Morgunblaðið - 06.01.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 06.01.2002, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ DR. JÓN Friðrik Sigurðs-son sálfræðingur tókvið starfi forstöðusál-fræðings á geðsviðiLandspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) í nóvember sl. Hann hafði þá starfað í 13 ár hjá Fangelsismálastofnun ríkisins og er sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði. Umskiptin leggjast vel í hann. „Ég hlakka til að takast á við mörg spennandi verkefni á nýjum vinnustað, m.a. að efla hugræna at- ferlismeðferð, sem ég veit að skilar árangri, sérstaklega við meðferð á kvíða-, þunglyndis- og áfallavanda- málum,“ segir hann. „Ég hef líka mik- inn áhuga á að auka samstarf Land- spítalans og Háskóla Íslands og sé mikla möguleika á rannsóknarstarfi með kennurum og nemendum sál- fræðiskorar.“ Jón Friðrik tekur við starfi for- stöðusálfræðings á tímum töluverðra breytinga á starfsemi geðsviðs LSH. Verið er að sameina starfsemi, sem nú er á þrettán stöðum um bæinn, m.a. er verið að flytja deild úr Foss- vogi í geðdeildarhúsið við Hring- braut. „Í kjölfar sameiningarinnar verður nokkur breyting á starfsem- inni, m.a. verður lögð aukin áhersla á bráðaþjónustu og göngudeildarþjón- ustu, í samræmi við þá stefnu að draga úr innlögnum og meðhöndla fólk sem mest úti í þjóðfélaginu,“ seg- ir Jón Friðrik. „Þessi þróun á sér stað víðar, svo sem á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum, og á sér margra ára aðdraganda. Nú er reynt að forð- ast í lengstu lög að hýsa sjúklinga á stofnunum í langan tíma. Þetta er mögulegt vegna mikilla framfara í læknisfræðilegri og sálfræðilegri meðferð.“ Jón Friðrik segir að alltaf muni verða þörf á að leggja fólk inn tíma- bundið, á meðan ástand þess er metið og það nær tökum á bráðaástandi sínu. „Ekki er víst að innlagnir verði færri en nú er, en vonast er til að fólk stoppi styttra við hjá okkur, geti farið sem fyrst heim aftur og nýtt sér öfl- uga göngudeild í framhaldsmeðferð.“ Í geðdeildarhúsinu við Hringbraut er bráðaþjónusta, göngudeild og þrjár innlagnardeildir. Þegar ákveðið var að flytja geðdeildarstarfsemi frá Fossvogi í húsið við Hringbraut heyrðust gagnrýn- iraddir, sem sögðu að nú ættu sjúk- lingar ekki lengur val um inn á hvaða geðsjúkrahús þeir yrðu lagðir. Geð- deild Borgarspít- alans, síðar Sjúkrahúss Reykjavíkur, hefði að sumu leyti fylgt annarri stefnu en rík- isspítalarnir, en með sameiningu væri nú aðeins einn meðferðarkostur. Jón Friðrik telur þennan ótta ástæðulaus- an. „Á geðsviði LSH er þeim aðferð- um beitt sem vitað er að reynast best hverju sinni. Starfsfólk geðsviðsins, jafnt sálfræðingar sem aðrir, kapp- kosta að tileinka sér þau meðferðar- úrræði sem sýnt hefur verið fram á að gefast vel. Auðvitað hafa verið skiptar skoðanir og stundum hafa menn vilj- að einblína á eina stefnu annarri fremur, í samræmi við þær kenningar sem hæst bar þegar þeir voru í námi. Við reynum að horfa framhjá slíku. Á undanförnum áratug hafa verið gerð- ar umfangsmiklar rannsóknir á ár- angri meðferðar víða um lönd og við nýtum okkur þær rannsóknir í starf- inu hér. Hér starfa rúmlega 20 sál- fræðingar sem fylgjast vel með og eru fljótir að tileinka sér nýjungar í fag- inu. Starfsemin hér er mjög metnað- arfull, bæði á fullorðinssviðinu og á barna- og unglingageðdeildinni.“ Margir sérfræðingar leggjast á eitt Þegar sjúklingur leitar aðstoðar á geðdeild kemur ekki aðeins til kasta geðlæknis eða sálfræðings. „Starfs- fólk geðsviðsins er í nánu samstarfi, geðlæknar, sálfræðingar, hjúkrunar- fræðingar, félagsráðgjafar og iðju- þjálfar. Lögum samkvæmt bera læknar ábyrgð á meðferðinni, en þeir kalla aðra starfsmenn til liðs við sig eins og þörf er á.“ Jón Friðrik segir samstarfið skila góðum árangri og lítið beri á tog- streitu á milli starfsstétta. „Þrátt fyr- ir að margir starfsmenn geti haft mál eins sjúklings á sinni könnu, þá þýðir það ekki að ferlið taki langan tíma, enda er nauðsynlegt að þjónustan sé skilvirk. Þessu má líkja við meðferð vegna beinbrots, þar er sjúklingur til dæmis sendur í röntgenmyndatöku og honum tekið blóð, auk þess sem gert er að brotinu. Sami háttur er hafður á við meðhöndlun geðrænna sjúkdóma, þar sem mismunandi sér- fræðingar koma að.“ Í starfi geð- sviðs skiptir máli að leita ávallt hag- kvæmustu lausn- anna. „Við höfum úr ákveðnu fjár- magni að spila og verðum að gera það á þann hátt að við hjálpum sem flestum. Liður í að ná fram aukinni hagkvæmni eru m.a. hópmeðferðir og námskeið, sem sál- fræðingar sjá um að skipuleggja, þar sem sjúklingum er hjálpað að hjálpa sér sjálfir. Við erum til dæmis með námskeið í sjálfstyrkingu og nám- skeið fyrir félagsfælna. Á barna- og unglingageðdeildinni erum við með hópmeðferð fyrir þunglynda unglinga og námskeið fyrir foreldra ofvirkra barna, þar sem foreldrarnir læra að hjálpa barninu. Þessi námskeið gefa okkur færi á að veita mörgum fræðslu sem er nauðsynleg til að sem bestur árangur náist í meðferð. Og nám- skeiðin geta verið öflug forvörn, sem koma jafnvel í veg fyrir innlögn síðar. Þetta er hluti af hugrænni atferlis- meðferð, sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálfu.“ Tökum ekki ráðin af skjólstæðingunum Ein skýrasta breytingin, sem orðið hefur á sálfræðimeðferð á undanförn- um árum, að mati Jóns Friðriks, er að nú er mikið kapp lagt á að fræða skjólstæðingana um eðli vanda þeirra og hvernig meðferðin gengur fyrir sig. „Okkar hlutverk er að veita hjálp til sjálfshjálpar, en ekki taka ráðin af skjólstæðingum okkar. Þegar börn eiga í hlut þurfum við að skýra málin fyrir aðstandendum þeirra, svo þeir geti tekið þátt í meðferðinni með okk- ur. Aðrar stéttir, sem hér starfa, eru að tileinka sér þessi vinnubrögð og því er gott samhengi í starfinu. Þró- unin hefur verið í þessa átt á síðustu árum. Stefnan á rætur að rekja til Bandaríkjanna, en hefur einnig verið að þróast á meginlandi Evrópu. Við lítum sérstaklega til Englands, þar sem menn eru framarlega á þessu sviði.“ Jón Friðrik segir að fólk sé oftar en ekki komið í þrot með vanda sinn þeg- ar það leitar til geðsviðsins. „Margir byrja á að leita til sálfræðings eða geðlæknis á stofu og oft skýtur vand- inn fyrst upp kollinum hjá heimilis- lækninum. Læknar, jafnt heimilis- læknar sem aðrir, eru vel meðvitaðir um að vísa fólki til sérfræðinga, á þessu sviði jafnt sem öðru. Fólk er hins vegar oft sjálft haldið fordómum, og telur sig geta glímt við vandann upp á eigin spýtur. Það skammast sín fyrir að ráða ekki við vandann og heldur að það eigi að geta bitið á jaxl- inn. Vanþekking og fordómar gagn- vart geðrænum erfiðleikum eru þó á miklu undanhaldi.“ Jón Friðrik vísar til starfs síns hjá Fangelsismálastofnun og segir að fyr- ir 13 árum hafi föngum þótt slæmt ef spurðist að þeir töluðu við sálfræðing. Nú þætti það hins vegar ekkert til- tökumál og fangar víluðu ekki fyrir sér að ræða við sálfræðinginn fyrir allra augliti. „Sálfræðiþjónusta er nú hluti af því kerfi sem fangar þekkja og þeir nýta sér þjónustuna óspart. Nú sinna tveir sálfræðingar í fullu starfi fangelsunum og hafa ekki undan.“ Af og til segja fjölmiðlar af geð- sjúku fólki, sem engin úrræði virðast vera fyrir. Jón Friðrik segir eðlilegt að sá hópur, sem erfitt sé að hjálpa, sé meira áberandi en hinn. „Stundum virka þau úrræði sem fyrir hendi eru alls ekki, bæði svara sumir ekki lyfja- meðferð og í sumum tilfellum eru hvorki til heppileg lyf né árangursrík sálfræðileg meðferð. Þessir skjól- stæðingar eiga í fá hús að venda og þetta er eitt af þeim málum sem ég hef áhuga á að taka þátt í að leysa. Á lítilli deild er mjög erfitt að hafa slík- an einstakling, því hann getur eyði- lagt meðferð annarra á deildinni. Á því leikur enginn vafi að mikil þörf er fyrir þjónustu við þennan hóp. Við reynum alltaf að gera okkar besta, en við höfum ekki alltaf heppileg úrræði. Hins vegar er ekki réttlátt að dæma heilt kerfi vegna þess að nokkrir falla utan þess. Við ásökum aldrei sjúkra- hús þótt krabbameinssjúklingar látist þar. Við verðum einfaldlega að horf- ast í augu við að við höfum ekki náð tökum á öllum sjúkdómum og geð- rænum vandamálum fólks. Til að vinna að lausn á vanda þessa hóps þarf að koma til samstarf félagsmála-, heilbrigðismála- og jafnvel dóms- málayfirvalda.“ Jón Friðrik hóf störf hjá Fangels- ismálastofnun eftir mastersnám í heilsusálfræði í Skotlandi. Árið 1990 réðst hann, ásamt prófessor Gísla Guðjónssyni réttarsálfræðingi í London, í rannsókn á fölskum játn- ingum meðal íslenskra fanga, en rannsóknina fékk hann samþykkta sem doktorsverkefni hjá Institute of Psychiatry í London og er Jón Friðrik eini sál- fræðingurinn hér á landi með sér- fræðiviðurkenn- ingu á sviði réttar- sálfræði. „Svona rannsókn hafði aldrei verið gerð hér á landi og í raun hvergi þar sem ég þekki til. Við Gísli vissum því ekkert á hverju við gætum átt von. Upphaflegt markmið rann- sóknarinnar var að kanna af hverju menn játuðu á sig brot sem þeir höfðu framið, en við spurðum einnig hvort þeir hefðu einhvern tímann játað á sig brot sem þeir hefðu ekki framið. 12% fanganna sögðust hafa gert það. Við ákváðum þá að taka tvöfalt stærra úr- tak og eftir að hafa talað við um 500 dæmda menn var hlutfallið enn 12%. Fáir fanganna sátu hins vegar inni vegna þessara fölsku játninga, en þeir höfðu tekið á sig sök til að hylma yfir með öðrum eða vegna þess að þeir litu á gæsluvarðhald og yfirheyrslur sem þrýsting sem þeir gátu ekki staðist. Þessi rannsókn vakti mikla athygli og hefur oft verið vitnað til hennar víða um Vesturlönd. Við ætlum að gera aðra slíka rannsókn á vormisseri og mér er kunnugt um að viðamikil rann- sókn af þessu tagi er í bígerð í Banda- ríkjunum.“ Viðamikil rannsókn á geðheilsu fanga Nú er einnig á lokastigi undirbún- ingur rannsóknar á geðheilsu ís- lenskra fanga. Jón Friðrik stjórnar rannsókninni, í samvinnu við Gísla Guðjónsson og sálfræðinga Fangels- ismálastofnunar, Marius Peersen og Önnu Kristínu Newton. „Rannsóknin fer þannig fram að sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ræða við alla fanga sem afplána refsingu og alla þá sem bætast í hópinn á meðan á rann- sókninni stendur og leggja fyrir þá ýmis próf til að meta geðrænt ástand þeirra. Vonandi fáum við sem flesta fanga til samstarfs. Rannsóknin er mjög viðamikil, tekur að minnsta kosti tvö ár og að hluta er hún braut- ryðjendastarf, því við ætlum að leggja mat á ofvirknieinkenni hjá þessum hópi. Allt fram á síðustu ár var ein- göngu litið á ofvirkni sem vanda barna. Því fer hins vegar fjarri. Við viljum reyna að átta okkur á hve mik- ið af vandanum helst fram á fullorð- insár. Hjá ofvirkum börnum fer margt úrskeiðis, þau lenda til dæmis í útistöðum við um- hverfi sitt, foreldra og skóla. Hér á landi eru til rann- sóknir á algengi of- virkni hjá börnum og unglingum, en við sem stöndum að rannsókninni erum í samstarfi við breska konu, Susan Young, sem er einn þekktasti sér- fræðingur í Bretlandi á sviði ofvirkni fullorðinna. Við gætum svo útfært þetta enn frekar þegar fram líða stundir og gert slíka rannsókn á öll- um þeim sem leita til geðsviðsins.“ Jón Friðrik er bjartsýnn á að rann- sakendum takist að fá fanga til sam- starfs. „Ég veit af reynslunni að fang- ar eru tilbúnir til að leggja mjög mikið Hjálp til sjálfshjálpar Hlutverk geðsviðs Land- spítala – háskólasjúkrahúss er að veita fólki hjálp til sjálfshjálpar, að sögn dr. Jóns Friðriks Sigurðssonar forstöðusálfræðings. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við hann um starfið, m.a. bráðaþjónustu og göngudeildarþjónustu, samvinnu starfsstétta, hagkvæmni í rekstri, vanþekkingu og fordóma og geðheilsu fanga. Morgunblaðið/Kristinn Ekki réttlátt að dæma heilt kerfi vegna þess að nokkr- ir falla utan þess. Fram á síðustu ár var eingöngu litið á ofvirkni sem vanda barna. Því fer fjarri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.