Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 11
á sig til að ná tökum á lífi sínu, gagn-
stætt við það sem almenningur held-
ur. Þeir eiga oft við flókin og langvinn
vandamál að stríða, en margir þeirra
hafa unnið þrekvirki, þótt þeir líti ef
til vill ekki svo á sjálfir.“
Sálfræðingar þjálfaðir
í íslenskum veruleika
Hluti framtíðarsýnar Jóns Friðriks
forstöðusálfræðings er aukið sam-
starf við sálfræðiskor Háskóla Ís-
lands. „Háskólinn er farinn að út-
skrifa sálfræðinga með starfsréttindi,
en áður þurftu Íslendingar að sækja
sér þau réttindi til erlendra háskóla.
Stór hluti þessara nemenda fær
starfsþjálfun sína á geðsviði LSH og
það er mjög gefandi fyrir okkur að
hafa vel menntaða nema í þjálfun.
Þeir búa að nýjustu þekkingu í fræð-
unum og eru vel skólaðir í aðferða-
fræði rannsókna.“
Aðspurður hvort ekki hafi einmitt
verið kostur að sálfræðingar hafi sótt
menntun sína í hina ýmsu háskóla er-
lendis svarar Jón Friðrik að án efa
muni hluti íslenskra sálfræðinga
halda áfram að afla sér menntunar er-
lendis, þótt nú sé boðið upp á nám til
starfsréttinda hér. „Kostirnir við
þetta fyrirkomulag eru miklu fleiri en
gallarnir. Við erum að þjálfa sálfræð-
inga til starfa í íslenskum veruleika,
sem tryggir meiri samfellu milli náms
og starfs.“
Jón Friðrik hefur ekki sagt skilið
við réttarsálfræðina, þrátt fyrir að
hafa tekið við starfi forstöðusálfræð-
ings á geðsviði LSH, eins og sést af
rannsóknarverkefnum hans. „Ég hef
kennt réttarsálfræði við Háskólann
og fundið fyrir vaxandi áhuga á fag-
inu. Ég mun líka vinna áfram að
dómsmálum, líkt og verið hefur.“
Af nýlegum dómsmálum má nefna
að Jón Friðrik kom við sögu í máli
fyrrum flugrekstrarstjóra Leiguflugs
Ísleifs Ottesen, en verjandi mannsins
fór fram á það nú rétt fyrir jól að fá að
leggja fyrir dóminn sálfræðiskýrslu
Jóns Friðriks þar sem lagt er mat á
trúverðugleika vitnisburða farþega
sem sögðust hafa verið um borð í TF-
GTX í ágúst árið 2000. Flugrekstr-
arstjórinn er ákærður fyrir að flytja
12 farþega í eitt skipti, í stað 10 eins
og vélin er skráð fyrir. Jón Friðrik
var m.a. beðinn um að leggja mat á
hvort vitnin hafi haft getu til að greina
í smáatriðum frá atvikum málsins svo
löngu eftir að atburðir áttu sér stað og
hvort fréttaflutningur og þjóðfélags-
leg umfjöllun um málið sé líkleg til að
hafa áhrif á vitnisburð þeirra. Hér-
aðsdómari féllst ekki á að skýrslan
yrði lögð fram, en sú niðurstaða hefur
verið kærð til Hæstaréttar.
Þá kom Jón að öðru máli, sem
dæmt var í skömmu fyrir jól. Þá var
konu veitt forræði yngri systur sinn-
ar, á grundvelli umsagnar Jóns Frið-
riks og annars sálfræðings.
Unglingar og kynferðisleg misnotkun
Jón Friðrik hefur einnig í nokkur
ár verið ráðgefandi fyrir Barnavernd-
arstofu við greiningu og meðferð ung-
linga sem beita aðra kynferðislegu of-
beldi og við meðferð unglinga með
alvarleg geðræn vandamál og hegð-
unarvandamál, sem vistaðir eru á
meðferðarheimilum á vegum Barna-
verndarstofu. Hann er einn stofn-
félaga samtaka um greiningu og með-
ferð á ungum kynferðisafbrotamönn-
um, en samtökin voru stofnuð í
Hollandi um áramótin 2000/2001.
„Ekki eru nema tiltölulega fá ár lið-
in síðan menn áttuðu sig á hve alvar-
leg, kynferðisleg misnotkun finnst
meðal unglinga. Unglingar, í nær öll-
um tilvikum piltar, sem beita yngri
börn kynferðislegu ofbeldi, nota oft
grófar aðferðir og hótanir. Ef við get-
um náð tökum á þessum vanda og
hjálpað þessum unglingum eru minni
líkur á að þeir brjóti af sér síðar. Það
er vert að benda á að allt að helm-
ingur dæmdra kynferðisafbrota-
manna segist hafa byrjað feril sinn á
unglingsárum og að milli 20–30%
þeirra sem misnota ung börn eru
yngri en 18 ára. Þetta virðist vera
raunin hér á landi, rétt eins og í öðr-
um löndum.“
Verkefni forstöðusálfræðingsins
eru ærin, en hann hlakkar til að tak-
ast á við þau. „Það er mjög gefandi að
aðstoða fólk við að takast á við erfið,
geðræn vandamál og sérstaklega
hvetjandi þegar góður árangur
næst,“ segir Jón Friðrik Sigurðsson.
rsv@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 11
AFRÍKURÍKIÐ Zimb-abwe virtist vera á leiðtil bjartrar framtíðar,miklar framfarir voru áýmsum sviðum, efna-
hagurinn betri en í flestum grann-
löndunum og sambúð blökkumanna
og hvíta minnihlutans viðunandi. En
nú er allt á vonarvöl. Atvinnuleysið
er um 50% og óðaverðbólga herjar,
bensín er skammtað, þjóðarfram-
leiðsla hefur minnkað í nokkur ár í
röð. Ofbeldi og önnur lögleysa hafa
ásamt tjóni af völdum veðurfars
valdið því að skortur er á mat og
hætta á að hálf milljón manna muni
senn svelta. Nær 40 manns féllu í
pólitískum óeirðum á árinu sem var
að líða.
Kirkjunnar menn í Zimbabwe
skömmuðu nýlega einn af stuðn-
ingsmönnum Roberts Mugabe for-
seta fyrir að líkja leiðtoganum við
Krist og þorri landsmanna á erfitt
með að skynja í hverju hjálpræði
Mugabe til handa þjóð sinni er fólg-
ið. Hann hefur brugðið á það ráð að
gera hvíta bændur að blórabögglum
og minnir á syndir nýlendutímans.
Forsetinn nýtir sér neyð fátæklinga
til að reyna að endurheimta hylli al-
mennings sem hann naut þegar
hann varð fyrsti svarti leiðtogi
landsins 1980.
Ástandið verður æ ískyggilegra.
Fjöldi Zimbabwe-manna hefur
hrakist til Suður-Afríku í atvinnuleit
en þar saka þeir sem fyrir eru þá um
að taka vinnu frá innfæddum. Ráð-
ist var á hreysi þeirra norðan við Jó-
hannesarborg í október og um 100
kofar brenndir, að sögn BBC.
Stjórn Mugabe hefur ýtt undir og
beinlínis stjórnað bak við tjöldin of-
beldisaðgerðum gegn hvítum bænd-
um og einnig svörtum andstæðing-
um sínum. Til sveita herja vopnaðir
flokkar ræningja og óbótamanna,
meira eða minna með vitund og vilja
ráðamanna. Stjórnvöld ógna fjöl-
miðlum og dómstólum ef þeir reyna
að sporna við ofríkinu.
Eitt sinn „yndislegt land“
„Fyrir fjórum árum var Zimb-
abwe yndislegt land,“ segir Tarc-
isius Zimbiti, framkvæmdastjóri
kaþólsku réttlætis- og friðarnefnd-
arinnar. „Núna er þar helvíti á
jörð.“ Gert er ráð fyrir að forseta-
kosningar verði í mars og Zimbiti
álítur eins og fleiri að Mugabe muni
ekki fara frá hljóðalaust ef hann
tapi. Þess vegna sé ef til vill eina
friðarvonin að hann nái endurkjöri.
Aðrir eru ósammála og segja að ef
Mugabe og menn hans misbeiti enn
valdi sína og falsi úrslit kosninganna
muni ekki takast að hafa hemil á
reiði almennings.
Talsmenn mannréttindasamtaka,
stjórnarandstöðuleiðtogar og er-
lendir stjórnarerindrekar í Zim-
babwe segja að upplausnin sem nú
ríkir sé búin til af ásettu ráði af
stjórnarliðum og markmið þeirra sé
að tryggja þannig Mugabe endur-
kjör en vinsældir hans hafa minnkað
hratt síðustu árin. Og Zambiti hefur
heldur ekki mikla trú á lýðræðis-
hneigð Mugabe. „Það er pólitískt
tafl í gangi,“ segir Zambiti. „Útilok-
að er að halda frjálsar og heiðarleg-
ar kosningar vegna allra hótananna
sem nú er beitt.“
Helsta stjórnarandstöðuaflið er
Hreyfing lýðræðislegra breytinga,
MDC, en fyrir henni fer Morgan
Tsvangirai. Hann gagnrýndi á
föstudag framferði herflokka of-
beldismanna, sem þjálfaðir væru af
stjórninni og flokki hennar, ZANU-
PF og sagði þá hafa myrt fjóra liðs-
menn MDC síðustu daga. Vaxandi
hætta væri á því að átök sem minntu
helst á borgarastyrjöld hæfust í
landinu. Talsmenn ZANU-PF saka
á hinn bóginn félaga í MDC um að
hafa ráðist á stuðningsmenn stjórn-
arinnar.
Óvænt áfall árið 2000
Ofbeldið hófst fljótlega eftir að
þjóðin felldi óvænt í þjóðaratkvæða-
greiðslu árið 2000 tillögu um að
Mugabe fengi aukin völd með breyt-
ingu á stjórnarskránni. Þúsundir
vopnaðra flokka úr röðum stuðn-
ingsmanna forsetans hófu nú að
leggja undir sig bújarðir hvítra.
Liðsmenn flokkanna voru margir
uppgjafahermenn úr stríðinu sem
svartir háðu í mörg ár gegn hvíta
minnihlutanum en því lauk um 1980
með því að blökkumenn, sem eru um
99% landsmanna, fengu kosninga-
rétt og hafa síðan farið með völdin.
Bestu jarðirnar voru yfirleitt á
hendi hvítra og höfðu verið síðan
landið var bresk nýlenda. Herflokk-
arnir kröfðust þess nú að jörðunum
yrði skipt milli fátækra blökku-
manna. Mannréttindasinnar full-
yrtu að með stuðningi sínum við
herflokkana væru stjórnvöld fremur
að reyna að hræða andstæðinga sína
meðal jafnt hvítra sem svartra en
þingkosningar voru fyrirhugaðar í
júní sama ár.
Kosningarnar fóru fram og MDC
hlaut nær helming þingsætanna,
þrátt fyrir ógnanir stjórnarliða.
Mugabe setti nú fram tillögur um
eignarnám á bújörðum hvítra en
hæstiréttur komst að þeirri niður-
stöðu að hugmyndirnar væru í and-
stöðu við stjórnarskrána. Nokkur
hundruð æsingamenn úr röðum
ZANU-PF ruddust þá inn í húsa-
kynni réttarins, dönsuðu um bekk-
ina og hrópuðu slagorð stjórnar-
flokksins. Lögregla skipti sér ekki
af þeim og enginn var
handtekinn vegna
málsins.
Forseti hæstaréttar-
ins, Anthony Gubbay,
sagði að opinber for-
dæming Mugabe á
dómstólum sýndi „um-
búðalausa og svívirði-
lega“ fyrirlitningu for-
setans á
stjórnarskránni.
Stjórnin þvingaði
Gubbay til að víkja í
fyrra, fjórir nýir dóm-
arar, hliðhollir Mug-
abe, voru skipaðir.
Fjallað var aftur um
tillögurnar um eignarnám og þær
nú samþykktar.
Gert er ráð fyrir að um 100.000
manns fái úthlutað alls um 95% alls
jarðnæðis sem verið hefur í eigu
hvítra, í sumum tilvikum hafa þeir
og forfeður þeirra átt það í meira en
öld. En Mugabe bendir á að þá hafi
einnig verið beitt valdi til að reka
blökkumenn á brott til þess að hægt
væri að stofna nútímalega búgarða.
Vandinn er að þegar hvítu bænd-
urnir fara tekur oftast við stjórn-
leysi eða vanhæfir eigendur án
reynslu af rekstri stórbýla og þeir
láta allt drabbast niður. Áveitur eru
eyðilagðar og efnahagur landsins
versnar, allir tapa í reynd.
Þetta vissi Mugabe er hann tók
við fyrir rúmum tveim áratugum
eftir blóðugt stríð gegn stjórn
hvítra. Hann var marxisti en hét
hvítum að eignir þeirra yrðu látnar í
friði. Nú hefur kalt mat vikið fyrir
stundarhagsmunum forsetans. All-
margir hvítir bændur hafa þegar
verið reknir af jörðum sínum og
blökkumenn tekið þær yfir. Hvítu
bændurnir eru um fjögur þúsund og
rækta einkum tóbak sem er aðal-
útflutningsvara Zimbabwe en íbúar
landsins eru alls 14–15 milljónir.
Stuðningsmenn
verðlaunaðir
Á föstudag var birtur fyrsti list-
inn með nöfnum hinna heppnu sem
fá jarðnæði og voru meðal þeirra
þingmenn og ákafir stuðningsmenn
Mugabe. Einn þeirra var Joseph
Chinotimba, foringi vopnaðs flokks
sem hertekið hefur marga búgarða
hvítra. „Ég á þetta skilið,“ sagði
hann en Chinotimba fékk jörð rétt
hjá höfuðborginni Harare.
Lögreglan hefur oft ráðist á fjöl-
miðla sem ekki lúta vilja stjórnvalda
og aðgerðir hennar verið fordæmd-
ar í Bretlandi og fleiri vestrænum
ríkjum. Erlendum fréttamönnum er
oft meinað að koma til landsins, þar
á meðal frá AP-fréttastofunni og
BBC. Þingið hefur nú til umfjöll-
unar ný lög sem myndu takmarka
mjög tjáningarfrelsið. Hefur auk
þess verið skýrt frá því
að erlendum eftirlits-
mönnum verði meinað
að fylgjast með vænt-
anlegum forsetakosn-
ingum í mars og fram-
kvæmd þeirra.
Sextánda nóvember
gerðu hryðjuverka-
menn árás á aðalstöðv-
ar MDC í Bulawayo,
kveikt var í húsinu og
flokksmenn sakaðir
um að hafa myrt liðs-
mann stjórnarflokks-
ins. Lögreglan hand-
tók starfsmenn
skrifstofunnar. Bul-
awayo er næst-stærsta borg lands-
ins og hefur verið aðalvígi MCD í
landinu.
„Menn eru búnir að varpa grím-
unni,“ sagði David Coltart, talsmað-
ur flokksins. „Örvænting og ofsókn-
aræði færast í aukana meðal
ráðamanna.“ Talsmenn stjórnvalda
eru farnir að kalla andstæðinga sína
hryðjuverkamenn og í ríkissjón-
varpi Zimbabwe eru aðgerðir gegn
stjórnarandstöðunni nefndar Stríðið
gegn hryðjuverkum.
Afrískir leiðtogar ókyrrast
Bandaríski þingmaðurinn Ed
Royce, sem vill að Bandaríkin beiti
refsiaðgerðum gegn stjórn Mugabe,
segir að ásakanirnar um hermdar-
verk stjórnarandstæðinga séu fá-
ránlegar og hann hrósaði Tsvangirai
og mönnum hans fyrir að gjalda
ekki ofbeldið í sömu mynt. Royce
vill að hætt verði að lána Zimbabwe
fé og einnig að opinberar skuldir
landsins verði ekki felldar niður.
Evrópusambandið hefur lagt til
svipaðar refsiaðgerðir. En áhrifin
yrðu vart mikil þar sem slíkri aðstoð
hefur þegar að mestu verið hætt síð-
ustu árin.
Ef til vill skiptir afstaða leiðtoga í
helstu grannríkjum Zimbabwe
meira máli. Yfirleitt forðast afrískir
ráðamenn af ýmsum ástæðum að
finna að gerðum starfsbræðra sinna
annars staðar í álfunni en í nóvem-
ber gagnrýndi Festus Mogae, for-
seti Botswana, hins vegar Mugabe
fyrir að stöðva ekki ofbeldið. Thabo
Mbeki, forseti Suður-Afríku, lýsti
harmi sínum vegna ástandsins.
Einnig hefur hann varað við því að
borgarastyrjöld geti brotist út ef
reynt verði að hagræða úrslitum
kosninganna. Slíkar yfirlýsingar
munu þó varla nægja til að tryggja
frið og stöðugleika og víða um heim
fylgjast menn vel með því sem ger-
ist af ótta við að allt fari í bál og
brand og Zimbabwe verði enn eitt
landið þar sem alþjóðasamfélagið
þurfi að stilla til friðar.
Á barmi örvæntingar
Zimbabwe var um árabil
eins og tákn þess að sam-
búð blökkumanna og hvítra
í Afríkulöndum gæti gengið
vel. Í grein Kristjáns Jóns-
sonar kemur fram að syrt
hefur í álinn, efnahagurinn
er í lamasessi og Mugabe
forseti hyggst halda í völd-
in, hvað sem það kostar.
Reuters
!
"#$%&
kjon@mbl.is
Robert Mugabe
Lögreglumenn í brynvörðum vagni í Harare í nóvember. Stöðvuð voru
mótmæli gegn tillögu Mugabe um að breyta kosningareglum, sér í hag.