Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 18
FRÉTTIR 18 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ RUÐNINGSTÆKI fengu verkefni að nýju á höfuðborgarsvæðinu og víðar í vikunni við að ryðja til snjónum sem féll til jarðar á jóla- dag og annan dag jóla. Hér er sköfl- um rutt til við Þorragötu á leiðinni að Reykjavíkurflugvelli. Miðað við veðurspár er ólíklegt að snjórinn hverfi þessa síðustu daga ársins og gæti jafnvel bætt í ef eitthvað er. Morgunblaðið/Þorkell Vegirnir ruddir ÞAÐ virtist koma bókaþjóðinni nokkuð á óvart að í læsiskönnun OECD-ríkjanna kom fram að um þriðjungur nemenda í 10. bekk í ís- lenskum grunnskólum les ekkert sér til skemmtunar eða afþreying- ar. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, for- maður Félags grunnskólakenn- ara, segir að hún hafi ekki talið að það væru svona margir krakkar sem ekki læsu sér til skemmtunar. „Það kann þó að vera að þeir hafi ekki skilið spurninguna rétt og telji lestur á blöðum, tímaritum eða öðru efni en t.d. skáldsögum ekki með. En hafi krakkarnir skil- ið spurninguna rétt finnst mér það ískyggilegt. Þá skiptir jafnframt mjög miklu máli að þeir fái nógu mikið að lesa í skólunum. Ábyrgð foreldra er einnig mikil í þessu efni og lestur er jú und- irstaða alls náms. Könnunin var gerð hjá krökkunum á því ári sem þeir voru að taka samræmd próf og það kann að hafa haft áhrif.“ Júlíus K. Björnsson, forstöðu- maður Námsmatsstofnunar, segir að könnun hafi leitt í ljós að 25% íslensku stúlknanna og 35% ís- lensku strákanna lásu ekkert sér til skemmtunar. Hann bendir þó á að í lestrarkönnun árið 1991 hafi þetta hlutfall verið um 40%. Þann- ig að í grundvallaratriðumn hafi ekki margt breyst frá þeirri könn- un. „Það er að vísu hugsanlegt að krakkarnir hafi skilið spurninguna þröngt, þ.e. talið að einungis hafi verið átt við lestur á bókum en ekki lestur á dagblöðum, Netinu og annars staðar.“ Spurður um samanburð við önnur lönd í könnuninni segir Júl- íus að meðaltalið fyrir OECD-rík- in hafi verið 26% fyrir stelpur en 40% fyrir stráka þannig að Íslend- ingar séu líklega undir meðaltali OECD. Mikill lestur námsbóka „En ég bendi líka á að lönd sem stóðu sig betur en við í könnuninni í heild, eins og til dæmis Finnland sem fékk hæstu einkunn, kom miklu verr út hvað þetta varðaði. Skýringin á því að hlutfall finnskra krakka, sem lesa sér lítið til skemmtunar, er svo hátt getur verið sú að þeir hafi svo mikið að lesa af námsbókum að þeir komist einfaldlega ekki yfir að lesa annað. Þannig að það gætu verið mismun- andi skýringar eftir því hvort þetta hlutfall er mjög hátt eða mjög lágt," segir Júlíus. Ekki verra en í öðrum OECD-ríkjum Þriðjungur 10. bekkinga les ekkert sér til skemmtunar FERTUGUR karlmaður hefur ver- ið dæmdur til að greiða 160.000 króna sekt til ríkissjóðs og jafn- framt sviptur ökurétti í tvö ár fyrir að aka undir áhrifum áfengis í sept- ember sl. Þótti dómara einu gilda hvort víman stafaði af neyslu áfeng- is eða innöndun rokefna, sem hann notaði við að lakksprauta húsgögn. Svipting ökuréttinda í tvö ár helgast af áralangri dómvenju, seg- ir í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjaness, þar sem um annað brot var að ræða, en maðurinn var einnig sviptur ökurétti í 10 mánuði árið 1998. Maðurinn mældist á 87 km/klst. hraða í götu þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Þar sem áfengisþef lagði af honum þegar hann var stöðvaður, var hann látinn blása í öndunarmæli og honum síðan tekið blóð til rannsóknar. Kvaðst hafa verið að lakka húsgögn Maðurinn var stöðvaður laust eft- ir klukkan níu að kvöldi. Viður- kenndi hann að hafa milli klukkan tvö og þrjú um daginn drukkið hálf- an lítra af bjór. Hann bar því við að hafa verið að störfum frá því um kl. 15 fyrr um daginn við að lakka hús- gögn. Kvaðst hann þá hafa notað efni sem innihaldi mikið af alkóhóli og hafi hann sprautað þessu efni á húsgögnin. Hann sagðist hafa sótt námskeið í meðferð eiturefna og játaði að sér væri kunnugt um að efni sem þessi gætu haft áhrif á lík- amann við innöndun og við snert- ingu. Dómara þótti fullsannað að alkóhól í blóði mannsins er hann ók bifreið í umrætt sinn hafi verið 0,59 ‰. Hann væri einn til frásagnar um það magn áfengis sem hann hefði drukkið og eins hvenær hann drakk það. Eins og málið væri vax- ið þótti ekki skipta máli varðandi sakfellingu, hvort alkóhólmagn í blóði ákærða stafaði eingöngu af alkóhólneyslu hans eða hvort hluta þess áfengismagns sem fannst í blóði hans mætti rekja til vinnu hans fyrr um daginn. Auk refsing- arinnar var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin 60.000 króna málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, Hall- varðs Einvarðssonar, hrl. Ólöf Pétursdóttir, dómstjóri, kvaddi upp dóminn. Skiptir ekki máli hvaðan áfengið kemur VINSÆLDIR fyrirfram greiddra símakorta eru að mati Gústavs Arnar, forstöðumanns Póst- og fjarskipta- stofnunar, eftirtektarverðasta þróun í fjarskiptamálum á Íslandi árið 2000. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni ársskýrslu Póst- og fjar- skiptastofnunar fyrir árið 2000. Í skýrslunni kemur einnig fram, að 75% landsmanna eiga farsíma. „Það virðist sem þetta fyrirkomu- lag henti mörgum farsímanotendum sérstaklega vel en það gerir notend- um kleift að stýra betur notkun sinni en hið hefðbundna fyrirkomulag þar sem greitt er fast afnotagjald og reikningur fyrir notkun kemur eftir á,“ segir Gústav. Gústav segir það einnig vera tákn um þróun fjarskiptamarkaðarins á árinu 2000 að þegar auglýst var í lok ársins eftir umsóknum um þriðja leyf- ið fyrir GSM-farsímanet á 900 MHz barst einungis ein umsókn en venju- lega er þetta talið vera eftirsóknar- verðara tíðnisvið en 1800 MHz. „Það auðveldar að setja þetta í samhengi við umskiptin sem urðu í mörgum löndum eftir að uppboð voru haldin á árinu á farsímaleyfum fyrir hina svo kölluðu þriðju kynslóðar farsíma. Á skömmum tíma dró mjög úr vexti fjarskiptaiðnaðarins, fjárfestar og bankar fóru að halda að sér höndum og spurt var hvort farsímafyrirtækin gætu ráðið við mikinn byrjunarkostn- að við uppbyggingu nýrra farsíma- neta samtímis því að greiða háar upp- hæðir fyrir leyfin í ríkissjóð. Þessi umskipti hafa komið fram í flestum ríkjum Vestur-Evópu og náðu jafnvel til þeirra sem ekki héldu uppboð en veittu farsímaleyfi í samræmi við fyr- irheit umsækjenda um þjónustusvæði og framboð,“ segir Gústav. Uppboð farsímaleyfa ekki æskileg aðferð Hann segir ýmsum hafa orðið tíð- rætt um fyrirkomulag á úthlutun farsímaleyfa á Íslandi fyrir hina nýju gerð farsíma og sér í lagi á meðan geysihá leyfisgjöld streymdu í ríkis- sjóði nokkurra Evrópulanda. „Það sjónarmið að tíðnirófið sé sameign þjóðarinnar og að leitast skuli eftir að hámarka arðinn af því með því að halda uppboð á leyfunum á sér víða hljómgrunn. Það er samt vafasamt að uppboðsaðferðin eigi rétt á sér nema eftirspurn sé meiri en framboð. Á þeim tíðnisviðum sem á alþjóðaráðstefnum hafa verið tekin frá fyrir næstu gerð farsíma er líklegt að hægt verði að úthluta 4 til 5 leyfum á Íslandi án þess að setja farsímanet- unum neinar takmarkanir að því er varðar útbreiðslu og notendafjölda. Við þær kringumstæður sem nú ríkja er ekki hægt að gefa sér að uppboð þjóni þeim tilgangi að búa til mark- aðsgildi fyrir tíðnisviðið og að auka tekjur ríkissjóðs.“ Gústav segir það ekki spurningu að farsímaþjónustan hafi verið líflegasti hluti íslenska fjarskiptamarkaðarins á árinu 2000. Notendum hélt áfram að fjölga og í árslok voru þeir samtals 213.801 sem svarar því að 75% lands- manna eigi farsíma. Eins og fyrri ár kepptu Landssími Íslands hf. og Tal hf. um hylli GSM-farsímanotenda sem voru samtals 185.603 en fyrr- nefnda félagið hafði eftir sem áður umtalsverða markaðshlutdeild auk þess sem það eitt veitir NMT-far- símaþjónustu. 75% landsmanna eiga farsíma Ársskýrsla póst- og fjarskiptastofnunar ÁRNI Bragason, forstjóri Náttúru- verndar ríkisins, segir að úrskurður Sivjar Friðleifsdóttur vegna skýrslu Skipulagsstofnunar um Kárahnjúkavirkjun virðist á marg- an hátt vera mjög vel unninn en hann veki ýmsar spurningar um framkvæmd aðgerða og einnig eigi eftir að ræða hlut Náttúruverndar ríkisins í áætlanagerð. „Þarna er tekið á verulega mörg- um þáttum og óneitanlega lítur þessi mikla framkvæmd öðruvísi út ef farið er að þessum skilyrðum sem sett eru. Eftir þennan úrskurð standa auðvitað eftir ýmsar spurn- ingar eins og til dæmis hvað varðar mótvægisaðgerðirnar og hvernig menn ætla að framkvæma þær. Eru þær það umfangsmiklar að þær séu hreinlega matsskyldar? Það er ým- islegt sem þarf að skoða. Sjöundi liðurinn í úrskurðinum segir að samráð skuli haft við Náttúruvernd ríkisins um nákvæma áætlun um námur, haugsvæði, vega- og slóða- gerð, með hliðsjón af þeim breyt- ingum sem felast í úrskurðinum og er það til þess að lágmarka um- hverfisáhrifin. Þetta er algjörlega órætt og mun kalla á gríðarlega mikla vinnu. Þarna verður eflaust reynt að leggja mat á það hvernig eigi að taka á þessum málum, hversu umfangsmikið þetta er, hvað þarf að gera og svo framvegis. Þetta eru atriði sem eru algjörlega órædd og öllum spurningum er ósvarað,“ sagði Árni Bragason. Forstjóri Náttúruverndar ríkisins um Kárahnjúkavirkjun Framkvæmd aðgerða óljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.