Morgunblaðið - 06.01.2002, Page 8

Morgunblaðið - 06.01.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Styrkir úr Forvarnarsjóði Mikill og góður samstarfsvilji UM ÞESSAR mund-ir auglýsir For-varnarsjóður Áfengis- og vímuvarnar- áðs eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum sam- kvæmt reglugerðum hins opinbera. Umsóknarfrest- urinn er til 31. þessa mán- aðar. Forvarnir í vímu- varnamálum eru jafnan ofarlega á baugi í þjóðar- umræðunni, ekki síst hin seinni ár, er vímuefna- neysla fer vaxandi frekar en hitt. Formaður For- varnarsjóðsins er Þórólfur Þórlindsson, prófessor við Háskóla Íslands, og spurði Morgunblaðið hann nokk- urra spurninga varðandi sjóðinn og styrkina sem úr honum eru veittir. Hver er saga Forvarnarsjóðs- ins, hvenær var hann stofnaður og í hvaða tilgangi? „Forvarnarsjóður var stofnað- ur árið 1995. Sjóðurinn er skil- greindur í lögum um gjald á áfengi og í hann rennur 1% af inn- heimtu áfengisgjaldi. Úr sjóðnum eru veittir styrkir til forvarnar- starfa á verkefnagrundvelli.“ Haft er fyrir satt að fíkniefna- umhverfið hafi breyst hin seinni ár, á hvaða hátt bregst Áfengis- og vímuvarnaráð við því? „Það er rétt, umhverfið sem við erum að vinna í hefur breyst mik- ið. Þjóðfélagið er orðið miklu opn- ara en áður var. Við erum í vax- andi mæli að vinna forvarnar- starfið í alþjóðlegu samhengi. Stefnur og straumar í nágranna- löndum okkar hafa veruleg áhrif á það sem gerist hér á landi. Sala ólöglegra vímuefna er í veruleg- um mæli skipulögð af alþjóðleg- um hringum sem ráða yfir miklu fjármagni og vinna á kerfisbund- inn hátt að markaðssetningu og dreifingu. Í Evrópu hefur fall Berlínarmúrsins og afnám landa- mæra breytt stöðu þessara hringa og gert þeim auðveldara að stunda þessa starfsemi. Þann- ig streymir verulegt magn eitur- lyfja frá Asíu, gegnum Tyrkland til Austur-Evrópu þaðan sem því er síðan dreift áfram til neytenda í gegnum ákveðnar miðstöðvar í Vestur-Evrópu.“ Hvaða áhrif hefur þetta breytta umhverfi á forvarnar- starfið? „Ég tel að það breyti töluverðu. Forvarnarstarf verður ekki rekið með boðum og bönnum í sama mæli og áður. Það byggist hins vegar áfram, eins og áður en af meiri þunga, á því að virkja al- menning og frjáls félagasamtök, fræða og upplýsa. Áfengis- og vímuvarnaráð hefur valið að leggja höfuðáherslu á forvarnar- starf meðal barna og unglinga. Við reynum að byggja á niður- stöðum rannsókna og nýjustu fá- anlegu upplýsingum um ástand mála hverju sinni. Það er ekki til nein töfraform- úla um hvað virkar í forvörnum. Það er engin patentlausn til á þessum vanda. Hins vegar eru fjölmargar rannsóknir, bæði inn- lendar og erlendar, sem gefa okk- ur mikilvægar vísbendingar. Við vitum í dag heilmikið um helstu áhættuþætti vímuefnaneyslu meðal barna og unglinga.“ Hverjir fá styrki úr sjóðnum? „Það er mjög fjölbreyttur hóp- ur sem hefur hlotið styrki úr sjóðnum undanfarin ár. Þar á meðal eru bæði lærðir og leikir sem starfa á vegum opinberra stofnana og frjálsra félagasam- taka, s.s. foreldrar, starfsfólk skóla, heilsugæslu og lögreglu, fólk og félagasamtök sem fást við að skipuleggja tómstunda-, íþrótta- og félagsstarf. Þá reyn- um við að styðja samtök ungs fólks sem vinna að forvarnar- starfi, en það skiptir auðvitað miklu að fá það til liðs við okkur.“ Úr hve miklum peningum er spilað? „Árið 2001 var um 40 milljón- um króna deilt út til verkefna og 10 milljónum til áfangaheimila.“ Fá færri styrki en vilja? „Já, það fá mun færri styrki en vilja. Síðan Áfengis- og vímu- varnaráð tók við sjóðnum árið 1999 hafa komið um 100 umsóknir árlega og heildarupphæð um- sóknanna hefur verið nálægt 150 milljónum. Við úthlutum hins vegar 40 milljónum.“ Það er sagt að vímuefnaneysla sé að aukast, skilar forvarnar- starfið skila sínu? „Það er oft erfitt að meta ár- angur af svona starfi. Hins vegar segja kannanir í efstu bekkjum grunnskólanna undanfarin ár, að heldur hafi dregið úr neyslu. Nið- urstöður úr könnun meðal fram- haldsskólanema síðastliðið ár bendir til að ástandið þar sé ekki eins slæmt og menn óttuðust. Heildarumfang vandans er hins vegar að aukast.“ Eru of margir aðilar að krukka hver í sínu horni, þarf e.t.v. að samræma aðgerðir betur? „Það verða aldrei of margir í því að sinna forvörnum á sviði vímuvarna. Það er líka gott að hafa fjöl- breyttar áherslur því að mismunandi aðferð- ir og sjónarmið höfða til mismunandi hópa fólks í þjóð- félaginu. Forvarnir þarf að vinna á mörgum vígstöðvum í einu og þeir sem þær stunda þurfa að vera sveigjanlegir, tilbúnir að samræma aðgerðir sínar og ann- arra og að aðlaga vinnuaðferðir sínar stað og tíma. Ég tel að það sé mikill og góður samstarfsvilji meðal þeirra sem vinna að for- vörnum í dag.“ Þórólfur Þórlindsson  Þórólfur Þórlindsson lauk stúdentsprófi frá Kennarahá- skóla Íslands, BA-prófi í félags- fræði frá Háskóla Íslands og doktorsprófi í félagsfræði sem aðalgrein og tölfræði og aðferð- arfræði sem aukagrein frá há- skólanum í Iowa í Bandaríkj- unum árið 1977. Hann var lektor við Háskóla Íslands frá 1976 til 1980 og prófessor frá þeim tíma. Hann er að auki formaður For- varnarsjóðs Áfengis- og vímu- varnaráðs. …það verða aldrei of margir JÓLASÖFNUN Hjálparstarfs kirkjunnar lýkur ekki fyrr en um næstu mánaðamót og því enn hægt að nálgast gíróseðla og fara með söfnunarbaukana í bankann. Jóla- söfnunin er aðalfjáröflun Hjálpar- starfsins og er ágóði hennar not- aður jafnt til innlendra sem erlendra málefna sem starfið styð- ur. Þegar hafa safnast um 7 millj- ónir króna í jólasöfnuninni sem er ívið minna en á sama tíma í fyrra, að sögn Jónasar Þórissonar, fram- kvæmdastjóra Hjálparstarfsins. „Formlega lýkur söfnuninni í lok janúar en auðvitað geta þeir sem vilja komið framlögum til Hjálpar- starfsins eftir það.“ Jónas segir fjármununum sem safnast víða varið, t.d. til þróun- araðstoðar, í neyðarsjóð og til inn- anlands aðstoðar. Brýnustu ein- stöku verkefnin í dag lúta að hjálparstarfi í Afganistan að sögn Jónasar. „Einnig vatnsverkefnið í Mósambik sem við höfum sinnt síð- an 1993 í samstarfi við Þróunar- samvinnustofnun Íslands. Þar er á ferðinni fyrirbyggjandi þróunar- verkefni. Einnig sinnum við marg- víslegum verkefnum á Indlandi sem krefjast mikils af okkur, en hafa gengið mjög vel, til dæmis hvað varðar þrælabörnin sem við söfn- uðum mikið fyrir. Verkefnið felur í sér að leysa börn úr vinnuánauð og koma þeim í skóla svo þau falli ekki aftur í sömu gryfju. Þetta eru stærstu verkefni okkar auk þess sem við hjálpum til við neyðarað- stoð þegar því er að skipta.“ Veita ráðgjöf innanlands Félagsráðgjafi hefur verið ráðinn til starfa hjá Hjálparstarfinu og er að mati Jónasar nauðsynlegur í inn- anlandsstarfinu. Hann mun taka til starfa 1. febrúar. „Með þessu vilj- um við auka gæði innanlandsað- stoðarinnar, veita margskonar ráð- gjöf og meiri eftirfylgd með skjólstæðingum okkar.“ Árlega sækja hundruð manna aðstoð til Hjálparstarfsins og í jólamánuðin- um eru þar veittar matargjafir til um 800 fjölskyldna. „Öryrkjar eru um 60% þeirra sem leita hingað eft- ir aðstoð og er það svipað hlutfall og undanfarin ár.“ Í október og nóvember leituðu fleiri sér aðstoðar en á sama tíma í fyrra en í desember voru aftur ör- lítið færri sem báðu um aðstoð en í desember á síðasta ári. Auk fjölmargra einstaklinga sem láta sitt af hendi rakna til Hjálp- arstarfsins ár hvert gefa fyrirtæki mat og annað sem fer síðan til skjólstæðinganna innanlands. Fyrir jólin afhenti organistinn Jörg Sondermann Hjálparstarfinu 100 þúsund krónur í jólasöfnunina í Breiðholtskirkju. Þar hélt hann 19. tónleika sína í röð 26 tónleika. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem öll org- elverk Bachs eru flutt hér á landi af einum organista en allur aðgangs- eyrir tónleikanna rennur til Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Tónleikaröð- inni lýkur næsta sumar. Jólasöfnun Hjálpar- starfsins stendur enn Brýnustu verk- efnin hjálparstarf í Afganistan UNGVIÐI gleður augu margra og alltaf ríkir ákveðin eftirvænting eftir fyrsta kálfi ársins í hverju fjósi. Ekki spillir fyrir ef kálfurinn er litfagur en margbreytileiki og litaflóra einkennir íslenska kúa- kynið og því eru möguleikarnir margir. Þessi litla grönótta kvíga fæddist strax eftir áramótin og er því fyrsti kálfurinn í Reykjahreppi á nýju ári. Hún er ánægð að fá að leika lausum hala á fóðurganginum fyrir framan kýrnar en óvíst er að það verði lengi því hún á að fara í stíu með öðrum ásetningskvígum. Hver veit nema hún verði farsæl mjólkurkýr er tímar líða. Fyrsti kálf- ur ársins Laxamýri. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Atli Vigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.