Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 31 HRUN efnahagslífsins í Argentínu, þrátt fyrir ítrekaða fjárhagsaðstoð, gæti leitt til þess að umtalsverðar breytingar verði á því hvernig Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, bregst við fjármálakreppu í þróun- arríkjum, að sögn embættismanna og sérfræðinga. Þótt IMF hafi gefið í skyn að sjóðurinn kunni að koma Argentínu til aðstoðar kunna langtímaáhrif kreppunnar að leiða til þess, að erf- iðara verði fyrir ríkisstjórnir að fá aðstoð sjóðsins ef þær fylgja óhagg- anlegri gjaldmiðilsstefnu á borð við tengingu argentínska pesóans við Bandaríkjadollarann, að sögn hag- fræðinga. Vandræði Argentínumanna hafa kveikt aukinn áhuga á því, að settur verði á stofn einskonar alþjóðlegur gjaldþrotaréttur sem komið geti ríkisstjórnum, sem eiga í erfiðleik- um, til aðstoðar við skuldbreytingar áður en botninn dettur úr efnahags- lífinu. En um leið kunna Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn og stuðnings- menn hans, þ. á m. Bandaríkjamenn, að verða fljótari til að kippa að sér höndum en ella, ef ríkisstjórn vill halda fast við efna- hags- eða fjármálastefnu sem virð- ist ekki ganga upp til lengri tíma lit- ið. „Að vissu leyti er við okkur að sakast, að við skyldum halda áfram að lána þeim peninga á meðan þeir héldu áfram stefnu sem í rauninni var gjaldþrota,“ sagði Peter Morici, hagfræðingur við efnahagshugveit- una Economic Strategy Institue. „Við höfum vitað nú í nokkurn tíma að það væri engin leið út.“ Fulltrúi IMF, sem ekki vildi láta nafns síns getið, viðurkenndi að kreppan í Argentínu hefði vakið umræður innan stofnunarinnar um það, hvenær sjóðurinn ætti að gagnrýna opinberlega ríkisstjórnir sem ættu í erfiðleikum. „Ef við ljóstrum upp er hætta á að ástand- ið, sem við erum að reyna að bæta úr, versni. Ef við segjum ekkert eigum við á hættu að vera sökuð um að hafa staðið aðgerðarlaus hjá þeg- ar lestin fór út af sporinu,“ sagði embættismaðurinn. „Þetta er spurning sem ekki er auðvelt að svara.“ Margir hagfræðingar telja, að argentínskum embættismönnum, fremur en IMF, sé um að kenna hvernig komið er. Erlendar skuldir Argentínu nema nú um 132 millj- örðum Bandaríkjadollara, og um síðustu helgi tilkynnti nýr forseti landsins, Alfredo Rodriguez Saa, að öllum afborgunum og vaxta- greiðslum af þeim yrði frestað. IMF, sem 183 ríki eiga aðild að, sá Argentínustjórn fyrir neyðarlán- um, alls að upphæð 22 milljarðar dollara. En sjóðurinn neitaði að reiða af hendi 1,2 milljarða greiðslu nú í desember, sem Argentínumenn fóru fram á, á þeim forsendum að ríkisstjórnin hefði ekki fylgt skil- málunum sem fylgdu lánunum. Fyrir tíu árum ákváðu Argent- ínumenn að stemma stigu við óða- verðbólgu í landinu með því að festa gengi gjaldmiðilsins, pesóans, jafnt gengi Bandaríkjadollarans. Verð- bólgan hjaðnaði, en stjórnin missti getuna til að bregðast við efnahags- samdrætti með því að lækka vexti eða prenta fleiri pesóa. Eftir því sem dollarinn hefur styrkst undan- farin ár hafa argentínskar útflutn- ingsvörur glatað samkeppnishæfni, efnahagurinn versnað og atvinnu- leysi aukist óðfluga. Á sama tíma hefur ríkissjóður og fylkjastjórnir í landinu safnað mikl- um skuldum til þess að geta staðið straum af opinberum framkvæmd- um og greitt laun opinberra starfs- manna og eftirlaun. Peningaskort- urinn hefur neytt stjórnvöld til að taka milljarða dollara að láni á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum. Þegar samdráttur varð í efnahags- lífinu minnkuðu tekjur ríkisstjóðs, vextir snarhækkuðu og stjórnin gat ekki staðið við greiðsluloforð sín nema með því að leita á náðir IMF. Ein hefðbundin leið til að bregð- ast við þeim vanda sem nú steðjar að Argentínumönnum er að fella gengi gjaldmiðilsins, en slíkt eykur útflutning og ýtir þannig undir hag- vöxt. En tenging pesóans við doll- arann hefur skotið djúpum rótum í argentínsku efnahagslífi. Flestir Argentínumenn fá greidd laun í pesóum, en skuldir þeirra eru tald- ar í dollurum. Verði gengi pesóans fellt munu skuldir stóraukast og fjöldi gjaldþrota margfaldast. Kreppan í Arg- entínu kann að hafa áhrif á stefnu IMF Reuters Nýr forseti Argentínu, Adolfo Rodriguez Saa, ávarpar starfsfólk skrifstofu Sambands launþegasamtaka í Buenos Aires. Washington. The Los Angeles Times. RÍKISSTJÓRN Argentínu mun reyna að leysa samfélagskreppuna í landinu áður en farið verður að greiða gífurlegar skuldir ríkissjóðs og semja við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn (IMF), sagði Adolfo Rodriguez Saa, nýr forseti landsins, á fimmtu- dagskvöldið. „Við höfum útskýrt fyrir IMF að fyrst verði að takast á við samfélagsneyðina, því bregðast verður við félagslegri útskúfun og atvinnuleysi,“ sagði Rodriguez Saa. Hann hét því ennfremur að rík- isstjórn sín myndi innleiða nýja tíma. „Við verðum að koma á gegn- særri, agaðri stjórn. Allir embætt- ismenn, sem grunaðir verða um spillingu eða misgjörðir, verða taf- arlaust reknir úr embætti,“ sagði forsetinn við sjónvarpsstöðina Am- erica. Rodriguez Saa tók við forseta- embættinu fyrir tæpri viku, eftir að mannskæðar óeirðir og fjöldamót- mæli bundu endi á forsetatíð fyr- irrennara hans, Fernandos de la Rua. Rodriguez Saa lét það verða eitt sitt fyrsta verk að lýsa því yfir að öllum greiðslum á erlendum skuldum ríkissjóðs, sem alls nema um 132 milljörðum Bandaríkjadoll- ara, yrði frestað. Þegar forsetinn tilkynnti þinginu um þetta sl. sunnudag risu þingmenn á fætur, fögnuðu með lófataki og kyrjuðu: „Argentína! Argentína!“ Rodriguez Saa kvaðst hafa beðið næstæðsta ráðamann IMF, Anne Krueger, um „skilning“ í kjölfar ákvörðunarinnar um að afborgun- um og vaxtagreiðslum af lánunum yrði frestað. Fulltrúar IMF og Argentínu munu hittast í næsta mánuði, að því er forsetinn greindi frá, en ekki hefur verið ákveðin dagsetning fyrir fundinn. Á miðvikudag tilkynnti svo Rodr- iguez Saa að tekinn yrði í notkun nýr gjaldmiðill í Argentínu, svo- nefndur argentínó, sem notaður skyldi jafnhliða núverandi gjald- miðli, pesóanum, og Bandaríkja- dollurum. Gengi pesóans hefur ver- ið fast jafnt gengi dollarans síðan 1991, en í fyrradag féll gengi pesó- ans gagnvart dollaranum á svarta- markaðinum í 1,30. Gengi pesóans var bundið við gengi dollarans til þess að stemma stigu við óðaverðbólgu, en fjár- málaskýrendur hafa sagt, að þessi binding sé meginástæða efnahags- kreppunnar í Argentínu núna, en samdráttur hefur verið í efnahags- lífi landsins í 43 mánuði. Eina leiðin til þess að komast hjá gengisfell- ingu pesóans eða dollaravæðingu – að nota einvörðungu dollara í efna- hagslífinu – var að taka í notkun argentínóinn, sagði Rodgriguez Saa. Almenningur óttast og efast Almenningur í Argentínu lét í ljósi ótta og efasemdir um fyrirætl- anir stjórnvalda um að prenta nýj- an gjaldmiðil. „Þetta er lygi. Þetta eru peningar sem ekkert er á bak við,“ sagði Claudio Valdez, fertugur tölvunarfræðingur. „Ég er mjög áhyggjufullur og hef ekki hugmynd um hvað mun gerast.“ Gengi pesóans fór lækkandi á svartamarkaðinum í miðborg Buen- os Aires á fimmtudaginn, þegar fólk fór að kaupa dollara. Þá var verð dollarans komið í 1,3 til 1,35 pesóa, en í síðustu viku kostaði dollarinn á sama stað á bilinu 1,02 til 1,05 pesóa. Þessi viðskipti eru ólögleg vegna bindingar gengis pesóans við gengi dollarans. Stjórnvöld hafa sagst ekki munu hrófla við bindingu gengis pesóans við gengi dollarans. Nýi gjaldmið- illinn verði notaður til að greiða op- inber laun, eftirlaun, skuldir og til að kaupa birgðir fyrir hið opinbera. Ekki verður hægt að skipta nýja gjaldmiðlinum í aðra gjaldmiðla, en gengi hans á að ákvarðast af mark- aðinum. Síðan í byrjun desember hafa verið ströng takmörk á því hversu mikið Argentínumenn geta tekið út af bankareikningum sínum, og get- ur upphæðin ekki farið yfir þúsund pesóa á mánuði. Ekki er ljóst hvort inneignum á reikningum verður breytt í nýja gjaldmiðilinn. „Ég held að þeir breyti ekki inn- eigninni,“ sagði Mabel Rodriguez, 67 ára fyrrverandi lögfræðingur. „Hvernig má það vera að svona sé komið fyrir okkur?“ sagði hún einnig. „Argentína er svo ríkt land. Við höfum allt hvað eina … en við höfum líka Argentínumenn.“ Þriðjungur íbúa Argentínu, sem alls eru um 36 milljónir, býr við fá- tækt, og atvinnuleysi er 18,3%. „Ég skammast mín,“ sagði Fabian Mad- ariaga, fertugur fyrrverandi ávaxtasali, er hélt á 20 mánaða syni sínum – einu fjögurra barna sinna – og var að betla peninga í miðborg Buenos Aires. „Það hvarflaði aldrei að mér að svona myndi fara í þessu landi.“ Bandaríkjamenn vara við óstöðugleika Bandaríska utanríkisráðuneytið varaði við því í vikunni, að til frek- ari óeirða kunni að koma í Argent- ínu. Lög og regla hefðu að mestu komist á að nýju, eftir að bráða- birgðastjórnin, er tók við af de la Rua, afnam neyðarástandslög sem hann setti í síðustu viku eftir tveggja daga mannskæðar óeirðir um allt land. Engu að síður mætti búast við „óstöðugleika“ fram að kosningum, er boðaðar hafa verið í mars næstkomandi. Reuters Þessi gjaldeyrissala í miðborg Buenos Aires var lokuð, þar eð argentínsk stjórnvöld hafa fyrirskipað að gjald- eyrissölur og verðbréfamarkaðir skuli lokaðir uns nýjar efnahagsráðstafanir verða að veruleika. Hyggst tak- ast á við sam- félagskrepp- una fyrst Buenos Aires, Washington. AFP, Washington Post. Nýr forseti Argentínu biður IMF um að sýna „skilning“ á frestun afborgana erlendra lána
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.