Morgunblaðið - 29.12.2001, Side 59

Morgunblaðið - 29.12.2001, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 59 DAGBÓK FRÉTTIR STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð framtakssöm og stundum dálítið fljóthuga en bætið það upp með dugnaði ykkar og árvekni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er allt á ferð og flugi í kringum ykkur en ef þið gæt- ið ykkar tekst ykkur að halda ykkar hlut og hagnast á öllu saman. Bjartsýnin bætir allt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ykkur er ekki alltaf nauðsyn- legt að sækja allt til annarra því það er svo margt sem býr innra með ykkur ef þið bara kunnið að notfæra ykkur það. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ykkur finnst aðrir sækja um of í ykkur. Reynið að verja ykkur eftir mætti og sinna aðeins því sem nauðsynlegt er. Varist að gera kröfur til annarra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þið saknið gömlu skóladag- anna og ykkur langar til þess að mennta ykkur frekar. Lát- ið það bara eftir ykkur því öll menntun er góð og kemur að gagni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er nauðsynlegt að leyfa barninu í sjálfum sér að blómstra. Látið ykkur fátt um finnast þótt aðrir hlæi. Það er bara öfund hjá þeim sem þannig láta. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hafið augun hjá ykkur og grípið tækifærið þegar það gefst. Svo er að spila rétt úr og gera sitt besta. Ykkur væri hollt að skipta um um- hverfi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reynið að fá útrás fyrir sköp- unarþrá ykkar. Það marg- borgar sig þótt þið sjáið eng- an hagnýtan tilgang í því nú, en það gleður ykkur og kætir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það eru ýmsar hugmyndir á sveimi í kollinum á ykkur og þið ættuð að gera sjálfum ykkur þann greiða að setja þær á blað svo þær gleymist ekki. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þið þurfið að taka á öllu ykk- ar til þess að finna leiðina að takmarkinu. Forðist alla út- úrdúra því þeir tefja bara fyr- ir og bera ykkur af leið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þið þurfið að gaumgæfa hvert skref áður en þið haldið áfram því ykkur hættir um of til þess að ana áfram að óat- huguðu máli. Hóf er best í öllu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið eruð á lokasprettinum með mikið verkefni. Slakið hvergi á því þið þurfið á öllu ykkar að halda til enda. Þol- inmæði þrautir vinnur allar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt ykkur falli best að vinna upp á eigin spýtur verðið þið að sýna fullan samstarfsvilja þegar svo ber undir því ann- ars ganga málin ekki upp. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. EFTIR kraftmikla byrjun lognast sagnir út af í fimm tíglum suðurs. Og þú ert einmitt í suður! Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ 76543 ♥ 86 ♦ 1054 ♣KD10 Suður ♠ – ♥ KG ♦ ÁKG983 ♣ÁG987 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 tígull 1 hjarta 1 spaði 4 spaðar !5 lauf Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Austur meinti það sem hann sagði þegar hann stökk í fjóra spaða, svo hann á augljóslega sterk- an og langan lit. Vestur kemur út með spaðaníu, sem austur yfirtekur en þú trompar. Báðir fylgja með smáspili í tígulásinn, en nú þarf aðeins að leggja höf- uðið í bleyti. Hvernig er best að halda áfram? Ef að líkum lætur er vestur með ÁD í hjarta, svo það er umfram allt mikilvægt að austur kom- ist ekki inn til að spila hjarta. En ef tígullinn er 2–2 er allt í lagi þótt vestur fái þar slag, því þá má henda niður hjarta úr blindum og trompa eitt hjarta. Norður ♠ 76543 ♥ 86 ♦ 1054 ♣KD10 Vestur Austur ♠ 92 ♠ ÁKDG108 ♥ ÁD5432 ♥ 1097 ♦ 7 ♦ D62 ♣6542 ♣3 Suður ♠ – ♥ KG ♦ ÁKG983 ♣ÁG987 Því er öruggasta leiðin sú að fara inn í borð á lauf og svína tígulgosa. Spilið vinnst hvort sem svíningin heppnast eða ekki. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Sl. jóla-dag 25. desember varð sextug Theódóra G. Gunnarsdóttir, verslunar- stjóri, Vesturbergi 140, Reykjavík. Theódóra tekur á móti gestum í kvöld laug- ardaginn 29. desember kl. 18–20 í sal Húnvetninga, Skeifunni 11. 70 ÁRA afmæli. Í daglaugardaginn 29. desember er sjötugur Þor- valdur S. Helgason, bifvéla- virkjameistari, Hraunbraut 2, Kópavogi. Þorvaldur og fjölskylda hans taka á móti vinum og vandamönnum í félagsheimili Gusts í Álalind 3, milli kl. 17–20 og vonast þau til að sjá sem flesta. LJÓÐABROT ÍSLENDINGALJÓÐ Land míns föður, landið mitt, laugað bláum straumi: eilíft vakir auglit þitt ofar tímans glaumi. Þetta auglit elskum vér, – ævi vor á jörðu hér brot af þínu bergi er, blik af þínum draumi. Hvíslað var um hulduland hinzt í vestanblænum: hvítan jökul, svartan sand, söng í hlíðum grænum. Ýttu þá á unnarslóð Austmenn, vermdir frelsisglóð, fundu ey og urðu þjóð úti í gullnum sænum. – – – Hvort sem krýnist þessi þjóð þyrnum eða rósum, hennar sögur, hennar ljóð, hennar líf vér kjósum. Ein á hörpu íss og báls aldaslag síns guðamáls æ hún leiki ung og frjáls undir norðurljósum. Jóhannes úr Kötlum 50 ÁRA afmæli. Í daglaugardaginn 29. desember er fimmtugur Baldur Björgvinsson, raf- verktaki. Af því tilefni tekur hann og eiginkona hans, Nanna Svansdóttir, á móti ættingjum og vinum á heim- ili sínu, Hamrahlíð 33a, Reykjavík, kl. 17–20. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 29. desember, er fimmtugur Jón Vestmann, Stekkjar- holti 17, Akranesi. Jón verður að heiman. GULLBRÚÐKAUP. Á morgun, sunnudaginn 30. desember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Kolbrún Kristjánsdóttir og Þorvaldur Nikulásson, fv. tæknifulltrúi Pósts og síma, Melateig 17, Akureyri. Verða þau heima í dag. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík      ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands hefur undanfarin ár veitt styrk í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina sinna. Í ár var ákveðið að styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna um kr. 100.000, en það er sú upphæð sem annars hefði farið til jólakortakaupa. Valur Stefánsson, formaður Neistans, veitti styrknum móttöku úr hendi Jóns Ásbergssonar, framkvæmdastjóra Útflutningsráðs. Styrkur í stað jólakorta FÖSTUDAGINN 4. janúar mun dr. Áslaug Haraldsdóttir halda fyrir- lestur á vegum Flugmálastjórnar, Kerfisverkfræðistofu Verkfræði- stofnunar Háskóla Íslands, IEEE á Íslandi og stúdentafélags IEEE. Fyrirlesturinn verður haldinn í há- tíðarsal í aðalbyggingu Háskóla Ís- lands og hefst kl. 15. Áslaug Haraldsdóttir starfar hjá Boeing og hefur unnið um margra ára skeið á sviði flugumferðarstjórn- arkerfa og greiningar þeirra, enn- fremur við gerð kerfislíkana og herma og á sviði stýrifræða. Hún er höfundur fjölda greina og er eftir- sóttur fyrirlesari á sérsviði sínu, seg- ir í fréttatilkynningu. Boeing-fyrir- tækið stofnaði nýja deild á sviði flugumferðarstjórnarkerfa í janúar 2001. Stefna hinnar nýju deildar er að hanna endurbætur til að auka af- köst kerfisins í Bandaríkjunum og víðar, í samráði við FAA, Eurocont- rol, flugfélög og aðra aðila að kerf- inu. Boeing nýtir sérþekkingu sína í kerfisverkfræði, hönnun flókinna kerfa og gervihnattakerfum til að vinna á þessu sviði. Fyrirlesturinn mun gefa yfirlit yfir stefnu Boeing Air Traffic Management, og um byggingu líkana og herma til að þróa breytingar í flugumferðarstjórnar- kerfum. Fyrirlestur um Boeing og kerfi til flugumferðarstjórnar NÁMSKEIÐ Skipulags og skjala ehf. „Inngangur að skjalastjórnun“ verður haldið mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. janúar nk. frá 9 til 12.30 báða dagana. Námskeiðið er öllum opið. Í námskeiðinu er farið í grunn- hugtök skjalastjórnunar; lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjala- áætlun og skjalalykil. Greint er frá því hvernig leysa má skjalavanda íslenskra vinnustaða með því að taka upp skjalastjórnun. Skjala- stjórnun er kynnt á námskeiðinu sem liður í samkeppnisforskoti fyr- irtækja. Fjallað er um íslensk lög er varða skjalastjórnun en opinberum vinnustöðum er í raun skylt að taka upp skjalastjórnun eftir setningu stjórnsýslulaga, upplýsingalaga og laga um persónuvernd. Sýnt verður bandarískt stjórnunarmyndband sem fjallar um skjalavanda á vinnu- stað. Hádegisverður ásamt kaffi báða dagana er innfalinn í námskeiðs- gjaldi. Kennari er Sigmar Þormar MA. Námskeiðsgjald er kr. 20.000. Sjá nánar: www.skjalastjornun.is. Námskeiðsskráning og nánari upplýsingar, netfang: skipulag- @vortex.is Boðið upp á námskeið um skjalastjórnun MIÐVIKUDAGINN 26. des. sl. um kl. 21.57 varð umferðaróhapp á Sæbraut við Súðarvog með þeim hætti að bifreiðinni MN-695, sem er Nissan Almera-fólksbifreið, var ekið á ljósastaur og hlaust af slys. Að sögn þeirra slösuðu bar slys- ið til með þeim hætti að jeppa- bifreið var ekið af aðreininni frá Miklubraut til norðurs inn á Sæ- braut og var bifreiðinni MN-695 ekið til vinstri til að komast hjá árekstri við jeppabifreiðina. Öku- maður jeppabifreiðarinnar stöðv- aði á slysstað og þrátt fyrir að honum hefði átt að vera fullkunn- ugt um að slys varð á fólki ók hann af vettvangi. Engin frekari deili eru kunn á ökumanni jeppa- bifreiðarinnar og er því hann eða aðrir sem geta gefið frekari upp- lýsingar beðinn að snúa sér til um- ferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Ökumaður jeppa gefi sig fram VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.