Morgunblaðið - 06.01.2002, Side 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
* Spennandi jazzballett-og freestyle-námskeið fyrir
4ra-6 ára
7-9 ára
10-12 ára
13-15 ára
*Krefjandi og skemmtilegt jazzballettnámskeið
fyrir eldri og lengra komna.
Dugguvogi 12
JAZZBALLETT
JAZZBALLETT
Gleðilegt nýtt ár
(Leið 4 stoppar stutt frá)
Innritun í síma
553 0786 og 659 0786
eftir kl. 14.00.
Börnin syngja nefnist ný vísna- og
söngbók. Þar er að finna yfir 200
kunn barnalög auk fjölmargra annarra
laga. Valdís Erlendsdóttir leikskóla-
kennari valdi vísur og söngva. Mel-
korka Helgadóttir myndskreytti.
Í kynningu segir m.a.: „Með hjálp
foreldra og annarra uppalenda er bók-
inni ætlað að örva sönggleði barna og
auðvelda þeim að taka lagið, ein og
sér, eða fleiri saman.“ Í bókinni er
efninu skipt upp í fimm kafla: vor og
sumar, líkaminn, dýr og jól.
Útg. er Hana-nú. Verð: 1.990 kr.
Börn
KONA flugmannsins er eftir Anitu
Shreve í þýðingu Ásdísar Ívarsdóttur.
Kathryn Lyons er vakin upp um
miðja nótt. Stór farþegaflugvél hefur
farist út af strönd Írlands. Flugmað-
urinn er eiginmaður hennar. Talað er
um hryðjuverk. Jafnvel að flugmað-
urinn sjálfur hafi sprengt. Ekkjan trúir
ekki þessum orðrómi en hversu vel
þekkti hún eiginmann sinn í raun?
Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar.
Bókin er 264 bls., prentuð í Lett-
landi. Verð: 3.480 kr.
Spenna
HÚN lætur ekki mikið yfir sér sýn-
ing Sigurdísar Hörpu Arnardóttur í
versluninni Dýrinu, Laugavegi 47 í
Reykjavík. Ekki einungis eru verkin
smá í sniðum heldur hefur listakonan
valið þeim stað á bakvið fataslá þann-
ig að þau eru varla sýnileg fyrr en við-
skiptavinir fara að blaða í gegnum
flíkurnar.
Verkin eru átján talsins og er þeim
komið fyrir í augnhæð í láréttri röð
eftir endilöngum ómáluðum stein-
vegg. Litlar dúkkur sem hver og ein
er staðsett í sinni einkaveröld, í augn-
skuggaboxum, leika aðalhlutverkið á
sýningunni. Augnskuggaboxið snýr
þannig að dúkkurnar standa ofaní
litnum og gegnt speglinum. Með
þessa tvo föstu punkta til að vinna
með gefur listamaðurinn hugmynda-
fluginu lausan tauminn og setur brúð-
urnar í ýmsar ólíkar aðstæður. Stund-
um er brúðan að dást að eigin
spegilmynd eins og Narcissus sem
varð . . . . sjálfsdýrkuninni að bráð en
annars staðar er hún að vefja sér gull-
kjól, mála málverk, klippa af sér mik-
ið dökkt hárið eða hefur fest á sig leð-
urblökuvængi og skoðar sig í
speglinum, eins og demón. Hún talar
við páfagauk, sem væntanlega apar
allt eftir henni, og stillir sér upp með
ávöxtum. Listakonan brýtur upp sýn-
inguna með því að láta eina dúkku
horfast í augu við áhorfendur en sú er
ljóshærð og ofaní meikdollunni fyrir
framan hana stendur skrifað Gleym
mér ei, sem hægt er að skilja sem
ákall um frelsun, frelsun úr þeirri tak-
mörkuðu sjálfsdýrkunarveröld sem
dúkkan lifir í.
Í fljótu bragði er ekki hægt að sjá
eitt ákveðið þema út úr verkunum
átján þó að klárlega megi skoða verk-
in sem ádeilu eða innlegg í umræðuna
um stöðu konunnar og kvenímyndar-
innar, en smástelpuímyndin þar sem
gert er út á kynþokka, bert hold og
kynlíf grasserar nú sem aldrei fyrr í
tónlistarmyndböndum og glanstíma-
ritum. Er konan hugsanlega orðin
fangi þessarar nýju ímyndar, smá-
stelpugervisins?
Eins og sjálf Eva í aldingarðinum
Eden er dúkkan ávallt nakin nema að
klof hennar er skreytt blómamynstri
sem ýtir undir sakleysisímyndina. á
einni myndinni glennir hún klofið í átt
að áhorfendum en gerir það á þann
hátt að það verður ekki klámfengið
heldur meira eins og leikur.
Engar upplýsingar er að finna um
sýninguna í búðinni, hvorki um hvað
verkin heita, hvað listakonan heitir,
hvort verkin eru til sölu eða hvort
þetta sé yfirleitt myndlistarsýning.
Þessu þarf að kippa í liðinn því listin
nær aldrei að blómstra ef enginn veit
af henni, og vegvísar eru aldrei til
vansa.
Þetta er skemmtileg sýning sem er
vel þess virði að skoða og velta fyrir
sér á leið sinni niður Laugaveginn.
Dúkkuveröld
MYNDLIST
Dýrið
Opið á verslunartíma til 8. janúar.
BLÖNDUÐ TÆKNI
SIGURDÍS HARPA ARNARDÓTTIR
Þóroddur Bjarnason
Dúkka beinir byssu að spegilmynd sinni í verki Sigurdísar Hörpu.
NÝLISTASAFNIÐ auglýsir eftir
umsóknum frá myndlistarmönnum
sem áhuga hafa á þátttöku í sýning-
unni Grasrót 2002. Grasrót er árleg
sýning í Nýlistasafninu þar sem
ungir upprennandi myndlist-
armenn sýna verk sín. Umsóknum
skal fylgja mappa með myndum eft-
ir viðkomandi listamann. Umsókn-
arfrestur er til 15. janúar 2002.
Auglýst eftir mynd-
listarmönnum
RITLISTARHÓPUR Kópavogs
hefur staðið fyrir bókmenntakynn-
ingum og gefið úr safnrit með ljóð-
um félaga. Sköpun er þriðja safnið.
Áður eru út komin Gluggi (1996) og
LjósMál (1997). Tuttugu og fjögur
skáld eiga ljóð í bók þessari. Tutt-
ugu og þrjú eru talin í efnisskrá.
Nafn Steinþórs Jóhannssonar, for-
mælanda hópsins, hefur fallið nið-
ur. Höfundar mynda eru litlu fleiri.
Tvennt er strax hægt að segja um
bók þessa. Hún er smekkleg útlits.
Og hún er vönduð að efni. Að leiða
saman ljóðlist og myndlist er ekki
nýtt. Modernismi í ljóðlist átti frá
upphafi samleið með formbyltingu
í myndlistinni. Þess er getið í inn-
gangi að »ýmist fæddist ljóðið
fyrst eða mynd — annað verkið
rataði til hins …« Ekki er alltaf
auðvelt að geta sér til hvort varð til
á undan og hvort á eftir. Að giska á
það má vera prýðis dægradvöl.
Sum skáldin eru þjóðkunn, önn-
ur lítið þekkt. Þar á meðal eru
skáld sem starfað hafa innan hóps-
ins en ekki gefið mikið út að öðru
leyti. Ekki verða höfundar ljóða og
mynda taldir upp hér. Nema hvað
þess má geta að sjálfur bæjarstjór-
inn, Sigurður Geirdal, á ljóð í bók-
inni. Ekki ónýtt fyrir samtökin að
hafa innan sinna raða manninn sem
heldur utan um kassann!
Algengt er að skáld, sem aðhyll-
ast sömu stefnu, komi fram sem
hópur. Jónas naut stuðnings af
öðrum Fjölnismönnum. Verðandi-
menn stóðu saman að kynningu
realismans. Rauðir pennar var
samheiti fyrir hóp skálda og rithöf-
unda. Einhuga og harðsnúinn hóp-
ur stóð á bak við Birting.
Hitt er sjaldgæfara að skáld
kynni sig í nafni tiltekins svæðis
eða staðar. Það er þó hvergi nýtt.
Þingeysk ljóð voru gefin út á
fimmta áratug liðinnar aldar. Upp
úr því fóru flest sýslufélögin að
dæmi Þingeyinga. Markmiðið var
að koma á framfæri hinu besta í ís-
lenskum alþýðukveðskap. Ritlist-
arhópur Kópavogs er annars eðlis,
hefur fremur á sér snið akademíu.
Þar sem skáldin, sem eiga ljóð í
Sköpun, eru á ýmsum aldri og hafa
mismunandi bakgrunn er síst að
furða þó margra grasa kenni í bók-
inni. Hún er þó býsna samstæð
þegar öllu er á botninn hvolft. Sum
ljóðin eru rímuð, önnur ekki. Sum
eru afar stutt, önnur lengri. Sum
eru ort með ljóðstöfum og reglu-
bundinni hrynjandi. Önnur búa yfir
dulúð modernismans, fjarri ljóð-
rænni hrynjandi. En þau forms-
einkenni, sem hér hafa verið nefnd,
marka ekki óhjákvæmilega svip-
mót ljóðs né flokka það undir
merki einhverrar stefnu. Ljóða-
flokkurinn, Tíminn og vatnið, var
bæði rímaður og stuðlaður. Samt
var litið á þessi ljóð Steins sem
brot á þjóðlegri kveðskaparhefð.
Ljóðin í Sköpun falla ekki öll undir
heiti modernismans. En þau eru öll
nútímaljóð í orðsins fyllsta skiln-
ingi. Skáldin virðast öll hafa sett
sér þá höfuðreglu að marka sér
ekki áberandi sérstöðu né ganga
hart fram undir merkjum einhverr-
ar kennisetningar en halda sig við
það sem almennt er talið gott og
gilt í ljóðlist um þessar mundir,
hvaða ljóðlistarstefnu sem menn
aðhyllast að öðru leyti. Gildir þetta
jafnt um þá, sem yrkja hefðbundið
eins og hina sem hallast að öðrum
viðmiðum. Og þeir eru fleiri.
Um myndirnar má segja hið
sama. Abstraktmálverkið eða »hin
hreina myndbygging« er ekki liðið
undir lok. Áhrifa þess mun lengi
gæta. Hitt er augljóst að íslensk
náttúra er enn sem fyrr afar sterk-
ur þáttur í myndlistinni. Þar er að
sjálfsögðu við rótgróna hefð að
styðjast. Fram undir miðja nýliðna
öld var landslagsmálverkið næst-
um allsráðandi. Listamennirnir í
Sköpun – þeir sem sækja myndefni
til náttúrunnar – líkja ekki eftir
Kjarval og Ásgrími, fjarri því. Þeir
eru öðruvísi. Listumhverfið er líka
allt annað. Eigi að síður horfa þeir
til hins hreina og óspillta, allt eins
og gömlu meistararnir. Athygli
vekur hversu fuglar eru t.d. áber-
andi í myndum þeirra. Fugl á flugi
er líka gömul táknmynd í ljóðlist-
inni, ímynd hins óhefta hugarflugs.
Ennfremur ímynd ástarinnar sem
kemst yfir allar hindranir eins og
fuglinn frjáls.
Þó sumir höfundarnir í Sköpun
séu svo kunnir að þeir þurfi ekki
beinlínis á stuðningi að halda gildir
enn sem fyrr að samkennd og
hvatning eykur hverjum og einum
áræði en vekur jafnframt athygli á
listinni sem slíkri. Með bók þessa í
höndum er hægt að skoða og
skyggna, bera saman, draga álykt-
anir og átta sig á hvar ljóðlistin er
á vegi stödd nú í byrjun aldar.
Þar að auki er Sköpun svo vönd-
uð og falleg bók – jafnt hið ytra
sem hið innra – að hún megnar
vonandi að fjölga ljóðalesendum
sem eru allt of fáir. En fleiri samt
en margur hyggur!
Ljóð og mynd
BÆKUR
Ljóð
Ljóð og myndir skálda og myndlist-
armanna úr Kópavogi. 63 bls. Útg. Rit-
listarhópur Kópavogs. Prentun: Ásprent/
Pob. 2001.
SKÖPUN
Erlendur Jónsson
DANSKI kammerkórinn Ars nova
syngur á tónleikum í Salnum ann-
aðkvöld kl. 20. Ars nova er einn
þekktasti kammerkór á Norður-
löndum en hann syngur einkum
verk frá endurreisnartímanum og
kórverk samin eftir 1950. Efnis-
skrá kórsins að þessu sinni sam-
anstendur af nýrri norrænni kór-
tónlist frá öllum Norðurlöndum, en
kórinn er á tónleikaferð um löndin
sex. Meðal verkanna sem kórinn
syngur er Magnificat eftir Mist
Þorkelsdóttur, Ludus verbalis eftir
Einojuhani Rautavaara, Gimli eftir
Áskel Másson, Mytisk Morgen eft-
ir Per Nørgård, Det muntre Nord
eftir Sunleif Rasmussen og Es ist
genug eftir Sven-David Sand-
ström. Kórstjóri Ars nova er Ta-
más Vetö.
Norrænt
í Salnum
Kammerkórinn Ars nova.
ÆFINGAR hefjast að nýju eftir
jólafrí hjá Söngsveitinni Fílharm-
óníu mánudaginn 7. janúar í Mela-
skóla við Hagatorg og eru enn
nokkur pláss laus í kórnum.
Þá verður tekið til við Messu
heilagrar Sesselju eftir Josef Ha-
ydn. Hún er samin árið 1766 fyrir
fjóra einsöngvara, kór og hljóm-
sveit um það leyti sem Haydn
flutti með Nicholas Esterhazy
prinsi í hina nýju höll Esterhazy í
Ungverjalandi. Hún er lengsta
messa Haydns og mun lengri en
hefðbundin messa og því ólíklega
verið flutt við hefðbundið messu-
hald. Lengd og gerð messunnar
fellur í sama flokk og C-moll-
messa Mozarts og H-moll-messa
Bachs.
Verkið er fyrsta stóra söngverk
Haydns í starfi hjá Esterhazy og
er afar margslungið, enda samein-
ast þar eldri form, t.d. hæga fúgan
í Gratias og tónmál óperunnar t.d.
í Domine Deus, auk nýrra hug-
mynda Haydns í tónmáli sem birt-
ist í mótífum fyrir pákur og
trompeta í Gloria in excelsis Deo.
Messan verður flutt á tónleik-
um í Langholtskirkju 17. og 19.
mars næstkomandi. Stjórnandi
Söngsveitarinnar er Bernharður
Wilkinson, aðstoðarhljómsveitar-
stjóri Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands, píanóleikari Guðríður St.
Sigurðardóttir en raddþjálfun
annast Elísabet Erlingsdóttir.
Formaður kórsins er Lilja Árna-
dóttir. Heimasíða Söngsveitarinn-
ar er á slóðinni www.filharmon-
ia.mi.is.
Söngsveitin Fílharmónía
Messa heilagrar
Sesselju flutt í mars