Morgunblaðið - 06.01.2002, Page 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 25
ENSKA ER OKKAR MÁL
Innritun
í fullum
gangi
Ensku talnámskeið
Einnig önnur
fjölbreytt enskunámskeið
Susan Taverner
Hringdu í síma
588 0303
FAXAFENI 8
www.enskuskolinn.is
enskuskolinn@isholf.is
Julie Ingham Sandra Eaton Edward Rickson Susannah Hand Joon Fong
Enskuskólinn nú einnig á Selfossi
KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ
• Frískt loft eykur ferskleika
• Útivera eykur þol
Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir
byrjendur sem lengra komna
Boðið verður uppá þrenns konar tíma:
A — tími fyrir byrjendur og lítt þjálfaða
B — tími fyrir þá, sem komnir eru af stað í þjálfun
C — tími fyrir þá, sem vanir eru líkamsþjálfun
Leiðbeinendur: Unnur Jónsdóttir og Árný Helgadóttir,
hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari.
Skráning og upplýsingar í síma 565 8009 eða 899 8199 mánudaginn
7. janúar frá kl. 9—12 og þriðjudaginn 8. janúar frá kl. 9—12.
Dagskrá hefst mánudaginn 7. janúar samkvæmt eldra fyrirkomulagi.
netfang: kraft@isl.is
ókhalds-
námskeið
Nokkur sæti laus á 120 stunda morgun- eða
kvöldnámskeið sem hefjast 8. og 14. janúar.
hjá NTV í Kópavogi.
B
K
la
p
p
a
ð
&
k
lá
rt
/
ij
Verslunarreikningur (24 stundir)
Tvíhliða bókhald (36 stundir)
Tölvubókhald (42 stundir)
Launabókhald (12 stundir)
Vsk. uppgjör og undir-búningur
ársreiknings (6 stundir)
Helstu námsgreinar
n
t
v
.
is
nt
v.
is
n
tv
.i
s
Upplýsingar og innritun í
síma 544 4500 og á ntv.is
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980
Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500
Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937
Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is
GLERLIST er ekki sérlega vel
kynnt listgrein hér á landi þótt tékk-
neskan kristal kannist flestir við sem
eftirsótta gjafavöru. Listasafn
Reykjavíkur hefur nú bætt eilítið úr
þessum þekkingarskorti okkar með
sýningu á sjö tékkneskum listamönn-
um sem láta sig glerið miklu varða.
Að vísu eru þeir ekki nema sex talsins
því sá sjöundi, sýningarstjórinn og
safnvörðurinn Ivo Kren, sýnir dúk-
risturöð á gangi Kjarvalsstaða, enda
er hann grafíker þótt hingað hafi
hann komið sem safnvörður sérlegrar
glerlistardeildar Austur-Bæheims í
Pardubice – helgaðri 20. öldinni – og
starfi jafnframt sem sýningastjóri
Rúbíkon-hópsins, en svo nefna lista-
mennirnir sjö samtök sín.
Við fyrstu sýn virðist sýning
Rúbíkon-hópsins lofa góðu. Verkin
mæta manni með miklum glæsibrag,
einstaklega fáguð og margbreytileg.
Til dæmis eru brædd og skorin verk
Jan Exnar fádæma stílhrein og falleg.
Signum hans er að öðrum verkum
ólöstuðum eitthvert allra besta glerið
á sýningunni. Og þótt Bohumil Eliás
verði það á í messunni að skjóta
gagnslausum og klumbulegum,
stjörnulaga stoðum undir annars
merkilega og líflega risaglerhjálma
sína – þeir hefðu hljómað mun betur
án undirstöðu – þá breytir það ekki
léttleikandi útliti þeirra.
Þótt Jaroslav Matous séu nokkuð
mislagðar hendur í skálum sínum á
hann til spretti sem sanna ótvírætt
ágæti hans sem glerlistarmanns.
Sama gildir um Jaromir Rybak, bar-
okkmanninn í hópnum, sem þrátt fyr-
ir skrautgirni sína tekst oft að láta
glerið leika í höndum sínum. En ef til
vill eru það hjónin Stanislav Libenský
og Jaroslava Brychtová sem sýna
okkur best hve heillandi og dulúðugur
miðill glerið getur verið þegar því er
stillt fram í öllum sínum einfaldleik,
án allrar tilgerðar. Yfir verkum
þeirra hvílir sú symbólska kyrrð sem
einkenndi fremstu glerverk alda-
mótahefðarinnar, þar sem saman fóru
náttúrulegur hrjúfleiki, ópalkennd
innri birta og ævintýraleg ljósbrigði.
En hversu fögur sem þessi tékk-
nesku glerverk í vestursal Kjarvals-
staða kunna að vera tekst Ivo Kren
ekki að sannfæra okkur um það að
hér sé á ferðinni annað og meira en
fögur og fáguð listiðn. Dúkristur hans
sjálfs eru jafnvel nær skrautmunum
en frjálsri, sjálfsprottinni myndlist,
svo mikinn dám draga þær af bóka-
og handritalýsingum. Það er því aug-
ljóst að hér er á ferðinni óvenjusterk
efniskennd, án þess þó að listamenn-
irnir losni þannig undan valdi efnivið-
arins að þeir geti talist frjálsir eða
óháðir listamenn. En hvaða máli
skiptir það þótt sjömenningarnir nái
ekki því takmarki að teljast listamenn
öldungis óháðir miðli sínum?
Engu, nema vegna þess að í sýn-
ingarskrá er að fyrra bragði látið að
því liggja að verkunum sé stefnt
handan landamæra handverks og list-
iðna. Það mundi ekki vera í fyrsta, né
síðasta sinn, að listiðnaðarmenn sýna
á sér snöggan blett af einskærri löng-
un til að vera teknir fyrir annað en
raun ber vitni. Nú, þegar hönnun
sækir í sig veðrið sem aldrei fyrr er
óþarft að reyna að telja öðrum trú um
að maður sé annað og meira en góður
hönnuður, bara af því að það hljómar
betur.
Á Kjarvalsstöðum er með öðrum
orðum hægt að sjá glerlist eins og hún
gerist best í Tékklandi. Með því er
ekki sagt að listrænt gildi sýningar-
innar sé af þeim skapandi toga að hún
boði ný sannindi um möguleika gler-
listar sem tjáningarmiðils þótt látið sé
að því liggja í sýningarskrá. Öðru nær
sannast það sem við höfum ávallt vit-
að að gler er vandmeðfarið og út-
heimtir ákveðna sérhæfingu sem tak-
markar mjög umfang miðilsins til
óheftrar tjáningar. Það er því engin
ástæða til að ruglast á góðri hönnun
eins og hér um ræðir, og óháðri list-
sköpun, eða láta sem á því tvennu sé
aðeins hverfandi munur.
Brothætt list
MYNDLIST
Kjarvalsstöðum
Til 13. janúar. Opið daglega frá kl. 10–
17, miðvikudaga kl. 10–19.
GLERLIST
SJÖ TÉKKNESKIR
GLERLISTARMENN
Halldór Björn Runólfsson
Glerverk á sýningu Rúbíkon-hópsins í vestursal Kjarvalsstaða.
SAMEINUÐU þjóðirnar hafa ákveð-
ið að árið 2002 verði helgað varðveislu
menningarverðmæta, jafnt minja
sem erfða.
„Eins og kunnugt er hafa Samein-
uðu þjóðirnar falið UNESCO, Menn-
ingarmálastofnun S.Þ., að sinna
menningar- , mennta-, vísinda- og
fjölmiðlamálum og er verndun og við-
gangur menningararfleifðar heimsins
eitt af flaggskipum UNESCO og
hugsanlega það starf sem stöðugt
hlýtur hvað mesta eftirtekt, eins og til
dæmis heimsminjalistinn. Að undan-
förnu hefur verið lögð æ ríkari
áhersla á þann þátt menningarafleifð-
ar sem erfiðara hefur reynst að festa
hendur á, erfðir sem felast í munn-
legri frásagnarhefð, þjóðsiðum, dansi
o.s.frv. og er í undirbúningi sáttmáli
til verndar menningarerfð af því
tagi,“ segir í fréttatilkynningu frá
UNESCO nefndinni.
„Koichiro Matsuura aðalfram-
kvæmdastjóri UNESCO hefur fagn-
að þeirri ákvörðun Sameinuðu þjóð-
anna að helga komandi ár
menningararfleifðinni sem hann telur
að sé eitt af stóru málunum í þeirri
hnattvæðingu sem við blasir. Menn
geri sér æ betur ljóst að auðlegð
heimsins felist ekki síst í fjölbreyti-
leika menningar. Við lifum á tímum
þegar frekar en nokkru sinni fyrr sé
nauðsyn að örva skilning og virðingu
fyrir ólíkum menningarheildum.
Skemmst sé að minnast þess þegar
Búddhalíkneskin voru eyðilögð í Afg-
anistan fyrr á þessu ári sem hafi verið
menningarslys og víti til varnaðar.“
Árið 2002 helgað varðveislu
menningarminja og -erfða