Morgunblaðið - 06.01.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.01.2002, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 31 BÆKURNAR um Evu og Adam hafa notið vinsælda um öll Norður- lönd, ekki síður en myndasögurnar um þau og sjónvarpsþættirnir. Nú er víst búið að gera bíómynd um þetta kærustupar sem vonandi á eftir að koma til Íslands. Því þótt bækurnar séu fínar finnst mér sjónvarpsþætt- irnir skemmtilegri. Þetta er sjötta bókin um skötuhjú, en ég veit ekki alveg hvað þau eiga að vera orðin gömul, um það segir ekk- ert í bókinni. Ég giska á að þau eigi að vera tólf eða þrettán ára gömul. Líklega eru það aðeins yngri börn sem lesa þessar bækur, enda finnst börnum og unglingum venjulega skemmtilegra að lesa um aðeins eldri krakka en sjálfa sig, krakka sem hafa lent í meiru og reyna sitthvað sem enn bíður lesandans í spennandi framtíðinni. Adam og Eva eru skemmtilegar persónur um leið og þau eru ósköp venjulegir unglingar. Þau hafa verið saman lengi, og dreymir um að vera saman að eilífu, en af og til koma upp aðstæður sem láta líta út fyrir að svo verði ekki, og þá fara bæði Adam og Eva á taugum. Núna er möguleiki á að pabbi Adams fái vinnu í höfuð- borginni og að hann þurfi því að flytja. Hvað verður þá um samband þeirra og vinskapinn? Það sem er gaman við þessar bæk- ur er að hún brúar bilið milli barna- bókanna og unglingabókanna. Þegar komið er að unglingabókum, fjalla bækurnar yfirleitt um að þreifa sig áfram í kynlífi, að lenda í vandræðum þess vegna, eiga meiri háttar rifrildi við foreldrana út af öllu mögulegu, einnig við félagana, og jafnvel djúsa smá og dópa. Hér er farið milliveginn í öllu, Það er einsog hormónarnir séu rétt byrjaðir að látakræla á sér, og Adam og Eva rétt búin að fá fyrsta fílapensilinn. Þau ganga ekki lengra en að kyssast tvisvar blautum kossi og tvisvar beint á munninn í allri bók- inni. Þau hugsa engar kynferðislegar hugsanir og eru meira fyrir að liggja bara saman og halda í höndina á hvort öðru á valdi rómantíkurinnar. Eiginlega eru þau bara vinir í kær- ustuparaleik. Einnig eru móðursýk- isköstin heldur hógvær miðað við venjulega unglinga. Þetta hentar börnum sem eru að skríða á ung- lingaskeiðið vel, sem eru á milli þess að vera börn og unglingar. Skemmti- leg bók og sniðug fyrir vissan aldur. Saklaust stuð Æskan gefur einnig út Partíbók Evu og Adams sem er að vissu leyti tengd ofannefndri bók, þar sem í henni er haldið partí. Þetta er ekki sögubók, heldur bók þar sem góð ráð eru gefin þegar halda skal unglingapartí og bókin er stútfull af góðum hugmyndum. Hér er allt að finna til að partíið heppnist sem best. Rætt er allt frá hverjum á að bjóða og hvernig á að viðhalda stemmningu í partíi, en allir vita að stundum getur hún orðið smá vand- ræðaleg. Síðan má ekki vanmeta það að þrífa upp á eftir, það getur orðið mjög gaman að blaðra saman um allt sem gerðist, hver kyssti hvern o.s.frv. Mörg ráðanna eru skemmtilegri en önnur, einsog hvernig á að fá stráka til að dansa, og er þá fjallað um grundavallaratriði munarins að vera strákur eða stelpa. Foreldrarnir eru líka hluti af þessu öllu, og það þarf að kunna að fá að halda partí. Mataruppskriftir henta einnig ung- lingum vel og eru alls ekki svo óholl- ar. Einnig eru uppskriftir að óáfeng- um bollum sem eru þrælsniðugar, en unglingar eru jú alltaf í fullorðins- leik. Já, það er einnig bent á að gleyma ekki vangadansinum. „Vangadans“ heitir hann auðvitað af því að parið leggur vanga við vanga í dansinum. Og þau þrýsta sér hvort að öðru, og það heilan dans. Stórkost- legt! (En stundum verður maður að dansa þessi rólegu lög við einhvern sem maður er ekkert hrifinn af. En það er bara að þola það.)“ Einnig er bent á að slíkur dans geti haft ým- islegar afleiðingar! Bráðsniðug bók sem hefur gott samskiptalegt uppeldisgildi. Í kærustuparaleik BÆKUR Barna- og unglingabækur Texti eftir Måns Gahrton og myndir eftir Johan Unenge. Æskan 2001. 137 og 61 bls. EVA & ADAM: SÍÐASTA NÁTTFATAPARTÍIÐ – EVA & ADAM: PARTÍBÓKIN Hildur Loftsdóttir Tilvalið námskeið fyrir fólk á leiðinni út á vinnumarkaðinn eða þá sem vilja styrkja stöðu sína með aukinni menntun. Námið er 258 stundir. Næstu námskeið hefjast um miðjan janúar. og tölvunám Windows 98 Word 2000 Excel 2000 Power Point 2000 Internetið frá A-Ö Lokaverkefni Bókhald - Tölvubókhald Verslunarreikningur Sölutækni og þjónusta Mannleg samskipti Framkoma og framsögn Almennt um tölvur Tímastjórnun Helstu námsgreinar Skrifstofu Upplýsingar og innritun: Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is NTV Hafnarfirði - 555 4980 NTV Kópavogi - 544 4500 NTV Selfossi - 482 3937 n t v . is nt v. is n tv .i s K la p p a ð & k lá rt / ij 25%-40% afsláttur af Herbalife Viltu bæta heilsuna, fá meiri orku og losna við aukakílóin? Kannaðu málið í síma 565-3034. Gullið - Næringarvörur - Snyrtivörur KVIKMYNDIN Í faðmi hafs- ins var frumsýnd í kvik- myndahúsum á Vestfjörðum annan í jólum og verður hún aðeins sýnd í kvikmyndahús- um þar. Myndin lýsir örlaga- sögu ungra hjóna í sjávar- þorpi fyrir vestan og er tekin á Flateyri, en annar leikstjór- anna, Lýður Árnason, er læknir þar. Að sögn Jóakims Reynissonar, meðleikstjóra Lýðs, tóku Vestfirðingar við- burðinum fagnandi og sóttu um 800 manns sýningar á myndinni sem haldnar voru milli jóla- og nýárs. „Sýnt var í ýmsum stöðum; á Flateyri, Bolungarvík, Suðureyri, Þing- eyri og Ísafirði og mikil stemmning ríkti við frumsýn- ingu myndarinnar í gamla bíóhúsinu á Flateyri,“ segir Jóakim. „Húsið tekur bara 100 manns og var það fyllt tvisvar. Alls voru það um 800 manns sem komu á sýningar þessa daga og við töldum það bara nokkuð gott á þessu svæði,“ bætir hann við. Í faðmi hafsins er fyrsta kvikmyndaverkefni þeirra Jóakims og Lýðs, en handritið skrifuðu þeir ásamt Hildi Jó- hannesdóttur, eiginkonu þess fyrrnefnda. Aðspurður um hvort vestfirskir kvikmynda- gestir hafi verið ánægðir með útkomuna segist hann telja að menn hafi almennt verið ánægðir „Við fengum víða mjög góð viðbrögð og voru allir sammála um að sýning- arnar á hinum ýmsu stöðum á Vestfjörðum hafi verið mjög vel heppnað framtak. Í mörg- um húsanna hafði ekki verið sýnd kvikmynd í háa herrans tíð.“ Að lokum bendir Jóakim á að myndin verði sýnd áfram í Ísafjarðarbíói og um næstu páska muni Sjónvarpið taka hana til sýningar. Í faðmi hafsins Góð við- brögð fyr- ir vestan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.