Morgunblaðið - 06.01.2002, Side 14
14 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ræðu um málið.
Önnur firra er sú, að lítil ríki
séu á einhvern hátt svo viðkvæm,
að það sé erfitt fyrir þau að vera
með sjálfstæðan gjaldmiðil nú á
dögum. Þessu er stundum líkt við
lítinn árabát, sem hoppar og
skoppar í ólgusjó, það er að segja í
straumröstinni frá því mikla fjár-
magnsflæði, sem streymir nú dag-
lega fram og aftur um allan heim.
Samt er auðvelt að benda á smá-
ríki, sem hefur vegnað mjög vel
með sinn sjálfstæða gjaldmiðil, ég
nefni til dæmis Singapore og Sviss,
og þvert gegn því, sem oft er hald-
ið fram, þá er nýsjálenski dollarinn
alls ekki óstöðugur gjaldmiðill.
Seðlabankinn hefur skoðað
gengissveiflurnar sérstaklega og
þá annars vegar skammtímasveifl-
ur og hins vegar miklar breyt-
ingar, sem eru að sjálfsögðu meira
áhyggjuefni. Hvað skammtíma-
sveifluna (30 daga þróun gagnvart
Bandaríkjadollara) varðar, þá var
nýsjálenski dollarinn óstöðugri en
ástralski dollarinn, breska pundið,
japanska jenið og þýska markið
frá því hann var látinn fljóta í
mars 1985 og fram í ágúst 1988.
Lengst af frá því í september 1988
og til jafnaðar síðan hefur nýsjá-
lenski dollarinn hins vegar verið
heldur stöðugri en nokkur þessara
gjaldmiðla.
Þegar skoðaðar voru stóru
sveiflurnar á síðasta áratug, sem
gerðu útflytjendum og öðrum svo
erfitt fyrir, þá bárum við geng-
ishækkunina, frá lægsta gengi til
þess hæsta, saman við breytingar
á hinum gjaldmiðlunum. Þá kom í
ljós, að mesta gengishækkun
nýsjálenska dollarans var 29% eins
og áður segir, töluvert meiri en
gengishækkun ástralska dollarans,
sem var 20%, en mjög svipuð
gengishækkun þýska marksins,
sem var 27%. Bandaríkjadollari
hækkaði líka um 27%, breska
pundið um 31% og japanska jenið
um 62%. Með öðrum orðum og
öndvert við það, sem oft er haldið
fram, þá var gengissveifla nýsjá-
lenska dollarans á síðasta áratug
ekkert öðruvísi en annarra gjald-
miðla.
Myntbandalag myndi vissulega
eyða nafngengisóvissunni hvað
varðar viðskipti innan þess en
jafnframt er ljóst, að við getum
ekki tekið upp neinn gjaldmiðil eða
gengið í neitt myntbandalag, sem
getur útilokað gengissviptingar
gagnvart ríkjum utan þess. Aðeins
20% af utanríkisviðskiptum okkar
eru við Ástrali og því er ljóst, að í
myntbandalagi með þeim myndu
langflestir útflytjendur búa við
sömu óvissuna áfram.
Þegar ég tala um um nafngeng-
isóvissu eða nafngengisvissu þá
geri ég það til að leggja áherslu á,
að það er ekki hægt með neinu
myntbandalagi að tryggja raun-
gengisvissu, það er að segja stöð-
ugt gengi að teknu tilliti til verð-
bólgu. Það hafa stjórnvöld í Hong
Kong fengið að reyna í gegnum ár-
in. Þótt þau hafi bundið gengi
Hong Kong-dollarans við gengi
Bandaríkjadollara frá því snemma
á níunda áratugnum, þá hefur
raungengi hans hækkað verulega,
bæði vegna þess, að gengi Banda-
ríkjadollara hefur hækkað gagn-
vart öðrum gjaldmiðlum, og vegna
þess, að verðbólga hefur verið
meiri í Hong Kong en í Bandaríkj-
unum. Þetta hefur grafið undan
samkeppnisgetu fyrirtækja í Hong
Kong og er ein meginástæða þess,
að mörg fyrirtæki hafa flutt fram-
leiðsluna yfir til Suður-Kína.
Þriðja firran er sú, að mynt-
bandalag með Ástralíu muni stór-
auka samkeppni á nýsjálenskum
bankamarkaði öllum til hagsbóta.
Ég skil ekki þessa röksemd þegar
þess er gætt, að allir stóru, ástr-
ölsku bankarnir eru nú þegar með
útibú hér í landi. Nýsjálenski
bankamarkaðurinn er opinn og þar
ríkir mikil samkeppni. Það er fátt,
sem getur komið í veg fyrir, að er-
lendir bankar geti starfað hér að
uppfylltum ákveðnum gæðakröf-
um. Við þurfum augljóslega ekki á
myntbandalagi að halda til að
njóta ávaxta erlendrar samkeppni
á bankamarkaði. Það vakti líka at-
hygli mína í þessu sambandi, að í
skýrslu frá KPMG (alþjóðlegu
endurskoðunarfyrirtæki) fyrr í
mánuðinum kom fram, að vaxta-
munurinn hjá helstu bönkum hér í
landi hefur minnkað stöðugt á síð-
ustu árum og er nú töluvert minni
en hjá bönkum í Ástralíu og
Bandaríkjunum.
Fjórða firran er, að myntbanda-
lag með Ástralíu muni á skömmum
tíma leiða til sama efnahagsvaxtar
hér og í Ástralíu og gera alla
Nýsjálendinga ríka á stundinni.
Um þetta hafa margir orðið til að
tjá sig en að sjálfsögðu er þetta
tóm vitleysa. Lífskjörin í þessu
landi ráðast fyrst og fremst af því
hve vel okkur gengur að auka
framleiðnina. Myntbandalag kann
að hafa einhver áhrif á frammi-
stöðu okkar í því efni eins og ég
mun víkja að síðar, en í raun end-
urspeglar framleiðnin menntakerf-
ið, hæfni nýsjálenskra stjórnenda,
þá hvatningu, sem felst í skatta-
og velferðarkerfinu, til að vinna og
stunda nám, í afstöðu okkar til
vinnu og frístunda, í nýjungum
o.s.frv. Myntbandalag myndi litlu
sem engu um þetta breyta. Mynt-
bandalag innan Ástralíu hefur ekki
tryggt, að hagvöxtur sé sá sami á
Tasmaníu og í Suður-Ástralíu og í
Queeensland, ekki frekar en mynt-
bandalag innan Nýja Sjálands hef-
ur tryggt sama hagvöxt í South-
land og Auckland. Panama tók upp
Bandaríkjadollara 1904 en það
dugði ekki til að tryggja sama hag-
vöxt þar og í Bandaríkjunum. Það
eru aðrar aðgerðir, sem skipta
miklu meira máli fyrir langtíma-
hagvöxt hér í landi en það hvort
við erum hluti af myntbandalagi
eða ekki.
Síðasta firran er sú röksemd, að
vegna þess, að önnur ríki séu að
ganga í myntbandalag eða doll-
aravæðast, þá eigi Nýsjálendingar
að gera það líka. Ástæðurnar fyrir
því, að önnur ríki eru að ganga
saman í myntbandalag eða doll-
aravæðast eiga lítið erindi við okk-
ur. Evrópska myntbandalagið tek-
ur til ríkja, sem hafa langmest
viðskipti hvert við annað (hlutfallið
er langtum hærra en er í við-
skiptum okkar við Ástralíu), og
þar er það aðeins hluti af miklu
víðtækari samruna í stjórn-, efna-
hags- og reglugerðarmálum. Sum
ríki Rómönsku Ameríku hafa
bundið sig við Bandaríkjadollara
og velta því jafnvel fyrir sér að
dollaravæðast eftir áratugaóstjórn
í peningamálum og ofurverðbólgu.
Þær aðstæður eru ekki á Nýja Sjá-
landi.
Auk þess má nefna, að á síðustu
árum hafa ýmis ríki, aðallega í As-
íu en þó ekki eingöngu, hætt að
binda gengi gjaldmiðla sinna of
fast við gengi annarra gjaldmiðla
og látið það fljóta í staðinn. Ekki
hefur verið um neina alþjóðlega
hreyfingu í átt til myntbandalaga
eða dollaravæðingar.
Raunverulegir kostir og gallar
myntbandalags
Myntbandalagi getur fylgt efna-
hagslegur ávinningur og fyrir því
má færa gild rök.
Fyrir það fyrsta myndi sparast
að nokkru sá kostnaður, sem nú
fylgir gjaldeyrisyfirfærslum. Það
myndi þó ekki skipta okkur veru-
legu máli í myntbandalagi með
Ástralíu en þó koma ferðafólki
milli landanna mjög vel. Ef við
tækjum upp Bandaríkjadollara,
yrði sparnaðurinn enn meiri vegna
þess, að stór hluti viðskipta okkar
er við Bandaríkin.
Í öðru lagi myndi myntbandalag
með Ástralíu lækka vexti á Nýja
Sjálandi lítillega. Síðasta áratuginn
eða svo hafa langtímavextir í Ástr-
alíu verið mjög svipaðir þeim, sem
hér eru, en lengst af á þessum
tíma (þó ekki nú) hafa ástralskir
skammtímavextir verið töluvert
lægri en á Nýja Sjálandi. Ef við
tækjum upp Bandaríkjadollara
myndu vextir lækka allmikið frá
því, sem nú er, þótt vaxtamun-
urinn milli landanna sé miklu
minni nú en fyrir áratug. Vextir í
Bandaríkjunum eru allir lægri en á
Nýja Sjálandi. Þá má nefna, að
með því að taka upp ástralska doll-
arann eða þann bandaríska, mynd-
um við sleppa við að borga þá
áhættuþóknun, sem sparifjáreig-
endur krefjast fyrir að eiga sitt fé
í nýsjálenskum dollurum.
Á hinn bóginn myndi mynt-
bandalag koma í veg fyrir, að vext-
ir á Nýja Sjálandi færu niður fyrir
það, sem er í Ástralíu eða Banda-
ríkjunum. Einhverjum kann að
finnast ólíklegt, að til þess geti
komið en þá er rétt að minna á, að
langtímavextir á Nýja Sjálandi
voru aðeins lægri en í Ástralíu á
fyrra helmingi síðasta áratugar og
lægri en í Bandaríkjunum um tíma
1994. Þá eru vextir í Kanada,
Singapore, Sviss og í aðildarríkjum
Evrópska myntbandalagsins al-
mennt lægri en í Bandaríkjunum.
Meginástæðuna fyrir háum vöxt-
um á Nýja Sjálandi á síðasta ára-
tug má rekja til mikilla verðbólgu-
væntinga, einkum á
fasteignamarkaði, það er segja til
timburmannanna eftir verðbólgu-
fylleríið í þrjá áratugi þar á undan.
Verðbólguþrýstingur var mikill í
Bandaríkjunum snemma á níunda
áratugnum og þá voru vextir þar
mjög háir. Takist okkur Nýsjá-
lendingum að halda verðbólgu í
skefjum og viðhalda trausti mark-
aðarins með ábyrgri fjármála-
stjórn, þá getum við vænst þess,
að vextir hér fari niður fyrir það,
sem er í Ástralíu og Bandaríkj-
unum. Með myntbandalagi, sama
með hverjum, erum við hins vegar
að slá því föstu, að frammistaða
hins aðilans í efnahagsmálum muni
ávallt verða betri en okkar.
Í þriðja lagi nefni ég, að þótt
myntbandalag, með Ástralíu eða
öðru ríki, útrými ekki gengisóvissu
nýsjálenskra útflytjenda, þá út-
rýmir það vissulega nafngengis-
óvissunni í viðskiptum milli landa
innan bandalagsins (og trúlega
raungengisóvissunni að einhverju
leyti). Bandalag með Ástralíu
myndi aðeins eyða nafngengis-
óvissunni á tiltölulega litlum hluta
heildarviðskipta okkar en rétt er
að taka fram, að þarna er þó um
að ræða mjög mikilvæg viðskipti.
Við seljum til Ástralíu stærri hluta
framleiðslu okkar en til nokkurs
annars eins ríkis og Ástralíumark-
aður er sérstaklega mikilvægur
sem „tilraunasvæði“ fyrir nýsjá-
lensk fyrirtæki, sem eru að stíga
sín fyrstu skref í útflutningi.
Vegna minni gengisóvissu innan
myntbandalagsins er mjög líklegt,
að það muni verða til að örva við-
skipti milli allra hluta þess. Rann-
sóknir á áhrifum gengisóvissu á
viðskipti gefa þó, því miður, ekki
mjög afdráttarlausa niðurstöðu.
Sumar benda til, að þau séu lítil en
aðrar, að þau séu umtalsverð. Ég
tel samt, að myntbandalag yrði til
að örva viðskipti milli Nýja Sjá-
lands og annarra hluta þess og við-
skiptalífið virðist vera sömu skoð-
unar. Ef það er rétt, þá myndi
myntbandalag með Ástralíu eða
Bandaríkjunum auka viðskipti inn-
an þess og gæti þar með leitt til
framleiðniaukningar á Nýja Sjá-
landi. Það á líklega sérstaklega við
um myntbandalag með Bandaríkj-
unum. Nú þegar er um að ræða
mikil viðskipti milli Ástralíu og
Nýja Sjálands og þess vegna um
minni ávinning að ræða þar.
Á hinn bóginn getur einn mikill
ókostur og annar minni fylgt aðild
að myntbandalagi.
Stóri ókosturinn er, að við
myndum missa alla stjórn á pen-
ingamálunum. Við hefðum þá ekki
lengur neitt tæki til að hafa áhrif á
og milda miklar eftirspurnarsveifl-
ur og gætum engin áhrif haft á
verðbólgustigið. Þetta ætti við
hvort sem við tengdumst Ástralíu
eða Bandaríkjunum og hvort sem
um væri að ræða myntbandalag
eða dollaravæðingu.
Vafalaust eru skoðanir skiptar
um mikilvægi þessa áhrifaleysis en
ýmsir atburðir erlendis að und-
anförnu sýna, að það getur haft í
för með sér miklar og stundum
mjög alvarlegar afleiðingar. Senni-
lega yrðu þær verri í myntbanda-
lagi með Bandaríkjunum en Ástr-
alíu ef við höfum í huga hvað
margt er líkt með efnahagslífinu á
Nýja Sjálandi og Ástralíu.
Enginn vafi er á, að kreppan í
Argentínu á síðustu árum stafar af
því, að gengi argentínska pesósins
hefur verið bundið gengi Banda-
ríkjadollara. Afleiðingin er sú, að
með hækkandi gengi dollarans hef-
ur gengi pesósins rokið upp gagn-
vart gjaldmiðlunum í helstu við-
skiptalöndum Argentínu. Af sömu
ástæðu hefur samdráttarskeiðið í
Hong Kong staðið lengur en í öðr-
um Asíuríkjum.
Á hinn bóginn er ljóst, að í sum-
um smáríkjanna innan Evrópu-
sambandsins hefur verið mikil
þensla að undanförnu. Þar er það
Evrópski seðlabankinn, sem stýrir
peningastefnunni með hagsmuni
alls sambandsins fyrir augum, en
hún virðist einfaldlega vera of mild
fyrir þessar litlu efnahagsheildir.
Það getur ýtt undir hagvöxt í
skamman tíma en haft verulega
erfiðleika í för með sér síðar.
Ég minnist þess þegar ég var að
ræða við fólk utan Auckland um
miðjan síðasta áratug, að þá voru
háir raunvextir og hækkandi raun-
gengi helsta umkvörtunarefnið,
jafnvel þótt verðbólgan væri engin
(að því er sagt var), hún væri bara
bundin við Auckland. Þótt þetta
hefði allt verið satt og rétt, þá var
sannleikurinn sá og er enn, að allir
hlutar Nýja Sjálands voru í einu
myntbandalagi og því ekki pláss
nema fyrir eina og sömu vexti og
sömu gengisskráningu. Gengjum
við í myntbandalag með Ástralíu,
yrðu vextir og gengi ákveðin af
einum seðlabanka og ef við tækj-
um upp ástralska dollarann, yrði
það ástralski seðlabankinn, sem
tæki allar ákvarðanir. Hvort sem
um væri að ræða, yrðu það hags-
munir ástralsks efnahagslífs, sem
réðu ferðinni. Það sama ætti við ef
við tækjum upp Bandaríkjadollara.
Líklegt er, að þetta yrði til að
dýpka sveiflurnar í nýsjálensku
efnahagslífi og í verðbólguþró-
uninni. Þegar við gætum ekki
lengur glímt við þessar sveiflur
með aðgerðum í peningamálum,
yrði nauðsynlegt að virkja fjár-
málin betur; hvetja til aukins
sveigjanleika, bæði upp og niður, í
vöruverði og launum í því skyni að
draga úr sveiflunum.
Minni ókosturinn við dollara-
væðingu, og nú verð ég að gera
greinarmun á dollaravæðingu og
myntbandalagi, er sá, að með
henni tapast það, sem seðlabanka-
menn kalla myntsláttuhagnað. Þá
er átt við þær tekjur, sem seðla-
bankinn býr til með því að gefa út
litla pappírsseðla, í okkar tilfelli
plastkort, og kallar peninga. Fyrir
plastkortin fær hann raunveruleg
verðmæti og þau fjárfestir hann í
ríkisskuldabréfum á þeim vöxtum,
sem eru hverju sinni. Vaxtatekj-
urnar eru myntsláttuhagnaður og
hér á Nýja Sjálandi hafa þær verið
um 130 millj. dollara árlega (tæp-
lega 5,6 milljarðar ísl. kr.). Ef við
gengjum í myntbandalag í líkingu
við Myntbandalag Evrópu, mynd-
um við halda okkar hlut í mynt-
sláttuhagnaðinum í samræmi við
hlutfallslega stærð innan banda-
lagsins en ef við tækjum upp Ástr-
alíu- eða Bandaríkjadollara, myndi
hagnaðurinn hverfa til heimalands
gjaldmiðilsins. Ekkert stóráfall
kannski en 130 millj. dollara árlega
eru ekki peningar, sem menn gefa
frá sér umhugsunarlaust.
Útkoman fyrir okkur Nýsjálendinga yrði hins vegar mjög svipuð, hvort
sem við færum í myntbandalag með Ástralíu eða tækjum upp dollarann
þeirra. Við myndum í raun missa alla eiginlega stjórn á peningamálunum.
Stóri ókosturinn er, að við myndum missa alla stjórn á peningamálunum.
Við hefðum þá ekki lengur neitt tæki til að hafa áhrif á og milda miklar
eftirspurnarsveiflur og gætum engin áhrif haft á verðbólgustigið.
Önnur firra er sú, að lítil ríki séu á einhvern hátt svo viðkvæm, að það
sé erfitt fyrir þau að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil nú á dögum.