Morgunblaðið - 06.01.2002, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 15
Eins og ég nefndi í upphafi, þá
getur aðild að myntbandalagi eða
dollaravæðing haft í för með sér
mjög víðtæk áhrif, sem ná langt út
fyrir efnahagslífið. Þótt við ein-
beitum okkur aðeins að því, er
samt erfitt að meta kostina og
gallana til hlítar.
Það er athyglisvert, að Kanada-
menn, sem eru með 80% viðskipta
sinna við Bandaríkin, vilja samt
sem áður halda í sinn gjaldeyri.
Háttsettur hagfræðingur í seðla-
banka Kanada segir í nýlegri
grein, að það séu vissulega hags-
munir Kanadamanna sjálfra að
vera með sinn eigin gjaldeyri.
Það virðist ljóst af niðurstöðum
könnunar, sem nýsjálenski seðla-
bankinn gerði í sambandi við Hol-
mes/Grimes-rannsóknina, að í
nýsjálensku atvinnulífi er góður
meirihluti fyrir því að fara í mynt-
bandalag með Ástralíu.
Ég er ekki alveg viss um hvern-
ig ber að skilja þennan mikla
stuðning við myntbandalag með
Ástralíu. Að sjálfsögðu er við-
skipta- og atvinnulífið hlynnt
minni gengisóvissu og ég býst líka
við, að það sé hlynnt lægri skött-
um, væri um það spurt. Spurn-
ingin er þó ekki hvort minni
gengisóvissa sé af hinu góða, held-
ur hvort hún vegi upp ókostina við
myntbandalagið, til dæmis meiri
sveiflur í framleiðslu og verðbólgu.
Svarið við þeirri spurningu liggur
ekki í augum uppi.
Ímyndum okkur, að verð á
helstu útflutningsvörum Nýsjá-
lendinga félli mikið. Værum við
með okkar eigin gjaldmiðil yrðu
afleiðingarnar þær, að gengi hans
lækkaði eins og gerðist á síðara
misseri 1997 og 1998. Áhrif geng-
islækkunarinnar eru þau, að hún
tekur mesta skellinn af útflytjend-
um, í raun með því að dreifa áfall-
inu á alla landsmenn, sem geta
ekki keypt jafn mikið af innfluttri
vöru og áður. Værum við ekki með
okkar eigin gjaldmiðil er eins lík-
legt, að verðfallið á útflutningsvör-
unum hefði engin áhrif á gengi
gjaldmiðilsins. Útflytjendur yrðu
því að taka á sig allan skellinn og
hugsanlega að draga úr fram-
leiðslu og segja upp fólki. Það
hefði að sjálfsögðu óbein áhrif á
allt samfélagið en þeir, sem ekki
eru nátengdir útflutningsgreinun-
um, kynnu þó að sleppa.
Þegar allt kemur til alls er valið
á gengisskráningaraðferð val á eðli
þeirra erfiðleika, sem við kjósum
að mæta vegna óvæntra sviptinga
á heimsmarkaði eða á alþjóðavett-
vangi. Um það er hins vegar ekki
að ræða að sleppa við þá.
Lokaorð
Það væri gaman að geta lokið
þessum orðum með ákveðinni nið-
urstöðu. Það ætla ég þó ekki að
gera, að hluta til vegna þess, að
ákvörðun um gengisskráningarfyr-
irkomulag er hlutverk stjórnmála-
mannanna, ekki seðlabankans, og
að hluta vegna þess, að kostirnir
og gallarnir benda ekki til einnar,
skýrrar niðurstöðu.
Þar fyrir utan gæti verið rétt að
huga að fleiri kostum í stöðunni.
Væri til dæmis unnt að ná víð-
tækum fríverslunarsamningi við
Bandaríkin og þá sem hluta af
samningum um að við tækjum upp
Bandaríkjadollara og gæfum eftir
myntsláttuhagnaðinn? Það gæti
verið þess virði að missa hann
gegn hagstæðum fríverslunar-
samningi.
Fleira mætti nefna og víst er, að
þessi mál munu verða mikið í um-
ræðunni á næstunni. Ég tel, að
seðlabankinn hafi nú þegar lagt
mikið af mörkum til þeirrar um-
ræðu með útgáfu á ýmsu, sem
hana varðar.
Eitt er þó alveg ljóst: Mynt-
bandalag er engin töfralausn, sem
leiðir strax til verulega aukins
hagvaxtar í þessu landi. Það getur
ekki komið í staðinn fyrir þá hag-
stjórn innanlands, sem miðar að
því að auka framleiðni og hagvöxt.
Umfram allt megum við ekki
hrapa að neinu í þessum málum og
seðlabankinn mun ekki taka
ákveðna afstöðu til þeirra. Verði
einhver til að saka mig um að
mæla með eða mæla gegn mynt-
bandalagi, þá hefur sá hinn sami
ekki lesið þessa ræðu!
meistar inn. is
GULL ER GJÖFIN
www.plusferdir.is
Söluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavík og Hlíðasmára 15 • 200 Kópavogi
Sími 535 2100 • Fax 535 2110 • Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is
Borgarnes
S: 437 1040
Ísafjörður
S: 456 5111
Akureyri
S: 585 4200
Selfoss
S: 482 1666
Vestmannaeyjar
S: 481 1450
Keflavík
S: 585 4250
Grindavík
S: 426 8060
Egilsstaðir
S: 471 2000
Sumarhúsaeigendur á Spáni.
Beint leiguflug til Alicante me› Fluglei›um.
Ver›dæmi á mann m.v.tvo fullor›na og tvö börn:
Sala er hafin á ód‡ru sumarfargjöldunum til Alicante. Takmarka› sætaframbo›.
Flugdagar: 22. mars, 2. og 18. apríl, 22. maí og síðan alla miðvikudaga í sumar.
fiökkum frábærar móttökur
Dæmi: 25.000 punktar eru 13.750 kr innborgun.
Verðdæmi flug 4 x 33.900 kr. = 135.600 kr.
Barnaafsláttur 2-11 ára 2 x 8.000 kr. = - 16.000 kr.
Öryggis- og tryggingagjald 4 x 900 kr. + flugvallarskattar 2 x 2.655 kr. + 2 x 1.970 kr. = 12.850 kr.
Alls ferðakostnaður 132.450 kr.
Fríkortspunktar -13.750 kr.
Atlasávísanir 2x5.000 kr. -10.000 kr.
Ferðakostnaður fyrir fjóra 108.700 kr.
*Ferðakostnður á mann 23.960 kr.
Frípunktar
og Atlas ávísun
lækka fer›akostna›
kr. mann
me› flugvallarsk.27.175
kr.mann*
án flugvallarsk.*23.960
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Oxygen face