Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ  GAUTI Kristmannsson lauk ný- lega doktorsprófi í þýðingafræðum við Johannes Gutenberg-háskólann í Mainz í Þýskalandi. Doktorsritgerðin nefnist Literary Diplomacy: the Role of Translation in the Construction of National Literatures in Britain and Germany 1750- 1830. Leiðbein- endur voru pró- fessorarnir Horst W. Drescher og Andreas F. Kell- etat. Í ritgerðinni er farið yfir hvernig þýð- ingum var beitt beint og óbeint til að auðga og rétt- læta þann bók- menntaarf sem fyrir var í Bretlandi og Þýskalandi á síðari hluta átjándu aldar og endurskilgreina áður lítt metnar bókmenntir á móðurmálinu sem „klassískar“. Fyrsti hluti ritgerðarinnar er þýð- ingafræðilegur og er lagður grund- völlur að hugmynd höfundar um „þýðingar án frumtexta“ sem merkir að á leið sinni til þess að geta kallað sig bókmenntaþjóðir verði þjóðir að þýða inn í samfélag sitt tiltekin form og bókmenntagreinar auk klassískra texta. Annar hluti ritgerðarinnar fjallar um upptöku norrænna og kelt- neskra bókmennta inn í breskan þjóðararf, en segja má að þýðingar á þeim hafi gegnt lykilhlutverki við að móta þá vitund sem Bretar hafa um sig og þjóðir þær sem Bretlandseyjar byggja. Þriðji hlutinn fjallar síðan um hvernig til varð þýsk þjóðarvitund og hugmyndir um „menningarþjóð“ þrátt fyrir sundurlaust ríkja- samband, en þar gegna aftur þýð- ingar lykilhlutverki, bæði til að afla nýrra fyrirmynda í gegnum breska og norræna texta og einnig í nýju og sjálfstæðu viðhorfi til hinnar klas- skísku arfleifðar Grikkja andspænis menningarlegu forræði Frakka. Há- skólinn í Mainz styrkti verkefnið í eitt ár og einnig var það styrkt í tvö ár af sjóði Landesgraduiertenförderung í fylkinu Rheinland-Pfalz. Ritgerðin hlaut verðlaun háskólans í Mainz fyr- ir framúrskarandi doktorsritgerð. Gauti Kristmannsson lauk BA- prófi í ensku frá Háskóla Íslands árið 1987 og prófi sem löggiltur dómtúlk- ur og skjalaþýðandi sama ár. Árið 1991 lauk hann meistaraprófi (M.Sc. with distinction) í skoskum bók- menntum frá Edinborgarháskóla. Gauti hefur starfað sem þýðandi frá árinu 1980. Foreldrar Gauta eru Kristmann Eiðsson og Kristín Þor- steinsdóttir. Hann er kvæntur Sab- ine Leskopf þýskukennara og verk- efnisstjóra, og eiga þau tvö börn, Fjólu, f. 1996, og Jakob, f. 2000. Doktorspróf í þýðinga- fræðum Gauti Kristmannsson Í LEIÐARA Morgunblaðsins 19. desember, þar sem fjallað var um refsingar í kynferðisafbrotamálum, sagði: „Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa stjórnvöld í Noregi endur- skoðað kynferðisafbrotakafla sinna hegningarlaga, sem m.a. leiðir nú til þess að sönnunarbyrði í málum af þessu tagi liggur hjá verjanda ger- anda en ekki hjá ákæruvaldinu og fórnarlambinu.“ Þessi málsgrein var byggð á um- mælum Helgu Leifsdóttur héraðs- dómslögmanns í Morgunblaðinu 18. desember, en þau voru svohljóðandi: „Við getum t.d. tekið Norðmenn okk- ur til fyrirmyndar hvað þetta snertir, en þeir hafa nýverið endurskoðað kynferðisbrotakafla sinna hegningar- laga. Norðmenn hafa þyngt verulega refsiviðurlög kynferðisbrota. Einnig er virt til refsiþyngingar ef það eru t.d. fleiri en einn gerandi, gerandi hefur verið dæmdur áður fyrir kyn- ferðisbrot eða brotið haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola. Þá er m.a. lögð refsing við kynferðislegri mis- neytingu, sem eru mjög algeng brot hérlendis. Þau lýsa sér í því að menn misnota sér ölvunarsvefn kvenna til að nauðga þeim. Reyndar tekur 196. gr. almennra hegningarlaga á brot- um af þessu tagi en í Noregi er geng- ið enn lengra með því að gerandinn þarf að sýna fram á að hann hafi haft samþykki fórnarlambsins fyrir sam- ræðinu. Þetta er umdeilt í ljósi þess að meginreglan í refsirétti fjallar um að ákæruvaldið beri sönnunarbyrði fyrir sekt sakbornings og að allan vafa beri að skýra sakborningi í vil. Kynferðisbrot eru hins vegar það sérstakur flokkur brota og það er erf- itt að sanna slík brot þegar orð er gegn orði. Í norsku lögunum er því gengið lengra en áður í að sakborn- ingur beri ábyrgð á gjörðum sínum, t.d. getur hann verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot með því að sýna stór- fellt gáleysi, t.d. að ganga ekki úr skugga um að samþykki brotaþola liggi fyrir til samfara, eins útilokar villa sakbornings um aldur barns undir 14 ára ekki sakfellingu. Ég hef haldið því fram að reglan um sönn- unarbyrði í íslenskum kynferðis- brotamálum fyrir dómi eigi illa við. Við höfum hins vegar engar aðrar leiðir eins og staðan er núna og refsi- vörslukerfið er illa undir þennan málaflokk búið, einkum vegna þess að í fæstum tilvikum er við vitni að styðjast.“ Eins og sjá má var í leiðara blaðs- ins dregin of víðtæk ályktun af orðum lögmannsins. Samkvæmt gögnum, sem Morgunblaðinu hafa síðan bor- izt, er ljóst að með breytingum á norskum hegningarlögum hefur sönnunarbyrði ekki verið snúið við. Hins vegar getur stórfellt gáleysi manns leitt til þess að hann verði sak- felldur fyrir nauðgun, en ásetningur var ávallt áskilinn áður. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Sönnunarbyrði ekki snúið við Morgunblaðið/Þorkell FJÖLBRAUTASKÓLINN við Ár- múla brautskráði nemendur við hátíðlega athöfn í Borgarleikhús- inu 21. desember síðastliðinn. 70 nemendur voru í útskrift- arhópnum að þessu sinni, 53 stúdentar, 2 nuddarar 10 lyfja- tæknar og 5 sjúkraliðar. Dúx skólans var Steinn Finnbogason en hann fékk einnig viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í frönsku, auk hans hlutu fjölmarg- ir aðrir nemendur verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í hinum ýmsu greinum. Sölvi Sveinsson skólameistari setti athöfnina og stjórnaði henni. Í skýrslu Ólafs Hjartar Sig- urjónssonar aðstoðarskólameist- ara kom fram að á haustönninni hefðu 850 nemendur hafið nám í dagskóla og er það mesti fjöldi frá upphafi. 836 nemendur stund- uðu nám í dagskóla og 58 nem- endur voru í fjarnámi, en skólinn hóf kennslu með fjarnámssniði á þessari önn. Skólinn ætlar sér stóran hlut í fjarnámskennslu og eru kennarar vel undirbúnir á þessu sviði. Einnig hefur heimild fengist til að bjóða upp á fram- haldsnám fyrir sjúkraliða og er um að ræða tveggja anna bóknám og 8 vikna verknám á stofnunum. Skólinn á tuttugu ára afmæli á árinu og var haldið upp á afmæl- ið 7. september. Þá opnaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra símenntunarmiðstöð skólans og er þetta fyrsta símenntunarmið- stöðin á höfuðborgarsvæðinu. Við sama tækifæri afhjúpaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri listaverk eftir Haf- stein Austmann á lóð skólans. 6. nóvember kom síðan forseti Ís- lands í heimsókn og ræddi við nemendur og kennara um skóla- mál. Í heimsókn forseta opnaði hann nýja heimasíðu upplýsinga- og fjölmiðlabrautar. 70 nemendur brautskráðir Fjölbrautaskólinn við Ármúla ÞORGEIR Pálsson, flugmálastjóri, segir að sér hafi þótt það sér- kennilegt að gagnrýni Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna, FÍA, og Flugskóla Íslands á Flugmála- stjórn skyldi koma fram á vett- vangi samgöngunefndar Alþingis. „Mér hafa ekki borist slík erindi á mitt borð og ég geri athugasemd við það hvernig þetta er borið fram. Mér finnst óeðlilegt að svo alvarleg gagnrýni skuli ekki hafa borist beint til Flugmálastjórnar. Ég hef sent fyrirspurn til stjórnar Flugskólans um hvort hún sé sam- mála þeim skoðunum, sem fram koma í erindi skólans er undirritað er af tveimur forráðamönnum hans. Ég mun bíða eftir að fá svör við þeirri fyrirspurn áður en ég tjái mig frekar um málið. Ég vísa því hins vegar alveg á bug að það fólk sem starfar hjá flugöryggissviði Flugmálastjórnar hafi ekki næga þekkingu og menntun til að gegna störfum sín- um. Það er mjög alvarleg ásökun svo ekki sé dýpra í árinni tekið.“ Viðræður við flugmenn Þorgeir segist hafa átt ágætan fund með stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna nýlega þar sem farið var yfir málin. „Við höfum markað leið til þess að auka og efla samskipti okkar og ég held að þannig verði komið til móts við flest af þeim sjónarmiðum sem fé- lagið hefur sett fram. Við höfum átt ágæt samskipti við FÍA í gegn- um tíðina en eins og oft vill verða þarf að efla þau, og þá kannski með því að setja upp nýjan vett- vang til slíkra samskipta. Fund- urinn nú markar vonandi upphafið að því ferli.“ Ekki skortur á hæfu starfsfólki Þorgeir Pálsson flugmálastjóri um gagnrýni FÍA og Flugskólans ♦ ♦ ♦ RÚMLEGA tvítugur karlmaður hef- ur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í 30 daga fang- elsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann var ákærður fyrir að hafa veist að manni við Nætursöluna á Akur- eyri í júlí í sumar og slegið hann í andlit, þannig að hann féll í götuna og rotaðist. Hlaut hann nokkra áverka af. Maðurinn játaði verknaðinn fyrir dómi. Hann hefur áður hlotið dóm vegna nytjatöku og umferðarlaga- brots og gengist undir sáttargjörð vegna eignarspjalla og umferðar- lagabrots. Rétt þótti að fresta refs- ingu ákærða í tvö ár þar sem hann játaði brot sitt skýlaust og féllst á að greiða brotaþola skaðabætur að hluta. Farið var fram á 166 þúsund krónur í bætur, en hann var dæmdur til greiðslu 96 þúsund króna. Héraðsdómur Norðurlands eystra Skilorð vegna árásar BERGUR Felixson, framkvæmdastjóri Leik- skóla Reykjavíkur, segist ekki vita nein dæmi þess að börnum hafi verið sagt upp dvalarsamn- ingi á leikskóla vegna erfiðleika barna við að að- lagast leikskólastarfinu en tveggja ára dreng var fyrr í vetur vikið úr einkareknum leikskóla í Reykjavík og var fram- angreint nefnt sem ástæða uppsagnarinnar. „Við segjum ekki börnum upp plássi því starf okkar er að leysa þau vandamál sem upp koma. Leikskóli er fyrir öll börn og þegar vandamál koma upp í leikskólunum okkar þá höfum við möguleikann á því að flytja barn á annan leik- skóla en það er auðvitað gert í fullu samráði við foreldra. Einkaleikskólar hafa auðvitað ekki þennan möguleika,“ segir Bergur. Spurður hvort þurfi oft að beita þessu úrræði segir Bergur að það komi afar sjaldan fyrir. „En í svona stórum mannlegum samskiptum getur alltaf eitthvað komið upp á og þá er um að gera að reyna að leysa það á þeim nótum að barnið fari sem best út úr því.“ Bergur segir leikskólakennara verða meira vara við hegðunarvandamál eins og ofvirkni barna nú en áður en lög segi til um að öll börn eigi rétt á leikskóladvöl og því þurfi að taka á því sem upp komi. „Að mínu mati hafa gæði leikskóla almennt hér á landi aukist verulega gagnvart því að taka á öllum þeim fjölmörgu málum sem upp geta komið, svo sem hvað varðar hegðunar- og þroskafrávik barna. Það er einlægur ásetningur okkar að bregðast rétt við enda eru það þær kröfur sem foreldrar gera til okkar og það rétti- lega,“ sagði Bergur og benti á að einu tilfellin þar sem uppsögn væri talin réttlætanleg væru þegar um ógreidda skuld væri að ræða og þá væri það eingöngu eftir margítrekaðar rukkanir. Bergur kveðst þó ekki vita til þess að þessu úrræði hafi verið beitt varðandi skuldamál. Börnum ekki vísað úr leik- skóla vegna hegðunarvanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.