið séð að mikið viðbótarfjármagn þyrfti í heilbrigðiskerfið. Útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála myndu á næsta ári verða rúmir 90 milljarðar en þau voru um 80 millj- arðar á yfirstandandi ári. Af þeim er hlutur heilbrigðiskerfisins um 59 milljarðar. Hlutur heilbrigðis- og tryggingamála í ríkisútgjöldum var á þessu ári 36,4% en verður á því næsta 37,8%. Sé aðeins litið á út- gjöld til heilbrigðismála án lyfja- kostnaðarins er hlutdeildin í ár 24,3% en verður á því næsta 24,9%. Heilbrigðisráðherra kveðst hafa lagt áherslu á þrjá þætti við ný verkefni í heilbrigðiskerfinu sem veita þyrfti aukið fé til: Heilsugæsl- una, geðheilbrigðisþjónustuna og að stytta biðlista. Einnig hefði þurft að koma til móts við aukna fjárþörf Landspítala – háskólajúkrahúss. Um 80 milljónir fara í að stytta bið- lista, 40 milljónir í geðheilbrigð- ismálin, 40 í heilsugæslu og um 200 milljónir til Landspítala. Með nokkrum öðrum minni liðum væri alls um 500 milljónir króna að ræða. Jón sagði þessari upphæð ekki allri náð með hækkun á hlutdeild sjúklinga. Ráðgert væri að ná um 300 milljónum gegnum lyfjamálin og þar af 140 til 150 milljónum með breytingum á hlut sjúklinga í lyfja- kostnaði. Um 96 milljónir eiga að fást með hækkun á komugjöldum til sérfræðinga og með hækkun há- marksgjalds og um 40 milljónir koma með hækkun komugjalda heilsugæslunnar. Aukinn kostnaður er meðal ástæðna EIN af reglugerðarbreyting- unum felur í sér að lagður verður niður svokallaður 10% sjóður heilsugæslustöðva. Í hann hafa runnið 10% af komu- gjöldum sjúklinga og hefur mátt ráðstafa úr sjóðnum til tækjakaupa og fleiri þátta. Greinin sem kveður á um sjóðinn verður felld niður en þar segir: „Af gjaldi sem renn- ur til heilsugæslustöðvar skv. 2. og 3. gr. og renna skal til reksturs stöðvarinnar skal leggja 10% í sérstakan sjóð, sem stjórn stöðvarinnar ann- ast. Úr sjóðnum má stjórnin ráðstafa fé til tækjakaupa, endurbóta á aðstöðu, til við- haldsmenntunar starfsmanna o.þ.h. Sjóðstjórn setur reglur um ráðstöfun fjárins, sem ráð- herra staðfestir.“ Heilsugæslustöðvarnar hafa ráðstafað þessu fjármagni eftir því sem reglugerðin segir en hér eftir rennur þetta fé í rekstrarkostnað stöðvanna. Þá er í nýju reglugerðinni breytt ákvæði er varðar gjald fyrir vottorð. Það á framvegis að renna til stofnunar en ekki til viðkomandi læknis. Leggja á niður 10% sjóðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.