Morgunblaðið - 06.01.2002, Side 17

Morgunblaðið - 06.01.2002, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 17 tefla á nógu sterkum mótum, en möguleikar á því eru ekki mjög margir. Flest mótin eru opin og nokkrir stórmeistarar með, jafnvel lægri en ég að stigum, og maður lærir ekki svo mikið á því.“ Einmanalegt Atvinnumaður í skák er mikið nálægt „mönnum“ en er þetta samt ekki einmanalegt starf? „Jú, óneitanlega, en maður stendur líka og fellur með sjálfum sér þegar á hólminn er komið. Og ef maður ætlar að ná árangri kost- ar það mikla vinnu, eins og í mörg- um öðrum störfum. Erlendis koma oft margir saman til að bera saman bækur sínar en hér er ég eini atvinnumaðurinn þannig að það getur verið svolítið erfitt að stúdera; til dæmis að setj- ast niður og fara að vinna, þegar ekkert sérstakt er framundan næstu mánuði.“ Hvað er það við skákina sem er svona heillandi? „Það heillar mig mest að alltaf er hægt að finna nýjar leiðir; enda- laust er hægt að bæta við sig. Nú eru menn farnir að nota tölv- ur við undirbúning vegna þess hve þær eru orðnar sterkar, en því fylgir svolítil hætta; ekki þýðir að nota tölvur of mikið og gleyma sjálfur að vinna. Maður verður að stúdera því þegar á hólminn kem- ur veltur á skákmanninum sjálfum. En það er mikil hjálp í tölv- unum; þessu má líkja við að þú sért að skrifa skjal í Word og látir tölvuna finna villur í textanum. Ef maður er að stúdera einhverja byrjun og gleymir einhverri leik- fléttu sér tölvan um að minna á það. Ef einhver galli er í stöðunni sér hún það um leið og það getur líka verið gott að nota tölvu ef staða er rosalega flókin. Tölva er sem sagt mjög góð sem hjálpar- tæki, en hún er ekki nóg.“ Mestu fullnægjuna við skákborð- ið segir Hannes Hlífar þegar and- stæðingi er náð í heimabrugg, sem hann kallar svo; „það er sérstök tilfinning.“ Hann útskýrir að með heima- bruggi eigi hann við gildru sem hann hefur búið til og andstæðing- urinn fellur í. „Þá er maður kannski búinn að liggja yfir ein- hverju í marga daga og lumar á nýjung. Andstæðingurinn kemur af fjöllum og þannig hefur maður ákveðið forskot.“ Þér þykir það væntanlega skemmtilegt starf að vera atvinnu- maður í skák. Annars værirðu varla að þessu. „Já, það er mjög gaman að vinna við það sem maður hefur áhuga á; gott að vinna ekki við eitthvað leið- inlegt. Mér finnst mega líkja þessu að einhverju leyti við það að vera rithöfundur; maður er alltaf að vinna að nýjum hugmyndum.“ Heimsmeistari 14 ára Hannes Hlífar náði frábærum árangri í skák sem barn og ung- lingur. En lærði hann mjög snemma að tefla? „Ég á tvo eldri bræður, sem kenndu mér mannganginn þegar ég var fimm ára. Annar bræðra minna er mjög þokkalegur skák- maður og á lista yfir þá 100 bestu á Ísland í dag.“ En yngsti bróðirinn stakk þá eldri fljótlega af: Fimm ár í röð varð Hannes Hlífar Norðurlanda- meistari sem krakki og 14 ára varð hann heimsmeistari í flokki 16 ára og yngri. „Sennilega þegar ég varð heims- meistari,“ segir hann spurður að því hvenær hann hafi fyrst hugleitt það í alvöru að helga sig skáklist- inni. „Svo náði ég fyrsta áfanga að stórmeistaratitli 1990, þegar ég var 18 ára, sem var mikilvægt skref. Það er mjög algengt að menn telji sig ekki eiga neina möguleika á að verða stórmeistari fyrr en fyrsti áfanginn er í höfn. Þeir eru þrír, en um leið og þeim fyrsta er náð trúir viðkomandi því að stórmeistaratitill sé möguleiki.“ Náði skákin strax tökum á þér? „Já, hún greip mig strax. Sem krakki fór ég oft út að leika mér með taflið og bað hvern sem ég hitti að tefla við mig.“ Þegar jafnaldrarnir hlupu um og spörkuðu í bolta leitaði Hannes Hlífar sem sagt að einhverjum sem hann gat dregið að skákborðinu. „Það skiptir miklu máli til að ná árangri að hafa gríðarlegan áhuga. Enginn árangur næst nema með mikilli vinnu, og áhuginn verður að vera mikill til þess að nenna að vinna!“ segir hann. Hann segir ekki algengt að menn væru með skák í huga þegar strákar voru að leik í góða veðrinu, „en ég fékk samt alltaf einhverja til að tefla við mig, já, já. En sumir urðu nú ekki ánægðir með að tapa fyrir einhverjum litlum krakka.“ Fljótlega lá leiðin í Taflfélag Reykjavíkur, þar sem æfingar voru öll þriðjudags- og fimmtu- dagskvöld. „Þá voru oftast 50-60 manns á æfingum og þarna tefldi maður við hina og þessa karla. Þegar heim kom þurfti svo að byrja á því að fara úr öllum föt- unum því þau voru gegnsósa af reyk; þá var náttúrlega leyft að reykja við borðin, og það gerðu margir þessara gömlu karla. Svo ákvað FIDA að banna reyk- ingar við skákborðið eftir einvígi Jóhanns Hjartarsonar við Korts- noj, eins og frægt varð, enda skil ég ekki hvers vegna mönnum var leyft að reykja við borðið. Það er ótrúlegt. Ég man að þegar Tal og Korts- noj mættust á heimsbikarmóti hér heima 1988 sást ekki í borðið hjá þeim; þeir reyktu báðir svo mikið að þeir hurfu nánast í ský!“ Heimsmeistari er svolítið stórt orð; var erfitt að bera þann titil á sínum tíma? „Mér gekk mjög illa fyrst á eftir en það er reyndar alþekkt. Þetta var skemmtilegur tími en samt svolítið skrýtið að sjá um sig frétt- ir í blöðum og heyra sagt frá sér í útvarpi. Rúnar Sigurpálsson vann Hannes Hlífar Stefánsson var sagt í útvarpinu eftir að ég tapaði skák á einhverju hraðmóti. Þótti mikil frétt. Og þegar ég fór í strætó horfðu allir á mig!“ Svo vandist það, segir Hannes Hlífar, að þekkjast. Agi Hvernig æfirðu þig? „Ég nota tölvuna til að stúdera bæði allar nýjustu skákir og sér- staklega byrjanir – er til dæmis með milljón skákir í tölvunni, – og svo er ég með bækur. Vinsælustu bækurnar eru Informator, júgó- slavneskar sem koma út þrisvar á ári. Þær eru ritaðar á alþjóðlegu táknmáli og því öllum skákmönn- um skiljanlegar. Bestu skákmenn heims skýra alltaf skákir sínar í þessum bókum,“ segir Hannes Hlífar, en hann er einmitt í hópi þeirra sem það hafa gert. Hvernig starf er það að vera skákmaður; sestu einfaldlega niður að morgni eins og hver annar mað- ur og ferð að vinna? „Það er misjafnt. Ef eitthvað er í gangi er maður alltaf að stúdera, en það getur reynst erfitt að halda sér við efnið þegar ekkert er að gerast. Já, það þarf að beita sig aga þegar er kannski hlé frá keppni í einhverja mánuði.“ Venjulega fer mikill tími í að finna nýjar skákir og æfa byrjanir, ekki síst með svörtu mönnunum. „Nú eru allir með tölvur; skák- menn vita allt hver um annan, þannig að mjög mikilvægt er að koma með eitthvað nýtt. Mótherjarnir þekkja alla „varí- anta“ sem maður hefur teflt og því er nauðsynlegt að vera með þrjár til fjórar byrjanir í hvítu og svörtu, sérstaklega svörtu.“ Hannes Hlífar segir lítið hafa borið á Short að undanförnu, þó að hann sé einn af stigahæstu skák- mönnum heims. Hann sé ekki í „klíkunni“ lengur og því ekki boðið á helstu mót. Íslenski atvinnumaðurinn hefur legið yfir skákum Shorts undanfar- ið. Hvernig skákmaður er hann? „Hann er mikill stöðubaráttus- kákmaður, en samt mjög góður í flækjum. Short er ekkert mjög ósvipaður Karpov; mð gríðarlegan stöðu- skilning. En kannski er veikleikinn sá að hann er ekki mjög hrifinn af flækjum. Kasparov náði til dæmis yfirleitt að máta hann einhvern veginn; flækti stöðuna og Short varð hræddur. Í einvígi skiptir miklu máli að reyna að þvinga sínum skákstíl inn á andstæðinginn. Þess vegna held ég að minn möguleiki felist í því að koma andstæðingnum í flóknar stöður; stöður sem honum líður illa í.“ Felst undirbúningurinn þá í því að æfa sem flestar byrjanir og flóknar stöður? „Já, en þetta eru svo fáar skákir að óvíst er hvort ég nái að koma honum eitthvað á óvart. Það er oft erfitt í svona einvígi – og gæti orð- ’ Þegar ég byrjaði að tefla var ég oft mjögóþolinmóður en snemma var manni kennt gott ráð til að koma í veg fyrir fljótfærni við skákborðið; að sitja á höndunum á sér! Það getur komið sér mjög vel ef menn eiga það til að vera of bráðir! ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.