Morgunblaðið - 29.12.2001, Side 58
DAGBÓK
58 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
VEÐRÁTTAN hér á Fróni ersannarlega margslungið fyrir-
bæri, eins og landsmenn hafa svo
ótal sinnum fengið að kynnast. Þær
tugþúsundir borgarbúa sem
skemmtu sér hið besta á Laugaveg-
inum og miðborginni í yndislegu
veðri á Þorláksmessu hafa sennilega
ekki haft hugmyndaflug til að spá
fyrir um þá ofankomu sem síðan
fylgdi í kjölfarið og tryggði lands-
mönnum flestum hvít og köld jól. Ef-
laust eru margir þessum stakka-
skiptum fegnir, enda rigning og hiti
eitthvað sem fæstir tengja jólahátíð-
inni. En Víkverji, sem býr vestarlega
í vesturbæ Reykjavíkur, þar sem alla
jafna er afar snjólétt, getur ekki að
því gert þótt hann sakni strax hlýj-
unnar þar sem hann er nýkominn inn
úr kuldanum eftir strit og puð við
snjómokstur og tilheyrandi. Það er
meira hvað blíðviðrið getur spillt
okkur Íslendingum, sem auðvitað
eigum að geta vænst hverju sem er í
veðri og vindum, hvenær sem er.
x x x
EITT af því sem fylgir svoóvæntri ofankomu er snjó-
mokstur á vegum borgarinnar. Það
er heilt fyrirbæri út af fyrir sig.
Norskur kunningi Víkverja er einn
þeirra sem fyrir enga muni getur
skilið aðferðafræði gatnamálastjóra
þegar að snjómokstrinum kemur og
líkir honum helst við skemmdarverk,
þótt þar kunni raunar að vera full-
mikið í lagt. Málið er nefnilega að
Norðmaðurinn skilur ekki að starfs-
mönnum borgarinnar leyfist að aka á
trukkum sínum og ryðja snjó af göt-
unum og skilja mikla hauga beggja
megin þeirra án nokkurs tillits til
innkeyrslna að húsum ellegar gang-
stíga. Norðmaðurinn, sem býr í
Þingholtunum, verður gjarnan í
snjóatíð að verja dágóðum tíma í
snjómokstur til þess að koma bíl sín-
um úr innkeyrslunni þegar snjó-
ruðningstæki borgarinnar hafa gert
honum þann leik að mynda múr fyrir
framan hana. Sami maður hefur séð
aumur á öldruðum nágrönnum sín-
um sem eru nánast sem í gíslingu
eftir hreinsunaraðgerðir borgar-
starfsmanna, enda hafa þeir enga
möguleika á að moka sjálfir svo stóra
skafla sem aukinheldur breytast í
frosti í rammgerð björg svo aðeins
fullhraust fólk eða þá öflugar vinnu-
vélar fá þar eitthvað að gert.
Þessi erlendi vinur Víkverja hef-
ur búið hér á landi í nokkur ár, en
hefur mikla reynslu af miklu meira
fannfergi en hér þekkist frá heima-
landi sínu. Hann undrast satt að
segja vinnubrögð borgaryfirvalda
þegar að snjóruðningi kemur, finnst
þau ómarkviss og tilviljanakennd.
Og það sem verra er; oft og tíðum
finnst honum sem verr sé af stað
farið en heima setið, ekki síst þegar
íbúa við götur bíður mikil vinna við
snjómokstur og björgunaraðgerðir
eftir að götur þeirra hafa verið
„ruddar“ af starfsmönnum borgar-
innar.
x x x
VÍKVERJI veltir því fyrir sérhvort ekki séu til aðrar aðferðir
og björgulegri til þess að bregðast
við fannferginu á strætum borgar-
landsins. Auðvitað vinna borgar-
starfsmenn borgarinnar gott verk
við að halda götunum auðum svo
borgarbúar komist leiðar sinnar, en
meðalhófs verður þó að gæta í þeim
aðgerðum eins og öðrum svo venju-
legir borgarar hljóti ekki ómælt erf-
iði og skaða af öllu saman. Er þar til
of mikils mælst?
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 ákafa, 4 valin, 7 ill-
mennin, 8 málms, 9 at-
gervi, 11 vítt, 13 óska, 14
dögg, 15 kauptún, 17 sá,
20 kærleikur, 22 stirð-
leiki, 23 játa, 24 mögu-
leika, 25 lasta.
LÓÐRÉTT:
1 þreifar á, 2 erfiðum, 3
yfirsjón, 4 lítið skip, 5
sjávardýr, 6 nirfilsháttur,
10 sælu, 12 dugur, 13
fiskur, 15 fisk, 16 úr-
komu, 18 líkamshlutann,
19 fugl, 20 atlaga, 21
skaði.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 skaddaðir, 8 kopar, 9 geril, 10 kýr, 11 farga, 13
aurar, 15 svalt, 18 ósatt, 21 rok, 22 miðla, 23 ábata, 24
hamslausa.
Lóðrétt: 2 Kýpur, 3 dýrka, 4 angra, 5 iðrar, 6 skóf, 7
hlýr, 12 gil, 14 uns, 15 sumt, 16 auðga, 17 trafs, 18 ókáta,
19 afans, 20 tían.
K r o s s g á t a
FREKJAN og tillitsleysið
hér í umferðinni er hræði-
legt. Ég er ein af þeim fáu
sem held mig við löglegan
hraða og það gengur nú
ekki þrautalaust fyrir sig.
Oft er talað um unga fólkið
í umferðinni, en mín
reynsla er sú að það sé
skárri ökumenn en mið-
aldra karlmenn sem eru að
kafna úr frekju og karl-
rembu. Þeir þola sumir
ekki að sjá konur undir
stýri. Þeir flauta og blikka
ljósum óspart. Sumir þeir
sem á jeppum aka álíta sig
stóra karla í umferðinni en
eru ósköp litlir þegar þeir
hoppa ofan úr drekunum
sínum. Ég varð fyrir því í
sumar þegar ég stoppaði
við rautt ljós að keyrt var
aftan á mig. Ökumaðurinn
réðst að mér og ætlaði að
berja mig. Hann jós yfir
mig skömmum og svívirð-
ingum og sagði að kerling-
ar kynnu ekki að keyra. Ef
það að kunna að keyra er
að fara yfir á rauðu ljósi
veitti ekki af því að láta
slíka ökumenn taka prófið
upp aftur. Þeir sem missa
prófið ættu að þurfa að
hafa mikið fyrir því að fá
það aftur, það kenndi þeim
kannski að meta bílprófið
sitt betur.
Það er dauðans alvara
að aka bíl og öll viljum við
komast heil heim aftur. En
til þess að svo megi verða
verðum við að fara að
hugsa eins og þroskaðar
manneskjur.
Ég vil að lokum skora á
umferðaryfirvöld, trygg-
ingafélög og aðra sem láta
sig þessi málefni varða að
stórauka forvarnir því að
tillitssamir og kurteisir
ökumenn eru gulli betri.
Ökukona.
Tapað/fundið
Bíllyklakippa týndist
BÍLLYKLAKIPPA með
fjarstýringu týndist trú-
lega á horni Hverfisgötu
og Smiðjustígs eftir hádegi
sl. fimmtudag. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
587 8058 eða 565 8327.
Kerra og kerrupoki
í óskilum
KERRA og kerrupoki eru
í óskilum í Fellahverfi.
Upplýsingar í síma
557 9834.
Dýrahald
Týna er týnd
TÝNA sem er svört og hvít
læða týndist frá Álfatúni í
Kópavogi 22. desember.
Hún er eyrnamerkt
01G251 en ólarlaus. Þeir
sem hafa orðið hennar var-
ir hafi samband í síma
554 1993.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Dauðans
alvara
1. d4 d5 2. Bg5 c6 3. Rf3 Bf5
4. c4 dxc4 5. Rc3 h6 6. Bh4
b5 7. e4 Bh7 8. a4 b4 9. Bxc4
g5
Skáklíf í London hefur á
undanförnum árum ekki
verið jafn þróttmikið og
forðum daga. Heyrst hefur
að nú eigi að gera bragarbót
á. Fyrir stuttu var haldið
meistaramót borgarinnar.
Julian Hodgson (2.589) hafði
hvítt gegn Oleg Kirsanov
(2.378). 10. Re5! e6 11. Bxe6!
bxc3 12. Bxf7+ Ke7 13. Db3
Dc8 14. Bh5 De6 15.
Db4+ Dd6 16. Db7+
Rd7 17. Rxc6+ Dxc6
18. Dxc6 Rgf6 19. Bf3
cxb2 20. Hb1 Hb8 21.
Bg3 Hb6 22. Dc2 g4 23.
a5 He6 24. d5 Bxe4 25.
Bxe4 Hxe4+ 26. Kf1
Kf7 27. Dxb2 Bc5 28.
h3 Hhe8 29. hxg4 Rxg4
30. Db5 Rgf6 31. Hxh6
Bd4 32. d6 Kg7 33.
Dg5+ Kf7 34. Dg6+
Ke6 og svartur gafst
upp. Skák.is og Skák-
samband Íslands
standa sameiginlega að
kosningu skákmanns og
skákkonu ársins 2001.
Stjórn SÍ hefur tilnefnt
fimm skákmenn í hvorum
flokki. Kosningin fer fram á
Skák.is og stendur öllum til
boða að taka þátt. Nánari
upplýsingar er að finna á
skak.is en frestur til kjósa
rennur út um áramót.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Með morgunkaffinu
Láttu ekki
svona,
Knútur.
Aðalsteinn
kom sjálfur
með drykkinn.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Trinket kemur í dag,
Olga og Otto fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Ík-
an Serong fór í gær.
Mannamót
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum verður lok-
að til 8. janúar. Óskum
öllum gleðilegra jóla og
farsæls komandi árs.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Áramótadansleikurinn
verður í kvöld, laug-
ardaginn 29. des. kl.
20.30.
Caprí tríó leikur fyrir
dansi. Ásadans og happ-
drætti. Línudans verður
miðvikudaginn 2. jan. kl
11. Nýir þátttakendur
velkomnir. Dagskráin í
Hraunseli hefst aftur
mánudaginn 7. jan.
Gerðuberg, félagsstarf.
Miðvikudaginn 2. janúar
er opið frá 9–16.30, m.a.
spilamennska. Fimmtu-
daginn 3. janúar verður
áramótaguðsþjónusta í
Bústaðakirkju kl. 14 á
vegum Ellimálaráðs
Reykjavíkurprófasts-
dæma og Bústaðasókn-
ar, mæting í Gerðubergi
kl. 13.15. Að messu lok-
inni verður ekið um
borgina ljósum prýdda.
Skráning hafin. Starfs-
fólk óskar öllum þátttak-
endum og samstarfs-
aðilum gleðilegs ár og
friðar með þakklæti fyrir
stuðning og samstarf á
árinu sem er að líða.
Hlökkum til nýja ársins.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kynningardagur verður
fimmtudaginn 3. janúar
kl. 14. Skráning á nám-
skeið fer fram á sama
tíma. Fólk er hvatt til að
mæta og kynna sér þá
starfsemi sem fyr-
irhuguð er til vors og
koma með tilllögur.
Vitatorg. Starfsemi fé-
lagsmiðstöðvarinnar
hefst fimmtudaginn 3.
janúar. Mánudaginn 7.
janúar hefjast öll nám-
skeið. Skráning og upp-
lýsingar í síma 561-0300.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið til að hætta
reykingum í Heilsustofn-
un NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla, kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁÁ Síðumúla 3–5
og í Kirkju Óháða safn-
aðarins við Háteigsveg á
laugardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12,
Reykjavík. Stuðst er við
12 spora kerfi AA-
samtakanna.
Breiðfirðingafélagið
Jólatrésskemmtun
Breiðfirðingafélagsins
er í dag, laugardaginn
29. des., og hefst kl.
14.30 í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14. Mætum vel
og stundvíslega.
Kristniboðssambandið
þiggur með þökkum alls
konar notuð frímerki,
innlend og útlend, ný og
gömul, klippt af með
spássíu í kring eða um-
slagið í heilu lagi (best
þannig). Útlend smá-
mynt kemur einnig að
notum. Móttaka í húsi
KFUM&K, Holtavegi
28, Rvík, og hjá Jóni
Oddgeiri Guðmunds-
syni, Glerárgötu 1, Ak-
ureyri.
Minningarkort
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum í
Reykjavík: Skrifstofu
Hjartaverndar, Lág-
múla 9, s. 535-1825. Gíró
og greiðslukort. Dval-
arheimili aldraðra
Lönguhlíð, Garðs apó-
tek, Sogavegi 108, Ár-
bæjar apótek, Hraunbæ
102a, Bókbær í
Glæsibæ, Álfheimum 74,
Kirkjuhúsið, Laugavegi
31, Bókabúðin Grímsbæ
v/ Bústaðaveg, Bóka-
búðin Embla, Völvufelli
21, Bókabúð Graf-
arvogs, Hverafold 1–3.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á Vest-
urlandi: Akranes:
Hagræði hf., Borgarnes:
Dalbrún, Brákabraut 3.
Grundarfjörður: Hrann-
arbúð sf., Hrannarstíg
5. Stykkishólmur: Hjá
Sesselju Pálsd., Silf-
urgötu 36. Ísafjörður:
Póstur og sími, Að-
alstræti 18. Stranda-
sýsla: Ásdís Guð-
mundsd. Laugarholti,
Brú.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eftirtöld-
um stöðum á Austur-
landi: Egilsstaðir:
Gallery Ugla, Miðvangi
5. Eskifjörður: Póstur
og sími, Strandgötu 55.
Höfn: Vilborg Einars-
dóttir, Hafnarbraut 37.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á
Norðurlandi: Ólafs-
fjörður: Blóm og gjafa-
vörur, Aðalgötu 7.
Hvammstangi: Versl-
unin Hlín, Hvamms-
tangabraut 28. Ak-
ureyri: Bókabúð
Jónasar, Hafnarstræti
108, Möppudýrin,
Sunnuhlíð 12c. Mý-
vatnssveit: Pósthúsið í
Reykjahlíð. Húsavík:
Blómasetrið, Héðins-
braut 1, Raufarhöfn: Hjá
Jónu Ósk Pétursdóttur,
Ásgötu 5.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á Suð-
urlandi:
Vestmannaeyjar: Apó-
tek Vestmannaeyja,
Vestmannabraut 24. Sel-
foss: Selfoss apótek,
Kjarninn.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á
Reykjanesi: Kópavogur:
Kópavogs apótek,
Hamraborg 11. Hafn-
arfjörður: Lyfja, Set-
bergi. Sparisjóðurinn,
Strandgötu 8–10, Kefla-
vík: Apótek Keflavíkur,
Suðurgötu 2, Lands-
bankinn, Hafnargötu 55–
57.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Austfjörðum:
Á Seyðisfirði: hjá Birgi
Hallvarðssyni, Botnahlíð
14, s. 472-1173. Á Nes-
kaupstað: í blómabúðinni
Laufskálanum, Kristín
Brynjarsdóttir, Nesgötu
5, s. 477-1212. Á Egils-
stöðum: í Blómabæ, Mið-
vangi, s. 471-2230. Á
Reyðarfirði: hjá Grétu
Friðriksd., Brekkugötu
13, s. 474-1177. Á Eski-
firði: hjá Aðalheiði Ingi-
mundard., Bleikárshlíð
57, s. 476-1223. Á Fá-
skrúðsfirði: hjá Maríu
Óskarsd., Hlíðargötu 26,
s. 475-1273. Á Horna-
firði: hjá Sigurgeir
Helgasyni, Hólabraut
1a, s. 478-1653.
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555
og 588-7559 á skrifstofu-
tíma. Gíró- og kred-
itkortaþjónusta.
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrifstofu
félagsins á Suðurgötu 10
(bakhúsi), 2. hæð, s. 552-
2154. Skrifstofan er opin
miðvikud. og föstud. kl.
16–18 en utan skrifstofu-
tíma er símsvari. Einnig
er hægt að hringja í síma
861-6880 og 586-1088.
Gíró- og kred-
itkortaþjónusta.
Minningarkort MS-
félags Íslands eru seld á
skrifstofu félagsins,
Sléttuvegi 5, 103 Rvk.
Skrifstofan er opin
mán.–fim. kl. 10–15. Sími
568-8620. Bréfs. 568-
8621. Tölvupóstur
ms@msfelag.is.
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheim-
ersjúklinga. Minning-
arkort eru afgreidd alla
daga í s. 533-1088 eða í
bréfs. 533-1086.
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eftirtöldum
stöðum: í síma 588-9220
(gíró), Holtsapóteki,
Vesturbæjarapóteki,
Hafnarfjarðarapóteki,
Keflavíkurapóteki og hjá
Gunnhildi Elíasdóttur,
Ísafirði.
Parkinsonsamtökin.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd í síma
552-4440 kl. 13–17. Eftir
kl. 17 s. 698-4426 Jón,
552-2862 Óskar eða 563-
5304 Nína.
Í dag er laugardagur 29. desem-
ber, 363. dagur ársins 2001. Tóm-
asmessa. Orð dagsins: Allir boðar
þínir og bylgjur gengu yfir mig.
Ég hugsaði: Ég er burt rekinn
frá augum þínum.
(Jónas 2, 4.–5.)