Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.12.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUNDUR þess- arar greinar er ekki hæfur til þess að taka þátt í greinaskrifum í umræðu fræðinganna í Morgunblaðinu. Skila- boðin frá þeim sem ráða yfir umræðunni í Mbl. voru mjög skýr og fór ekki á milli mála hvernig goggunarröðin hjá þeim er. Númer eitt eru ráðherrar og svo þingmenn, for- stjórar, lögfræðingar, læknar o.s.frv. Lang- neðstir eru svo öryrkj- ar. Ég sem öryrki á helst ekki að hafa skoðun á umræðunni í greinum Mbl. og ef ég er svo kræfur að hafa skoðun á ég alls ekki að skrifa um skoðanir mínar og alls ekki að fara fram á að fá þær birtar í Morg- unblaðinu. Ráðherrar, þingmenn, Mbl. o.fl. eru sennilega með hnút í maga og líður illa að heyra sannleikann um meðferð hins full- komna heilbrigðiskerf- isins á þeim sem neðstir eru í goggun- arröðinni og fá ekki sömu þjónustu þar og ráðherrar og þing- menn o.fl. Hefur Morgunblaðið heyrt um ráðherra eða þing- menn á biðlistum eftir aðgerð? Hvað um rit- stjóragrein Mbl. 1. des. um samábyrgð á fátækt og sjúkdómum? Orð Nelsons Mandelas segja allt sem segja þarf um þá er völdin hafa: „Ég dáist ekki að fólki vegna stöðu þess í samfélaginu eða ríkisstjórn. Ég dá- ist að fólki sem gerir það sem í þess valdi stendur til að bæta stöðu ann- arra lifandi manna. Fólki sem gerir það sem það getur til að koma í veg fyrir fátækt, sjúkdóma og ólæsi.“ Læknir skrifaði tvær greinar í Mbl. fyrir tæpum mánuði. Fyrri greinin hans kom þegar um sex dagar voru liðnir frá umræðuefni hans sem var fundur Trygginga- stofnunar þar sem m.a. var talað um biðlista. Hin greinin kom fram um viku eftir fyrri greinina. Ég skrifaði grein um sama efni hinn 26. okt. og vitnaði í fyrri grein hans. Og nú hinn 1. des., fullveldisdaginn, er hún ekki enn komin og verður sennilega ekki á næstu mánuðum að sögn þeirra sem ráða umræðunni á Mbl. Ástæðan fyrir þessu er að þeirra sögn sú að læknirinn er menntaður og er að tala fyrir fjöldann? En ég er bara öryrki og er að tala fyrir sjálfan mig? Ég tel mig vera að tala fyrir um 6.000 manns sem eru á biðlistum að óþörfu. Því eru aðgerðir þeirra ekk- ert annað en ritskoðun. Þeir rit- skoða greinarnar og velja úr það sem þeim líkar og er þeim þókn- anlegt. Eru þetta ekki fordómar? Enginn heilvita maður sækir eftir því að vera öryrki. En sumir er telja sig heilvita og fullheilbrigða sækjast eftir því að vera með og breiða út fordóma gagnvart öryrkj- um? Hvers vegna og hver er lækn- isfræðilega greiningin á þeim? Þeim er vorkunn. Öryrkjar fá ekki lækn- ishjálp, íbúðir, sjálfsagða þjónustu eða stjórnaskrárbundinn rétt um mannsæmandi bætur? Talandi um bætur. VÍS mínusaði örorkulífeyri og tekjutryggingu mína og falsaði sem dagpeninga í uppgjöri til að réttlæta tökuna? Um þetta skrifaði ég í grein til Mbl. og um að Fjár- málaeftirlitið væri með á heimasíðu sinni umræðuskjal vegna uppgjörs tryggingafélaga. Ég benti á þetta í grein dags. 18. okt. og þar kom fram að fólk hefði möguleika á að koma athugasemdum sínum á fram- færi við fme.is fyrir 19. nóv. Þessi grein kom ekki og var það vegna ritskoðunar eða vegna þess að Mbl. vill ekki að tjónþolar sem eru óánægðir með uppgjör trygginga- félaga komi sínum skoðunum að? Ef ekkert af þessu var það þá bara goggunarröðin? Hvað á þá að segja um þá sem sennilega hefna sín á mér sem ör- yrkja sem þarf nauðsynlega á sjúkraþjálfun að halda og taka hana af mér í þeim eina tilgangi að því er virðist til að valda mér skaða? Á biðlista varð ég háður lyfjum. Ég tók þúsundir lyfjataflna og skalf og nötraði í tvær til þrjár vikur til að losna úr lyfjafíkninni. Þetta tókst með aðstoð sjúkraþjálfunar. En viku upp á dag eftir að ég stefndi fyrir dóm þrem ráðherrum o.fl. vegna þjófnaðar á sjúkraskrám mínum og það kom fram sem frétt í DV var sjúkraþjálfunin tekin af mér. Slysið varð fyrir langa löngu. Finnur ekki neitt endanlegt örorku- mat hjá TR, en telur sjálfsagt að frá því hafi verið gengið, segir Gauti Arnþórsson, læknir á Trygginga- stofnun, er hann tók af mér sjúkra- þjálfunina. Rökin of lengi í sjúkra- þjálfun og finnur ekki gögn hjá Tryggingastofnuninni? Enginn and- mælaréttur eða að ósk um ný gögn? Nei, en réttur til að kæra til úr- skurðarnefndar almannatrygginga. Kærði og málið er búið að vera þar í rúma tvo mánuði og þeir ráða ekki við málið og þurfa að fá utanaðkom- andi lækni til aðstoðar. Afgreiðsla kærumálsins mun því frestast. Og ég aftur í lyfjatöku og á að verða háður þeim vonandi og sennilega að þeirra ósk? Til hvers og hvers vegna? Að þá vonandi hætti ég við málssókn gegn ríkinu og ráðherra heilbrigðismála o.fl. Verð bara í lyfjavímu eða verð fullkomlega rúmfastur. Kemur ekki til mála, ég mun leita réttar míns, engin spurn- ing. Ríkið framleiðir lyfjafíkla og stundar pyndingar og fólk deyr á biðlistum og Morgunblaðið auðvitað sér um að ritskoða skrif um þetta eða hvað? Á biðlistum fær fólk fyrst verkjalyf, svo róandi lyf. Ef þetta dugir ekki og fólk fær magsár vegna lyfjanna fær það lyf við því ofan í öll hin lyfin. Loksins þegar búið er að brjóta fólkið niður and- lega og líkamlega fær það aðgerð? Síðan sjúkraþjálfun, en ef það hag- ar sér illa og stefnir heilbrigðisráð- herra er sjúkraþjálfunin tekin af því? Er hægt að leggjast lægra? Aftur á lyfin og gerður að lyfjafíkli? Í Mbl. 30.11. segir heilbrigðisráð- herra stoltur að hann ætli að setja 80 milljónir í smákrafs af biðlist- unum og það á sennilega að bjarga samvisku hans? Er þetta fólk fyrir í rúmi framsóknar? En hvað fer mik- ið í milljónum króna að óþörfu í lyfjakostnað, líkamsskaða og vinnu- tap vegna biðlista herra ráðherra og svaraðu því? Þetta er skrifað 1. des. 2001 og fer í umræðu Mbl. í stað greinar frá 18. okt. er var orðin úrelt. Hún verður sennilega ritskoðuð og fer neðst í goggunarröðina og þá er með öllu óvíst hvort hún verði nokkru sinni birt. Af öryrkjans metnaði skeinir djöfullinn dausinn. Daus þýðir rass. Að margra mati er metnaður öryrkja til að rísa upp úr eymdinni einskis virði og djöflinum einum til hagsbóta. Aths. ritstj.: Á því ári, sem nú er að líða hefur Morgunblaðið brugðizt við sam- drætti í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar og þar með í auglýs- ingum, m.a. með því að fækka síð- um. Í rekstri blaðsins er miðað við að ákveðið hlutfall haldist milli rit- stjórnarefnis og auglýsinga. Þessar aðgerðir hafa óhjákvæmi- lega leitt til aukinna þrengsla í blaðinu. Biðtími eftir birtingu að- sendra greina hefur lengzt. Ekki er hægt að birta greinar í tímaröð. Sumar þeirra geta efnisins vegna beðið töluverðan tíma. Aðrar verða af sömu ástæðum að birtast nánast strax. Við birtingu greina er því ekki farið í manngreinarálit heldur er það efni greinanna, sem ræður ferð- inni. Það er því mikill misskilningur hjá greinarhöfundi, að þar séu ráð- herrar fremstir í flokki og öryrkjar „langneðst“. Morgunblaðið leggur áherzlu á að vera opinn vettvangur þjóðarinnar allrar fyrir skoðanaskipti. Álag á blaðinu af þessum sökum hefur aukizt eftir því sem dagblöðum hef- ur fækkað. Morgunblaðið væntir þess að greinarhöfundar sýni þessum tíma- bundna vanda skilning. Rétt er að geta þess, að höfundum stendur til boða, að greinar þeirra verði birtar á netútgáfu blaðsins strax. Goggunarröðin í greina- skrifum og fordómar? Guðmundur Ingi Kristinsson Skrif Enginn heilvita maður, segir Guðmundur Ingi Kristinsson, sækir eftir því að vera öryrki. Höfundur er öryrki. UNDANFARNAR vikur og mánuði hafa verið miklar svipting- ar í ferðaþjónustunni. Slæmu fréttirnar fá að venju mesta um- fjöllun, en þó hefur maður einnig heyrt bjartsýnisraddir sem segja að öllum erfið- leikum fylgi einnig tækifæri til sóknar. Sem fyrrverandi keppnismaður í íþróttum á það betur við mig að finna leiðir sem gagnast geta til að vinna sigra, heldur en að leggjast í vörn eða jafnvel gefast upp. Tækifæri fyrir íslenska ferða- þjónustu eru fyrir hendi, nú sem undanfarin misseri, en þau eru misvel nýtt og sum alls ekki. Fyrir því liggja ýmsar ástæður sem skiptar skoðanir geta verið um og ég hef vissulega mínar, þótt ekki séu þær tilefni þessa erindis. Það sem mig langar hins vegar til að benda á tengist umfjöllun undanfarinna vikna og fyrirhug- uðum aðgerðum á sviði ferðaþjón- ustunnar, einkum menningar- tengdrar og heilsutengdrar. Mig langar til að sjá ná- kvæma greiningu ferðaþjónustunnar, SAF og/eða Ferða- málaráðs, í geira (svið) menningar, heilsu o.s.frv. og út- skýringar á forsend- um greiningarinnar, helst studdar tölum um fjölda ferðamanna á hverju sviði á nokk- urra ára tímabili (má vera fyrir Schengen). Í framhaldi af því vil ég sjá yfirvöld ferða- mála flokka upp á nýtt þann þátt ferða- þjónustu sem ég hef sinnt í 15 ár, íþróttatengda ferðaþjónustu. Minnst er á íþróttir í a.m.k. tveim- ur þeim geirum eða sviðum sem ferðaþjónustunni er skipt upp í, þ.e. menningartengdri og heilsu- tengdri. – Þetta er skiljanlegt því íþróttir eru vissulega menning og iðkun íþrótta heilsusamleg. En er eðlilegt að flokka íþrótta- tengda ferðaþjónustu sem heilsu- eða menningartengda eða ætti íþróttatengd ferðaþjónusta („sport tourism“) að vera sérflokkur vegna umfangs greinarinnar og þess mikla fjölda útlendinga sem til Íslands koma gagngert vegna íþróttaæfinga, -keppni og -við- burða? Að mínu mati verður að gera skýran greinarmun á aðal- ástæðu ferðar til Íslands annars vegar og hins vegar því sem ferða- menn sem til Íslands koma sækja í meðan þeir dvelja hér á landi, af- þreyingu, menningu o.s.frv. Nýlega mátti í fréttum lesa og heyra að veita ætti aukið fé til ferðaþjónustunnar og ber að fagna því. En til að fjármagnið nýtist sem mest og best hvet ég hlut- aðeigandi til að í kjölfarið á endur- skoðaðri greiningu ferðaþjónustu á Íslandi í flokka (hvataferðir, nátt- úruskoðun, viðskiptaferðir, íþróttaferðir o.s.frv.) verði aukið fjármagn veitt til aðgerða sem beinlínis hafa áhrif á það að út- lendingar velji Íslandsferð fremur en aðra valkosti. Skoða þarf allar hugmyndir sem líklegar eru til að fjölga ferðamönnum til Íslands eða auka tekjur þær sem fyrirtæki landsins hafa af erlendum ferða- mönnum, en eins og flestum er kunnugt þarf þetta tvennt alls ekki að fara saman. Sem sá aðili á Íslandi sem hvað mesta reynslu hefur af íþrótta- tengdri ferðaþjónustu, legg ég eft- irfarandi til: Að íþróttatengd ferðaþjónusta verði viðurkennd sem sérstök teg- und ferðamennsku og henni gert eins hátt undir höfði og greinin á skilið. Undirritaður sótti í febrúar sl. fyrstu alheimsráðstefnuna um íþróttir og ferðaþjónustu sem haldin var í Barcelona af World Tourism Organization (WTO) og Alþjóðaólympíunefndinni (IOC). Ráðstefnan var m.a. sótt af ráð- herrum ferða- og íþróttamála (sami ráðherrann fer víða erlendis með þessi tvö mál) frá á annað hundrað þjóðlöndum, en alls voru 7–800 þátttakendur á ráðstefn- unni. Fyrirlesarar voru margir mjög frambærilegir og fengum við þátttakendur ýmis gögn sem sýna hversu gífurlega stór atvinnugrein íþróttatengd ferðaþjónusta er í heiminum í dag. Sem dæmi má nefna að íþróttir eru aðalástæðan fyrir 25% af heildartekjum ferðaþjónustunnar í N-Ameríku, 22% í Bretlandi og 30% af ferðaþjónustu innanlands í Þýskalandi. Að komið verði á samstarfi aðila í ferðaþjónustunni og íþróttahreyf- ingunni, auk einstakra sveitarfé- laga, í því augnamiði að setja upp alþjóðlega viðburði, árlega eða á tveggja ára fresti, sem laða munu til Íslands þúsundir ferðamanna sem annars kæmu ekki til lands- ins. Undirbúningur er hafinn að a.m.k. þremur slíkum, í jafnmörg- um íþróttagreinum. Heildartekjur vegna eins þessara verkefna eru um 100 milljónir íslenskra króna, sem skiptast á flugfélagið sem flytur fólkið til landsins, gististaði, rútufyrirtæki, veitingastaði, versl- anir o.s.frv. Ferðaskrifstofa sem sér um móttöku þátttakenda og kemur að skipulagningu íþrótta- viðburðarins fær í sinn hlut aðeins 1–2% upphæðarinnar, en ber í dag allan kostnað af því markaðsstarfi sem þarf til að ná til Íslands hóp- um sem hafa valkosti. Það myndi stórauka árangur á þessu sviði, fjölmörgum fyrirtækjum í ferða- þjónustu og verslun til heilla, ef meiri skilningur og stuðningur ríkti hjá ferðamálayfirvöldum og sveitarfélögum á þeim möguleikum sem liggja í þessari tegund ferða- þjónustu. Við erum reiðubúin til sam- starfs. Ferðamálayfirvöld og íþróttatengd ferðaþjónusta Hörður Hilmarsson Ferðir Íþróttatengd ferðaþjón- usta, segir Hörður Hilmarsson, verði við- urkennd sem sérstök tegund ferðamennsku. Höfundur er framkvæmdastjóri ÍT-ferða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.